Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 45 Við kveðjum góða árgangs-systur með söknuði. Eiginmanni, dætrum og öðrum aðstandendum Hafdísar sendum við innilegustu samúðar- kveðjur á þessum sorgardögum. 1949-árgangurinn frá Vest- mannaeyjum. Að morgni 11. nóvember bárust okkur þau sorgartíðindi að hún Haf- dís væri dáin. Það er svo óréttlátt þegar fólk á besta aldri er hrifið burt frá ástvinum sínum. Við vissum reyndar að lífsganga Hafdísar yrði ekki löng, því á brattann hefur verið að sækja hjá henni sl. fimm og hálft ár. Barátta hennar við krabbameinið hefur oft verið mjög erfið, og höfum við undrast þann ótrúlega styrk og dugnað sem hún hefur sýnt í sínum veikindum. Oftar en ekki var það hún sem taldi kjark í okkur, þegar hún fékk ekki nógu góðar niðurstöð- ur úr rannsóknum. En Hafdís stóð ekki ein, hún átti frábæra fjölskyldu sem stóð við hennar hlið og teljum við að á engan sé hallað þó Inga systir hennar sé sérstaklega nefnd. Hún fór oftast með Hafdísi í læknismeðferðir til Reykjavíkur. Hún hefur staðið sem klettur við hennar hlið og sýnt Haf- dísi traust og nærgætni. Fyrir fjórum og hálfu ári varð fjöl- skyldan fyrir miklu áfalli. Þá íést móðir Hafdísar, Rakel, að morgni fermingardags Drafnar, dóttur Haf- dísar og Sibba. Þá sýndu þau öll ótrúlegan styrk. Dagurinn sem átti að vera mikill gleðidagur breyttist á augabragði í sorgardag. Hafdísi höfðum við þekkt frá barnæsku, en fyrir u.þ.b. átta árum kom hún í saumaklúbbinn okkar. Flestar vorum við skólasystur og vissum því að þarna fengjum við góðan félaga. Klúbburinn okkar var nafnlaus þegar þetta var, en Sibbi, maður Hafdísar, var fljótur að bjarga því og nefndi klúbbinn „Zara- þústra“. Þetta þótti okkur hið besta nafn og höfum við haldið því. Alltaf vorum við með eitthvað á prjónunum svo eiginmennirnir voru farnir að spyija hvort ekki ætti að vera sýning á öllu sem við gerðum. Við vorum fljótar að segja þeim að það væri enginn salur í Eyjum nógu stór! Allt- af var um nóg að tala í saumó, því allar áttum við unglinga sem við höfðum mismiklar áhyggjur af eins og gengur hjá foreldrum. Þar kom best í ljós hve Hafdísi var umhugað um velferð dætra þeirra. Hún bar mikla umhyggju fyrir þeim og í öll- um sínum veikindum voru það dæt- urnar sem hún hafði mestar áhyggj- ur af, eiginmaðurinn og aldraður faðir, en svona var Hafdís, það voru hennar nánustu sem voru númer eitt, svo kom hún þar á eftir. Ogleymanleg í minningunni er ferð til Amsterdam sem farin var veturinn ’91. Þar var mikil gleði og oftar en ekki voru hlutirnir á léttu nótunum. í þessari ferð voru Hafdís og Sibbi ómissandi félagar. Hafdís starfaði mikið í SVD Ey- kyndli og áttum við góðar stundir með henni, hvort sem var á fundum, í okkar frábæru slysóferðum eða við undirbúninginn á jólabasarnum. Hafdís gat oft verið hnyttin og hvöss í tilsvörum en við vissum alltaf hvar ■ við höfðum hana. ’ Elsku Hafdís mín, við viljum þakka þér af alhug allar okkar góðu samverustundir. Það er gott þegar syrtir að hjá ástvinum að ylja sér við góðar minningar. Elsku Sibbi, Sædís, Dröfn og Sif. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og styðja á þeirri erfiðu göngu sem framundan er. Megi sá styrkur og dugnaður sem þið hafið sýnt á þessum síðustu mánuðum fylgja ykkur áfram. Þið eigið góðar minn- > ingar um eiginkonu og móður sem var hetja. Elsku Inga, þér og fjölskyldu þinni biðjum við Guðs blessunar. Megi Guð gefa ykkur styrk. Öldruðum föður, sem nú sér á eftir yngstu dóttur sinni, svo og Pétri ásamt öllum ást- vinum sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Þau ljós sem skærast lýsa skína líka glaðast bera mesta birtu og brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur MINNINGAR er dauðans dómur fellur og þann dóm enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það leiddi ást og yndi með öllum sem það kvaddi þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þórleifsson.) Hvíl þú í friði, Hafdís mín. Við hittumst aftur. Saumaklúbbur Zaraþústra. Elsku Hafdís. Það er svo margt sem mig lang- ar að segja við þig. Það er svo margt sem ég á eftir að sakna. Það verður allt öðruvísi að koma heim til Eyja þegar þú ert ekki. Ég man svo vel þegar ég var tíu eða ellefu ára. Þá settir þú krullur í hárið á mér áður en ég fór niður á Stakkó á sjómannadaginn. Mér fannst hárið á mér svo fint. Ég bað til guðs allan daginn að krullurnar myndu festast. Eg var sárgröm út í guð daginn eftir þegar hárið var jafn slétt og áður. Líkt og þá beið ég innst inni eft- ir kraftaverki þegar þú lást á spítal- anum og barðist við krabbameinið. En ég er eldri og þroskaðri og veit að kraftaverk koma í svo mörgu öðru en því sem við viljum. Ég veit að þér líður vel núna og það huggar mig. Rakel amma hefur örugglega beðið þín og tekið vel á móti þér. Elsku Sibbi, Sædís, Dröfn og Sif, ég veit að þetta er svo erfítt. Mig skortir orð til að hugga ykkur, og elsku mamma, Pétur og afí, ég veit að það er erfítt að sjá á eftir systur og dóttur og ég vona að guð styrki ykkur í sorginni. Bænin sem ég lærði fyrir ekki svo löngu hefur oft hjálpað mér og ég vona að hún geti hjálpað ykkur líka. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Þín frænka, Rakel. Okkur langar að minnast Hafdís- ar Andersen sem er til moldar bor- in í dag. Hún barðist af ótrúlegri seiglu og þrautseigju við sjúkdóm þann sem loks lagði hana að velli. Við kynntumst Hafdísi ekki fyrr en eftir að baráttan var hafín og dáð- umst að kjarki hennar og lífsvilja. Þar fór kona sem elskaði lífið. Kona sem vildi fá að sjá dætur sínar þroskast og vaxa. Hafdís var frið- söm og hæglát og vel liðin af öllum sem henni kynntust. Friðarljósin sem loguðu á dánardaginn hennar báru vott um það. Við kveðjum hana með þakklæti og biðjum dætr- um hennar, eiginmanni og öðrum ættingjum blessunar og friðar. Jóhannes Egilsson og Guð- finna Björk Ágústsdóttir. JÓN GÍSLIÁRNASON + Jón Gísli Árnason fæddist á Hvallátrum 14. maí 1917. Hann lést að kvöldi 15. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 21. nóvember. Hann afi minn Jón Gísli Árnason er dáinn. Mér fínnst skrítið að ég eigi aldrei eftir að sjá hann aftur og að þau orð sem ég rita hér séu mín hinsta kveðja til hans. Ég þekkti hann afa minn eins og gefur að skilja aldrei sem ungan athafnamann heldur sem gamlan glaðbeittan mann sem sestur var í helgan stein og þannig kýs ég að skrifa um hann. Það eru líklega allir sem þekktu afa sammála um að einkenni hans var giaðleg framkoma. Jafnvel í þokukenndum minningum bernsku- áranna man ég afa þannig. Hann hafði stóra bumbu sem mér þótti mjúkt að sitja á, en þegar hann fór að hlæja hristist þetta annars ágæta sæti svo ég varð frá að hörfa. Það sem ég man sérstaklega eftir er augnaráðið hans afa, það sást alltaf á augunum hans hvort hann var að grínast. Ef hann ætlaði til dæmis að plata okkur krakkana kom prakk- aralega augnaráðið alltaf upp um hann. Afi byijaði snemma að ala upp í okkur barnabörnunum vinnusemina, ef svo mætti segja. Allavega man ég eftir því að hann gaf okkur alltaf pening fyrir að vatnsgreiða sér eða klippa hárin sem hann hafði í eyrun- um. Ég var alltaf svo stolt þegar afi sagði mér að lokinni eyrnahá- rasnyrtingu að heyrnin í sér hefði lagast um allan helming. Alveg frá því að ég man eftir mér höfum við fjölskyldan verið heima hjá afa og ömmu um áramótin. Afí var alveg óviðjafnanlegur þáttur í áramótagleðinni á þann hátt sem ekki verður tíundaður hér. í seinni tíð mátti finna á afa að elli kerling var farin að segja til sín. Minnið var farið að dala og ég fann mun á honum ár frá ári. Hann átti það til að leggja mér oftar en einu sinni sömu lífsregluna. Hann hafði til að mynda fastar skoðanir á áfeng- isneyslu og sagði það hollt að fá sér í glas meðan maður léti tóbakið í friði. Mér finnst þetta nokkuð gott hjá honum afa mínum og hef oftast reynt að hafa þetta að leiðarljósi, þó ekki lífsstíl. Það verður ekki of oft sagt hvað hann afi var alltaf í góðu skapi og það sem ég tók sér- staklega eftir var að aldursvofunni tókst ekki að afmá stríðnisglampann úr augum hans. Ósjaldan kom það fyrir að tiisvör hans voru í miklu ósamræmi við það sem augnaráðið gaf til kynna. Þá vissi ég að afi var að grínast og spilaði gjarnan með. Afi varð áttræður í maí síðastliðn- um, þá fórum við nokkur úr fjöl- skyldunni vestur á Dýrafjörð til þess að halda það hátíðlegt. Mér þykir ákaflega vænt um að hafa farið með honum afa mínum og giaðst með honum \ hópi gamalla vina og ætt- ingja. Á leiðinni vestur sat ég í bíl með afa, ömmu og Sveinu frænku. Sveina setti spólu í tækið þannig að um bílinn hljómuðu harmonikkuút- sett dægurlög sem afi kunni vel að meta. Til marks um léttleika hans þá dillaði hann sér og sveiflaði hönd- unum eins og hann væri að stjórna hljómsveitinni, alla leið frá Bijáns- læk til Dýrafjarðar. Ég held að hann afi hafi verið mjög hamingjusamur þar sem hann bjó með ömmu á Jaðarsbrautinni. Einhvers staðar stendur að hamingj- an sé nægjusemi og það nægði afa svo fyllilega að búa þar sem hann hafði útsýni yfír sjóinn og gat farið í sínar daglegu gönguferðir um Langasand. Það brást ekki að þegar ég kom til hans, dásamaði hann út- sýnið og sagði mér að hann hefði gengið Langasandinn ýmist einu sinni eða tvisvar þann daginn. Það mátti líka merkja á honum hvað hann stundaði mikla hreyfingu því hann var eins og hann sagði svo réttilega sjálfur „eins og unglamb á skrokkinn". Mér á eftir að fínnast tómlegt að koma á Jaðarsbrautina og fínna ekki fyrir hann afa minn. Það hefur í mínum huga alltaf verið svo sjálf- sagður hlutur að hann væri þar og einhvernveginn svo fjarlægt að hann myndi brátt yfirgefa okkur. Þó ég viti að svona er lífsins gangur á ég erfítt með að hemja tárin vegna frá- falls hat s. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn, þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Afi sýndi mér aldrei annað en góðvild og hlýju og það hefur verið mér mikilvægt veganesti í lífinu. Ég bið guð a_ð blessa ömmu, mömmu, Sveinu, Árna og alla aðra aðstandendur í sorg sinni. Eyrún Baldursdóttir. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 18. nóvember var spilaður eins kvölds Monrad baró- meter með þátttöku 24 para. Efstu pör voru: Guðlaugur Sveinsson - Siguijón Tryggvason +73 Jens Jensson - Guðmundur Baldursson +54 Róbert Geirsson - Geir Róbertsson +36 Árni H. Friðriksson - Gottskálk Guðjónsson +31 IngiAgnarsson-ErlingurÖrnAmarsson +25 Soffia Daníelsdóttir - Jóhanna Siguijónsdóttir +21 13 pör tóku þátt í verðlaunapott- inum sem deildist í tvenn verðlaun, 4.500 kr. 1. verðlaun og 2.000 kr. 2. verðlaun. Guðlaugur og Siguijón fengu 1. verðlaun og Jens og Guð- mundur fengu 2. verðlaun. BR er með eins kvölds tvímenn- ing á þriðjudagskvöldum og er spil- aður Mitchell og Monrad barómeter tvímenningur til skiptis. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt hjá BR á þriðjudags- og föstudags- kvöldum. Síðasta kvöldið í Frakklandství- menningnum var spilað miðviku- daginn 19. nóvember. Jón Þorvarð- arson og Haukur Ingason tryggðu sér 1. sætið í síðustu setu mótsins og fengu flugfar fyrir tvo á heims- meistaramótið í tvímenningi í Lilie, Frakklandi, haustið 1998. Loka- staða efst para varð: A-úrslit: Jón Þorvarðarson - Haukur Ingason +88 Steinar Jónsson - Jónas P. Erlingsson +68 Guðmundur Páll Arnarson - Þorlákur Jónsson +57 Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson +50 Jón og Haukur unnu sér inn tvo farseðla til Lille. Steinar og Jónas fengu málsverð á Hótel Holti. Guð- mundur og Þorlákur fengu máls- verð á Þremur Frökkum hjá Úlfari. Bragi og Sigtryggur nældu sér í bókaúttekt og Vignir og Jón fengu sína flöskuna hvor af frönsku rauð- víni. B-úrslit: Halldór Már Sverriss. - Brynjar Valdimarsson +89 Jakob Kristinsson - Eirikur Hjaltason +75 Hrafnhildur Skúladóttir - Jörundur Þórðarson +52 Gísli Hafliðason - ÓlafurÞór Jóhannsson +51 Halldór og Brynjar fengu máls- verð á Hótel Holti og Jakob og Ein'kur fengu málsverð á Þremur Frökkum hjá Úlfari og Hrafnhildur og Jörundur nældu sér í bókaúttekt. C-úrslit: Rapar Magnússon - Páll Valdimarsson +188 Steinberg Rikharðss. - Sveinn R. Þorvaldsson +96 Erla Siguijónsdóttir - Guðni Ingvarsson +88 Sigmundur Stefánsson - Hallgr. Hallgrímsson +67 Rúnar og Páll fá veitingar á Þremur Frökkum hjá Úlfari. Stein- berg og Sveinn unnu sér inn bókaút- tekt og Erla og Guðni fengu franskt rauðvín. Næsta keppni BR á miðvikudög- um er fjögurra kvölda Monrad sveitakeppni. Tekið er við skrán- ingu við mætingu eða hjá BSÍ í s. 587 9360. Ekki var spilað hjá BR föstudag- inn 14. nóvember vegna Landství- mennings en spilaður er eins kvölds tvímenningur, Mitchell og Monrad barómeter til skiptis. Eftir að tví- menningunum lýkur geta þeir sem vilja tekið þátt í miðnæturútsláttar- sveitakeppni. Spilarar 20 ára og yngri borga ekkert keppnisgjald á þriðjudags- og föstudagskvöldum hjá BR. Spilamennska byijar kl. 19 á föstudögum en 19.30 önnur kvöld. Landstvímenningur 1997 164 pör tóku þátt í Landství- menningnum 1997. Spilað var f 12 riðlum á 9 stöðum á landinu. Efstu pör yfír landið í hvora átt voru (töl- urnar eru impar): N/S: Haildór Tiyggvason - Þorsteinn Sigjónss. 73 Bjarki Guðnason - Guðbjðrn Guðmundss. 66 Ólöf Þorsteinsd. - Þorsteinn Kristjánss. 62 AntonHaraldsson-SigurbjömHaraldss. 54 Sigurður Hafliðason - Sigfús Steingrímss. 54 A/V: Óli Bjöm Gunnarss. - Gísli Ólafss 102 Kristján Már Gunnarsson - Helgi G. Helgason 95 J ón Gunnarsson - Jóhann Ævarsson 90 Skúli Skúlason - Jónas Róbertsson 76 Þór Geirsson - Guðni E. Hallgrímsson 74 JónSigurbjömsson-IngvarJónsson 73 SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Sunnudaginn 23. nóv.: Lága- skarðsleið. Gengið frá Reykja- felli um Lágaskarð austan Stóra- meitils, suður í Eldborgarhraun hjá Raufarhólshelli. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1100/1200. Skráning þátttakenda í að- ventuferð 28.—30. nóv. og aðventuferð jeppadeildar 6.—7.des. stendur yfir á skrifstofu Útivistar. Jeppadeild Næstu ferðir jeppadeildar eru til kynningar á Hallveigarstíg 1 þann 25. nóv. kl. 20.30. Allir vel- komnir. Kynnumst jeppadeild Útivistar og fjölmörgum spenn- andi ferðum á vetraráætlun. Heimasíða: centrum.is/utivist Opið hús fyrir nemendur mína í Safamýri 18 mánudags- kvöldið 24. nóv- ember kl. 20. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari, simi 553 3934. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma I dag kl. 14.00. Gestapredikari Samúel Ingimars- son. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 23. nóvember kl. 13.00 Hólmur — Lækjarbotnar — Selfjall. Skemmtileg ganga i skammdeginu. Verð kr. 1.000, frítt fyrir börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Áramótaferð í Þórsmörk 31. des.—2. jan. Tryggið ykkur farmiða strax í þessa vinsælu ferð. Skrifstofan er opin virka daga kl. 9—17. Miðvikudagur 26. nóvember kl. 20.30. Kvöldvaka/afmælisfyrirlestur í Mörkinni 6. Leyndardómar Vatnajökuls Náttúrufræðingarnir Hjörleifur Guttormsson og Oddur Sigurðs- son fjalla í máli og myndum um efni nýrrar bókar sinnar Leyndar- dómar Vatnajökuls (víðerni, fjöll og byggðir). Áhugaverð og fróð- leg kvöldvaka sem enginn ætti að missa af. Laugardagur 29. nóvember kl. 16.00 Afmælishóf i Mörkinni 6 og opn- un sögusýningar í tilefni 70 ára afmælis Ferðafélagsins. Sunnudagur 30. nóvember kl. 15-17 Opið hús i félagsheimilinu i Mörkinni 6 í tilefni afmælisins fyrir félaga og aðra. Allir vel- komnir. Góðar veitingar og hægt að skoða sögusýninguna. Kl. 14 verður stutt afmælis- ganga um Elliðaárdalinn er lýkur á opna húsinu og kl. 17 verður spennandi myndasýn- ing fró Norska ferðafélaginu með myndum úr fjallahéruð- um Noregs. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.