Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 37 AÐSENDAR GREINAR Á sjómannaafslátt- urinn rétt á sér? ENN Á ný eru menn að ráðast gegn sjó- mannaafslættinum. Hefur Pétur H. Blöndal lagt fram þingsályktun- artillögu um breytingu á skattalögum, meðal annars til að afnema sj ómannaafsláttinn. Þykir honum og öðrum, sem launþegum þessa lands vera gert mishátt undir höfði. Rökin sem hann og fleiri aðilar nota gegn sjómannaaf- slættinum, eru meðal annars á þá leið að aðrir launþegar njóti ekki sömu réttinda í skatta- kerfinu og sjómenn. Telja þessir aðilar að þar sem sjó- menn hafi almennt það góðar tekjur geti þeir alveg borgað fullan skatt á við aðra. Meira að segja kvað svo fast að orði hjá háttvirtum þing- manninum í framsögu sinni að ætla mætti að sjómenn væru með öllu skattfrjálsir. En áður en lengra er haldið, skýrum þá hvernig kerfið virkar. Sjómannaafslátturinn er í dag 671 kr. pr. lögskráningardag, sem gerir 20.130 kr. á mánuði. Þannig að sjómenn gi’eiða þá vænt- anlega einhvem skatt. Það var árið 1954 sem lög um sjó- mannaafsláttinn voru samþykkt, hefur hann því verið við lýði í 43 ár. Þykir sumum að tímabært sé að af- nema þennan skattaafslátt, þó fyrr hefði verið. En eftir stendur hitt sjónarmiðið, þ.e. kjai’askerðingin sem er óumdeilanleg. Verður hún bætt með öðrum hætti? Mér er til efs að sú kjarabót verði sótt án átaka. Ef háttvirtur þingmaður tel- ur að sjómenn vilji leggja eyru við tillögu þessari, þarf að taka meira með í dæmið. Því staðreyndin er sú að sjómenn eru margir hverjir á móti þessum skattaafslætti, sem rýrir stöðu okkar gagnavart öðrum launþegum. En eitthvað þarf að koma á móti. I kjarabaráttu skerða menn ekki kjör annarra með laga- breytingum einum saman án þess að láta eitthvað í staðinn. Ætlar þingmaðurinn og þingheimur allur að búa þannig um hnútana að við sjómenn sitjum við sama borð og aðrir launþegar varðandi slysa-, ör- orku- og dánarbætur? Eins og mál- um er háttað í þeim efnum í dag þarf að finna sökudólg, þ.e.a.s. það þarf einhver annar en sá slasaði að hafa sýnt af sér vanrækslu eða yfir- sjón í starfi til að bætur fáist að fullu greiddar. Ef hins vegar er Valgeir Gunnarsson hægt að sýna fram á með einhverjum hætti að sá slasaði hafi gert eitthvað af sér, t.d. fljótfæmi eða annað, þá lækka bætur til hans allverulega og er jafn- vel til í dæminu að þær falli alveg niður. Hér er ég að tala um muninn á 171. gr. og 172. gr. sigl- ingalaga þar sem fjall- að er um ábyrgð. Þetta ástand er með öllu óþolandi. Störf sjó- manna krefjast þess að menn séu ávallt með fulla athygli sama hvemig aðstæður era. Ekki hvarflar að mér að ætla að menn hlaupi út í hættur og slasi sig til þess eins að fá bætur, eins og rökin era fyrir því að við- halda núverandi bótakerfi. Þessu verður að breyta tafarlaust. Fyrir einhverjum áram mætti Guðmundur Hallvarðsson þingmað- ur á aðalfund Sjómannafélags Eyja- fjarðar og kynnti tillögur í þessum efnum; hvar era þær? Hafa þær verið lagðar fram eða hefur þessum tillögum verið stungið undir stól, er málið kannski ekki það stórt í aug- um þingheims að það taki því ekki að vinna í þessum málum? Hvað þurfa margar fjölskyldur að þola þetta misrétti áður en viðunandi úr- bætur líta dagsins ljós? Er skemmst að minnast þess hörmu- lega slyss er varð um borð í einu Ég er sannfærður um það, segir Valgeir Gunnarsson, að ís- lenskir sjómenn njóti ekki sannmælis þegar talað er um þá sem afætur þjóðfélagsins sem enga skatta greiði. varðskipa okkar síðasta vetur og var mikið í umræðunni, þar var spumingin um hvort greiða ætti bætur skv. 171. eða 172. gr. sigll. Því miður er það nú þannig, þrátt fyrir góðan vilja og vakningu meðal sjómanna um öryggismáhn að slys- in verða áfram, oft af öflum sem við ráðum ekki við. Ljóst er að úrbóta er þörf og það strax, við hljótum að vera þess virði. Ég, sem sjómaður, sem stendur vörð um hagsmuni mína og minnar fjölskyldu, væri tilbúinn að falla frá svonefndum sjómannaafslætti, ef tryggt væri að kjaraskerðingin verði leiðrétt með raunhæfum hætti sem stuðlar t.d. að hærri slysabót- um, sem eyðir vissum óvissuþáttum um réttindi okkar og aflagningar hlutdeildar okkar sjómanna í út- gerðarkostnaði, sama hvaða nafni það nefnist. í dag eru bótamálin þannig að hver hugsandi og ábyrgð- arfullur sjómaður kaupir sér auka- tryggingu á frjálsa tryggingamark- aðinum svo fjölskyldan verði ekki lögð í rúst (í fjárhagslegu tilliti) ef illa fer, nóg er það samt. Ég er sannfærður um það, eftir að hafa starfað á ýmsum vettvangi og við margskonar kjör, að íslenskir sjómenn njóti ekki sannmælis þegar talað er um þá sem afætur þjóðfé- lagsins sem enga skatta greiði, eins og mátti skilja á ummælum hátt- virts þingmanns, Péturs H. Blöndal, í framsögu sinni á Alþingi, öðru nær. Vert er að benda þeim sem fetta fingur út í „skattafríðindi“ sjó- manna, að sennilega era ekki marg- ar aðrar stéttir með jafnopið skatt- eftirlit og einmitt sjómannastéttin, þar sem allar tekjur sjómanna era uppgefnar til skattsins (sem betur fer). Ekki er unnt að stinga launum undan í því launakerfi sem sjómenn starfa við. Því samkvæmt reglugerð er lögboðinn lágmarksfjöldi áhafnar á fiskiskipum, lögskráningarbækur era vonandi undantekningarlaust útfylltar samviskusamlega, sam- kvæmt lögum, og fiskverð ásamt aflatölum era opinber gögn, sem al- menningur jafnt sem skattayfirvöld hafa greiðan aðgang að. Hugsan- lega er það einmitt þess vegna sem launum sjómanna er veitt jafnmikil eftirtekt og raun ber vitni. Kannski er þetta bara enn einn gráttónninn frá okkur sjómönnum, að mati þeirra sem hafa alltaf séð ofsjónum yfir afrakstri erfiðis og hafa hvorki getu né orku til annars en vera sífellt vælandi án þess nokkurn tíma hvarfli að þeim að kanna hvað býr að baki þess sem þeir eru að nagast út í, þegar við reynum að standa vörð um lögskip- aða hagsmuni okkar. Enn á ég eftir að minnast á það óréttlæti sem í gangi er af hálfu rík- isins varðandi samskipti sjómanna við fjölskyldur sínar og era að heim- an svo jafnvel vikum og mánuðum sldptir við að draga björg í þjóðar- búið (Hvað ætli það ráði miklu í þeirri góðu afkomu sem ríkisstjórn-' in eignar sér?). Þar á ég við að öll þau símtöl sem sjómenn reyna eðli- lega að nýta sér þegar samband gefst og era ekki bara á upp- sprengdu verði, heldur þurfa menn að bera virðisaukaskatt af þeim að fullu. Væri ekki nær að setja þann skatt á áhugaveiðimenn eins og t.d. laxveiðimenn sem fara í þær ár sem þeir vilja án þess að greiða einasta virðisaukaskatt af áhugamáli sínu? Þá þurfa sjómenn oft að bíða hálfa eða alla frívaktina eftir símtali og greiða síðan fyrir það 51 kr. á mín- • útuna á stuttbylgju. Getur þá tekið á taugamar að vera að berja þetta fjarri heimaslóðum og bera ekki meira úr býtum en raun ber vitni. Má ég spyrja; hver er virðisaukinn þegar menn reyna að viðhalda eðli- legum fjölskyldutengslum? Oft kemur fyrir að vel fiskast og er því þá umsvifalaust slegið upp á forsíðum dagblaðanna, sem síðan gefur almenningi þá mynd af sjó- mennskunni að hún sé eintóm ham- ingja sem ekkert þarf að hafa fyrir, heldur streymi peningarnir fyrir- hafnarlaust í belg og biðu í vasa sjó- manna. Gleymist þá sú vinna sem liggur þar að baki og það sem rfldð á eftir að fá til sín af tekjunum, sen) * er ekki lítið. Þeir sem eitthvað hafa komið nærri sjómennskunni vita að þar skiptast á skin og skúrir og í upp- hafi hverrar veiðiferðar spá menn oft í stærsta happdrættið, afla- brögðin. Það er frekar það sem ger- ir starfið spennandi, heldur en að menn séu að sækjast eftir því að dvelja langdvölum fjarri fjölskyldu og vinum fyrir skattaafslátt. Höfundur er sjómaður, Akureyri. j, Hvaöa eigna- samsetniw passar þér': * GN AS A MS ETNI N( i: ^JLVÆGASTA HUGTAKIÐ FJÁRMUNA Aiiír Sfpðjr VíiJ hafa ákveðna eígnaia m se tnin tru. Leiðbeiningar og góð ráð á bls. 14-15 Ef þú hefur ekki þegar fengið þjónustulístann, vinsamlega hríngdu I sima 560-8900 og við sendum hann. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi. Sími 560-8900, 800-4-800. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.