Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 47 i i i I i i I i i i i i i i i i i i i < < i i i i < < i < SIGURSVEIT Flugleiða í bridskeppni evrópskra flugfélaga. Frá vinstri eru Kristján Blöndal, Sæmundur Björnsson, Geirlaug Magnúsdóttir og Torfi Axelsson. Flugleiðir sigr- uðu í bridskeppni flugfélaga BRIPS Torremolinos EVRÓPUMÓT FLUGFÉLAGA EVRÓPSK flugfélög standa fyrir mikilli félagsstarfsemi og einn þátt- ur í henni er að halda bridsmót. Þar eru Flugleiðir framarlega og hefur bridssveit félagsins verið sigursæl á undanförnum árum. Bridskeppnin var haldin nýlega í 16. sinn, að þessu sinni á Torremol- inos á Spáni. Alls kepptu 40 sveitir á mótinu, þar af 3 frá Flugleiðum, og stóð ein þeirra uppi sem sigurveg- ari. Hún var skipuð Geirlaugu Magn- úsdóttur, Torfa Axelssyni, Kristjáni Blöndal og Sæmundi Björnssyni. Að auki unnu Geirlaug og Torfi parakeppni sem spiluð var á sama stað. Sveitakeppnin var spiluð eftir Monradfyrirkomulagi þar sem stiga- hæstu sveitirnar spila jafnan saman. Sveit frá SAS í Kaupmannahöfn leiddi mótið lengst af en Flugleiða- sveitin mætti henni á 1. borði í síð- ustu umferð. Þá hafði SAS 7 stiga forskot þannig að Flugleiðir þurftu að vinna leikinn 14-6 eða meira. Það var ekki mikið í spilunum í þessum síðasta leik, en Flugleiða- sveitin var heppin í þessu: Suður gefur, allir á hættu Norður ♦ K83 ¥ G7652 ♦ DG *K32 Vestur Austur ♦ 1094 ♦ DG2 V4 ¥ D1098 ♦ ÁK1054 ♦ 7632 + G105 * 984 Suður ♦ Á765 ¥ÁK3 ♦ 98 ♦ ÁD76 Við annað borðið enduðu SAS- spilararnir í 4 hjörtum i NS og trompíegan gerði það að verkum að spilið fór einn niður. Við hitt borðið sátu Kristján og Sæmundur NS: Vestur Norður Austur Suður KB SB 1 grand pass 2 tíglar pass 2 hjörtu pass 3 grönd// Kristján yfirfærði í hjarta og sýndi svo jafna skiptingu með stökki í 3 grönd, og Sæmundur ákvað að passa þótt eðlilegra virðist að breyta í 4 hjörtu, með stuttlit í tígli og góð kontról. AV gátu enda tekið fyrstu 5 slagina á tígul, en vestur ákvað að spila út tígulfimmunni, frekar en ásnum. Sæmundur fékk því fyrsta slaginn á tígulgosa í borði og þegar laufið féll 3-3 átti hann 9 slagi. Þetta spil átti stærstan þátt í því að Flugleiðasveitin vann þennan úr- slitaleik 19-11 og þar með mótið. í víking til Bournemouth íslensk sveit tók nýlega þátt í haustþingi Bridssambands Englands í Bournemouth. Sveitin, sem skipuð var Gylfa Baldurssyni, Sigurði B. Þorsteins- syni, Helga Jóhannssyni og undirrit- uðum, endaði í 3. sæti í A-úrslitum sveitakeppninnar, en alls tóku um 80_sveitir þátt í mótinu. íslendingarnir tóku einnig þátt í tvímenningskeppni og þar komust Gylfi og Sigurður í A-úrslit og end- uðu þar í miðjum hópi 28 para. Guðmundur og Helgi spiluðu í B- úrslitum og enduðu þar í miðjum hópi 28 para en alls tóku um 145 pör þátt í tvímenningnum. Þetta haustþing laðaði ekki til sín þekktustu spilara Breta en styrkleiki almennra keppnisspilara á Englandi er nokkuð svipaður og á íslandi, þótt sagnkerfi Englendinga séu mun einfaldari. Þeir notast einkum við Acol og margræðar veikar opnanir, sem þykja sjálfsagðar hér á landi, voru bannaðar í þessu móti. í úrslitum sveitakeppninnar græddi íslenska sveitin vel á þessu spili: Suður gefur, AV á hættu: Norður ♦ KD93 ¥1052 ♦ 873 ♦ 653 Vestur Austur ♦ 5 ♦ 1087 ¥ G43 ¥ KD97 ♦ ÁK4 ♦ G2 ♦ KG10942 ♦ ÁD87 Suður ♦ ÁG642 ¥ Á86 ♦ D10965 ♦ - Við annað borðið sátum við Helgi Jóhannsson í NS: Vestur Norður Austur Suður GSH HJ 1 spaði 2 lauf 3 spaðar 4 lauf 4 spaðar/ AV þótti ólíklegt að þeir ættu geim á 5. sagnstigi og gáfu því spil- ið eftir í 4 spöðum. Vestur lyfti tígul- ás í útspilinu og þurfti nú að skipta í hjarta til að hnekkja spiiinu. En hann spilaði laufi og þá gat Helgi trompað, tekið trompin, fríað tígul- inn og hent hjörtum í borði í tígulfrí- slagi. íslenska sveitin fékk því 420 við þetta borð. Við hitt borðið sátu Gylfi og Sigurður AV: Vestur Norður Austur Suður SBÞ GB 1 spaði 2 lauf 2 spaðar 3 spaðar 4 tíglar pass 4 spaðar 5 iauf// Gylfi var ekkert feiminn við að fara upp á 5. sagnstig eftir að Sig- urður hafði komið inná sagnir á hættunni. Og það var heldur engin leið að hnekkja 5 laufum svo 600 bættust við inneignina og alls var gróðinn 14 impar. Guðm. Sv. Hermannsson FRETTIR Kvennakór Hafnarfjarðar. Opin kóræfing OPIN kóræfing verður hjá Kvennakór Hafnarfjarðar í Kæn- unni, Oseyrarbraut 2, á morgun, sunnudag, frá kl. 15 og fram eftir degi. Efnisskráin verður fjölbreytt og skemmtileg með jóla- ívafi. Kórkonur bjóða upp á kaffi og meðlæti sem selt verður gegn vægu gjaldi. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Allir vel- komnir. KIRSTI Birkeland blæs nýju lífi í gömul norsk ævintýri í Norræna húsinu. Leiklestur fyrir böm í Norræna húsinu Sýningum lýkur Menningarmiðstöðin Gerðubergi SÝNINGU Eggerts Magnússon- ar lýkur nú á sunnudag. Gerðuberg er opið föstudaga 9-19, laugardaga og sunnudaga 12-16. Kjarvalsstaðir Farandsýning á ljósmyndaverk- um eftir þijátíu erlenda listamenn, „Að skapa raunveruleikann" lýkur nú á sunnudag. Leiðsögn um sýningar safnsins er alla sunnudaga kl. 16. Opið er á Kjarvalsstöðum frá kl. 10-18 alla daga vikunnar. Hæðarbyggð 24, Garðabæ Sýningu Jónínu Magnúsdóttur „Nínný“ lýkur nú á sunnudag. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. A alnetinu kemur sýningin til með að standa eitthvað áfram. Netfangið er http://www.if.is/n- inny Myndlist ’97 Sýningunni Myndlist ’97 í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu lýkur á sunnudaginn. Aðgangseyrir er 100 kr. og renna þær til verðlauna fyrir besta verk sýningarinnar, að mati áhorfenda.Vefur hefur verið settur upp í boði Nýheija á slóðinni: http://www.art.box.is. ------» ♦ ♦---- Basar KEFAS KEFAS, kristið samfélag, verður með basar sunnudaginn 23. nóvem- ber kl. 14-17 að Dalvegi 24, Kópa- vogi. Þar verða til sölu heimabakað- ar kökur auk muna til jólagjafa. Boðið verður upp á jólaskreyting- ar, bækur, postulínsvörur og ýmsar gjafavörur. Lofgjörðartónlist verður leikin og sungin og aðstaða verður fyrir börn. Boðið verður upp á ijómavöfflu og kaffi á 200 kr. ------» » ♦---- Basar í Mosfellsbæ FÉLAGSSTARF aldraðra í Mos- fellsbæ verður með basar og kaffi- sölu sunnudaginn 22. nóvember kl. 14-17 í Dvalarheimili aldraðra í Hlaðhömrum. Ýmiss konar prjónavörur og jóla- vörur verða á boðstólum. Þá verður einnig kynning á félagsstarfinu m.a. bókbandi og tréskurði og kór aldraðra Vorboðarnir syngur nokk- ur lög. NORSKI barnabókahöfundur- inn Kirsti Birkeland les norsk ævintýri og bregður sér í hlut- verk sagnaþuls og gömul norsk ævintýri öðlast nýtt líf í frá- sögnum hennar í Norræna hús- inu sunnudaginn 23. nóvember kl. 14. Kirsti Birkeland hefur ferð- ast víða um Noreg sem sagna- konan Martha með ævintýras- kjóðu sína. Ævintýrin eru skráð af norsku þjóðháttafræðingunum Asbjernsen og Moe og hafa verið gefin út í islenskri þýð- ingu. Leikskólabörn koma í heimsókn í Norræna húsið á föstudag til þess að kynnast þessum ævintýrum. Ævintýrið um Folana sjö verður flutt á sunnudag kl. 14. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Nykomin tendinq at — leöri og áklæði •• reröii Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávísuná staðgreiðslu usgogn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 e 568-5375 m Fax 568-5275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.