Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 47

Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 47 i i i I i i I i i i i i i i i i i i i < < i i i i < < i < SIGURSVEIT Flugleiða í bridskeppni evrópskra flugfélaga. Frá vinstri eru Kristján Blöndal, Sæmundur Björnsson, Geirlaug Magnúsdóttir og Torfi Axelsson. Flugleiðir sigr- uðu í bridskeppni flugfélaga BRIPS Torremolinos EVRÓPUMÓT FLUGFÉLAGA EVRÓPSK flugfélög standa fyrir mikilli félagsstarfsemi og einn þátt- ur í henni er að halda bridsmót. Þar eru Flugleiðir framarlega og hefur bridssveit félagsins verið sigursæl á undanförnum árum. Bridskeppnin var haldin nýlega í 16. sinn, að þessu sinni á Torremol- inos á Spáni. Alls kepptu 40 sveitir á mótinu, þar af 3 frá Flugleiðum, og stóð ein þeirra uppi sem sigurveg- ari. Hún var skipuð Geirlaugu Magn- úsdóttur, Torfa Axelssyni, Kristjáni Blöndal og Sæmundi Björnssyni. Að auki unnu Geirlaug og Torfi parakeppni sem spiluð var á sama stað. Sveitakeppnin var spiluð eftir Monradfyrirkomulagi þar sem stiga- hæstu sveitirnar spila jafnan saman. Sveit frá SAS í Kaupmannahöfn leiddi mótið lengst af en Flugleiða- sveitin mætti henni á 1. borði í síð- ustu umferð. Þá hafði SAS 7 stiga forskot þannig að Flugleiðir þurftu að vinna leikinn 14-6 eða meira. Það var ekki mikið í spilunum í þessum síðasta leik, en Flugleiða- sveitin var heppin í þessu: Suður gefur, allir á hættu Norður ♦ K83 ¥ G7652 ♦ DG *K32 Vestur Austur ♦ 1094 ♦ DG2 V4 ¥ D1098 ♦ ÁK1054 ♦ 7632 + G105 * 984 Suður ♦ Á765 ¥ÁK3 ♦ 98 ♦ ÁD76 Við annað borðið enduðu SAS- spilararnir í 4 hjörtum i NS og trompíegan gerði það að verkum að spilið fór einn niður. Við hitt borðið sátu Kristján og Sæmundur NS: Vestur Norður Austur Suður KB SB 1 grand pass 2 tíglar pass 2 hjörtu pass 3 grönd// Kristján yfirfærði í hjarta og sýndi svo jafna skiptingu með stökki í 3 grönd, og Sæmundur ákvað að passa þótt eðlilegra virðist að breyta í 4 hjörtu, með stuttlit í tígli og góð kontról. AV gátu enda tekið fyrstu 5 slagina á tígul, en vestur ákvað að spila út tígulfimmunni, frekar en ásnum. Sæmundur fékk því fyrsta slaginn á tígulgosa í borði og þegar laufið féll 3-3 átti hann 9 slagi. Þetta spil átti stærstan þátt í því að Flugleiðasveitin vann þennan úr- slitaleik 19-11 og þar með mótið. í víking til Bournemouth íslensk sveit tók nýlega þátt í haustþingi Bridssambands Englands í Bournemouth. Sveitin, sem skipuð var Gylfa Baldurssyni, Sigurði B. Þorsteins- syni, Helga Jóhannssyni og undirrit- uðum, endaði í 3. sæti í A-úrslitum sveitakeppninnar, en alls tóku um 80_sveitir þátt í mótinu. íslendingarnir tóku einnig þátt í tvímenningskeppni og þar komust Gylfi og Sigurður í A-úrslit og end- uðu þar í miðjum hópi 28 para. Guðmundur og Helgi spiluðu í B- úrslitum og enduðu þar í miðjum hópi 28 para en alls tóku um 145 pör þátt í tvímenningnum. Þetta haustþing laðaði ekki til sín þekktustu spilara Breta en styrkleiki almennra keppnisspilara á Englandi er nokkuð svipaður og á íslandi, þótt sagnkerfi Englendinga séu mun einfaldari. Þeir notast einkum við Acol og margræðar veikar opnanir, sem þykja sjálfsagðar hér á landi, voru bannaðar í þessu móti. í úrslitum sveitakeppninnar græddi íslenska sveitin vel á þessu spili: Suður gefur, AV á hættu: Norður ♦ KD93 ¥1052 ♦ 873 ♦ 653 Vestur Austur ♦ 5 ♦ 1087 ¥ G43 ¥ KD97 ♦ ÁK4 ♦ G2 ♦ KG10942 ♦ ÁD87 Suður ♦ ÁG642 ¥ Á86 ♦ D10965 ♦ - Við annað borðið sátum við Helgi Jóhannsson í NS: Vestur Norður Austur Suður GSH HJ 1 spaði 2 lauf 3 spaðar 4 lauf 4 spaðar/ AV þótti ólíklegt að þeir ættu geim á 5. sagnstigi og gáfu því spil- ið eftir í 4 spöðum. Vestur lyfti tígul- ás í útspilinu og þurfti nú að skipta í hjarta til að hnekkja spiiinu. En hann spilaði laufi og þá gat Helgi trompað, tekið trompin, fríað tígul- inn og hent hjörtum í borði í tígulfrí- slagi. íslenska sveitin fékk því 420 við þetta borð. Við hitt borðið sátu Gylfi og Sigurður AV: Vestur Norður Austur Suður SBÞ GB 1 spaði 2 lauf 2 spaðar 3 spaðar 4 tíglar pass 4 spaðar 5 iauf// Gylfi var ekkert feiminn við að fara upp á 5. sagnstig eftir að Sig- urður hafði komið inná sagnir á hættunni. Og það var heldur engin leið að hnekkja 5 laufum svo 600 bættust við inneignina og alls var gróðinn 14 impar. Guðm. Sv. Hermannsson FRETTIR Kvennakór Hafnarfjarðar. Opin kóræfing OPIN kóræfing verður hjá Kvennakór Hafnarfjarðar í Kæn- unni, Oseyrarbraut 2, á morgun, sunnudag, frá kl. 15 og fram eftir degi. Efnisskráin verður fjölbreytt og skemmtileg með jóla- ívafi. Kórkonur bjóða upp á kaffi og meðlæti sem selt verður gegn vægu gjaldi. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Allir vel- komnir. KIRSTI Birkeland blæs nýju lífi í gömul norsk ævintýri í Norræna húsinu. Leiklestur fyrir böm í Norræna húsinu Sýningum lýkur Menningarmiðstöðin Gerðubergi SÝNINGU Eggerts Magnússon- ar lýkur nú á sunnudag. Gerðuberg er opið föstudaga 9-19, laugardaga og sunnudaga 12-16. Kjarvalsstaðir Farandsýning á ljósmyndaverk- um eftir þijátíu erlenda listamenn, „Að skapa raunveruleikann" lýkur nú á sunnudag. Leiðsögn um sýningar safnsins er alla sunnudaga kl. 16. Opið er á Kjarvalsstöðum frá kl. 10-18 alla daga vikunnar. Hæðarbyggð 24, Garðabæ Sýningu Jónínu Magnúsdóttur „Nínný“ lýkur nú á sunnudag. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. A alnetinu kemur sýningin til með að standa eitthvað áfram. Netfangið er http://www.if.is/n- inny Myndlist ’97 Sýningunni Myndlist ’97 í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu lýkur á sunnudaginn. Aðgangseyrir er 100 kr. og renna þær til verðlauna fyrir besta verk sýningarinnar, að mati áhorfenda.Vefur hefur verið settur upp í boði Nýheija á slóðinni: http://www.art.box.is. ------» ♦ ♦---- Basar KEFAS KEFAS, kristið samfélag, verður með basar sunnudaginn 23. nóvem- ber kl. 14-17 að Dalvegi 24, Kópa- vogi. Þar verða til sölu heimabakað- ar kökur auk muna til jólagjafa. Boðið verður upp á jólaskreyting- ar, bækur, postulínsvörur og ýmsar gjafavörur. Lofgjörðartónlist verður leikin og sungin og aðstaða verður fyrir börn. Boðið verður upp á ijómavöfflu og kaffi á 200 kr. ------» » ♦---- Basar í Mosfellsbæ FÉLAGSSTARF aldraðra í Mos- fellsbæ verður með basar og kaffi- sölu sunnudaginn 22. nóvember kl. 14-17 í Dvalarheimili aldraðra í Hlaðhömrum. Ýmiss konar prjónavörur og jóla- vörur verða á boðstólum. Þá verður einnig kynning á félagsstarfinu m.a. bókbandi og tréskurði og kór aldraðra Vorboðarnir syngur nokk- ur lög. NORSKI barnabókahöfundur- inn Kirsti Birkeland les norsk ævintýri og bregður sér í hlut- verk sagnaþuls og gömul norsk ævintýri öðlast nýtt líf í frá- sögnum hennar í Norræna hús- inu sunnudaginn 23. nóvember kl. 14. Kirsti Birkeland hefur ferð- ast víða um Noreg sem sagna- konan Martha með ævintýras- kjóðu sína. Ævintýrin eru skráð af norsku þjóðháttafræðingunum Asbjernsen og Moe og hafa verið gefin út í islenskri þýð- ingu. Leikskólabörn koma í heimsókn í Norræna húsið á föstudag til þess að kynnast þessum ævintýrum. Ævintýrið um Folana sjö verður flutt á sunnudag kl. 14. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Nykomin tendinq at — leöri og áklæði •• reröii Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávísuná staðgreiðslu usgogn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 e 568-5375 m Fax 568-5275

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.