Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 267. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogafundur ESB um atvinnuleysi Aðgerðir fyr- ir ungt fólk Lúxemborg. Reuters. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) luku í gær í Lúxemborg sér- stökum fundi þar sem leiðir til lausn- ar á hinum mikla atvinnuleysisvanda sem við er að glíma í aðildarríkjunum voru til umræðu. Leiðtogamir sam- þykktu að grípa til hnitmiðaðri að- gerða til að slá á vandann en gert hef- ur verið fram að þessu, einkum til að hjálpa ungu fólki og langtímaatvinnu- lausum út úr atvinnuleysisbölinu. I aðildarlöndunum 15 eru nú um 18 milljónir manna atvinnulausar, sem samsvarar að meðaltali um 10% þeirra sem teljast vinnufærir. Hlut- fallið er mjög misjafnt milli landa og héraða en sérstaklega er það hátt hjá ungu fólki. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði fundinn hafa beint í nýjan farveg „þeim aðferðum sem notaðar eru til að takast á við sam- keppnis- og atvinnumál í Evrópu“. „Hin nýja og rétta stefna Evrópu felst að miklu leyti í því að fjárfesta í fólki, litlum fyrirtækjum, í hæfileik- um og tækni, frekar en að leggja meiri álögur á atvinnurekendur," tjáði Blair fréttamönnum. Nánar tiltekið var samið um að öllu ungu fólki sem hefur verið at- vinnulaust í meira en hálft ár verði Reuters NOKKRIR leiðtoga ESB stilla sér upp fyrir „fjöldskyldumyndatöku", þeirra á meðal Jacques Chirac, forseti Frakklands (annar f.v.) og Jean-CIaude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar. tryggð einhvers konar starfsþjálfun og reynsla sem gagnast á vinnu- markaðnum innan fimm ára. Hið sama á að gilda um þá sem eldri eru og hafa verið atvinnulausir í meira en ár. Ennfremur var ákveðið að starfsþjálfun muni standa að minnsta kosti 20% allra annarra at- vinnulausra til boða, en þetta er tvö- fóldun á núverandi viðmiðun. Wei er óbugaður WEI Jingsheng, kínverski andófs- maðurinn sem látinn var laus úr fangelsi í Kína um síðustu helgi og hélt til Bandaríkj- anna til að leita sér lækninga, kom í gær fram á fyrsta blaðamannafundin- um frá komu hans til New York. Hann lýsti undrun yfir þeirri miklu at- hygli sem fjölmiðl- ar sýndu honum og hét því að hann skyldi eiga afturkvæmt til heima- lands síns. „Eg ætla aftur heim. Reyndar ætlaði ég aldrei að yfirgefa Kína,“ sagði Wei, sem hefur meira eða minna mátt dúsa í fangelsi síðan 1979 vegna andófs gegn Kínastjóm í nafni lýðræðisumbóta. Wei sagði fyrir framan hundruð myndavéla að hann „færi hjá sér“ yfir allri athygl- inni, „vegna þess að ég hef ekki lagt nógu mikið af mörkum í þágu kín- versks lýðræðis". Reuters Britannia kveður heimahöfnina BRITANNIA, snekkja brezku konungsfjölskyldunn- asta sinn í gærkvöldi. Skipið er á leið til Portsmouth ar, siglir í togi undir Tower-brúna í Lundúnum í síð- þar sem því verður lagt eftir áratuga þjónustu. V opnaeftirlitsmenn SÞ komnir til fraks Albright hvetur til varkárni Baghdad. Reuters. VOPNAEFTIRLITSMENN Sam- einuðu þjóðanna (SÞ), þar á meðal Bandaríkjamenn, komu til íraks í gær eftir að náðst hafði samkomu- lag um framhald eftirlitsins á grund- velli sáttatillögu Rússa. Fjölmiðlar í Rússlandi og írak hafa farið lofsamlegum orðum um samkomulagið, en því hefur verið tekið með varúð í Bandaríkjunum. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Rússar gætu ekki haft áhrif á Bandaríkin og fengið viðskipta- þvingunum SÞ gegn Irak aflétt, en samkvæmt samkomulaginu heita Rússar því að beita sér fyrir afnámi þeirra hið fyrsta, gegn því að hefja megi vopnaeftirlit án skilyrða. Stjórnvöld í Washington hafa lagt áherslu á efasemdir sínar um sam- komulagið með því að auka herstyrk sinn á Persaflóasvæðinu. ------------- Kóreuríkin Samið um að hefja friðar- samninga New York. Reuters. SAMNINGAMENN fjögurra ríkja, Norður- og Suður-Kóreu, Banda- ríkjanna og Kína, komust í gær að samkomulagi um að formlegar við- ræður um friðarsamning milli kóresku ríkjanna tveggja verði hafnar 9. desember nk., en allt frá því vopnahlé var samið í Kóreu- stríðinu 1953 hafa þau formlega séð verið áfram í stríði. Samningamennirnir gáfu út yfir- lýsingu þessa efnis í New York í gær, þar sem viðræður hafa staðið yfir meé hléum undanfarið ár. Ráðherrar ósammála um ágæti uppstokkunar í rússnesku stjórninni Nemtsov segir Tsjernómyrdín ekki hafa ástæðu til bjartsýni Moskvu. Reuters. Fyrsti sjö- burinn úr öndunarvél KENNETH, stærstur sjöbur- anna sem fæddust í Des Moines í Iowa á miðvikudag, er kominn úr öndunarvél og systkini hans braggast einnig vel. Börnin fædd- ust níu vikum fyrir tímann og voru sögð þungt haldin fyrstu tvo sól- arhringana. Kenneth, sem var sex merkur við fæðingu, fékk gælunafnið „Herkúles" er hann var í móðurkviði þar sem hann bai- systkini sín svo að segja uppi og fæddist fyrstur. Faðir sjöburanna talaði við blaðamenn í gær og sýndi stolt- ur fæðingararmbönd þeirra. VTKTOR Tsjemómyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, lýsti því yfir í gær að stjóm hans hefði aldrei stað- ið jafntraustum fótum og nú, eftir mannabreytingai- sem stjórnarand- stæðingar á þingi knúðu fram. Borís Nemtsov aðstoðarforsætisráðherra kvaðst hins vegar hafa efasemdir um að Tsjemómyrdín hefði ástæðu til bjartsýni þar sem breytingamar væra afleiðing djúpstæðs ágreinings á milli valdamikilla manna í rúss- neska stjómkerfinu. Borís Jeltsín Rússlandsforseti neyddist á fimmtudag til að víkja Anatólí Tsjúbajs úr embætti fjár- málaráðherra að kröfu kommúnista, svo og Nemtsov úr embætti orku- málaráðherra en þeir halda stöðum sínum sem aðstoðarforsætisráðherr- ar. Oánægja kommúnista og ann- arra stjómarandstæðinga beindist einkum að Tsjúbajs en til að koma til móts við þá ákvað forsetinn að enginn skyldi geta gegnt tveimur ráðherraembættum og Jiai- með varð Nemtsov af orkumálaráðuneyt- inu. Brottvikning Tsjúbajs óháð bókarþóknun Rússnesku blöðin lýstu málalok- um sem sigri Tsjernómyrdíns og hann kvaðst afar ánægður með nið- urstöðuna í gær, sagði Rússland nú hafa náð „auknum pólitískum þroska" og að ríkið hefði styrkst, sérstaklega á efnahagssviðinu. Tsjernómyrdín fullyrti . að ákvörðunin um að víkja Tsjúbajs úr fjármálaráðuneytinu hefði verið tekin áður en hneyklismál vegna fyrirframgreiðslna, sem Tsjúbajs þáði fyrir bók um einkavæðingu, kom upp. Sagði forsætisráðherrann að ákveðið hefði verið að draga úr vinnuálaginu á Tsjúbajs en hann hafði þá gegnt embættinu í átta mánuði. Nemtsov dró hins vegar ekki dul á að ákvörðunin um að vikja Tsjúbajs úr embætti ætti sér hvorki rætur í hneykslismálinu vegna bókarinnar né í umhyggju vegna heilsu Tsjúbajs. „Kjarni átakanna er sá að þau eru ekki ... stjórnarkreppa. Þessi kreppa er hugmyndafræðileg og á sér miklu dýpri rætur,“ sagði Nemtsov. Hann kvað málið snúast um val á milli tveggja leiða. .jMinaðhvort óheftrar einkavæðingar, sem kem- ur litlum hópi fólks til góða, eða einkavæðingar sem mikið fjúrmagn er lagt í og kemur vel öllum þeim, sem taka þátt í uppboðum á vegum stjórnarinnar.“ Kenny McCaughey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.