Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hinn nýi alþjóðlegi hafréttardómur í Hamborg Fyrsta mál dóms- ins þingfest í gær FYRSTA málið, sem berst Alþjóð- lega hafréttardómnum í Hamborg, var þingfest í gær. Málið er höfðað af hálfu St. Vincent og Grenadine- eyja í Karíbahafi á hendur Vestur- Afríkuríkinu Gíneu vegna töku skips, sem skrásett er á eyjunum, úti fyrir strönd Afríkuríkisins. Ríkisstjóm St. Vincent og Grenad- ine-eyja sakar stjómvöld í Gíneu um að hafa ráðizt með skothríð á skipið „Saiga“ og halda skipinu og áhöfn þess nauðugri í höfuðborginni Cona- kry. Segja stjórnvöld í Kingstown, höfuðborg Karíbahafsríkisins, að yf- irvöld í Gíneu hafi ekki gefið neina skýringu á athæfi sínu, ekki hleypt fulltrúum útgerðarinnar um borð í skipið og ekki fallizt á að sleppa skipinu gegn tryggingu, eins og kveðið sé á um í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Óalgengt að mál berist strax á fyrsta ári Málið var þingfest í gær en að ósk stjómvalda í Gíneu var eiginlegum málflutningi frestað og verður málið tekið fyrir á fimmtudag í næstu viku. Hafréttardómurinn tók til starfa fyrir rúmu ári og hefur undanfarin misseri unnið að því að setja sér starfsreglur. Því starfi lauk í síðasta mánuði. Hús dómstólsins, sem verið er að reisa í Hamborg, er enn ekki tilbúið og lánuðu þýzk stjómvöld há- tíðarsal ráðjiússins í Hamborg til réttarhaldsins í gær. Thomas A. Mensah, forseti dóms- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið, sem þingfest var í gær, væri mikilvægt af tveimur ástæðum. ,Annars vegar er þetta fyrsta mál dómsins og það berst okkur aðeins ári eftir að dómstóllinn tekur til starfa. í sögu alþjóðlegra dómstóla er ekki algengt að þeim berist mál strax á fyrsta árinu,“ segir Mensah. Snertir nýstárlegan þátt í lögsögu dómsins „Hins vegar snertir. þetta mál einn hinna nýstárlegu þátta í lög- sögu dómstólsins, sem fjallar um tafarlausa lausn skipa og áhafna. Enginn alþjóðlegur dómstóll hefur áður haft lögsögu í málum af þessu tagi. Þessi dómstóll hefur lögsögu í slíkum málum, komi aðilar sér ekki saman um að leggja málið í annan dóm. Þetta mál er einstakt og sam- bærilegt mál hefur aldrei verið lagt fyrir alþjóðlegan dómstól." Mensah segist almennt eiga von jþ fleiri málum þegar fram líði stundir. „Hafréttardómurinn er stofnaður til að taka á málum, þar sem aðilar geta ekki komið sér saman um aðra friðsamlega lausn. Við munum ekki líta svo á að dómstóllinn hafi brugð- izt á nokkum hátt, þótt ríki leysi deilur sínar með samningum. En þegar það er ekki hægt, er vonazt til að þau leiti til dómsins. Eins og dag- urinn í dag sýnir erum við reiðubún- ir að fást við mál ef það berst okk- ur,“ segir Thomas Mensah. „Það er alltaf fagnaðarefni þegar nýr dómstóll tekur til starfa til að fjölga þeim möguleikum, sem ríki heims hafa til að leysa deilur á frið- samlegan hátt,“ sagði Guðmundur Eiríksson, dómari við hafréttardóm- inn, í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason LEIFUR Hallgrímsson fyrir framan ferðamannafjósið sem hann er að byggja í Vogum í Mývatnssveit. Ferðamannafj ós byggt í Mývatnssveit „ALLIR alvöru kúabændur hlæja að okkur, þetta er svo lítið fjós. Þeir mega það mín vegna,“ segir Leifur Hallgrfmsson, bóndi og flugmaður í Vogum í Mývatns- sveit, um ,,ferðamannafjós“ sem hann og Olöf systir hans eru að byggja í Vogum. Gamla fjósið í Vognm er fímm- tugt og segir Leifúr að tími hafí verið kominn til að endumýja það. Ákveðið var að hafa tvíþætt- an tilgang með byggingunni og verður nýja fjósið því fyrir 16 kýr og allt að 50 ferðamenn, sem geta fylgst með dýmm og fólki að störfum í fjósinu gegnum gler. Ekki er ætlunin að bjóða upp á veitingar í fjósinu, að minnsta kosti ekki í upphafi, en Leifur segir að þessi hugmynd eigi eftir að þróast og kunni að breytast með tímanum. Telur hann líkur á að eftirspum verði eftir þessari þjónustu, margir ferðamenn hafi áhuga á nánari tengslum við at- vinnulffið en þeir hafi hingað til átt kost á. * Morgunblaðið/Magnús Magnússon MAGNUS Ástvaldsson frá Hafrannsóknastofnun og Sveinn Guðmundsson líffræðingur skoðuðu búrhvalshræið í flæðarmálinu í Steingrímsfirði og tóku úr honum sýni í gær. Fremst á myndinni sést að neðri kjálkann vantar á dýrið og er talið að um fæðingargalla eða löngu gróinn áverka sé að ræða. Vanskapað hvals- hræið fer á safn á Húsavík HRÆ búrhvalsins, sem rak á land í Steingrímsfirði á dögun- um, verður dregið til Húsavíkur og beinagrind dýrsins sýnd á hvalasafni bæjarins. Halldór Halldórsson, bóndi í Hrófbergi, eigandi hvalsins, staðfesti þetta f samtali við Morgunblaðið í gær. Við skoðun lfffræðinga f gær kom í yós að búrhvalurinn er vanskapaður og vantar á hann neðri kjálkann. Ekki er um nýlegan áverka að ræða heldur sennilega fæðingargalla. Bátur á leið að sækja hvalinn Halldór Halldórsson sagði við Morgunblaðið í gær að Húsvík- ingar hefðu haft samband við sig og falast eftir hvalnum. í gær- kvöldi var bátur á leið í Stein- grímsfjörð að draga hvalshræið á flot og sigla með það austur á Skjálfanda. Halldór sagði að sér skildist að til stæði að úrbeina hvalinn og koma beinagrind hans upp f hvalasafni sem opnað var á Húsavík í sumar. Hug- myndir væm um að mala kjötið og þurrka í refafóður. Enginn búhnykkur Var hvalrekinn búhnykkur fyrir Halldór bónda fyrst kaup- endur gáfu sig fram? „Nei, en það var gaman að þessu,“ sagði Halldór. Hann kvaðst telja að ævi hvalsins hefði fengið farsælan endi því við skoðun sérfræðinga sem fóm vestur kom í Ijós að dýrið var vanskapað. „Þegar farið var að skoða hann og mæla þá kom í fjós að það vantaði á hann kjálkann," sagði Halldór. „Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir dýrið að lifa svona.“ Magnús Ástvaldsson, starfsmað- ur Hafrannsóknastofnunar, og Sveinn Guðmundsson, líffræðing- ur, fóm að skoða hræið vestra í gær og sagði Magnús við Morgun- blaðið í gærkvöldi að fyrst hefði þeim sýnst að búið væri að saga kjálkann úr dýrinu. „Við nánari eftirgrennslan var greinilegt að hann hefði fæðst svona, það var gróið fyrir og enginn kjálki sjáan- legur. Þegar maður sér búrhval er kjálkinn greinilegur. Þetta kom okkur mjög á óvart.“ Sérfræðingamir mældu dýrið og tóku sýni úr kjöti og spiki sem fara í úrvinnslu hjá Hafrann- sóknastofnun. Innyflasýni vom ekki tekin á staðnum enda hval- urinn á leið til Húsavíkur þar sem gert verður að honum. 5-15 ára dýr Gísli Víkingsson, hvalasér- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, fór ekki að sjá dýrið og hafði ekki séð myndir af því, en sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að miðað við mælingar kollega hans væri þetta 12-13 metra skepna og gæti hvalurinn verið á aldrinum 5-15 ára; all- stálpað dýr þrátt fyrir vansköp- unina. „Búrhvalur hefur bara tennur í neðri kjálka en í efri kjálka em holur sem tennurnar ganga upp í. Efri kjálkinn á þess- um hval er sléttur. Tennurnar nota þeir aðallega sem griptenn- ,. ur þegar þeir eru að eiga við stærri dýr, en aðalveiðitækið er sog.“ Gísli sagðist ekki áður hafa heyrt uin búrhval með vansköp- un af þessu tagi. Alþingi Risnukostn- aður hækk- aði um 67% í fyrra RISNUKOSTNAÐUR Alþingis hækkaði um 67% í fyrra fyrst og fremst vegna aukins kostnaðar við móttöku erlendra gesta. Kostnaður við ferðalög alþingismanna og starfsmanna þingsins til útlanda lækkaði hins vegar um 7,4% milli ára. Á síðustu fjórum árum hefur Alþingi greitt 306 milljónir vegna risnu, ferðalaga og bifreiðakostnað- ar alþingismanna og starfsmanna þingsins, en þar af nemur risnu- kostnaður 36,4 milljónum. Á árunum 1993-1995 var risnu- kostnaður Alþingis 7-8 milljónir á ári, en í fyrra hækkaði hann hins vegar verulega og fór í 12,8 milljón- ir. Kostnaður við móttöku erlendra gesta hækkaði úr 880 þúsundum króna í 4,6 milljónir. Kostnaður við þingveislu, starfsmannaveislu og fleira nam 4,4 milljónum króna og hækkaði um 10% milli ára. Til sam- anburðar má geta þess að sam- kvæmt nýlegu svari viðskiptaráð- herra við fyrirspurn Jóhönnu Sig- urðardóttur alþingismanns nam risnukostnaður Landsbanka, Bún- aðarbanka og Seðlabanka á árinu 1996 samtals 43,7 milljónum. Bank- amir greiða fasta risnu til yfir- manna bankans, en föst risna þekk- ist ekki hjá Alþingi. Ferðakostnaður hefur lækkað Bifreiðakostnaður Alþingis nam 18,6 milljónum í fyrra og breyttist lítið milli ára. Árið 1994 nam bif- reiðakostnaður 20 milljónum króna. Alþingismenn og starfsmenn Al- þingis fá bifreiðakostnað endur- greiddan fyrir akstur eigin bifreiðar samkvæmt akstursbók. Alþingi greiddi 18,5 milljónir fyrir fargjöld þingmanna og starfsmanna þingsins erlendis, en árið 1995 nam þessi kostnaður 22 milljónum. Al- þingi greiddi 17,1 milljón í dagpen- inga til þingmanna og starfsmanna þingsins í fyrra, sem er svipað og ár- ið á undan. Þingmenn fá greiddan gistikostnað á ferðum erlendis, en eklu fæði eða akstur leigubíla, risnu og þess háttar. Þessi kostnaður nam 8,4 milljónum hjá Alþingi í fyrra og hækkaði um liðlega hálfa milljón milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.