Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 64
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjárfestar vonsviknir með slaka afkomu í milliuppg;íöri Flugleiða Gerhard Schröder Skil vel blendna afstöðu til ESB GERHARD Schröder, for- sætisráðherra Neðra- Saxlands og einn helsti leið- togi þýska Jafnaðarmanna- flokksins, segir að þótt ís- lendingum sé augljóslega ekkert að vanbúnaði að taka þátt í Evrópusambandinu skilji hann vel blendna af- stöðu þeirra, því þeir njóti nú allra kosta aðildar án þess að eiga í þeim vanda er búast megi við að fylgi aðild. Þetta kom m.a. fram í er- indi er Schröder hélt á hádeg- isverðarfundi er Þýsk-ís- lenska verslunarfélagið og viðskiptaþjónusta utanríkis- ráðuneytisins boðuðu til í gær. Þar með lauk þriggja daga opinberri heimsókn Schröders og fýlgdarmanna hans til íslands. íslenskt efnahagslíf reiðu- búið fyrir aðild Að loknu erindi Schröders var hann meðal annars spurð- ur um viðhorf hans til stöðu Islands gagnvart Evrópu- sambandinu. Sagði Schröder að íslend- ingar gætu að sjálfsögðu gerst aðilar að sambandinu ef þeir vildu. Hann hefði í heim- sókn sinni kynnt sér íslenskt efnahagslíf og virtist sem ís- lendingar væru reiðubúnir fyrir aðild. Hins vegar sagðist hann skilja blendna afstöðu íslend- inga til aðildar, því þeir byggju nú þegar að þeim kostum sem fylgja myndu að- ild, „en ykkur hefur á sama tíma tekist að víkja ykkur listilega undan þeim vand- kvæðum sem búast má við að fylgi aðild“. ■ Efnahagsástand/10 Hlutabréf í Flugleiðum lækkuðu um 15% í gær HLUTABREF í Flugleiðum lækk- uðu um 15% í kjölfar þess að félagið birti tölur yfir afkomu sína íyrstu níu mánuði þessa árs. Eins og fram hefur komið nam hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi 341 milljón króna og minnkaði hann um 547 milljónir milli ára. Þetta er lakasta afkoma Flugleiða frá 1993. Hlutabréf í Flugleiðum lækkuðu (ÍPiunar um 19% í fyrstu viðskiptum í gærmorgun og fóru lægst í 2,90 en hækkuðu lítillega á nýjan leik fyrir lokun dags og var gengi bréfanna 3,05 við lokun í gær. Þessi lækkun átti stóran þátt í því að hlutabréfa- vísitala Verðbréfaþings lækkaði um 1,5% í gær, en lækkanir einkenndu markaðinn. Verðbréfamiðlarar sem Morgun- blaðið leitaði til í gær sögðu vonbrigði með afkomu Flugleiða á tímabilinu vera nokkur og því hafí þessi skarpa lækkun ekki þurft að koma á óvart. Almennt hafi ekki verið búist við því að afkoma félagsins yrði góð á þessu ári en afkoman hafi engu að síður reynst lakari en búist hafi verið við. Þá valdi það sérstaklega áhyggj- um að sú veltuaukning sem átt hafi sér stað hjá Flugleiðum á árinu skili sér ekki í bættri afkomu. Skiptar skoðanir eru meðal miðl- ara um hvert framhaldið verður hvað gengi bréfanna varðar en almennt er þó talið að botninum sé náð. Um 1,3 milljarða hagnað þarf til að markmið náist Forsvarsmenn Flugleiða segja að markmið félagsins um 5,5% hagnað af veltu fyrir skatta árið 2000 séu enn í fullu gildi. Miðað við áætlaða veltu þessa árs þyrfti félagið að hagnast um 1,3 milljarða fyrh' skatta, en horfur eru á því að afkoma félagsins verði í járnum þegar tekið hefur verið tillit til hagnaðar af sölu flugvélar. „Bakslagið herðir okkur,“ sagði Halldór Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Flugleiða, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. ■ Gengisþróun/32-33 ■ Markaðsvirði/32-33 ÞEIR voru kampakátir starfsmenn Istaks þegar þeir höfðu lokið við að steypa hið risavaxna síló. Halldór Ásgrímsson segir framsal á kvóta gagnrýnt Unnt að ná samkomu- Isigi um takmarkanir V erkalýðsfélögin í Hafnarfírði Skoðana- könnun um sameiningu FÉLAGSFUNDUR í Verkamanna- félaginu Hlíf í Hafnarfirði hefur samþykkt að kanna afstöðu félags- manna til sameiningar Hlífar og Verkakvennafélagsins Framtíðar- ^Jnnar í Hafnarfirði. Samþykkt var að efna til skoð- anakönnunar innan Hlífar. „Verði meirihluti félagsmanna því fylgj- andi að viðræðum um sameininguna verði haldið áfram mun gengið til þeirra með það að markmiði að þau sameinist í einu félagi. Sé það hins vegar vilji félagsmanna annarra eða beggja félaganna að ekki beri að "^ameina félögin verður viðræðum slitið," segir í ályktun fundarins. 48 m hátt síló á Grund- artanga LOKIÐ var við að steypa upp 48 metra hátt og 33 metra breitt síló undir súrál hjá Norðuráli á Grundartanga í gær og tók verk- ið aðeins 16 daga. Að sögn Þor- valds Árnasonar, verkfræðings hjá Istaki, unnu 50 menn við verkið á tveimur 12 tíma vökt- um. f sílóið fóru um 400 tonn af steypustyrktarstáli og um 3.000 rúmmetrar af steypu, þar af þús- und rúmmetrar í undirstöður. Eftir er að sefja þak á sílóíð og ganga frá því að öðru leyti. Að sögn Þorvaldar er stefnt að því að ljúka við steypuvinnu í kerskála álvers Norðuráls fljót- lega, en smíði hans á að vera lokið fyrir jól. Þorvaldur sagði að hagstætt veðurfar hefði auð- veldað alla vinnu við fram- kvæmdirnar. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, gerði að umtalsefni í ræðu á aðalfundi miðstjómar flokksins í gærkvöldi, gagnrýni sem hann sagði að hefði komið fram á kjördæmisþingum framsóknar- manna að undanfömu á ýmis atriði sjávarútvegsstefnunnar. Halldór sagði m.a. gagnrýnt að of mikið frjálsræði sé í framsali veiðiheimilda og sagði hann það vissulega vera álitaefni. „Það hefur verið takmarkað frá því sem áður var og ég á ekki von á að það sé erfitt að ná samkomulagi um að setja þar frekari takmarkanir. Með því er hægt að leysa ákveðin vanda- mál en önnur munu koma í staðinn sem geta skapað erfiðleika í rekstri í allmörgum byggðarlögum," sagði Halldór. „Áhyggjuefni að veiðiheimildir safnist um of á fáar hendur" Halldór sagði veiðar smábáta stöðugt ágreiningsefni en benti á að nú hefði náðst niðurstaða um breytingar á skipulagi veiðanna. „I öðru lagi er það áhyggjuefni að veiðiheimildir safnist um of á fáar hendur. Það er eðlilegt gagnrýnis- atriði en jafnframt verður að hafa í huga að hagkvæmar veiðar kalla á færri skip. Nú hefur verið lagt frumvarp fyrir Alþingi um tak- mörkun á eignaraðild einstakra að- ila og er það árangur starfs nefnd- ar sem vann á vegum stjórnar- flokkanna. í þriðja lagi er talið að skattaleg meðferð veiðiheimilda skapi óeðli- lega hátt verð þeirna og þarfnist breytinga við. Jafnframt veldur mikill hagnaður þeirra sem hætta rekstri eðlilegri gremju. Á þetta hafa stjórnarflokkarnir fallist og nú er unnið að undirbúningi breytinga á skattalögum," sagði hann. ■ Eðlileg gremja/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.