Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 19
Hækkun álverðs spáð
Þörf á meiri
afköstum í
áliðnaði
Japis opnar verslun Laugavegi 13
Styrkir stöðuna
á smásölumarkaði
FJÁRFESTINGAR áliðnaðarins í
heiminum í nýrri framleiðslugetu
eru ekki nógu miklar til að halda í
við eftirspum til ársins 2015 sam-
kvæmt skýrslu rannsóknarstofn-
unarinnar Economist Intelligence
Unit (EIU), sem greint er frá í
Financial Times.
Því er spáð að álverð á málm-
markaði í London á árunum 1995-
2015 verði að meðaltali 1.615 doll-
arar tonnið. Framleiðendur munu
fá um 1.712 dollara fyrir tonnið að
meðaltali í dollurum á núverandi
gengi.
Samkvæmt skýrslunni þarf
verðið að vera 1.700 dollarar tonnið
til þess að fjárfesting í nýjum ál-
verum sé raunhæf fjárfesting.
EIU spáir því að neyzla á áli í
heiminum (sem var 20,7 milljónir
tonna 1996) muni aukast um 2,3% á
ári að meðaltali í 31,8 milljónir
tonna 2015. Ef til skemmri tíma er
litið er því spáð að neyzlan muni
aukast um 4% 1997, 3,6% á næsta
ári, 1,9% 1999 og 2,8% árið 2000.
Nægir til
ársins 2002
Skýrsluhöfundur, James King,
segir samkvæmt frétt FT að spáð
sé að afkastagetan verði nægileg til
2002, en að fyrir 2015 muni greinin
þurfa að auka getuna um 9,8 millj-
ónir tonna á ári. Því er spáð að það
verði hægt á tímabilinu ef 20 ný ál-
ver verði tekin í notkun og með
meiriháttar stækkunum á 28 nú-
verandi álverum.
SPÁÐ er að spurn eftir áli muni
aukast á næstu árum.
Auka þarf fjárfestingu
Venjulega bætist við eitt nýtt ál-
ver á ári og svo hefur verið í 20 ár.
Bent hefur verið á nógu mikla
möguleika á smíði nýrra álvera í
heiminum til að mæta þörfinni, en
núverandi fjárfestingar eru of litlar
til þess að hægt verði að auka um-
svifin að því er segir í skýrslunni.
JAPIS opnar í dag nýja tónlistar-
verslun að Laugavegi 13 í húsnæði
þar sem verslunin Habitat starfaði
um árabil. Að sögn Birgis Skapta-
sonar, annars eigenda Japis, var á
síðasta ári standsett Virgin-verslun
í húsnæðinu en Japis tók við henni,
að hans sögn.
Verslun Japis á Laugavegi er
þriðja verslunin sem fyrirtækið
opnar í Reykjavík en fyrir eru
verslanir í Brautarholti og Kringl-
unni. „Við höfum verið að spá í spil-
in og leitað leiða til að styrkja stöðu
okkar á smásölumarkaðinum. Við
teljum Laugaveginn freistandi og
að það sé að færast líf í hann,“ segir
Birgir.
Mikið lagt í húsnæðið
Að hans sögn verður tónlistar-
deild Japis í versluninni á Lauga-
vegi. „Þar verðum við með geisla-
diska, tölvuleiki og að einhverju
leyti vídeóspólur. Þarna er mun
meira rými en í versluninni í Braut-
arholti og það gefur okkur mögu-
leika á að hafa meira úrval og svo
erum við í meiri nálægð við gang-
andi umferð. Við höfum yfir viðbót-
ar rými að ráða þarna í húsinu sem
veitir okkur meiri vaxtarmöguleika,
sem við erum að skoða,“ segir hann.
„Það hefur verið lagt mjög mikið í
húsnæðið og er búið að koma því í
aðlaðandi horf. Ég held að ég ýki
ekkert þó ég segi að þama verði
einhver glæsilegasta hljómplötu-
verslunin um þessar mundir. Við
ætlum að vera með mikið úrval og
ég reikna með að mest áhersla verði
lögð á dægurtónlistina í þessari
verslun en að klassíska tónlist og
sérhæfinguna verði að finna í
Brautarholti," segir Birgir enn-
fremur.
Veita Skífunni viðnám
Birgir segir samkeppni á mark-
aðinum fara harðnandi. „Menn eru
að treysta stöðu sína. Skífan hefur
verið sterk á smásölumarkaðinum
og við ætlum að veita henni smá við-
nám,“ segir hann.
PFUGtOT
PEUGEOT 306 SYMBIO
FRANSKA LJ0NIÐ HLAÐIÐ STAÐALBÚNAÐI Á LÉTTU VERÐI
1600 cc vél • 90 hestöfl • 5 gíra • bein innsprautun
regnskynjari á framrúðu • þokuljós að framan |§| vökva- og veltistýri
loftpúðar báðum megin • rafdrifnar rúður að framan • útvarp og
segulband stillt með stöng i stýri • hœðarstillanlegt ökumannssœti
bílbeltastrekkjarar||jfjarstýrðar samlœsingar með þjófavörn • litað
gler • höfuðpúðar i aftursœti • niðurfellanleg aftursœti 40/60
rafdrifnir hliðarspeglar • rafgalvaníseraður • hiti i afturrúðu
samlitir stuðarar • barnalœsingar á afturhurðum
MUNDU: PEUGE0T 306 SYMBI0 - VERÐ: 1.360.000 KR.