Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykjavíkurborg býður bæjarfulltrúum frá Akranesi í heimsókn Rætt um sam- starf um almenn- ingssamgöngur BÆJARFULLTRÚAR frá Akranesi heimsóttu borgarstjórn Reykjavíkur í gær og við það tækifæri óskaði formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur eftir formlegum við- ræðum við bæjarstjórnina um sam- starfsmöguleika á sviði almenn- ingssamgangna. I stjórn SVR var samþykkt tillaga 17. nóvember um að leita samstarfs við bæjaryfirvöld Akraness um rekstur almenningssamgangna en frá 15. nóvember tók SVR að sér að sjá um almenningssamgöngur milli Kjalamess og Reykjavíkur. Var samið við Teit Jónasson sérieyf- ishafa um að annast aksturinn. Ámi Þór Sigurðsson, formaður stjórnar SVR, kynnti þessar hugmyndir fyrir bæjarfulitrúunum frá Akranesi og óskaði formlegra viðræðna um mál- ið. í greinargerð með tiliögunni segir að með tilkomu jarðganga undir Hvalfjörð og því að ferðir Akraborg- ar leggjast af muni skapast nýjar forsendur í almenningssamgöngum beggja vegna Hvalfjarðar. Segir að norðan ganganna sé 5-6 þúsund manna þjónustusvæði sem geti gert strætisvagnarekstur fýsilegan og því er talið eðlilegt að leita samstarfs við bæjaryfirvöld á Akranesi um skipulag almenningssamganga. Kristín Árnadóttir, aðstoðarmað- ur borgarstjóra, sagði bæjarfulltrúa hafa tekið vel í hugmyndina en heyrst hefðu þó mótmælaraddir við Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÁRNI Þór Sigurðsson, formaður stjórnar SVR (t.h.), og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. þeirri hugmynd að leggja ferðir Akraborgar niður þrátt fyrir að göngin kæmu til. Hún sagði að næsta skref yrði útfærsia á slíkum rekstri ef af viðræðum yrði, leita t.d. tilboða frá sérleyfishöfum eða öðrum. Bæjarfulltrúunum frá Akranesi var boðið í Engjaskóla þar sem skólamál voru kynnt, skoðuð var ný félagsmiðstöð unglinga í Rima- hverfi, nýja hverfismiðstöðin Mið- garður í Grafarvogi, leikskólinn Vættaborgir heimsóttur og endað var hjá Vatnsveitunni áður en haldið var til móttöku í Höfða. Prófkjör í Bessastaða- hreppi og Hafnarfirði Kosið í dag PRÓFKJÖR fer fram í dag hjá sjálf- stæðismönnum í Hafnarfirði og í Bessastaðahreppi. í Hafnarfirði verður kosið í Víði- staðaskóla og stendur kjörfundir milli kl. 10 og 20. Úrslit munu væntanlega liggja fyrir um kl. 21. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öll- um félagsmönnum í Sjálfstæðis- fiokknum sem náð hafa 16 ára aldri á kjördegi. í Bessastaðahreppi verður kosið í íþróttahúsi Bessastaðahrepps og stendur kjörfundur milli kl. 10 og 18 og er búist við að úrslit liggi fyrir milli kl. 21 og 22. Prófkjörið er opið öllum sem lýsa stuðningi við Sjálfstæðisfélagið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnarfundur SÍF Kaupin á Hovden í Noregi samþykkt STJÓRN SÍF hf. hefur sam- þykkt að dótturfyrirtæki SÍF í Noregi, Mar-Nor a.s. kaupi 50% hlut í fískframleiðslufyrir- tækinu Hovden Fiskindustri a.s. í vestraalen í Norður-Nor- egi. Kaupin byggjast á sam- komulagi milli Melbu Fiskind- urstri a.s. annars vegar og Mar-Nor og Leif og Arvid Tobjömsen hins vegar en Leif og Árvid eru einnig samstarfs- aðilar Mar-Nor í fiskfram- leiðslufyrirtækinu Loppa fisk a.s. í Öksfjord. í Hovden Fiskindustri mun fyrst og fremst eiga sér stað framleiðsla á saltfískafurðum, en jafnframt er aðstaða til framleiðslu á frosnum bolfisk- afurðum og síldarafurðum. Hinir nýju eigendur munu taka yfir reksturinn frá og með 31. desember næstkomandi. Kaupin á Hovden Fiskind- ustri eru liður í frekari upp- byggingu hjá Mar-Nor á stöðl- uðum saltfiskafurðum, sem henta fyrir markaðskerfi SÍF samstæðunnar. Hávaði ógnar fólki í borg MÁLÞING um hávaða og heyrn- arskaða var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær í tilefni 60 ára afmæli Heyrnarhjálpar. Þar var m.a. rætt um hávaða sem vax- andi umhverfismengun og ógn við fólk í borg, hvenær hávaði teljist skaðlegur og hver annist eftirlit með hávaða. í ræðustóli er Vilhjálmur Rafnsson yfirlækn- ir hjá Vinnueftirlitinu. Ummæli talsmanna veitustofnana um samantekt á raforkuverði til heimilisnota Raunlækkun á raforkuverði Rafmagnsverð til heimilisnota hefur lækkað á Suðumesjum um 11% en hækkað um 10% í Reykjavík á árunum 1993-1997, sam- kvæmt yfírliti sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Talsmenn veitu- stofnana telja samanburðinn ekki raunhæfan. KRISTJÁN Jónsson, forstjóri Raf- magnsveitu ríkisins, segir saman- burð ekki raunhæfan, þar sem ein- göngu sé um rafmagn til heimilis- nota að ræða. Nær væri að bera saman meðalverð yfir allt landið. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, bendir á að Hitaveita Suðurnesja greiði engan arð auk þess sem hún framleiði sjálf 60% af sinni raforku. Alfreð sagði að frá því núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavík- ur hafi tekið við í maí 1994, hafi raforkuverð í Reykjavík hækkað um 4,8%. „Á sama tíma hefur neyslu- vísitalan hækkað um 7,1% og miðað við þessar tölur er raunlækkun á raforku til Reykvíkinga um 2,3%,“ sagði hann. „Þegar tillit er tekið til þess að Rafmagnsveitan ætlar að taka á sig 1% hækkun af völdum Landsvirkjunar um áramótin og lækka að auki verðið um 2% þá er raunlækkun raforku í Reykjavík um næstu áramót orðin 5,3%. Þetta er það sem við berum ábyrgð á. Við getum ekki tekið á okkur þær hækkanir sem urðu árið 1993 og í byijun árs 1994 en þær voru mikl- ar vegna hækkunar hjá Landsvirkj- un.“ Framleiðir sjáif 60% Alfreð sagði að Hitaveita Suður- nesja gæti fyrst og fremst boðið iægra raforkuverð vegna þess að hún framleiddi sjálf um 60% af þeirri raforku sem hún selur en Rafmagnsveita Reykjavíkur keypti sína orku á þrefallt hærra verði. „Þá má geta þess að Hitaveita Suð- urnesja greiðir ekki arð til eigenda sinna,“ sagði Alfreð. „En Raf- magnsveitu Reykjavíkur er gert að greiða árlega milli 500 og 600 millj- ónir í borgarsjóð. Þá sýnist mér einsýnt að Varnarliðið á Kefiavíkur- flugvelli greiðir orkukostnað Suður- nesjabúa niður með því að Hitaveita Suðurnesja lætur Vamarliðið greiða miklu hærri orkugjöld miðað við almennan notanda á Suðurnesjum. Tekjur Hitaveitu Suðurnesja frá Varnarliðinu voru 1.085 milljónir á síðasta ári en það eru 65% af tekj- um veitunnar." Sagði Alfreð að miðað við þessar forsendur ætti veitan að geta boðið upp á enn lægra verð til almennings en hún gerði. Samsetning önnur í dreifbýli Kristján sagði að samanburður á verði á raforku til heimilisnota væri ekki raunhæfur. Eingöngu sé um að ræða raforku til heimilisnota og miðað við 3.500 kWh notkun á ári, sem ætti frekar við í Reykjavík, þar sem yfirleitt væri um litlar íbúðir að ræða, en í dreifbýli væri meira um einbýlishús. „Notkunin er nær 4.500 kWh á ári hjá okkur,“ sagði hann. „Það á reyndar ekki eingöngu við um okkar svæði heldur allar rafveitur úti á landi. Þar er sam- setningin önnur og við það breytist þessi samanburður.“ Kristján benti á að árið 1993 hefði rafmagnsverð til heimilisnota lækkað um 10% þannig að ef samanburðurinn hefði náð lengra aftur í tímann hefði komið fram að verðið hefur hækkað um 2,1% í stað 7% eins og saman- burðurinn sýndi. „Í svona saman- burði getur munað miklu eftir því hver upphafspunkturinn er,“ sagði hann. „Rafveitur hækka ekki eða lækka allar á sama tíma. Þá má ekki gleyma því að á sama tíma og Landsvirkjun hækkaði verðið um 21% hækkuðum við um 13% en orkuverð frá Landsvirkjun hefur bein eða óbein áhrif á allar þessar veitur sem kaupa frá Landsvirkj- un.“ Kristján sagði að Hitaveita Suð- urnesja byggi við mjög góðar að- stæður í orkuöflun og hagstæðan markað á Keflavíkurflugvelli. „Þeir hafa ekki þurft að hækka á undan- förnum árum, sem betur fer fyrir þeirra viðskiptavini,“ sagði hann. „Við erum aftur á móti með erfið- asta svæðið á landinu sem er allt stijálbýlið. Tii dæmis erum við með yfir 8.000 km háspennulögn en Rafmagnsveita Reykjavíkur er með innan við 700 km og á Suðurnesjum mun minna. Okkar svæði er því mjög erfítt og dýrt í uppbyggingu og rekstri. Við erum einnig með stærsta hlutann af þessum svoköll- uðu köldu svæðum landsins þar sem rafhitun er í raun seld á lágu verði þótt menn séu að kvarta undan henni í samanburði við hagstæðustu veiturnar. Stór hluti okkar notenda er bæði með heimilisrafmagn og rafmagn til hitunar, sem er á mikiu lægra verði. Það væri því nær að bera saman meðalverð yfir allt land- ið og þá erum við líklega lægstir. Þeir sem eru með rafhitun hjá okk- ur og heimilisnotkun greiða sinn reikning miðað við meðalverð eða heildarnotkun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.