Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 8
8 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsvarsmenn spítala segja áætlanagerð ekki lausa í reipum
Fjárlög hins vegar ekki í
samræmi við áætlanir
FORSTJÓRI Ríkisspítalanna og
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss
Reykjavíkur hafna því að rekstrar-
áætlanagerð sjúkrastofnana sé
laus í reipunum, eins og Davíð
Oddsson forsætisráðherra hélt
fram í áramótaávarpi sínu, sem
birtist í Morgunblaðinu á gamlárs-
dag. Þar segir ráðherra m.a. að það
sé áhyggjuefni að áætlanagerð
sjúkrastofnana virðist vera nokkuð
laus í reipunum og að möguleikar
til þess að fylgja áætlunum eftir
virðist æði takmarkaðir.
Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri
Ríkisspítalanna, segist þvert á móti
telja að rekstraráætlanir Ríkisspít-
alanna séu mjög ábyrgar og að
mikil vinna sé lögð í þær. Vandinn
sé hins vegar sá að útgjöld til Rík-
isspítalanna í fjárlögum séu ekki í
samræmi við þá áætlun sem spítal-
amir leggi fram og að síðan takist
ekki að spara eins mikið og til sé
ætlast.
Vigdís segir til dæmis að í fjár-
lögum ársins 1996 hafi vantað um
361 milljón króna upp í rekstrará-
ætlun Ríkisspítalanna. Stjómend-
ur hafi reynt að spara upp í það
sem á vantaði, m.a. með því fækka
starfsmönnum og lækka lyfja-
kostnað. Það hafi hins vegar ekki
tekist vegna þess að ekki sé hægt
að ráða umfangi spítalanna. „TD
dæmis eru um 70% þeirra sjúk-
linga sem koma inn til okkar bráð-
veikir og við getum ekki ráðið
neinu um það. Það eina sem við
getum ráðið við er að taka ekki inn
af biðlistum og lengja þá þar með.
Við verðum hins vegar að taka á
móti öllum sem koma inn bráðveik-
ir,“ segir hún.
Þá segir Vigdís að þar sem búið
sé að hagræða svo miklu hjá Ríkis-
spítulunum á síðustu áram sé nú
komin upp sú staða að lítið meira
sé hægt að gera. Sumarlokanir í
fyrra hafi til dæmis skilað mun
minna en búist var við.
Forsendur standast ekki
Magnús Skúlason framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur,
segir að fjárhagsvandi sjúkrahúss-
ins liggi ekki í hinni tæknilegu
vinnu við áætlanagerð heldur fyrst
og fremst í því að forsendur slíkra
áætlana standist ekki. Bendir
Magnús m.a. á að í samkomulagi
sem gert var um Sjúkrahús
Reykjavíkur og Ríkisspítalana á
milli borgarstjóra, heilbrigðisráð-
herra og fjármálaráðherra í ágúst
1996 hafí verið gert ráð fyrir
spamaðaráformum sem ekki hafi
gengið eftir vegna þess að ákveðn-
ar forsendur hafi bragðist. Það
sama hafi átt við um samkomulag
milli þessara sömu aðila í septem-
ber sl.
„Eg get nefnt eitt dæmi sem er
með veigameiri forsendunum sem
hafa bragðist,“ sagði hann og vís-
aði í samkomulagið frá árinu 1996,
en þá, sagði hann, átti að auðvelda
útskrift sjúklinga af sjúkrahúsun-
um yfir á hjúkranarheimili og end-
urhæfingarstofnanir með breyt-
ingu á reglugerð. Sagði Magnús að
reglugerðinni hefði hins vegar ekki
verið breytt til samræmis við það
sem hefði þurft og því hefði þessi
forsenda samkomulagsins bragðist
algerlega. „Eg vil því meina að það
sé ekki við áætlanagerðina sjálfa
að sakast heldur hafa forsendur
ekki staðist eða bragðist af ein-
hverjum ástæðum," sagði hann.
Athugasemdir bein
ast að nýrri stefnu
Landsvirkjunar
Græn jól og
rófur í
Mýrdalnum
Fagradal. Morgunblaðið.
HAUSTIÐ og það sem af er vetri
hefur verið einstaklega milt og
gott hvað veðurfar snertir í
Mýrdalnum og reyndar víðast hvar
um Suðurland. Hitinn hefur verið í
kringum 10 stig dögum saman
enda eru tún farin að lifna eins og
komið sé fram í maí. Menn muna
varla eftir svo gjörsamlega
snjólausum jólum eins og voru
núna, það er varla að það sjáist
snjóskaflar f fjöllum. I Fagradal
þóttu rófur í garði heldur litlar í
haust og var því látið ógert að
taka upp. Er kíkt var í rófubeðið
30. desember kom hins vegar í Ijós
að þær höfðu heldur betur tekið
við sér og voru hinar
pattaralegustu, eins og sjá má á
minni myndinni. Stærri myndin er
tekin á þriðja í jólum við bæinn
Suðurgötu.
VINNUVEITENDASAMBAND
Islands ítrekar gagnrýni sína á þá
stefnu Landsvirkjunar að fylgja
byggingarvísitölu við breytingar á
raforkuverði, en bæði iðnaðarráð-
herra og stjórn Landsvirkjunar
hafa mótmælt gagnrýni VSÍ vegna
gjaldskrárhækkana Landsvirkjun-
ar. Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, segir að VSí muni senda
frá sér greinargerð vegna málsins
eftir helgi.
„Við höfum ekki haft athuga-
semdir fram að færa við stefnu
Landsvirkjunar í verðlagningar-
málum á síðustu áram. Það er hins
vegar þessi nýja stefna eigenda
Landsvirkjunar um að fylgja
breytingum á byggingarvísitölu
sem við geram mjög alvarlegar at-
hugasemdir við,“ sagði Þórarinn í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Þetta er stefna sem virðist vera
komin til eftir samkomulag iðnað-
arráðuneytisins og Reykjavíkur-
borgar um stórauknar arðgreiðslur
Landsvirkjunar til eigenda, og með
því að þessi stefna hefur verið
áréttuð bæði af hálfu iðnaðarráð-
herra og Landsvirkjunar um það
að fyrirtækið muni áfram halda
óbreyttu raunverði núna næstu ár-
in og þá miðað við byggingarvísi-
tölu, þá teljum við fullt efni til þess
að gagnrýna þá ákvörðun og gagn-
rýna hana harðlega, því hún er
ámælisverð. Allt tal um það að fyr-
irtækið muni á næstu öld taka til
við að lækka raforkuverð er auðvit-
að mjög huggulegt en hefur ekki
þýðingu gagnvart deginum í dag.“
Jólasteikin og smákökurnar
Þarf þolinmæði
við að ná burt
aukakíLóum
MARGIR sem hafa
borðað yfir sig
um jólin eru stað-
ráðnir í að ná aukakílóun-
um af sér núna við upp-
haf nýs árs.
Anna Elísabet Ólafs-
dóttir næringarfræðingur
hefur undanfarið staðið
fyrir níu mánaða nám-
skeiðum þar sem tekist
er á við aukakílóin.
„Það er lykilatriði að
rjúka ekki til og fara í
skyndikúr heldur ná
aukakílóunum af sér í ró-
legheitunum. Þolinmæði
og raunhæf markmið er
það sem fólk á að leggja
upp með þegar það stefti-
ir að því að ná af sér
aukakílóunum“, segir
hún.
Annars segir Anna
Elísabet að það tilheyri
jólum að borða góðan mat. „Þó að
fólk geri vel við sig í mat og
drykk um jól ætti það samt að
velta aðeins fyrir sér magninu
sem það borðar og hvað það er að
leggja sér til munns. „Það er gíf-
urleg sykumeysla á fólki í des-
'ember og auk þess borðar það
mjög fituríka og saltaða fæðu.“
Hún bendir á að Manneldisráð
hvetji landsmenn til að halda
saltneyslu undir átta grömmum á
dag. „Ég hef stundum bent fólki
á að í 250 grömmum af hamborg-
arhrygg eru tvö og hálft gramm
af salti og ef um er að ræða 250 g
af hangikjöti er saltmagnið komið
upp í tæp 4 grömm sem er næst-
um helmingur af ráðleggingum
Manneldisráðs."
Þá segir hún að eitt laufabrauð
sé feitt og án smjörs gefi það um
150 hitaeiningar. „Saltaður og
feitur matur vekur þorsta og um
jólin eru það gosdrykkir sem fólk
kýs að drekka. Ef eitt glas af
jólaöli er drukkið með hangikjöt-
inu era grömmin af viðbættum
sykri 15 og samtals gefur glasið
því 33 g af kolvetnum.
Á eftir þessari jólamáltíð fær
fólk sér gjaman kaffi og kannski
þrjá konfektmola. í konfektmol-
unum eru rúmlega 100 hitaein-
ingar og nálægt 10 g af sykri.“
- Hvað er af hitaeiningum,
sykri, salti og fítu í hangikjöts-
máltíð með hvítum jafningi, kart-
öflum, rauðkáli, grænum baunum
og laufabrauði. A eftir er hrís-
grjónaábætir með kirsu-
berjasósu, rjómakaffí og tvær til
þrjár Söru-smákökur?
„Hitaeiningar í máltíðinni eru
líklega 1.500-1.700 og fita gefur
50% af þeirri orku eða um 90 g.
Sykur er hátt í 30 g og salt um 5
g-“
- Hvað fínnst þér
fólk eiga erfíðast með
að neita sér um í mat
yfírjólin?
„Kökur og sætindi
eru efst á lista hjá
flestum sem ég hef aðstoðað við
að þyngjast ekki um jólin.“
- Hafí fólk þyngst um tvö til
þrjú kíló yfír hátíðirnar, hvernig
er best aðlosna viðþau núna?
„Best er auðvitað að velta
þessu fyrir sér áður en desember
rennur upp og undirbúa aðvent-
una með það í huga að þyngjast
ekki. Hafa smákökurnar með
kaffinu tvær í staðinn fyrir sex,
nota kaffirjóma í staðinn fyrir
rjóma þegar hægt er að koma því
við og til dæmis velja glas af
pilsner í staðinn fyrir malt og
appelsín.
I einu glasi af pilsner era 80
hitaeiningar en í einu glasi af
Anna Elísabet Ólafsdóttir
►Anna Elísabet Ólafsdóttir er
fædd á Blönduósi árið 1961.
Hún nam efnafræði í Þýska-
landi um árabil, lauk BS-prófí í
matvælafræði frá Háskóla Is-
Iands árið 1987 og lauk
cand.sc-próf í næringarfræði
frá Oslóarháskóla árið 1991.
Anna Elísabet vann um skeið
á Heilsustofnuninni í Hvera-
gerði og starfaði að fræðslu-
málum fyrir Náttúrulækninga-
félagið. Frá árinu 1993 hefur
hún rekið eigið fyrirtæki sem
heitir í dag Næringarsetrið ehf.
Eiginmaður Önnu Elísabetar
er Viðar Viðarsson fram-
kvæmdastjóri hjá Landsíman-
um og eiga þau þijá syni.
Helmingur af
ráðlagðri salt-
neyslu í
hangikjötinu
malti og appelsínblöndu eru um
140 hitaeiningar."
Þá bendir Anna Elísabet á að
hvíti jafningurinn sé ekkert betri
uppbakaður heldur alveg jafn
góður þykktur með hveitijafn-
ingi. „Hann er líka ennþá betri ef
heilhveiti er notað.
En þar sem jólin eru afstaðin
og margir eflaust búnir að bæta á
sig ættu þeir að einbeita sér að
því að fá næga hreyfingu og
borða fituminni og lítið sykraða
og saltaða fæðu. Fólk ætti að
hvfla sig á gosdrykkjum og sæl-
gæti, láta kökuboxin vera og leita
frekar í ávaxtakörfuna ef sætu-
þörfin gerir vart við sig.“
- Líklega borða margir tak-
markað magn af grænmeti og
fískmeti um jólin. Hvaða bætiefni
vantar fólk á þessum árstíma?
„Jólin eru í nokkra daga og
ekki líklegt að bætiefnaskortur
geri vart við sig á þeim tíma. Það
gæti þó verið að reykingafólk
-------- sem borðar lítið af
grænmeti og ávöxtum
um jólin skorti sér-
staklega C-vítamín
núna.“
- Eru skyndikúrar
~~~~ afíeit lausn til að losa
sig við jólasteikina og smákök-
umar?
„Já. Það er miklu skynsam-
legra að gera þetta rólega og með
þolinmæði. Árangur af megrun
kemur ekki í Ijós eftir viku eða
mánuði heldur þegar kemur að
næstu jólum. Fólk þarf að setja
sér raunhæf markmið.“
- Hvað meðhreyfíngu?
„Veðrið var kjörið til útivistar
um jólin og yfirleitt hafa allir gott
af því að fá sér ferskt loft. Með
röskri göngu brennir fólk ekki
einungis hitaeiningum heldur
bætir líka andlega líðan sína og
þá eykst styrkur til að standast
freistingarnar í ísskápnum."