Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ I i I ísmubm msmwm" ÉG VONA að guð gefl mér þrek til að halda áfram.“ Með þessum orð- um lauk Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile, ávarpi sínu er aðdáendur hans komu saman í höfuðborginni, Santiago, í lok nóv- ember til að halda upp á 82 ára af- mæli hans. Pinochet vildi hins veg- ar ekki taka við gjöfinni sem fjöldi ungmenna er safnast hafði saman þar skammt frá hugðist færa hon- um: flugmiða aðra leið tO Madrid á Spáni þar sem hann er eftirlýstur fyrir fjöldamorð og hryðjuverk. Og Pinochet hyggst halda áfram, síðar í þessum mánuði mun hann láta af embætti yfirmanns herafla' Chile en taka sæti í öldungadeild þings- ins. Þar mun hann, samkvæmt eig- in ákvörðun, sitja til æviloka. Margir telja að fyrst þá losni íbúar Chile úr skugga hans. Augusto Pinochet hefur sýni- lega engan hug á að hverfa af sjónarsviðinu þótt hann gerist nú nokkuð aldurhniginn. Dyggustu aðdáendur hans nefna hann „föður þjóðarinnar" og um 1.500 þeirra komu saman í kvöldverðarboði af- mælisbarninu til heiðurs í Santi- ago. Jafnvirði 12.000 króna, sem hver gestur þurfti að borga, reiddu menn fram með bros á vör. Herforingjar fluttu ræður, lúðra- sveit hersins lék afmælissönginn og síðan fylgdu þýsk hergöngulög úr síðari heimsstyröld. Aldrei áð- ur hefur yfirmanni heraflans verið haldin slík veisla. Talið er að 40.000 manns til viðbótar hafi tek- ið þátt í kvöldmáltíðum til að fagna afmæli Pinochets víðs vegar um landið. Því fer sem sagt fjarri að lands- menn sameinist í hatrinu á þessum fyrrum einræðisherra þótt aðdá- endurnir séu mun færri en hinir sem telja hann valdníðing og glæpamann. Á meðan fjendur Pin- ochets fóru í þúsundatali um götur Santiago og óskuðu þess að afmæl- isbarnið ætti „ömurlegan dag“ lof- uðu aðrir framlag hans: ,Á dögum stjórnar hans var hrint í fram- kvæmd efnahagsáætlun sem gjör- bylt hefur ástandinu í Chile og er nú fyrirmynd allra ríkja Rómönsku Ameríku," sagði Heman Briones, forstöðumaður „Pinochet-sjóðs- ins,“ í samtali við spænska dag- blaðið E1 Paía. Og hann hefur þó nokkuð til síns máls. Frátekið þingsæti Pinochet kunnugjörði á haust- mánuðum að hann hygðist taka til starfa í öldungadeild þingsins um leið og hann þyrfti, lögum sam- kvæmt, að setjast í helgan stein sem yfirmaður heraflans eftir ald- arfjórðung í því embætti. Með þessu móti voru Chilebúar minntir á einn þáttinn í arfleifð Pinochets en hann ákvað fyrir ein- um níu árum, rétt um það bil sem lýðræðið var endurreist í landinu, að taka frá fyrir sig sæti á þingi. Boðað var að þessi umskipti yrðu að veruieika í mars- mánuði en þá verður starfstími hans innan hersins út runninn. Chileanska dagblaðið E1 Mercurio greindi hins vegar frá því um liðna helgi að gamli einræðisherrann hefði afráðið að hengja herfor- ingjabúninginn skrautlega upp í skáp strax nú í janúar, nánar til- tekið þann 26. Á síðustu mánuðum hafa allmikl- ar umræður um Pinochet og „arf- leifð“ hans farið fram í Chile sem og í öðrum ríkjum Suður-Ameríku. Ljóst er að þáttaskil verða nú þeg- Þáttaskil eru í vændum í Chile er Auqu- sto Pinochet, fyrrum einræðisherra, læt- landsins . Pinochet hyggst þó ekki draga sig a gjörlega í hlé því hai nn hefur ákveðið að taka sæti á sem hann hefur lenqi átt frátekið. Ásgeir Sverrisson segir frá þessum hamskiptum Pinochets og kröfum sem fram hafa komið um að hann verði dreginn til ábyrgðar fyrir fíölda- morðii in, sem framin voru i va Idatíð herforingjastjórnarinnar. UNGMENNI handtekin eftir að hafa haft í framnii mótmæli gegn þeirri ákvörðun Augusto Pinochet að taka sæti á þingi sem öldungadeildarþingmaður til æviloka. Ákvað sjálfur að taka til starfa á þingi ar hann hættir sem herstjóri og á það ekki aðeins við um Chile held- ur álfuna alla. Pinochet er sem „síðasta risaeðlan" í þessum heims- hluta þar sem herforingjastjórnir og pólitísk myrkraverk hafa verið svo mótandi. Nú hefur lýðræði leyst einræðið af hólmi en í Chile og víðar eru margir þeirrar hyggju að þau umskipti geti ekki talist fullkomnuð á með- an maður á borð við Pin- ochet geti einfaldlega valið að taka sæti á þingi án þess að hafa hlotið til þess nokkurt umboð. „Ég hef alltaf verið lýðræðis- sinni. Ég er fæddur í lýðræðisríki, ég hef búið í lýðræðisríki, ég hef starfað lýðræðisríki. Hvað meira vilja menn að ég geri?“ sagði Pin- ochet í blaðaviðtali sem tekið var í tilefni þess að hann hyggst nú ger- ast þingmaður. Landsmenn geyma í huga sér af honum aðra mynd en þessa. I könnun einni sem ríkis- stjómin lét gera nýlega kváðust 70% aðspurðra mundu minnast Pinochets sem einræðisherra. Þótt umtalsverðar efnahagslegar fram- farir hafi orðið í tíð hans eru þær sýnilega nokkuð sem ekki megna að breyta skoðun þorra almenn- ings. Skoðanakúgunin var að sönnu mikil, sérstaklega á fyrstu árum einræðisstjórnarinnar en fylgt var efnahagsstefnu markaðsumbóta, einkavæðingar og viðskiptafrelsis, sem hagfræðingar frá Chicago- háskóla stjórnuðu. Því er oft hald- ið fram að á árum einræðisstjórn- arinnar hafi verið sáð þeim fræj- um sem Chilebúar eru nú að upp- skera. Vill þá oft gleymast að þessari stefnu var komið á með valdboði, ekki ósvipað því sem við á í Kína nú um stundir. Á hinn bóginn hefur samfelldur hagvöxt- ur ekki verið lengri í nokkru ríki Rómönsku Ameríku, um 6% að meðaltali á ári síðustu 13 árin. Einkavæðing er hvergi lengra á veg komin í Suður-Ameríku og er- lent fjármagn hefur streymt inn í Chile. Sakaður um fjöldamorð Þetta er sú mynd sem stuðnings- menn Pinochets leggja áherslu á Reuters OÞEKKTUR aðdáandi faðmar að sér Augusto Pinochet er afmæli hans var haldið hátíðlegt í nóvembermánuði í Santiago. ræðisstjórn Carlos Ibanez. Pinochet blés til herferðar gegn vinstrimönnum í landinu og sýndi enga miskunn. Hernum og örygg- islögreglunni, DINA, var óspart beitt og skapað var andrúmsloft ógnar og tortryggni. Nú er talið að um 3.200 óbreyttir borgarar hafi verið myrtir á þessum tíma. Þar af er áætlað að um 1.000 vinstri sinnaðir andófsmenn hafi „horfið". Líkt og í Argentínu hafa tilraunir til að fá upplýst hvað raunverulega gerðist í „skítuga stríðinu“ ekki borið tilætlaðan ár- angur í Chile og enn er ekki vitað hvað varð um mörg fórnarlömb herforingjastjórnarinnar. Spánverjar hafa tekið forustuna í þessum efnum og reynt að leiða í ljós þau glæpaverk sem framin voru er herforingjar voru við völd í Argentínu og Chile. Kemur það ekki síst til vegna þess að spænskir ríkisborgarar voru á meðal þeirra sem „hurfu“ í þessum löndum en spænsk lög kveða á um að fram geti farið réttarhöld á Spáni yfír glæpamönnum sem framið hafa þjóðarmorð þótt í öðrum ríkjurn sé. Gefin hefur verið út ákæra á hend- ur Pinochet í Madrid þar sem hann er sakaður um fjöldamorð og hryðjuverk. Réttarhöldunum stýrir dómar- inn Manuel García Castellón. Þær ásakanir sem fram koma þykja verða sífellt alvarlegri og kvaðst mexikanska dagblaðið La Crónica de Hoy nýverið hafa fyrir því heim- ildir að ráðamenn innan chileanska hersins væru teknir að ókyrrast vegna málarekstursins í Madrid. Ottuðust þeir m.a. að handtökutil- skipun yrði gefin út á hendur Pin- ochet er hann tæki til borgaralegra starfa. Við yfírheyrslur fyrr í þessum mánuði lýsti eitt vitnið, Joaquín Lagos Osorio, fyrrum yfirfor- ingi í her Chile, því yfir Reuters og vilja halda á lofti nú þegar hann hvei’fúr til borgaralegra starfa. Þeir líta einnig svo á að Pinochet hafi bjargað landinu frá upplausn og marxískum hryllingi er hann fór fyrir hernum árið 1973 og steypti Salvador Allende forseta af stóli í blóði drifnu valdaráni. Þar með tókst að koma í veg fyrir umfangs- miklar þjóðnýtingaráætl- anir sem Allende hafði á prjónunum en mikil ólga hafði verið ríkjandi í landinu áður en Pinochet ákvað að láta til skarar skríða skömmu eftir að hann hafði tekið við starfi herstjórnanda. For- setinn framdi sjálfsmorð frekar en að gefast upp er hann sá að öllu var lokið. Pinoehet og menn hans sögð- ust hafa bjargað þjóðinni og komið í veg fyrir hörmungar og langvinnt borgarastríð. Chile er land sem á sér langa lýðræðishefð er rekja má til síð- ustu aldar. Með valdaráni Pin- ochets var endi bundinn á lýðræð- isskipulagið sem verið hafði traust í sessi frá árinu 1932 er þingræði var aftur innleitt eftir átta ára ein- Sakaður um fjöldamorð og pyntingar að Pinochet hefði sjálfur, beint og milliliðalaust, fyrirskipað að 53 óbreyttir borgarar skyldu teknir af lífi, án dóms og laga þegar Allende var steypt, 11. September 1973. Fleiri vitni sem hafa komið hafa fyrir dóminn í Madrid hafa fullyrt að Pinochet beri ábyrgð á morðun- um og pyntingunum sem tíðkuðust í „skítuga stríðinu" , einkum á fimm fyrstu valdaárum hans. í nóvembermánuði var frá því skýrt að dómarinn í Madrid hefði bætt 50 nýjum nöfnum á lista yfir þá sem herforingjastjórnin hefði f c ( I f . í I I l I t I i i i I i t I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.