Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 18

Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 18
18 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn FYRSTA geislaplata saxófiinleikarans Óskars Guðjónssonar nefnist Far og hefur að geyma átta frumsamin verk. Tónar andartaksins ✓ Saxófónleikarinn Oskar Guðjónsson hefur sent frá sér geislaplöt- una Far. Hulda Stefánsdóttir settist niður með þessum unga tón- listarmanni sem þegar hefur látið mikið af sér kveða í djassheim- inum og segir aldrei að vita á hvaða mið kaótísk tónlistaráhrifín eigi eftir að bera hann í framtíðinni. BURTFARARTÓNLEIKAR Óskars frá Tónlistarskóla FÍH þann 7. maí sl. voru óvenjulegir að því leiti að þar lék hann eingöngu frumsamin verk. Á nýju geislaplötunni er að finna fimm þessara verka auk tveggja eldri og eins splunkunýs verks. Plötunni lýs- ir hann sjálfur sem sýnishomi allra þeirra ólíku leiða sem hann hefur farið í þreifíngum sínum á sviði djasstónlistar sem hefur átt hug hans allan frá 15 ára aldri. Platan var tekin upp eina viku síðsumars í Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi. Titillinn, Far, vísar til ferðalagsins vestur sem fjórmenn- ingamir Óskar, gítarleikarinn Hilmar Jensson, bassaleikarinn Skúli Sverrisson og trommuleikar- inn Matthías M. D. Hemstock tók- ust á hendur ásamt upptökustjóran- um Ivari Bongó til að losna undan daglegu amstri og tímapressu í upp- tökuverum borgarinnar. Þetta litla orð, far, hefur mun augljósari merk- ingu fyrir þá sem kunna eitthvað fyrir sér í dönsku. Far lýsir fjar- lægð á ensku og fjölþjóðlegri skírskotuninni er ætlað að greiða fyrir sölu plötunnar á Norðurlönd- um og í Bandaríkjunum. Ekkert af þessu skiptir þó verulegu máli. Ósk- ar dreymir hins vegar um að koma tónlist sinni á ný mið, ná til þess breiða hóps fólks sem kýs að hlusta á kröfuharða tónlist. Formlaus spuni „Meginþema verka minna er ag- að frelsi, það að leyfa tónunum að flæða, sleppa forminu lausu í alger- um spuna,“ segir Óskar. Hann sér verkin í ákveðnum blæbrigðum lita, myndræn og iðandi af lífí, og segir sjónræna skynjun vinna með heyrn- inni þegar djasstónlist er annars vegar. Fá tónlistarform eru enda eins galopin fyrir breytingum í lif- andi flutningi og Óskar segir að verk sín hafi alltaf lit og áferð and- artaksins. Sannfæring flytjandans skipti öllu máli fyrir þær viðtökur sem hún hljóti hjá áheyrendum. „Mér fínnst fólk almennt of upptek- ið af því að reyna að skilja djasstón- listina. Það sem skiptir öllu máli er að útiloka skilninginn og hugsa um það eitt að upplifa. Fyrst þegar tón- listin hefur náð eyrum fólks má gera ráð fyrir að skilningurinn kvikni, - kannski en ekki nauðsyn- lega,“ segir Óskar. „Það er alveg yndislegt að spila fyrir áheyrendur. Salurinn er hlaðinn orku sem bíður þess að vera leyst úr læðingi, þess að áheyrendur láti sig fljóta með spunanum. Eftir því sem ég kem oftar fram á tónleikum sannfærist ég betur um að það skiptir ekki máli hvaða tónlist þú leikur heldur hvemig þú kemur henni til skila.“ Saxófónn í Galtalæk Óskar heyrði í fyrsta sinn í saxó- fóni þar sem hann var staddur með fjölskyldu sinni, 10 ára gamall, á bindindismótinu í Galtalæk. „Ég heillaðist gjörsamlega af þessu fal- lega hljóðfæri og linnti ekki látun- um fyrr en ég fékk leyfí til að læra á saxófón, jafnvel þótt reglan væri sú að böm lærðu fyrst á klarinett og tækju síðan til við saxófóninn,“ seg- ir Óskar. ,Ákafi minn var svo mikill að ég fékk eitt hljóðfæri Tónlistar- skólans í Garðabæ lánað með mér heim yfir helgi, blés og blés, og mætti svo galvaskur til leiks á mánudeginum, - reyndist ég þá hafa snúið munnstykkinu öfugt en jafnvel það lét ég ekki hindra leik minn!“ Djassinum kynntist hann snemma á unglingsárum. „Þá upp- götvaði ég tónlistarstefnu þar sem saxófónninn var einleikshljóðfæri. Það er ekki síst fyrir tilstilli Hilmars Jenssonar sem ég kemst í kynni við óhefðbundnari tegund djasstónlistar. Ásamt þeim Hilmari og Skúla Sverrissyni eru það Jim Black og Chris Speed sem eiga hvað stærstan þátt í því að ég fór sjálfur að semja tónlist. Þegar ég sá hvemig þessir menn nálguðust djassinn fann ég að þetta var einnig sú leið sem ég gat farið. Ég byrjaði að skrifa litlar melódíur og smám saman vatt vinnan upp á sig,“ segir Óskar. Það hefði verið fjarstæðu- kennt að ætla sér að taka upp lög grundvölluð á bandarískri djasshefð og Óskar leitast við að skapa tónlist sem lýsir þeim fjölbreytilegu tón- listarstefnum sem hann er alinn upp við að hlusta á. „Tónlistarum- hverfi mitt er einfaldlega sú tónlist sem flæðir úr útvarpinu. Áhrifin em kaótísk eftir því, allt frá klassík til danstónlistar. En ég er ekki bara undir áhrifum tónlistar heldur alls þess sem ber fyrir augu; hegðun litla bróður, hrynjandin í tali for- eldra minna, rigningin utandyra eða tilburðir Michaels Jordans í körfu- bolta. Ég leitast við að draga upp ýmsar og ólíkar stemmningar úr hversdagslífinu." Lokalag plötunnar, Föðurland í fjarska, var samið í Færeyjum fyrir 4 árum. „Ég þurfti ekki að fara lengra en til Færeyja til að sjá land- ið mitt í hillingum," segir Óskar kíminn á svip. Á nýju ári stefnir hann á lengri for, í suðupott djass- ins í New York. „Ég hef verið að þreifa fyrir mér með skólavist þar í borg. Langar til að dýfa mér ofaní þennan ólgandi pott og sjá hvert tónlistin leiðir mig.“ ERLENPAR BÆKUR Endurprentaður vísindaskáldskap- ur fyrir bíómynd Robert A. Heinlein: „Starship Troopers". Ace Books 1987, fyrst útgefin 1959. 263 síður. OFT þegar gerðar em stór- myndir í henni Hollywood og blásið er til markaðssóknar, eins og það líklega heitir, eru gefnar út bækur sem samdar eru eftir kvikmyndahandritum viðkom- andi mynda. í mörgum tilvikum er um algjöra undan- rennu að ræða því fengnir eru leigupenn- ar til verksins sem hafa ekki, að þvl er virðist, alltof mikinn áhuga á verkefninu og það sem gengur upp í kvikmyndahandriti og á hvíta tjaldinu getur verið ákaflega snaut- legt í bók. I annan stað era nokkurra ára og jafnvel áratuga gamlar bækur endur- útgefnar í tengslum við gerð stórmynd- anna frá Hollywood og gegnir sá verknað- ur sama hlutverki nefnilega að blóð- mjólka vörana. Er þá hægt að nýta auglýs- ingaherferðina sem kostað er til vegna bíómyndarinnar til þess að selja bókina í leiðinni. Þessar sögur geta verið mjög athyglisverðar og gefa tækifæri þeim sem á annað borð nenna þeim pælingum að bera saman kvikmenntir og bók- menntir en sá samanburður get- ur verið fróðlegur. Pöddustríð Eitt nýjasta dæmið af þessu tagi er geimvísindatryllirinn „St- arship Troopers". Myndin er ein af jólamyndum kvikmyndahús- anna í ár, gerð af hollenska leik- stjóranum Paul Verhoeven og byggð að einhveiju leyti á vís- indaskáldsögu Robert A Heinleins með sama nafni, sem fyrst kom út árið 1959 en hefur verið endurútgefin tvisvar síðan og nú í þriðja sinnið í tilefni kvik- myndarinnar. í sögu Heinleins er greint frá bardögum mannanna við árásargjamar pöddur utan úr geimnum og sú hugmynd er not- uð nú fjörutíu árum síðar til þess að framleiða framtíðarstríðsmynd með öllum tiltækum tölvubrellum sem Hollywood hefur uppá að bjóða. Robert A Heinlein er einn fremsti vísindaskáldskaparhöf- undur Bandaríkjanna á öldinni. Eftir hann liggja eitthvað um fimmtíu bækur að minnsta kosti og áður hafa verið gerðar kvik- myndir eftir þeim, nú síðast „The Puppet Masters“. I „Starship Troopers“ íylgjumst við með ungum manni sem skráii’ sig í herinn mjög í óþökk foreldra sinna. Hann gerir það af ævin- týraþrá og kannski líka til þess að komast að því hvað í hann er spunnið. í fyrsta hluta sögunnar fylgjumst við með honum í æf- ingabúðum, í öðr- um hlutanum fer sagan út í heim- spekilegar vanga- veltur um pödd- umar, stríð og frið og fallvaltleika lýð- ræðisins svo eitt> hvað sé nefnt en í þeim síðasta kem- ur loks að bardag- anum við pöddurn- ar, sem er stuttur og snöfurmannleg- ur og síðan bindur Heinlein snyrti- lega slaufu á sög- una. Saga úr kalda stríðinu Það væri synd að segja að saga hans sé spennandi fjóram áratugum síðar og hún er alls ekki það mikla bardagaskrýmsli sem mynd Ver- hoevens er. Gildi hennar liggur fyrst og fremst í þeirri heims- mynd sem hún boðar og á rætur í þeirri heimsmynd sem Heinlein þekkti. Sagan er mjög lituð af þeim tíma sem hún er rituð á, 1959, í miðju kalda stríðinu, að- eins um einum og hálfum áratug eftir síðari heimsstyrjöldina og þegar framtíðin er í mikilli óvissu. Sagan ber mjög keim af þessu. Það er fróðlegt að sjá hvernig Heinlein ímyndar sér þróunina á 20. öldinni því hann sér fyrir sér bandalag Rússa, Breta og Bandaríkjamanna gegn Kína og að stríð þessara aðila hafi ásamt mjög veikri almennri siðferðiskennd, ofbeldi og eitur- lyfjaneyslu orðið til þess að heimsmenningin hrundi. Margar hugmyndir Heinleins um fram- tíðarstríð eru skondnar en það er samt engu líkara en hin ákaflega persónulega frásögn aðalsögu- hetjunnar sé tekin úr seinni heimsstyrjöldinni. Fyrir þá sem hafa gaman af vísindaskáldskap er margt verra hægt að gera en fara aftur í tím- ann og sjá hvemig framtíðin leit út um miðja öldina. Arnaldur Indriðason ROBERT A. Heinlein skrifaði „Starship Troopers“ fyrir nærri fjórurn áratugum en samnefnd bfómynd hefur nú verið gerð eftir sðgunni og er ein af jólamyndum kvik- myndahúsanna í ár. Dansleikhús með ekka í LISTAKLÚBBI Leikhúskjallar- ans mánudaginn 5. janúar kl. 20.30 skemmtir Dansleikhús með ekka. í dansleikhúsinu era dansarar og leikkonur sem eiga það sameigin- legt að hafa stundað nám í list sinni á erlendri grand og vinna saman að sýningu þegar þær hittast heima í fríum. Hópurinn hefur áð- ur gert sýningamar Leitin að Ró- meó sem sýnt var í janúar 1996 og Hún þurrkaði sér í framan eða Leó, ó Leó sem sýnt var á Litla sviði Borgarleikhússins í ágúst 1996. Hópinn skipa Aino Freyja, sem leggur stund á nám í leiklist í Breton Hall University College í Bretlandi, Ema Ómarsdóttir, sem stundar nám í dansi í PARTS í Belgíu, Hrefna Hallgrímsdóttir, sem lauk námi í leiklist frá Uni- versity of West Florida sl. vor og starfar nú sem leikari í New York og Karen María Jónsdóttir, sem stundar nám í Hogeschol voor het kunsten í Amheim í Hollandi. Efni sýningarinnar er sótt í gömul rit um kvennhylli, listina að kyssa, tísku og fleira. Til liðs við sig hafa þær fengið tónlistarmenn- ina Kjartan Guðnason slagverks- leikara, Borgar Magnússon, sem leikur á kontrabassa og Tatu Kantomaa harmoníkuleikara. Húsið verður opnað kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.