Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Skýrsla fyrir opinbera aðila um virkjanir norðan Vatnajökuls og áhrif á ferðamennsku Yirkjanir og ferða- mennska Hætt er við að sérstaða íslands sem ferða- mannalands muni minnka ef ráðist verður í virkjanir norðan Vatnajökuls, segir í skýrslu sem Anna Dóra Sæþórsdóttir landfræðingur hefur unnið fyrir samstarfsnefnd iðnaðar- ráðuneytisins og Náttúruvemdarráðs um orkumál. Þar segir að vilji ferðamálayfírvöld höfða áfram til sama hóps verði að halda fjölda ferðamanna á hálendinu takmörkuð- um. Pétur Gunnarsson kynnti sér skýrsl- una, þar sem bomir eru saman hagsmunir ferðamennsku og virkjana. UM ÞRIÐJUNGUR þeirra ferðamanna sem nú ferð- ast um hálendissvæðið norðan Vatnajökuls mundi síður leggja leið sína á svæð- ið ef þar væru komin miðlunarlón vegna vatnsaflsvirkjana. Þetta eru einkum þeir ferðamenn sem eru á eigin vegum og vilja ferðast um al- gjörlega óspiilta náttúru. Rúmlega helmingur ferðamanna telur hins vegar að fyrirhugaðar virkjunar- framkvæmdir breyti engu um að- dráttarafl svæðisins og 7% telja þær auka aðdráttarafl svæðisins. Um 60% þeirra Islendinga sem ekki hafa ferðast um hálendið norð- an Vatnajökuls telja sig frekar munu leggja leið sína þangað ef vegir væru betri. Þess vegna má vænta þess að ferðamönnum um hálendið norðan Vatnajökuls fjölgi talsvert til að byija með eftir virkj- unarframkvæmdir, a.m.k. íslend- ingum í hópi ferðamanna. Auk þess mundi samsetning ferðamanna- hópsins breytast. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri skýrslu sem Anna Dóra Sæþórsdóttir landfræðingur hefur unnið um jákvæð og neikvæð áhrif virkjana norðan Vatnajökuls á ferðamennsku að frumkvæði sam- starfsnefndar iðnaðarráðuneytis og Náttúruverndarráðs um orkumál. Drög að skýrslunni, sem var unnin á kostnað ráðuneytisins og Lands- virkjunar, lágu fyrir í júlímánuði 1997 en endanleg útgáfa verður gefin út siðar í þessum mánuði. Blaðamaður Morgunblaðsins fékk drög að skýrslunni afhent sam- kvæmt úrskurði Urskurðarnefndar um upplýsingamál. Eingöngu áhrif á ferðamennsku í skýrslunni er eingöngu fjallað um þau áhrif sem virkjanir mundu hafa á ferðamennsku og ferðaþjónustu sem atvinnugrein en málið er ekki metið frá öðrum sjónarhóli. Kannað er hvaða áhrif þær virkjanir sem rætt hefur verið um að gera norðan Vatnajökuls muni hafa á ferða- mannastraum þ.e. hvort ferða- mönnum muni fækka eða fjölga þeirra vegna og hvaða áhrif virkjan- ir muni hafa á viðhorf ferðamanna til svæðisins. Gengið er út frá svokallaðri til- högun 4, þar sem gert er ráð fyrir að veita úr Jökulsá á fjöllum og Kreppu norðan Upptyppinga til miðlunar í Arnardal, og virkja í tveimur áföngum til Fljótsdals, hin- um fyrri niður á Efra-Jökuldal og hinum síðari til Fljótsdals. Jökulsá á Brú yrði veitt úr Hálslóni sunnan Kárahnúka, annað hvort í einum áfanga til virkjunar í Fljótsdal eða tveimur, þeim fyrri niður á Efra Jökuldal og hinum síðari til Fljóts- dals. Þetta hefur t.d. í för með sér að rennsli Jökulsár á Fjöllum, sem algengt er að sé 300 rúmmetrar yfir sumartímann, gæti farið niður í 165 rúmmetra. Um leið skertist vatnsmagn í Dettifossi og í árfar- veginum í þjóðgarðinum í Jökuls- árgljúfrum. Jökulsá á Brú myndi ekki framar renna um Dimmugljúf- ur heldur verða veitt úr uppistöðul- óni í Brúardölum um jarðgöng. Anna Dóra bregður m.a. upp mynd af framtíðarþróun í ferða- mennsku með því að vitna í spár breska tímaritsins The Economist um breytingar á ferðaháttum á næstu árum. Spáin er sú að ein- staklingsferðir muni aukast á kostnað pakkaferða og ferðamenn muni í auknum mæli sækjast eftir afþreyingu á borð við fiskveiðar, siglingar, reiðtúra og jeppaferðir á ferðum sínum. Jafnframt muni umhverfísvitund fólks á markaðs- svæðum íslands fara vaxandi og hafa aukin áhrif á það hvert ferð er heitið. Uppfylli ferðamannastað- ur ekki kröfur til umhverfis muni eftirspurn eftir þjónustunni minnka. Visthæf ferðamennska Því er spáð að ftrðamennska muni þróast í gagnstæðar áttir; annars vegar vaxandi fjöldaferða- mennsku en hins vegar stækkandi hóp gagnrýninna neytenda. Einn helsti vaxtarbroddur ferðaþjón- ustunnar sinnir síðar- nefnda hópnum. Það er svokölluð græn eða visthæf ferðamennska, sem nú er þriðja mikil- vægasta greinin innan ferðaþjónustu í Þýska- landi. Visthæf ferðaþjónusta bygg- ist á því að náttúran sé helsta að- dráttarafl viðkomandi staðar fyr- ir ferðamann. í visthæfri ferða- mennsku er lögð áhersla á að ferð- ast í náttúrunni á ábyrgan hátt, stuðla að varðveislu umhverfis og auka velferð heimamanna. Visthæf ferðamennska starfar á forsendum sjálfbærrar þróunar, leggur áherslu á fámennar ferðir, fræðslu um nátt- úrufar, menningu þjóða og sér- kenni. Þetta eru dýrar ferðir sem höfða til efnameiri en kröfuharðari neytenda. Þegar rætt er um virkjanir norð- an Vatnajökuls er vísað til þess að frá 1991 hefur verið unnið að áætl- un um virkjun vatnsfallanna sem renna undan Vatnajökli norðan- verðum, þ.e. Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú. Að auki hefur Lands- virkjun þegar fengið leyfi til virkj- unar þriðju árinnar norðan Vatna- jökuls, Jökulsá á Fljótsdal, og var það leyfi gefið út fyrir gildistöku laga um mat á umhverfisáhrifum. Tvöföld stærð Þingvallavatns Helstu áhrif þessara virkjana og mannvirkja tengdum þeim norðan Vatnajökuls á ferðamennsku eru dregin saman í skýrslunni á þennan hátt: „Á vissum svæðum væri verið að hrófla við náttúru sem hingað til hefur verið nánast ósnert af manna völdum. Gerð yrðu miðlun- arlón við Háls, Arnardal og Eyja- bakka sem samtals þekja um 170 km 2 en það er tvöföld stærð Þing- vallavatns. Við það myndi land hreindýra og fugla skerðast og 68 km 2 gróðurlendis færu undir vatn. Rennsli vatnsfalla neðan við stíflur myndi minnka. Ekki yrði um opna skurði að ræða heldur rynni vatn í neðanjarðargöngum að stöðvarhús- um, að undanskildum örstuttum skurði frá Jökulsá á Fjöllum og Kreppu í Arnardalslón. Vegna virkj- unar Jökulsár í Fljótsdal myndi raf- lína liggja um Fljótsdalsheiði.Jökul- dalsheiði og norðurhluta Ódáða- hrauns til Svartárkots. Virkjunar- framkvæmdum myndu fylgja nýir og bættir vegir til þeirra staða sem framkvæmdirnar næðu til, þar á meðal vegslóðar um áður ósnert svæði eins og norðurhluta Ódáða- hrauns.“ Virkjunarframkvæmdimar myndu leiða til greiðari samgangna. Gerðir yrðu góðir, uppbyggðir heils- ársvegir og víða mundu fólksbfla- vegir leysa af hóimi torfama jeppa- slóða yfír óbrúaðar ár. Líkt og náttúrufarið norðan Vatnajökuls er fjölbreytt er ferða- mennskan þar af ýmsum toga. Við gerð skýrslu Önnu Dóm Sæþórs- dóttur var gengist fyrir tvenns kon- ar könnunum til að kortleggja ferðamennsku á svæðinu. Annars vegar var gerð könnun með spurn- ingalista, sem borinn var undir ferðamenn á svæðinu sumarið 1995, og hins vegar kannaði Fé- lagsvísindastofnun Háskólans haustið 1995 ferðavenjur íslend- inga um hálendið norðan Vatnajök- uls; hvert væn mikilvægi svæðisins á ferðalögum íslendinga og hversu margir myndu ferðast þangað til viðbótar ef aðgengi væri betra. í fyrri könnuninni kom í ljós að ferðamenn á svæðinu eru ýmist á eigin vegum eða í skipulögðum hóp- ferðum. íslendingar eru fjölmenn- astir en síðan Þjóðveijar og er rúm- ur helmingur ferðamanna á svæð- inu íslenskur eða þýskur. Einnig eru Frakkar, Svisslendingar og Austurríkismenn margir. 83% ferðalanganna höfðu séð eða ætluðu sér að skoða Öskju og 79% komu við í Herðubreiðarlindum. 70% höfðu séð eða ætluðu að skoða Dettifoss, og 40% hugðu á ferð í Kverkfjöll. Þeir sem nú fara um svæðið andvígir breytingum Niðurstöður könnunarinnar eru túlkaðar á þann veg í skýrslunni að þeir sem nú sækja hálendið norð- an Vatnajöluls vilji halda því óspilltu og óbreyttu frá því sem nú er. Þeir eru á móti því að koma upp veit- ingasölu og fjölga gististöðum og jafnframt er meirihluti þeirra sem nú ferðast um svæðið á móti bættri vegagerð. Þeir telja að ævintýra- mennskan sem fylgi því að aka yfir ár og á slæmum vegum sé hluti af þeirri upplifun sem þeir sækjast eftir. Meðal annars sem fram kom var að meirihluti ferðamanna á svæðinu taldi uppbyggingu vatnsorkuvera hafa neikvæð áhrif á ísland sem ferðamannaland. Jafnframt að er- lendir ferðamenn vissu lítið um virkjanahug- myndirnar en flestir vildu síður fara í Jök- ulsárgljúfur eftir virkj- un. Jákvæðastir í af- stöðu til virkjananna voru þeir íslendingar sem farið hafa um virkjanasvæðin við Tungnaá og Þjórsá. Um 80% í þeim hópi töldu að uppistöðulón og önnur mannvirki þar hefðu jákvæð eða engin áhrif á upplifun þeirra. Við könnun Félagsvísindastofn- unar kom í ljós að ríflega fjórðung- ur íslendinga 18-75 ára hefur kom- ið inn á svæðið norðan Vatnajök- uls, tæpur helmingur aðeins einu sinni en rúm 30% oftar en þrisvar. Rúmur þriðjungur landsmanna sagðist örugglega myndu ferðast um svæðið ef vegir þar væru betri og annar þriðjungur kvaðst ef til vill ferðast um svæðið ef það væri í betra vegasambandi. Af þeim sem tóku afstöðu voru 60% hlynnt en 40% andvíg því að auðvelda fólki að ferðast um há- lendið norðan Vatnajökuls. Fram kemur að konur fremur en karlar vilja auðvelda ferðir og einnig á sú hugmynd meira fylgi að fagna meðal verkafólks og afgreiðslufólks en annarra hópa. Stýrt rennsli um Dettifoss Þegar áhrif virkjana á útivist norðan Vatnajökuls eru metin kem- ur m.a. fram í skýrslunni að búast við að upplifun hluta þeirra ferða- manna sem myndi koma í Jökuls- árgljúfur eða að Dettifossi myndi skerðast ef Jökulsá á Fjöllum yrði virkjuð eða vatnsmagn hennar yrði skeit um helming. „Vitneskja ferða- manna um að rennsli árinnar um þjóðgarðinn væri stýrt og ekki væri um óheft náttúruöflin að ræða gæti skipt miklu máli. Viðkomandi framkvæmdir hefðu því mjög mikil neikvæð áhrif á útivistargildi svæð- isins,“ segir í skýrslunni. Varðandi Ódáðahraun og Öskju segir m.a. að virði þess svæðis fyr- ir útivist sé mjög mikið því þar sé stórbrotin náttúra með sérstæðu, víðáttumiklu hrauni sem fjöldi ferðamanna sæki í. Háspennulína frá Möðrudal um norðanvert Ódáðahraun og vegurinn, sem myndi fylgja línunni, hefði mest áhrif fyrir útivist á viðkomandi svæði. Ferðamenn á Öskjuleið og göngumenn um Ódáðahraun myndu sjá háspennulínuna á leiðinni til Herðubreiðarlinda og Öskju. Áhrif á útivistarsvæðið sem göngusvæði verði mjög neikvæð en áhrif fyrir upplifun þeirra sem fyrst og fremst koma til að skoða Herðubreiðarlind- ir og Öskju verði talsvert neikvæð. Þá kemur fram að aðilar í ferða- þjónustu á svæðinu hafí fæstir leitt hugann að nýjum möguleikum á sviði ferðaþjónustu við þessar breyt- ingar. „Hluti af þeirri ferðamennsku sem stunduð er á svæðinu norðan Vatnajökuls kann að skaðast af virkjunarframkvæmdum en hins vegar kunna ný sókna.rfæri að skap- ast,“ segir í skýrslu Önnu Ðóru. Ný tækifæri í ferðaþjónustu Reynsla, m.a. frá Blönduvirkjun og Hrauneyjum og Versölum á Sprengisandsleið, sýni að við slíkar aðstæður skapist möguleikar til að fara út í rekstur á sviði ferðaþjón- ustu. Virkjanir geti og hafi stuðlað að ýmiss konar nýjum tækifærum á sviði ferðaþjónustu hér á landi. Þær hafi leitt til þess að ný fýrir- tæki hafa verið stofnuð og þannig hafí þær skapað ný atvinnutæki- færi og stuðlað að dreifingu ferða- manna um landið. í umræðum um niðurstöður skýrslu sinnar fyrir samstarfsnefnd iðnaðarráðuneytisins og Náttúru- verndarráðs um orkumál segir Anna Dóra Sæþórsdóttir að hálend- ið norðan Vatnajökuls sé eitt stærsta samfellda náttúrulega svæði landsins og hinar miklu víð- áttur hafi mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn og séu mikilvæg auðlind fyrir ferðamennsku. Af slíkri auðlind eigi þorri erlendu ferðamannanna ekkert og þurfi þeir að sækja hingað til að njóta hennar. Þessi auðlind sé takmörkuð í heimin- um og því sé líklegt að verðmæti hennar muni aukast verulega í framtíðinni. „Ef af virkjun verður mun þetta náttúrulega svæði minnka til muna. Á móti kemur að svæðið yrði að- gengilegra en áður og þar með yrðu útivistarmöguleikar á svæðinu fjöl- breyttari og svæðið myndi höfða til fleiri tegunda ferðamanna en áður. Framkvæmdir myndu leiða til greiðari samgangna. Akstur yfir ár og á slæmum vegum hluti af upplifuninni. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.