Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 29
28 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
NN EITT frækilegt afrek
bættist í íslenska afreka-
skrá að kvöldi nýársdags,
þegar Suðurskautsfararnir
Ingþór Bjarnason, Ólafur Örn
Haraldsson og Haraldur Örn
Ólafsson náðu takmarki sínu,
Suðurpólnum. Þessi árangur
þremenninganna er glæsileg-
ur og fullyrða má að þeir hafa
unnið mikið þrekvirki.
Fyrstur á Suðurpólinn var
Norðmaðurinn Amundsen,
ásamt samferðamönnum sín-
um og hundum fyrir 86 árum.
Edmund Hillary fór landleið-
ina á Suðurpólinn árið 1957,
en hann og félagar hans not-
uðust við dráttarvélar og vist-
um var varpað niður til þeirra
úr flugvélum. Það eru ekki
nema um fimm ár síðan fyrsti
leiðangurinn á Suðurpólinn
var farinn með þeim hætti,
sem þremenningarnir gerðu
nú, þ.e.a.s. án þess að njóta
utanaðkomandi aðstoðar, svo
sem frá flugvélum og dráttar-
vélum. Þetta er líklega tíundi
leiðangurinn sem nær loka-
takmarkinu - að standa á
Suðurpólnum - á þessum
fimm árum. Vitaskuld höfðu
aðrir farið á Suðurpólinn áður.
Engum blöðum er um það
að fletta, að þessi 1.200 kíló-
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
metra skíðaganga þeirra fé-
laganna við misjafnlega erfið-
ar aðstæður og oft í fimbul-
kulda, hefur reynt mikið á þá
jafnt líkamlega sem andlega.
Gangan varði í 51 dag, frostið
hefur farið niður í 30 gráður,
mótvindur verið um og yfir
sex vindstig og skafrenningur
eða bylur með litlum hléum.
Að teknu tilliti til vindkæling-
ar jafngildir þetta um 47
gráða frosti. Við þessar að-
stæður hafa félagarnir dregið
á eftir sér 100 kílóa sleða sína,
yfir misgreiðfæran snjó og ís.
Undirbúningur fyrir þessa
miklu för hefur staðið lengi
og verið margþættur. í þeim
efnum skiptir ekki minnstu
máli að þeir hafa notið stuðn-
ings og tiltrúar fjölskyldna
sinna, sem kom glöggt fram
hér í blaðinu á aðfangadag.
Morgunblaðið óskar göngu-
görpunum til hamingju með
þennan glæsilega árangur.
AUKIÐ AÐ-
HALD Á VERÐ-
BRÉFAÞINGI
IMorgunblaðinu í gær var
frá því skýrt, að Verð-
bréfaþing hefði tekið til at-
hugunar viðskipti með hluta-
bréf í nokkrum fyrirtækjum
síðustu daga liðins árs. Bein-
ist athugun Verðbréfaþings
að því að kanna, hvort þessum
viðskiptum hafi verið ætlað
að hafa áhrif á lokaverð árs-
ins. Jafnframt kom fram, að
Verðbréfaþing hefði þegar
ákveðið að vísa nokkrum þess-
ara mála til bankaeftirlits til
frekari meðferðar.
Þetta aukna aðhald Verð-
bréfaþings er afar mikilvægt
og líklegt til þess að stuðla
að heilbrigðum viðskiptahátt-
um með hlutabréf. Menn hafa
haft vissar áhyggjur af því, að
með ýmsum hætti væri reynt
að hafa áhrif á verð hluta-
bréfa, m.a. með viðskiptum,
sem í raun væru sýndarvið-
skipti. Aukinn agi á markaðn-
um m.a. með aðgerðum af því
tagi, sem Verðbréfaþing hefur
nú gripið til, er því af hinu góða.
Hið sama má segja um nýjar
reglur Verðbréfaþings um upp-
lýsingaskyldu fyrirtækja, sem
skráð eru á þinginu. Þar er
bæði um að ræða strangari
ákvæði varðandi hina reglu-
legu upplýsingagjöf, svo sem
varðandi birtingu ársreikn-
inga og milliuppgjöra en jafn-
framt er nú ætlast til að fyrir-
tæki geri aðvart um það, ef
búizt er við að afkoma þeirra
verði verulega frábrugðin því,
sem áður hafði verið áætlað.
Loks er ekki sízt mikils um
vert, að nákvæmari reglur eru
settar um svonefnd innherja-
viðskipti.
Hlutabréfamarkaðurinn
hefur smátt og smátt þróazt
í rétta átt og er mikill munur
á þeim viðhorfum, sem nú
ríkja, og þeim, sem uppi voru
í byijun þessa áratugar, þegar
ábendingum um breytt og
bætt vinnubrögð var tekið af-
ar illa af þeim, sem hlut áttu
að máli.
FRÆKNIR GÖNGU-
GARPAR
GRÍMUR THOMSEN
segir ennfremur í
grein sinni um fom-
konur:
„Með hliðsjón af
afstöðu karls til konu
á ýmsum tímum og
meðal ýmissa þjóða væri auðvelt
að skipa niður og ákvarða tíma-
skeið heimssögu og þjóðfélagsþró-
unar; og hversu vel væri það ekki
við hæfi að gera samband þessara
tveggja erfðaþátta, þessara tveggja
aflvaka kynslóðanna að skipulags-
grundvelli sjálfrar mannkynssög-
unnar. Hér skal minnt á það eitt,
hversu Austurlandakonan var ger-
samlega ofurseld harðstjórn karl-
mannsins; ekki var nóg með að hún
yrði að bera byrði harðstjórnar og
ruddaskapar, heldur í tilbót þá nið-
urlægingu að bera hana í félagi við
keppinaut, ekki einn, heldur marga,
því að í þessu tilviki gerir það byrð-
ina margfalt þyngri, að hún er bor-
in af mörgum; þar var og er fjöl-
kvænið löglegt. í Grikklandi gætti
svipaðrar óvirðingar á konunni.
Innilegt og fagurt ástarsamband
er undantekning og kemur helzt
fram sem andlegt samband elsk-
hugans við fylgikonuna. Synir eru
varla fullvaxta fyrr en þeir beita
mæður sínar svipuðu valdi og feð-
urnir beittu sjálfa þá. Telemachos
hótar móður sinni að senda hana
burt frá íþöku til föðurhúsa henn-
ar, svo að biðlamir geti þar barizt
um hana. Hann skipar henni að
ganga upp til þjónustumeyja sinna
o.s.frv. Að vísu er ekki beint hægt
að jafna stöðu konunnar í hinum
gríska heimi við fjölkvæni, en laus-
legt er sambandið milli karls og
konu. í Trójustríðinu sjáum vér enn
ambáttaraðstöðuna, og á sjálfu
blómaskeiði Aþenu í stjómmálum
og Iistum er frillulífið mest. Enda
þótt Diotima sé and-
rík, samsvarar slíkur
lifnaður engan veginn
virðuleika hjóna-
bandsins, og þeim
mun síður sem elsk-
hugi Diotimu fremur
hróplegt ranglæti gagnvart löglegri
eiginkonu sinni. Einnig í Rómaveldi
er konan bæði keypt og seld; upp-
eldi hennar er vanrækt og siðleg
staða hennar lítilsháttar. Karlmað-
urinn getur afneitað henni að vild
og tekið sér aðra í staðinn. Hann
elskar aðrar konur, hún aðra menn.
Munurinn er sá einn, að hann gerir
þetta án þess að dyljast, hún í leynd-
um. Hjónaband Rómverja er ósið-
legt og falskt og saurlifnaður dag-
legt brauð. þannig er hjúskap hátt-
að alls staðar í heiðindómi - nema
á Norðurlöndum. Karlmaður á
Norðurlöndum til forna sýnir kon-
unni virðingu. Hann er hreinlífur
og siðvandur; þess vegna eignast
hann, eins og Tacitus segir um
Germani, heilbrigða, sterka, hug-
djarfa og frjálsa syni, ógnvalda
Rómveija og annarra sællífra Suð-
urlandsbúa. Þess vegna á hin nor-
ræna kona einnig sína föstu og
öruggu stöðu í samfélaginu. Hún
elur upp börnin, sýslar með hús
sitt, stendur við hlið manns síns
með ráðum og uppörvun, græðir
sár hermannsins, styrkir heimkom-
inn garp með miði og gleðskap og
býr honum endurnærandi hvíld í
hreinni hjónasæng. Hugrekki henn-
ar og snilli er hið sama og karl-
mannsins, og oft á norrænn maður
að þakka konu sinni björgun og
sigur. (Sem dæmi má nefna Gísla
sögu Súrssonar, Njáls sögu, Grettis
sögu o.s.frv., Hákon jarl). Á Norð-
urlöndum verður hver, sem konu
girnist, að biðja foreldrana um hönd
hennar með lögmætum hætti, og
ef henni fellur ekki framkoma eigin-
manns síns eða er að öðru leyti
óánægð, þá snýr hún aftur í föður-
garð og getur síðan gifzt öðrum,
sem henni fellur betur í geð. (Sjá
Laxdælu og marga fleiri staði).
Vegna þessa eru í norrænum heið-
indómi svo fjölmörg dæmi um guð-
móð konunnar og göfugar dáðir,
og þess vegna finnst þar í fari henn-
ar hrífandi tryggð, stöðuglyndi og
kvenleg andans hreysti, sem er hlið-
stæð staðfestu karlmannsins,
fræknleika hans og rósömu sjálfs-
trausti".
Við höfum jafnvel fengið
• siðferði hefndarinnar frá
grikkjum, það sjáum við í Hómer,
og kannski er ættfærsla okkar einn-
ig þaðan komin þegar betur er að
gáð. Platón gat a.m.k. rakið móður-
ætt sína til sjávarguðsins Pósei-
dons. Ættfærsla íslendinga sagna
er einnig einatt með því marki
brennd. Helzt hefðu þeir viljað vera
komnir ef guðum.
Bæði hellenar og rómveijar
•fluttu út „hugmyndafræði
ríkisstofnunar“, svoað ekki sé nú
talað um gyðinga, og oftar en ekki
er þessum „útflutningi“ pakkað inní
táknmál, eða symbólisma, í bók-
legri geymd. Allt á þetta eftir að
opinberast enn betur og gera ís-
lenzk miðaldafræði að spennandi
og verðugu viðfangsefni, auk bók-
menntanna. Það verður viðbót við
fornritin og hún mun síður en svo
rýra gildi þeirra. Þessi fræði munu
stuðla að því að íslenzk menning
verður það sem hún á skilið; mið-
þyngdarstaður alþjóðlegra við-
fangsefna. Lykill að áður lokuðum
heimi einsog Einar Pálsson hefur
komizt að orði!
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 3. janúar
Það SEGIR tölu
verða sögu um þau um-
skipti, sem orðið hafa i
efnahagsmálum þjóðar-
innar og afkomu ríkis-
sjóðs á nokkrum árum,
að nú liggur ríkisstjórn-
in undir gagnrýni frá
atvinnulífinu vegna þess, að afgangur af
ríkissjóði sé ekki nægilega mikill og niður-
greiðsla skulda ekki nægilega hröð. Það
hefðu þótt nokkur tíðindi í upphafi þessa
áratugar, þegar stjórnvöld áttu við að
stríða tuga milljarða halla á ríkissjóði og
lánsfjárþörf ríkisins var svo mikil, að hún
ein út af fyrir sig hélt uppi vaxtastiginu
með þeim afleiðingum, sem það hafði fyr-
ir atvinnufyrirtæki og heimili.
Þessar athugasemdir atvinnulífsins
komu skýrt framy' Morgunblaðinu um ára-
mót í greinum Ólafs B. Ólafssonar, for-
manns Vinnuveitendasambands íslands og
Kolbeins Kristinssonar, formanns Verzlun-
arráðs íslands. Þannig sagði Ólafur B.
Ólafsson m.a.: „Frá nóvember í fyrra til
jafnlengdar í ár hefur atvinnuleysi minnk-
að úr 4% af mannafla í 3%. Þetta er gríðar-
leg breyting og er þess ekki að vænta að
þetta hlutfall geti lækkað svo nokkru nemi.
Þetta er enn ein vísbending um að hagkerf-
ið sé við þenslumörk, þar sem veruleg
hætta sé á miklu launaskriði, öðrum kostn-
aðarhækkunum og verðbólgu. Hagvöxtur
er við efri mörk og launahækkanir hafa
sannanlega verið meiri en nokkurs staðar
eru taldar samrýmanlegar stöðugu verð-
lagi.
Við slíkar aðstæður reynir mjög á stjórn-
málamenn. Þeirra hlutverk er, að sporna
gegn útgjaldaaukningu til að veija þjóðfé-
lagið gegn verðbólguhættu. Ríkisvaldið
verður að beita áhrifum sínum til að hamla
gegn þenslu og fylgikvillum hennar. Eðli-
leg viðbrögð væru að draga verulega sam-
an seglin í útgjöldum ríkis og sveitarfé-
laga, greiða niður skuldir og gefa atvinnu-
lífinu tækifæri til að dafna án hættu á
ofþenslu og verðbólgu. Það voru því sár
vonbrigði, að Alþingi skyldi með af-
greiðslu ijárlaga ákveða stóraukin útgjöld
hins opinbera og jöfnuði væri náð milli
tekna og gjalda með sölu eigna. Ríkissjóð-
ur eykur því á þensluna en vinnur ekki
gegn henni, það eru áhrifin af því að eyða
meiru en aflað er.
Það er þó sannanlega bæði mikilvægt
og lofsvert, að ríkisstjórnin hefur einsett
sér að selja ríkisfyrirtæki og þá einkum
banka á næsta ári. En tekjurnar á ekki
að nota til að auka rekstrargjöldin heldur
til að grynnka á skuldum. Þannig minnka
vaxtagjöld ríkissjóðs og þjóðhagslegur
sparnaður ætti að geta vaxið. Raunar er
fátt mikilvægara við núverandi aðstæður
í efnahagslífinu en að efla sparnað og
sparnaðarhneigð."
Kolbeinn Kristinsson, formaður Verzl-
unarráðsins tekur mjög í sama streng í
yfirlitsgrein sinni hér í blaðinu um ára-
mót. Hann sagði m.a.: „Á fyrri hluta árs-
ins voru gerðir kjarasamningar, sem fólu
í sér meiri kostnaðarhækkanir fyrir at-
vinnulífið en það getur með góðu móti
borið, meiri hækkanir en vænta má í sam-
keppnislöndum okkar. Samhliða þessu hef-
ur hinu opinbera ekki tekizt að hagræða
nægjanlega og halli ríkissjóðs hverfur
vegna aukinna tekna en ekki vegna þess
að dregið hafi verið úr útgjöldum. Þetta
hefur leitt til aukinnar spennu í hagkerf-
inu, sem hætt er við að komi fram í meiri
verðbólgu og jafnvel hækkun vaxta.
Ástæða er til að óttast að nýgerðir kjara-
samningar, lítið kostnaðaraðhald hjá hinu
opinbera og skilningsskortur stjórnvalda á
nauðsyn breyttra leikreglna í atvinnulífinu
geti leitt til lakari afkomu fyrirtækjanna,
minni fjárfestingar og verra efnahags-
ástands, þegar frá líður. í þessum efnum
snýr það fyrst og fremst að hinu opin-
bera, bæði ríki og sveitarfélögum, að sýna
aðhald í fjármálum sínum. Fyrirtækin í
landinu hafa á undanförnum árum tekið
vel til í sínum rekstri og halda áfram að
auka framleiðni sína. Kominn er tími til
að hið sama gerist hjá opinberum aðilum.“
Eins og sjá má er það býsna hörð gagn-
rýni, sem fram kemur hjá tveimur helztu
forystumönnum atvinnulífsins um þessar
mundir á fjármálastjórn ríkisins. Ekki er
ólíklegt, að hún endurspegli að einhverju
leyti áhyggjur forrráðamanna fyrirtækja
af því, að kjarasamningar síðasta árs hafi
leitt til svo mikilla kostnaðarhækkana í
rekstri fyrirtækja, að þau sjái annað hvort
fram á umtalsvert minni hagnað eða að
þau verði að gera nýjar ráðstafanir til að
hagræða í rekstri sínum. Markaðurinn er
harður húsbóndi og ekki sízt þau fyrir-
tæki, sem skráð eru á Verðbréfaþingi,
standa frammi fyrir ágengum kröfum um
betri afkomu og aukinn arð, ella falla
hlutabréf þeirra í verði.
Veruleg verðlækkun á hlutabréfum er
hins vegar talinn áfellisdómur yfir stjórn-
endum fyrirtækjanna og þess vegna ganga
þeir hart fram í að mæta kröfum markað-
arins. Er eftirminnilegt í þessu sambandi
að Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs
hf., gagnrýndi hlutabréfamarkaðinn harð-
lega fyrir nokkrum vikum vegna þess, að
sársaukafullar aðgerðir til sparnaðar í
rekstri fyrirtækisins leiddu til lækkunar á
verði hlutabréfa í stað þess að hann taldi
augljóst, að þær hefðu átt að leiða til
hækkunar.
Sanngjörn
gagnrýni?
SPYRJA MÁ HINS
vegar hversu sann-
gjörn gagnrýni for-
ystumanna at-
vinnulífsins er. í
samtali, sem Morgunblaðið átti við Friðrik
Sophusson, fjármálaráðherra, skömmu
fyrir jól kom fram, að hefðu sparnaðarað-
gerðir ríkisstjórnarinnar á undanfömum
árum ekki komið til sögunnar hefðu út-
gjöld ríkisins verið 17 milljörðum króna
hærri um þessar mundir en raun hefur
orðið á. Og allir þeir sem fylgzt hafa með
þjóðmálaumræðum á þessum áratug vita,
hvers konar átök hafa staðið yfir ár frá
ári til þess að draga úr útgjöldum hins
opinbera.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lýsti
fjárhagsstöðu og fjármálastjórn hins opin-
bera með allt öðrum hætti í áramótagrein
sinni hér í Morgunblaðinu en þeir Ólafur
B. Ólafsson og Kolbeinn Kristinsson gera.
Forsætisráðherra sagði m.a.: „Halli ríkis-
sjóðs hafði orðið minni árið 1996 en menn
höfðu spáð. Árið 1997 var afgangurinn á
ríkissjóði meiri en nokkur hafði gert ráð
fyrir. Skuldir jukust minna en menn höfðu
óttazt 1996. Arið 1997 greiddum við skuld-
ir ríkissjóðs niður hraðar en nokkur hafði
þorað að vona.“
Og síðar í áramótagrein sinni sagði
Davíð Oddsson: „Undirstöður gjaldmiðils
okkar virðast vera traustar. Vaxandi
neyzla og ófullnægjandi sparnaður lands-
manna eru þó áhyggjuefni. Það hjálpar á
hinn bóginn, að ríkissjóður er þannig rek-
inn, að verulegir ijármunir verða afgangs
á árinu, sem líður í dag og á hinu næsta
og verða þeir notaðir til að greiða niður
skuldir ríkissjóðs. Vaxtagreiðslur ríkisins
munu því fara jafnt og þétt lækkandi og
jafnframt nýtur íslenzka ríkið þess álits í
efnahagsmálum að vextir af erlendum lán-
um þess fara lækkandi. Minnkandi láns-
fjárþörf ríkissjóðs og stofnana hans leiðir
svo til lækkandi vaxta innanlands. Með
varfærinni fjármálastjórn hefur einnig tek-
izt að tryggja að forsendur þeirra skatta-
lækkana, sem urðu í vor verða í fyrramál-
ið og enn að ári liðnu.“
Hér er óneitanlega um mjög ólík við-
horf að ræða. Það er auðvitað engin spurn-
ing, að þær tvær ríkisstjórnir, sem setið
hafa að völdum á þessum áratug hafa náð
miklum árangri í að draga úr útgjöldum
ríkisins og styrkja og efla fjármálastjórn
hins opinbera. Með meiri rökum má halda
því fram, að sveitarfélögin hafi ekki staðið
sig sem skyldi.
Hins vegar er ljóst, að þessi mikli árang-
ur hefur aukið kröfur á hendur stjómvöld-
um um enn betri árangur. Og kannski
VIÐ SELTJARNARNES
Morgunblaðið/Valdimar Sverrisson.
hafa þau átt nokkurn þátt í að byggja upp
væntingar um mun betri afkomu ríkissjóðs
á hinu nýja ári en fjárlög gera ráð fyrir.
Það er hins vegar áreiðanlega rétt, sem
Davíð Oddsson segir í áramótagrein sinni
hér í blaðinu á gamlársdag: „Líklegt er að
í einkafyrirtækjum muni bera á hinu sama
og hjá hinu opinbera, að úr aðhaldi dragi
innan þeirra, þegar losnar um í efnahags-
málum. Það er því nauðsynlegt fyrir for-
ráðamenn fyrirtækja og starfsmenn þeirra
að halda vöku sinni, vilji þeir tryggja þann
árangur, sem þessir aðilar em að ná sam-
eiginlega."
„Stóra
ágreinings-
málið“
SVÖR HALLDÓRS
Ásgrímssonar, for-
manns Framsókn-
arflokksins, við
áramótaspurning-
um Morgunblaðs-
ins, sem birtust hér í blaðinu á gamlárs-
dag, staðfesta þau breyttu viðhorf, sem
augljóslega eru að verða innan Framsókn-
arflokksins til kvótakerfísins og fiskveiði-
stjórnunar.
í svari formanns Framsóknarflokksins
segir m.a.: „Stóra ágreiningsmálið hvað
fiskveiðistjórnunina varðar, er hvort inn-
heimta eigi almennt veiðileyfagjald í sjáv-
arútveginum. Þeir sem fara fremstir með
þær kröfur eru almennt þeir sömu, sem
hafa barizt gegn kvótakerfínu á undan-
förnum áratug. Ef grundvöllur verður til
að innheimta almennt veiðileyfagjald í
framtíðinni er það vegna þess, að kvóta-
kerfinu var komið á . . . Vegna þeirrar
miklu hagræðingar, sem orðið hefur í sjáv-
arútveginum hefur reynzt mögulegt, að
atvinnugreinin taki mun meiri þátt í sam-
eiginlegum kostnaði en áður var. Launa-
tengd gjöld hafa verið hækkuð til samræm-
is við aðrar atvinnugreinar. Útgerðin
greiðir kostnað vegna veiðieftirlits og veru-
legt fjármagn rennur í Þróunarsjóð sjávar-
útvegsins . . . Það hefur verið skoðun
okkar Framsóknarmanna, að þá miklu
hagræðingu, sem átt hefur sér stað í sjáv-
arútveginum beri að nýta til að bæta kjör
fólksins i landinu, byggja upp fískistofna
og standa fyrir sókn hans á alþjóðavett-
vangi . . . Með vaxandi fiskistofnum og
sterkari stöðu sjávarútvegsins er alveg
Ijóst, að greinin getur um lengri framtíð
tekið meiri þátt í sameiginlegum kostnaði
þjóðarinnar. Það á alls ekki að útiloka um
alla framtíð en það verður að gerast af
einhveiju raunsæi . . . Ég tel því, að
kvótakerfið muni standa og eftir því, sem
sjávarútvegurinn verði öflugri geti hann
tekið meiri þátt í sameiginlegum kostnaði
þjóðarinnar. Hann greiðir nú þegar mun
meira en áður var gert og hlutdeild hans
á eftir að vaxa nokkuð í þeim efnum, þeg-
ar fram líða stundir. Áfram verður haldið
á þeirri braut að sníða agnúa af kerfinu
og næsta breyting, sem gera verður, mun
líklega ganga í þá átt að takmarka fram-
sal aflaheimilda meira en nú er gert, jafn-
vel þótt það geti dregið úr möguleikum á
hagræðingu í einstaka tilfellum.“
Þessi ummæli Halldórs Ásgrímssonar
eru afar athyglisverð. Þau sýna í fyrsta
lagi, að hann telur brýna nauðsyn bera til
að útgerðin greiði meira í sameiginlegan
sjóð, að hún hafi efni á því og að bolmagn
hennar til þess muni aukast á næstu árum.
í öðru lagi vill hann bersýnilega mæta
þeirri gífurlegu gagnrýni, sem er meðal al-
mennings á óbreytt kvótakerfi með því að
takmarka framsal aflaheimilda meira en nú
er gert.
Þar með er komin upp afar áhugaverð
spuming, sem getur leitt kvótaumræðumar
í alveg nýjan farveg og hún er þessi: Tals-
menn útgerðarinnar hafa jafnan haldið því
fram, að fijálst framsal aflaheimilda væri
lykillinn að því að ná aukinni hagræðingu
í sjávarútvegi. Vel má vera, að þeir hafí
rétt fyrir sér í þeim efnum. Nú horfast þeir
í augu við þá staðreynd, að Framsóknar-
flokkurinn vill mæta gagmýni á mestu
eignatilfærslu, sem orðið hefur í ellefu
hundmð ára sögu íslenzku þjóðarinnar með
því að takmarka frelsið til framsals. Hvort
telja þeir betri kost að fallast á það eða
samþykkja þau sjónarmið, sem Morgunblað-
ið hefíir barizt fyrir, að þeir greiði veiðileyfa-
gjald en framsalið verði frjálst?
Og önnur áhugaverð spurning er þessi:
Ef tekið er mið af grundvallarsjónarmiðum
Sjálfstæðisflokksins í málefnum atvinnu-
lífsins almennt má ætla, að stæði Sjálf-
stæðisflokkurinn frammi fyrir þessari
spurningu, mundi flokkurinn telja betri
kost að atvinnugreinin borgaði fyrir að-
gang að fiskimiðunum en hefði fullt frelsi
til þess að stunda viðskipti með þær afla-
heimildir þegar slíkt gjald hefði verið
greitt. Er hér hugsanlega að koma upp
hefðbundinn ágreiningur á milli Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks, þar sem
hinn síðarnefndi kýs frekar þá leið sem
dregur úr frelsi en eykur höft en hinn
fyrrnefndi hljóti að velja leið fijálsræðis í
viðskipta- og atvinnulífi?
STEFNA ALÞÝÐU
bandalagsins í fisk-
veiðistjórnunar-
málum er að verða
mjög afdráttarlaus
eins og hún er túlk-
uð af formanni
flokksins, Margréti
Frímannsdóttur, í svörum hennar við ára-
mótaspumingum Morgunblaðsins. For-
maður Alþýðubandalagsins sagði m.a. í
Morgunblaðinu á gamlársdag:
„Það er óumflýjanlegt að breytingar
verði á kvótakerfinu. Almenningi er mis-
boðið af því kerfí, sem nú er í gildi og
leitt hefur af sér eina mestu eignatilfærslu
sem átt hefur sér stað í sögu þjóðarinn-
ar . . . Það er alveg ljóst, að við getum
aldrei sætt okkur við, að arðurinn af sam-
eiginlegri auðlind okkar safnist á fárra
manna hendur . . . Tilrauninni með
kvótakerfíð, sem hófst fyrir tæpum fjórtán
árum verður að fara að ljúka. Gallar þess
eru það miklir að endurskoða verður stjórn-
kerfí fiskveiða frá grunni í stað þess að
reyna áfram að staga í stærstu götin. Það
er fullkomlega eðlilegt, að þeir sem nýta
þessa verðmætu auðlind þjóðarinnar greiði
fyrir það sanngjarnt gjald og sama er að
segja um þá, sem nýta aðrar auðlindir, sem
eru^ í sameign þjóðarinnar."
Á vegum Álþýðubandalagsins er nú
unnið að endurskoðun á stefnu flokksins
í sjávarútvegsmálum og er búizt við, að
niðurstaða liggi fyrir á miðju þessu ári.
Afstaða Margrétar Frímannsdóttur er mik-
ilvæg og sú stefnubreyting, sem augljós-
lega er í aðsigi hjá Alþýðubandalaginu,
alveg eins og hjá Framsóknarflokknum,
er lykilþáttur í þróun kvótaumræðnanna.
Afdráttar-
laus afstaða
Alþýðu-
bandalags
„Þar með er komin
upp afar áhugaverð
spurning, sem get-
ur leitt kvótaum-
ræðurnar í alveg
nýjan farveg og
hún er þessi: Tals-
menn útgerðarinn-
ar hafa jafnan hald-
ið því fram, að
frjálst framsal afla-
heimilda væri lyk-
illinn að því að ná
aukinni hagræð-
ingu í sjávarútvegi.
Vel má vera, að
þeir hafi rétt fyrir
sér í þeim efnum.
Nú horfast þeir í
augu við þá stað-
reynd, að Fram-
sóknarflokkurinn
vill mæta gagnrýni
á mestu eignatil-
færslu, sem orðið
hefur í ellefu
hundruð ára sögu
íslenzku þjóðarinn-
ar, með því að tak-
marka frelsið til
framsals. Hvort
telja þeir betri kost
að fallast á það eða
samþykkja þau
sjónarmið, sem
Morgunblaðið hef-
ur barizt fyrir, að
þeir greiði veiði-
leyfagjald en fram-
salið verði frjálst?“