Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gunnar Guð- steinn Óskars- son húsasmíða- meistari fæddist í Reykjavík 16. jan- úar 1948. Hann lést af slysförum hinn 22. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Vilborg Guðsteinsdóttir, f. 10.8.1927, og Óskar Jensen, f. 16.4. 1923, d. 14.3. 1975. Gunnar átti fjögur systkini: 1) Erlín, f. 12.1. 1950, gift Astráði Stefáni Guðmunds- syni, f. 3.3. 1946. 2) Ásta, f. 18.12.1955, gift Steinberg Rík- arðssyni, f. 20.12. 1954. 3) Finnur, f. 30.4. 1957, kvæntur Sólveigu Krisljánsdóttur, f. 23.3. 1956. 4) Þórunn, f. 20.4. 1964, gift Stefáni Guðmunds- syni, f. 14.6. 1962. Síminn hringdi nánast um leið og ég var að fara út úr dyrunum og í bæinn til að leggja síðustu hönd á jólaundirbúninginn og mér var tilkynnt um að hann Gunnar bróðir minn hefði lent í slysi, slysi sem hann lifði ekki af. Mér fannst ég vera að hlusta á sögu eða eitt- hvað óraunverulegt en þetta var ekki saga, hann Gunnar stóri bróðir minn var dáinn, hann sem hlakkaði svo til jólanna, hann sem var að koma frá ísafirði að kaupa jólagjafirnar handa sveitungun- um, það var ekki hægt að kaupa þær á Hólmavík, ekki nógu gott því þá væru vinir hans búnir að skoða og handfjatla allar vörumar sjálfír, það væri örugglega meira úrval á ísafirði, um þetta töluðum við síðast þegar við töluðum sam- an í símann og þarna er Gunnari rétt lýst. Gunnar kvænt- ist Sigurdísi Ól- afsdóttur og bjuggu þau í Reykjavík þar til þau slitu samvist- um 1991. Þau eignuðust _ þrjú börn: 1) Ólöf, f. 14.5. 1967, gift Baldri Stefáni Magnússyni, f. 23.2. 1964. Börn Ólafar: ívar Þór Hilmarsson, f.31.7. 1983, Stef- án Óli Baldursson, f. 12.12. 1989, og Gunnar Örn Baldursson, f. 14.11. 1991. 2) Óskar, f. 19.10. 1968. 3) Guð- steinn Ómar, f. 30.3. 1970, d. 21.10. 1995. Útför Gunnars fer fram frá Sejjakirkju á morgun, mánu- dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. En því er erfitt að kyngja að hann Gunnar sé ekki lengur hér á meðal okkar og ég á erfitt með að sætta mig við það. Við ætluðum okkur stóra hluti í ferðamennsku um Vestfírði næsta sumar með Gunnar í fararbroddi en það verður nú bið á því að við förum þangað. Strákamir mínir voru svo heppnir að fá að vera hjá Gunnari meira og minna síðastliðið sumar og nú var þess beðið með mikilli eftirvæntingu hvort þeir fengju að vera hjá honum aftur næsta sum- ar, því voru það erfíð spor að segja þeim að Gunnar væri dáinn. Mig langar að segja svo margt því margar góðar minningar koma nú í hugann. Ég vona að hann pabbi og hann Ómar, yngsti sonur Gunnars, taki vel á móti honum. Elsku mamma, Ólöf, Baldur, Óskar, ívar, Stefán Óli, Gunnar Öm, guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert ilit, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir ijendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þórunn og Stefán. Deyr fé, Deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. _ (Úr Hávamálum) í dag kveð ég ljúfan vin minn, þúsundþjalasmiðinn Gunnar Guð- stein Óskarsson. Hann Gunnar er látinn, hann var kallaður á annað tilverustig í lok jólaföstu þegar við vorum að ljúka jólaundirbúningi. Hann var að koma frá ísafírði frá því að kaupa til jólanna og átti eftir tvo kflómetra til heimilis síns þegar slysið varð. Jólakortið frá honum kom á Þorláksmesssu. Ég kynntist Gunnari sem litlum dreng á heimili foreldra sinna, sem ég var þá heimagangur á. Ég fylgdist með hvemig hann passaði systur sína Erlínu og gætti hennar eins og sjáaldurs auga síns. Seinna fylgdist ég með hvernig hann gætti yngri systkina sinna Ástu og Finns og ekki má gleyma Þórunni yngstu systurinni sem kom í heiminn þeg- ar hann var orðinn sextán ára. Síðar kynntist ég Gunnari á ný sem fy'ölskylduföður og fulllærðum húsasmíðameistara. Gunnar nam húsasmíði hjá Sveinbirni Sigurðs- GUNNAR GUÐSTEINN ÓSKARSSON + Sigríður Krist- ín Sumarliða- dóttir var fædd á Kálfanesi við Stein- grímsjförð 8. maí 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Kefla- víkur 17. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 26. septem- ber. Elskuleg amma mín er látin. Símtalið með frétt- inni setti mig hljóða. Augun fyllt- ust tárum, hjartað af ólýsanlegum tómleika og sorg. Fyrsta ósjálfráða hugsunin var - „en þú lofaðir...“ Minningamar þutu um hugann í óteljandi myndum, og staðdæmd- ust við litla telpu í fangi ömmu sinnar, hvíslandi í heitum ástríkum faðmi: „Amma, lofaðu mér að deyja aldrei - þú ert svo góð.“ „Auðvitað ætla ég ekkert að deyja. Hvaða vitleysa er þetta, elsku bam,“ svaraði hún blíðlega. Strauk mjúklega um hárið, sagði sögur um kónga og tröll, sem allar enduðu vel. Telpan sofnaði vært í hlýjum öraggum faðmi. Hún vissi sem var, að amma stóð alltaf við það sem hún lofaði. Ég og amma. Mestan hluta ævinnar ólst ég upp hjá Siggu ömmu. Hún gaf mér heimili, allt sem ég þarfnaðist og meira til. Ekkert var nógu gott eða of gott fyrir Heiðu. Hún gaf mér óskerta ást sína, og helgaði líf sitt að mestu mér. Seinna eftir að sonur minn fæðist, honum líka ásamt syni sínum honum pabba. Hún umvafði mig elsku sinni, gaf mér öryggi og ótakmarkað frelsi. Hún hvatti mig og trúði á mig af heil- um hug, alla tíð. Ég var ljósið hennar, líf og _yndi. Ég á henni svo margt að þakka. Hún gaf mér von, kærleika, trú á sjálfa mig og yndislegan pabba. Fólk kom og fór, amma var alltaf til staðar. Amma var að engu leyti venju- leg kona. Hún óð í alla hluti af krafti og hræddist fátt. Fyrir henni var ekkert ómögulegt. Hún var mín fyrirmynd. Þrátt fyrir að sjónin væri léleg ptjónaði hún tátiljur handa mér og Ara Brynjari syni mínum, sem hún sendi hingað út til Nýja-Sjá- lands. Hún vildi ekki að okkur yrði kalt á fótunum. Hún skreytti þær bjöllum og dúskum. Þær vora mis- stórar og víðar, en það skipti ekki máli, því þær vora frá Siggu ömmu. Hjarta mitt er fullt af sorg. Missirinn er mikill og verður aldrei bættur. Tómið aldrei fyllt. Mér fínnst ég svo einmana og ein í þessum heimi. Röddin þögnuð, sem hughreysti mig í gegnum árin. Hver á nú að segja mér að allt verði betra? Hver á að þerra tárin? Nú er það bara ég. Hvar er mjúka höndin? Það er bara ein Sigga amma. Elsku amma mín. Þegar ég var lítil, trúði ég að þú yrðir alltaf hér fyrir mig. Eftir að ég varð fullorð- in. Þú og stjörnurnar. Þú alltaf svo ástrík og trygg, stjörnurnar svo blikandi á himnum. Það sem þú átt sameiginlegt með stjörnun- um mínum er að ykkur get ég treyst fyrir öllu. Bænum mínurrij hugmyndum, vonum og þrám. I ykkur býr ljós og friður og sér- stakur staður í mínu hjarta. Nú á ég stjörnurnar, og fallegar minn- ingar um góða ömmu. Það gleður mig að vita að þú fékkst mitt síð- asta bréf. Gleður mig að hafa haft tækifæri á að segja þér hversu mikils virði þú varst mér og ert, og það að þú hafír brosað. Það er svo erfitt fyrir mig að ímynda mér þig veika. Þú kvartað- ir aldrei, alltaf svo sterk. Þannig vil ég muna þig. Ég treysti því og trúi að þú sért hérna hjá okkur núna. Að þú hald- ir í hönd mína og sýnir mér réttu leiðina. Að þú vakir yfír mér og miðlir mér af visku þinni. Að ást þín og hlýja gefi mér styrk. Nú eins og alltaf áður. Þegar dimma tekur í kvöld, ætla ég að líta upp í fagurbláan himin- inn, horfa á stjömumar, fínna nálægðina þína og senda þér fal- lega bæn. Bæn frá mér til þín. í nótt um ókomnar nætur. Til að lina sorgina og sársaukann. Hvíl þú í friði. Heiða Bergþóra Þórðardóttir, Nýja Sjálandi. SIGRIÐUR KRISTIN SUMARLIÐADÓTTIR syni húsasmíðameistara og starf- aði í iðninni um langt árabil, hann var fyölhæfur og hafði gaman af að takast á við ný verkefni sem kröfðust tileinkunar á nýrri verk- kunnáttu. Hér má minnast á vinnu hans hjá Scanhouse í Nígeríu og Fiskeldinu á Nauteyri. Gunnar kvæntist Sigurdís Ólafs- dóttir og eignuðst þau þtjú böm: Ólöfu, Oskar og Guðstein Ómar sem lést 1995. Sigurdís og Gunnar slitu samvistir. Gunnar var vinur vina sinna, börnin áttu hug hans og hann var vinur dýra og fugla. Hann elskaði dýr og hændi að sér allar tegundir dýra og tamdi, allt frá hagamúsum til hesta. Ekki vil ég segja að ég hafí verið mjög hrifínn þegar hagamúsin gægðist upp úr bijóstvasanum á skyrtunni hjá honum, en músin og Gunnar vora ánægð hvort með annað. Bamelska Gunnars er kafli útaf fyrir sig. Gunnar elskaði börn og þau elskuðu hann. Um það vitna Ivar Þór, Stefán Óli og Gunnar Öm, synir Ólafar dóttur Gunnars. Sárt sakna Gunnars drengimir all- ir sem dvöldu hjá honum sl._ sum- ar, dóttursynimir, Stefán Óli og Gunnar Öm og systkinasynimir Friðrik Þór, Stefán Þór og Óskar Auðunn. Þá mátti vart sjá hver naut tímans best, Gunnar eða drengimir. Gunnar var vinur minn og ráðgjafí. Við ræddum saman daglega og stundum oft á dag, ekki einungis til að bera saman bækur okkar um verkleg vandamál af ýmsum toga, heldur og vegna þess að Gunnar bar hag móður sinnar mjög fyrir brjósti og vildi að hennar líf yrði sem léttast. Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber,- ég dey, þegar komin er stundin, ég dey, þegar ábati dauðinn er mér, ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta er fundin. Ég ferðast og veit, hvar mín för stefnir á, ég fer til Guðs hinmesku landa, ég fer, unz ég verð mínum frelsara hjá og framar ei skilnaðarsorgin má Né annað neitt ástvinum granda. (Stefán Thorarensen.) Það er trú okkar kristinna ein- staklinga að Gunnar hafí verið kallaður til æðra tilverastigs og að okkur beri að breyta sorg okkar í söknuð þess sem við getum ekki lengur notið. - Ég þakka honum samverana. Óskar Guðmundsson. Á borðinu mínu liggur hvítt umslag. Þetta er jólakort til vinar og sveitunga. Það er allt í lagi þó kominn sé 22. desember. Viðtak- andinn er á næsta bæ og ein póst- ferð eftir. En seint um kvöldið berst símhringing um bæinn og frétt um slys - dauðsfall. Litla kortið verður ekki sent, því sá er kveðjuna átti að fá er horfínn okk- ur - í bili. Og allt verður svo undar- legt við þessa frétt. Jólaundirbún- ingur fánýtur og tilgangslaus. Það er ekkert hægt að gera nema kveikja á kerti og láta hugann renna til baka yfír þennan skamma tíma sem Gunnar Óskarsson var hér í sveitinni og þó fannst manni hann vera búinn að dvelja hér mik- ið lengur. Hann kom að Melgras- eyri til Snævars Guðmundssonar um áramótin 1994-1995 sem ráðsmaður. Um miðjan janúar hófst fímbulvetur með mannskað- asnjóflóðum í Súðavík. Raflínur brotnuðu, síminn bilaði og fann- fergið og ófærðin var meiri en dæmi era til. Einhveijum hefði verið nóg boðið. En þessi alls ókunnugi maður tókst á við erfíð- leikana með aðdáanlegri þolin- mæði, þrautseigju og jafnaðargeði. Hann leit á allt stritið sem tíðarfar- ið olli með jákvæðum huga og fann alltaf eitthvað til úrbóta. Það era mikil samskipti milli Laugalands og Melgraseyrar og Þórður sonur minn og Gunnar áttu mörg hand- tök saman og Þórði féll því betur við hann sem lengur leið. Að lokum endaði þessi vetur eins og allir aðrir þó 10. júní þetta vor væri allt láglendi undir snjó hér í Skjaldfannardal. Gunnar var á Melgraseyri fram yfír sauðburð, sagðist vilja sjá hvemig öllu reiddi af og það gat maður skilið því hann var einstakur dýravinur og hændi allar skepnur að sér. Hest- ar, nautgripir, kindur, hundar vora vinir hans og þegar mér verður hugsað til Flosa litla, fox terrier hundsins sem Gunnar tók að sér vanræktan og taugaveiklaðan þá fæ ég tár í augun. Umhyggja Gunnars fyrir hundinum og svo takmarkalaus ást og fylgispekt Flosa var hrífandi vitnisburður um góðan og hjartahlýjan mann. Þess nutu líka böm sem vora á Melgras- eyri. Hann umgekkst þau á sinn hlýja og hógværa hátt, lék við þau og hafði þau með sér við verk í útihúsum og leyfði þeim að sitja í vélum hjá sér við heyskap og önn- ur störf. Gunnar var næstu árin til skipt- is í fískeldisstöðinni á Nauteyri og á Melgraseyri. Flutti heimilisfang sitt þangað og hafði ekki hug á brottför. Á Melgraseyri ætlaði hann að vera á aðfangadagskvöld hjá vinum sínum. Þar varð nú autt sæti. Gunnar hafði víðar verið, jafnvel við smíðar á Grænlandi og í Níger- íu en hann var ekki margmáll að jafnaði um það né annað. Að baki vora mörg áföll og sársauki og mátti segja um hann: Þú barst í leyni hljóðan harm þó hvergi sæjust tár. Og enginn veit í annars barm hve und er djúp og sár. En í þessu litla samfélagi þótti öllum vænt um hann, þvi Gunnar vildi hvers manns vanda leysa og verkkunnátta hans var slík að hon- um lá allt í augum uppi og spar- aði ekki að taka til höndum þar sem þörf var á og þess nutum við á Laugalandi meðal annars. Og með þessum fáu orðum vill fy'öl- skyldan þar þakka vináttu og hjálpsemi góðs vinar sem gleymist ekki og votta fyölskyldu Gunnars dýpstu samúð og hluttekningu. Blessuð sé minning Gunnars Óskarssonar. Ása Ketilsdóttir. „Þeir sem guðimir elska deyja ungir“. Það get ég sagt um Gunn- ar vin minn sem hvarf héðan allt of fljótt. Mennimir álykta en guð ræður. Gunnari kynntist ég í des- ember árið 1994 er hann kom til þess að gerast vetrarmaður á Mel- graseyri hjá Snævari þann vetur og vetumir urðu tveir aðrir. Á sumrin vann hann í fiskeldisstöð- inni á Nauteyri. Þar sem Lauga- land er næsti bær við Melgraseyri hittumst við Gunnar oft og ég komst fljótt að því að hann var búinn að vinna bæði úti í Græn- landi og Nígeríu. Einnig þekkti hann vel til fyölda fólks um allt land. Fyrsti vetur Gunnars hér við Djúp var hinn snjóþyngsti á öld- inni og næsti á eftir sá snjóléttasti og sagði hann að héma hefði hann séð vetuma eins og þeir urðu verst- ir og bestir. Hér á Langadalsströnd vildi hann helst vera og hann sást oft á ferð með hundinum sínum Flosa. í febrúar sl. fóram við Gunn- ar og fleiri héðan af strönd á þorra- blót á Hólmavík. Ég hef sjaldan séð nokkum mann skemmta sér eins vel og Gunnar það kvöld, né nokkum dansa eins mikið. Ég sá Gunnar síðast 20. desember á Melgraseyri, þar sem hann átti heima til dauðadags og við ætluð- um að hittast aftur fljótlega. Tveim dögum síðar var hann allur. En nú er hann kominn yfír á strönd eilífðarinnar þangað sem við föram öll að lokum. Aðstandendum Gunn- ars sendi ég mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Vertu sæll og þakka þér sam- fylgdina. Karl Halldórsson, Laugalandi, Langadalsströnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.