Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR ÞÓR JÓNSSON + Haraldur Þór Jónsson fæddist í Vík í Mýrdal 28. maí 1938. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur hinn 18. desember síðastliðinn. For- eldrar: Jón Guð- mundsson, skósmið- ur, f. 9.4. 1904, d. 6.3. 1941, og kona hans Þórhildur María Hálfdánar- dóttir, f. 13.6. 1907, d. 29.11. 1954. Þau bjuggu í Vík. Al- systkini: Guðríður Guðfinna, f. 25.2. 1931, gift Engilbert Sig- urðssyni, f. 14.5. 1931, og Hálf- dán Agúst, f. 12.2. 1933. Hálf- systkini sammæðra: Helga Þórný Guðmundsdóttir, f. 26.12. 1942, gift Kristvini Guð- mundssyni, f. 27.1.1927, og Jón Þorgeir Guðmundsson, f. 9.5. 1944, d. 9.6. 1977. Þegar Har- aldur Þór var tveggja ára að aldri tóku hjónin Árni Gíslason, Þegar hátíð ljóss og friðar var í nánd og jólaljósin skinu sem skær- ast kvaddi Haraldur Þór, eða Halli eins og hann var alltaf kallaður, þetta líf og hélt til nýrra heim- kynna þar sem honum hefur áreið- anlega verið vel tekið. Síðustu mánuðir höfðu verið honum erfíðir í baráttunni við illvíg- an sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli, aðeins 59 ára gamlan. Halli hafði lengi hlakkað til að halda upp á sextugsafmæli sitt í maí nk., en þrátt fyrir hetjulega baráttu til síðustu stundar auðnað- ist honum ekki að ná þeim áfanga í lífinu. f. 4.5. 1886, d. 8.4. 1974, og Guðríður Sveinsdóttir, f. 27.3. 1886, d. 19.6. 1969, hann í fóstur og ólst hann upp hjá þeim. Þau voru búsett í Vík. Dætur þeirra voru: Mar- grét, f. 15.8. 1916, d. 31.8. 1946, og Gróa, f. 15.1. 1914, d. 6.5. 1986, gift Sigurjóni Mýrdal Skaftasyni, f. 28.10.1909, d. 5.10. 1939, en seinni maður hennar var Guðjón Guð- brandsson.f. 14.12.1909, d. 9.1. 1968. Dóttir þeirra er Margrét Sigrún, f. 11.6. 1953. Haraldur bjó lengst af í Reylqavík og starfaði hann sem baðvörður við íþróttahús Kennaraháskóla íslands. Útför Haraldar fer fram frá Askirkju á morgun mánudag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Frá því ég man fyrst eftir mér var Halli einn af minni Ijölskyldu en hann var alinn upp hjá afa, ömmu og mömmu í Vík frá því hann var tæplega tveggja ára er móðir hans veiktist og bömunum var komið fyrir hjá vandalausu fólki. Faðir hans drukknaði síðan ásamt fímm öðrum mönnum, er bát þeirra hvolfdi í lendingu í Vík þeg- ar Halli var tæpra þriggja ára. Ungur að árum fluttist Halli til Reykjavíkur en æskustöðvamar í Vík vora honum alltaf sérstaklega kærar og þangað hélt hann ávallt sambandi. Sjaldan töluðum við saman án þess hann spyrði hvort t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Gerðavegi 25, Garði, lést 24. desember sl. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. janúar nk. kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavemd. Hildir Guðmundsson, Hólmfríður Bima Hildisdóttir, Gunnar Gunnlaugsson, Guðmundur Ingi Hildisson, Dagný Hildisdóttir, Amór Ragnarsson. t Móðir okkar og tengdamóðir JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR, áður Bárugötu 15, lést á Hrafnistu Reykjavík 23. desember sl. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarkort Thorvaldsensfélagsins. Þórunn R. Jónsdóttir, Ámi S. Jónsson, Hanna Ragnarsdóttir, Guðbjörg R. Jónsdóttir, Skúli Ólafs, Marinó P. Hafstein. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR JÓNSDÓTTUR. Aðstandendur. ég hefði frétt eitthvað að austan og oftar en ekki var það hann sem flutti fréttirnar þaðan. Snemma kom í ljós að Halli hafði mikla söngrödd og gott minni. Barn að aldri kunni hann flesta sálma og ógrynni af lögum og söng af mikilli innlifun. Söngur og tón- list áttu hug hans allan og ófáir eru þeir kórar sem hann söng með um lengri eða skemmri tíma. Mest gaman hafði Halli af kirkjutónlist og sígildum verkum en dægurlaga- tónlist gaf hann lítið fyrir. Hann hafði ótrúlega mikla þekkingu á sígildri tónlist og kunni mörg verk frá upphafi til enda en nám hans á þessu sviði var h'tið sem ekkert. Síðari ár ferðaðist Halli mikið. Aldrei vildi hann fara í hópferðir með öðrum, honum hentaði betur að vera einn á ferð og gera það sem hann langaði til. Undraðist ég oft hve duglegur hann var að bjarga sér á erlendri grund þó málakunnátta hans væri lítil. Þess- ar ferðir vora honum dýrmætar og hann naut þeirra út í ystu æsar, enda hafði hann frá mörgu að segja þegar heim kom. Síðustu tvo ára- tugina starfaði Halli sem baðvörður í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Vinnan gaf honum mikla lífsfyll- ingu og þar kynntist hann mörgu góðu fólki sem reyndist honum vel, bæði meðan hann stundaði sína vinnu og í veikindum hans. Fyrir rúmum 15 árum eignaðist Halli sína eigin íbúð í Hábergi 7 í Reykjavík. Þar bjó hann sér nota- legt og hlýlegt heimili sem bar vott um snyrtimennsku hans. íbúð- inni fylgdi lítill garður sem fylltist brátt af trjám og blómum sem Halli naut að hafa í kringum sig því hann var mikið gefínn fyrir alls konar gróður og litadýrðin í garðinum að sumarlagi varð honum oft umræðuefni. Halli fór sínar eigin leiðir í líf- inu. Hann var skapstór og lá ekki á skoðunum sínum, en hann hafði ríka réttlætiskennd og oft hjálpaði hann þeim sem erfítt áttu og gladd- ist með þeim sem gekk vel. Hann var glaðsinna og jákvæður ein- staklingur og víst er að þessir eigin- leikar hans hafa fleytt honum yfir ýmsa erfíðleika í lífínu. Halli átti marga stóra drauma sem sumir náðu að rætast en aðrir eiga von- andi eftir að koma fram á nýjum vettvangi. Mér er sérstaklega minnisstætt hve glaður Halli varð þegar dreng- irnir mínir fæddust með tveggja ára millibili og hann naut þess með okkur foreldrunum að fylgjast með þeim vaxa og dafna. Oft kom Halli í heimsókn og fannst strákunum þá gott að setjast í kjöltu hans og láta hann syngja og lesa fyrir sig, en á því þreyttist Halli aldrei. Dren- gimir vora augasteinamir hans og þeim þótti líka mjög vænt um Halla sinn. Aðra augasteina átti Halli líka en það voru drengur og stúlka sem hann styrkti á vegum SOS barna- hjálparinnar. Var hann einn af fyrstu íslendingunum sem tóku að sér börn á þessum vettvangi. Hann var ákaflega hrifinn af þessum börnum og fylgdist vel með þeim. Vi söknum þín sárt, Halli minn, og jólin voru ákaflega tómleg án þín. Þú varst búinn að kvíða því mikið að þurfa að dvelja á sjúkra- húsi yfír jólin en þú vissir að þú varst velkomin til okkar ef heilsan leyfði. Þótt koma þín hafi verið öðravísi en að var stefnt veit ég að þú hefur fylgst með okkur. Við huggum okkur við að þér líður nú vel og allar þjáningar að baki. Elsku Halli minn. Ég og fjöl- skylda mín þökkum þér fyrir allt og biðjum góðan Guð að blessa þig. Við munum hlúa að minning- unni um þig eftir bestu getu. Systk- inum og öðram aðstandendum vott- um við samúð okkar. Margrét Sigrún Guðjónsdóttir. Kveðja frá Kennarafélagi Kennaraháskóla íslands Fyrir hönd Kennarafélags Kenn- araháskólans vil ég minnast starfs- félaga okkar Haraldar Þórs Jóns- sonar með nokkram orðum. Hann hefur þjónað okkur dyggilega sem baðvörður í íþróttahúsi skólans um árabil. Haraldur var einlægur, hlýr og jákvæður maður. Hann tók ævin- lega brosandi á móti okkur þegar við komum í íþróttahúsið. Hann gladdist yfír litlu og með sínu hlýja viðmóti laðaði hann fram hið ljúfa í fari viðmælenda sinna. Þegar hann sýndi okkur myndir af börn- unum sem hann styrkti suður í álf- um ljómaði hann eins og sól. Har- aldur var tónelskur maður og hafði yndi af söng og iðulega söng hann fyrir gesti íþróttahússins. Hann hafði einnig gaman að ferðalögum og ferðaðist mikið. Þegar Haraldur greindist með þann sjúkdóm sem nú hefur borið hann ofurliði tók hann því á sinn jákvæða hátt og var hann ákveðinn í að ná sér aftur. Það tókst honum um tíma og við héldum áfram að njóta starfskrafta hans. Þegar sjúkdómurinn gerði vart við sig að nýju sýndi hann enn á ný bjartsýni og ákveðinn var hann í að koma aftur til starfa. Þessu jákvæða hugafari hélt hann allt til þess síð- asta. Með Haraldi er genginn góður drengur sem vildi öllum vel. Hans verður sárt saknað í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Við vottum ættingjum Haraldar innilega samúð okkar. Fyrir hönd Kennarafélags Kenn- araháskóla íslands Brynhildur Briem formaður. Ég hrökk við þegar mér barst andlátsfrétt vinar míns Haralds Þórs Jónssonar sem mér er tamara að kalla Halla. Þessi frétt kom mér ekki á óvart, þar sem hann var búinn að berjast hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm í eitt og hálft ár. Ég heimsótti Halla á sjúkrahúsið þegar ég skrapp heim í lok septem- ber. Þá var mér illa brugðið að sjá hvað honum hafði farið aftur á aðeins tveimur mánuðum. Við Halli byrjuðum að starfa í íþróttahúsi Kennaraháskóla ís- lands 1977 og voram því búnir að starfa saman samfleytt í 20 ár. Margs er að minnast á þessum 20 árum. Halli var óvenjulegur maður á margan hátt. Yfirleitt hress, og ósmeykur var hann að lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum og reyndar öllu sem hann taldi máli skipta. Hann hafði alltaf búið einn og ekki umgengist marga. Það urðu því mikil um- skipti í lífi hans þegar hann byrj- aði að starfa í íþróttahúsi K.H.Í. að eiga allt í einu að umgangast 200-300 manns á hverjum degi. Halli lenti í miklu ölduróti fyrsta árið og oft bar aldan hann ofurliði enda kúnst að vinna í sátt og sam- lyndi við allan þennan fjölda. Að- dáunarvert var hvað hann skólað- ist í mannlegum samskiptum á stuttum tíma og ekki leið langur tími þangað til öldurnar fór að lægja og allt gekk að óskum. Hann á heiður skilinn fyrir að sjá um að allar reglur hússins væru virt- ar. Hjá honum voru reglur til þess að fara eftir þeim og alls engin frávik leyfð. Enginn fór inn á útis- kónum og ég tala nú ekki um nið- ur í sal, sama hvort hann hét Jón eða séra Jón. Einhvern tíma kom það fyrir að einn gesturinn var kominn í salinn á útiskóm og neit- aði að fara úr salnum. Halli dó ekki ráðalaus, hann fór upp og slökkti öll ljós í salnum, þannig að viðkomandi hafði um tvennt að velja, eyðileggja tímann fyrir fé- lögum sínum eða yfirgefa salinn. Þetta var Halli. Óstundvísi var ekki til í hans orðabók og allt sem hann átti að gera gerði hann af mikilli natni og samviskusemi. Ég efast um að Halli hefði getað fengið betri vinnustað, hans vinnu- tími var frá klukkan 16.00-23.00. Þama var hann í stöðugu sam- bandi við fólk, hann var mjög ræð- inn og kynntist fjölmörgum og eignaðist marga góða vini. Hann var sannkallaður vinur vina sinna og vildi allt fyrir þá gera. Kveikti á gufubaðinu, lánaði mönnum íþróttafatnað og handklæði ef á þurfti að halda og var betri en enginn þegar menn urðu fyrir meiðslum. Hann fékk árlega jólagjafír frá hópum sem æfðu reglulega í húsinu og það kunni hann vel að meta. Strákarnir mínir voru englar í hans augum. Oft kom ég með þá í kvöldtímana þegar þeir vora litlir, hann lék á als oddi og naut þess að fá þá í heimsókn. Öll árin hefur hann fylgst með þeim eins og þeir væra synir hans. Halli hefur í átta ár borgað fram- færslu drengs á Indlandi. Hann hefur fengið bréf og mynd tvisvar á ári og auðvitað sent honum af- mælis- og jólagjafir. Halli var mjög stoltur af drengnum og þetta sam- band gaf honum mjög mikið. Öll árin hefur Halli hitað súkku- laði fyrir mig á hverjum degi. Oft kom fyrir að ég hafði ekki tíma til að setjast niður með honum og þá fékk ég vel valin orð í eyra. Ekki má gleyma röddinni. Ósjaldan söng hann fyrir mig og vini sína í íþróttahúsinu, söngurinn var hans líf og yndi. Það síðasta sem fór okkar á milli þegar ég heimsótti hann í september var að við myndum báð- ir byija að starfa í íþróttahúsinu eftir eins árs Qarveru haustið 1998. Nú hefur almættið tekið völdin og komið í veg fyrir það. Mikill söknuður verður fyrir mig að koma aftur til starfa og hitta ekki Halla og njóta samverunnar við hann og ég veit að ég tala fyr- ir munn margra. Ljóssins hátíð mun lýsa upp minningarnar. Við sendum ættingj- um og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Anton Bjarnason og fjölskylda. Elsku Halli frændi. Það er sárt að skrifa þér þessi kveðjuorð nú á þessum tíma sem þú varst sem mestur hluti af lífi okkar. Jólin í huga okkar allra eru rammlega tengd þér, elsku frændi. Þú varst með okkur á aðfangadag svo lengi sem við munum eftir okkur og sást til þess að jólin færu hátíðlega fram. Hvernig sem viðraði varstu alltaf mættur vel tímanlega, en þú kunnir heldur betur að klæða af þér vont veður. Það var heilög stund þegar safn- ast var saman í stofunni, þegar kirkjuklukkurnar hringdu jólin inn, allir skyldu hlýða á messuna með sálmabækurnar sínar í kjölt- unni og taka undir með þér. Það var nú samt oftast þannig að við fylgdumst meira með þér en prest- inum því svo innilega lifðirðu þig inn í þessa stund, kunnir öll svörin og alla sálmana utanbókar, var þetta afar tilkomumikið því þú varst ekki vanur að syngja í hálf- um hljóðum enda hafðirðu mikið yndi af söng. Jólin okkar munu aldrei verða söm, það er eitthvað sem alltaf mun. vanta. Þú getur nú samt verið viss um það að um komandi ár sem og nú um þessa hátíðardaga munum við halda í heiðri þínum hefðum og þú lifir ávallt í huga okkar. Eftir að hafa barist hetjulega við veikindi í langan tíma báru þau þig ofurliði og þú ert horfínn á braut frá okkur. Éftir lifir minningin um elskulegan frænda, samverustund- irnar hafa auðgað okkur öll, víst þóttirðu á stundum undarlegur en væntumþykjan og hlýjan sem þú sýndir okkur alla tíð var ómæld og innileg. Lýs milda stjama leiðir jarðar allar. Leys hveija deilu, er mennirnir kljást. Líknaðu þreyttum, þegar degi hallar. Við þröskuldinn hinsta skal sigurinn nást. (Úlfur Ragnarsson.) Óli, Henrietta. Ásta og Birna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.