Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 41

Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 41
i SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997 41 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 3 Dóttursonur Giannis Agn- ellis fær sæti í stjórn Fiat Mílanó. Reuters. FIAT-ættin, sú voldugasta í atvinnu- lífi Ítalíu, hefur valið dótturson ætt- föðurins Giannis Agnellis fulltrúa hagsmuna sinna í stjóm bifreiða- framleiðandans Fiat. Fiat sagði í yfirlýsingu að John Elkann, elzti sonur dóttur Agnellis, Margherita, og fyrsta eiginmanns hennar, Alains Elkanns, mundi taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Skipunin stafar af því áð Giovanni Alberto Agnelli, bróðursonur Giannis Agneliis, lézt úr magakrabbameini 13. desember. Honum hafði verið ætlað að taka við formennsku í stjóm stærsta iðnaðarfyrirtækis í einkaeign á Ítalíu. Fiat sagði að skipun Elkanns í stjómina væri bezta leiðin til að tryggja áframhaldandi tengsl fjöl- skyldunnar og fyrirtækisins, sem afí Giannis Agnellis, Giovanni Agnelli, stofnaði á sínum tíma. Agnelli fjölskyldan ræður yfir Fiat í krafti tveggja eignarhaldsfélaga sinna, IFI og Ifil, og bandalags þeirra og annarra helztu hluthafa, einkum ítalska bankans Mediobanca og Deutsche Bank. „John Elkann er ungur, en hefur þegar sýnt að hann er góðum hæfi- leikum búinn og þroskaður," sagði Agnelli í yfirlýsingunni. Agnelli sagði að John Elkann, sem er tæplega 22 ára, væri á sama aldri og hann þegar hann tók sæti í stjóm Fiat 1943. Agnelli kom fram í sviðsljósið þeg- ar Edoardo faðir hans fórst í flug- slysi 1935 og tók við stjómarfor- mennsku í fyrirtækinu 1967 eftir langan undirbúning. Giovanni Al- berto, sem var bróðursonur Giannis Agnellis, Umbertos, veiktist í apríl og lézt á fjölskylduheimilinu nálægt Tor- ino fyrir miðjan desember. Skipun Elkanns sýnir að fjölskyld- an vildi ekki draga að ákveða hver skyldi vera fulltrúi hennar í Fiat á komandi ámm og má vera að hún hafi verið búin að taka ákvörðun þegar Giovanni Alberto lézt að sögn sérfræðinga. Núverandi stjómarformaður Fiat, Cesare Romiti, fer á eftirlaun á næsta ári. Hefði Giovanni Alberto enzt aldur hefði hann sennilega orðið vara- stjómarformaður á næsta ári og tek- ið við stjómarformennsku einhvem tíma í framtíðinni. Yngri bróðir Giannis Agnellis, Umberto, hefur einnig verið talinn hugsanlegur eftirmaður Romitis. Agnelli tók við stjóm Fiat af læri- föður sínum, Vittorio Valletta, sem stjómaði fyrirtækinu um 20 ára skeið eftir heimsstyijöldina af annálaðri seiglu og framsýni. Yfirmaður Thyssens sakaður um fjársvik Bonn. Reuters. OPINBERIR ákærendur hafa sakað aðalframkvæmdastjóra þýzka iðn- og stálfyrirtækisins Thyssens, Diet- er Vogel, og tvo aðra yfirmenn um fjársvik að sögn fyrirtækisins. Vogel er ákærður fyrir að hafa sett upp of hátt verð fyrir að þjálfa starfsmenn Metallurgiehandel, fyrr- verandi stálfyrirtækis í eigu austur- þýzka ríkisins. Akæran er lögð fram í sama mund og Vogel berst fyrir því að taka við stjórn fyrirtæki, sem verður komið á fót eftir samningaviðræður um samruna Thyssens og keppi- nautsins Fried. Krupp AG Hösch- Kmpp. Vogel keppir við yfírmann Krupps, Gerhard Cromme, um stöðu forstjóra nýja fyrirtækisins. Ásökunum vísað á bug Thyssen sagði um ákærurnar gegn Vogel og samstarfsmönnum hans að þær hefðu við engin rök að styðjast. Fyrirtækið sagði að sak- sóknarar hefðu hætt ailri frekari rannsókn á Vogel. Fyrirtækið kvaðst ekki búast við að í ákærunni yrði að finna nokkrar staðreyndir, sem ekki væri þegar vitað um. Reynist það rétt muni stjórn Thyssens ekki taka stöðu Vogels og samstarfsmanna hans til athugunar. Rannsóknin gegn Vogel nær til áranna eftir sameiningu Þýzkalands 1990 þegar vestræn fyrirtæki tóku við rekstri austur-þýzkra. Thyssen komst yfir Metallurgiehandel og var falið að leysa fyrirtækið upp í sam- vinnu við ríkisfyrirtækið Treuhand, sem gegndi því hlutverki að einka- væða austur-þýzk ríkisfyrirtæki. Thyssen-fyrirtækið var sakað um að hafa krafíð Treuhand um of háa greiðslu fyrir að endurhæfa starfs- menn Metallurgiehandels. 3 í námskeið á £ \ rorritun oe kerflsfræði Kennt er tvö til þrjú kvöld í viku og á laugardögum. - Kerfisgreining - Gagnagrunnsfræði - Pascal forritun - HTML forritun - Delphi forritun - Lotus Notes forritun - Lotus Notes kerfisstjórnun -Java forritun - Hlutbundin hönnun (SELECT) - Áfangapróf og iokaverkefhi Markmiðið með náminu er að svara vaxandi þörf atvinnulífsins tyrir starfsfólk til að vinna við forritun og kerfisfræði. Anna Marla Karlsdóttir Nemí „Ég ókvaö að fara á Forritunar- og kerfisfrjEÖi- nómskeið hjá NTV, til að læra nútima forrtfun. Námskeiðið, aðstaðan og kennarar voru framar öllum vonum. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrír þá sem hafa áhuga á að hasla sér völl á þessu sviði." Námið er samtals 360 klukkustundir (540 kennslustundir), byrjar 6. feb.'98 og lýkur 14. des. '98. Allar nánarí uppl. um námskeiðið og inntöku- skijyrði er að fá á skrifstofu skólans. / ♦ Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið. - Almenrtt urn tölvur - Windows 95 - Word 97 - Excel 97 - Intenetið frá A-Ö Hentugt námskeið fyrir byrjendur sem vilja koma sér vel af stað við notkun PC tölvunnar hvort sem er á heimilinu eða á skrifstofunni. Námið er 48 klst. Næstu námskeið byrja 12. og 13. jan. Vönduð námsgögn fylgja hverju námskeiði. Magni Sigurhansson Framkv.»tjóri Álnabae „Með náminu fékk ég mjög góða yfirsýn yfir möguleika PC tölvunnar og góða þjálfun í notkun þess hugbúnaðar sem ég nota hvað mest í starfi mínu, þ.e. ritvinnslu, töflureíkni og Intemetinu. Ölí aðstaða, tækjabúnaður og frammistaða kennara hjá NTV var fyrsta flokks og námið hnitmiðað og árangursríkt." Boðið er upp á bæði eftirmiðdags- og kvöldnámskeið. - Myndvinnsla í Photoshop - Teikning og hönnun í Corel - Umbrot í QuarkXpress - Heimasíðugerð í Frontpage - Samskipti við prentsmiðjur Og fjÖlmíðla (frágangur prentverka) - Meðferð leturgerða - Lokaverkefni Kennd er gerð og uppsetning auglýsinga, blaða og bæklinga. Vinnuferlíð er rakið, allt frá hugmynd að fuilunnu verki. Námið er 76 klst. Næstu námskeið byrja 19. og 20. jan. Þóra Hermannsdóttir Passauer lækniteiknarí hjá Borgarskiputagi Reykjavíkur „Ég sotti námskeið í auglýsingatækni hjá NTV í vor. Með náminu fékk ég gáða þjálfun í notkun PC fölvunnar við auglýsingagerð, sem hefur síðan nýsf mér mjög vel í starfi mínu." irstoru og tölvunám Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið. - Tölvubókhald - Versiunarreikningur - Sölutækni og þjónusta - Mannleg samskipti - Bókhald - Almennt um tölvur - Windows 95 - Word 97 - Excel 97 - Power Point 97 - Intemetið frá A-Ö - Starfsþjálfun Tilvalið námskeið fyrir fólk á leiðinni út á vinnumarkaðinn eða þá sem vilja st)'rkja stöðu sína með aukinni menntun. Námið er 192 klst. Kennt er alla virka daga frá 8.00- 12.00 eða þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá 18.00- 22.00 og laugardögum frá 9.00- 13.00. Næstu námskeið byrja 12. og 13. janúar. Sigríður Björgvinsdóttir Skrifstofustúlka hjó Max chf. „EftirlOárf sama starfi langaði mig að breyta til. Ég fór í skrifstofu- og tölvunóm hjá NTV sem var einstaklega hnitmiðað og skemmtilegt. Að þvi' loknu sótti ég um skrifstofustarf hjá MAX. Réð það úrslitum að hafa farið á námskeiðið hjá NTV að ég fékk starfið." tnnfrtun ',ntna555«80 ulv --- raflereiislur Nýi tðlvu- & viðskiptaskúlinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.