Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 42

Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 42
42 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarlögmaður fjalli um umsókn Vegas Vegas fái vín- veitngaleyfi í sex mánuði Lækkað verði í hljómflutningstækjum BORGARRAÐ hefur vísað umsókn um vínveitingaleyfi frá skemmti- staðnum Vegas við Laugaveg 45, til umsagnar borgarlögmanns. I umsögn skrifstofustjóra Félags- málastofnunar er lagt til að leyfið verði veitt í sex mánuði með því skilyrði að hávaði frá hljómflutn- ingstækjum valdi ekki nágrönnum ónæði. í bréfi lögmanns tveggja íbúa kemur meðal annars fram að á þinglýstum teikningum frá 1988 er gert ráð fyrir verslunum, þar sem Vegas er til húsa. Áskoranir með og á móti í umsögn skrifstofustjóra Félags- málastofnunar kemur fram að með umsókninni um vínveitingaleyfi fylgi áskorun 111 aðila, sem mót- mæla rekstri staðarins á grundvelli voðaatburðar sem þar varð og þeirri dagskrá, sem þar er flutt sem lista- og skemmtiefni. Af 111 áskorend- um eru 15 búsettir innan eðlilegra grenndarmarka en aðrir í öðrum hverfum eða utan Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem stóðu að undirskriftunum er þarna um að ræða starfsfólk og eigendur verslana í nágrenni veit- ingastaðarins. Einnig fylgja gögn lögmanns rekstraraðila með undir- skriftum 244 aðila, sem lýsa stuðn- ingi við rekstur staðarins og þá saklausu afþreyingu og skemmtun sem þar fari fram. Heimilisföng fylgja ekki. Fylgstu meb í Kaupmannahöfh Morgunblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu ■kjami málsins! Skrifstofustjóri telur í umsögn sinni ekki eðlilegt að einstaka voða- atburður sem byggði á ósamkomu- lagi gesta inni á veitingastaðnum og talin er hafa getað gerst hvar sem var ráði þar um niðurstöðu. Dagbókarfærslur lögreglunnar vegna veitingastaðarins gefi ekki tilefni til að afturkalla leyfið. Það sé jafnframt mat hans að erfitt sé að láta skemmtiatriði veitingastaða sem ekki valda ónæði og ekki eru talin ólögleg ráða niðurstöðu við afgreiðslu umsókna. Sameiginlegur inngangur Jafnframt segir að í viðræðum við fulltrúa íbúðareigenda í húsinu við Hverfisgötu 62, hafi komið fram að stigahús milli bygginga væri ekki eingöngu nýtt sem neyðarút- gangur fyrir veitingastaðinn heldur jafnframt til almennrar umgengni frá veitingastaðnum að efri hæð hússins. Þetta hafi íbúunum þótt óviðunandi. Eftir að rekstraraðila var gerð grein fyrir þessari athuga- semd hafi hann brugðist skjótt við og að höfðu samráði við Eldvamar- eftirlit borgarinnar hefur verið komið í veg fyrir þennan umgang nema í neyðartilvikum. Hópþjálf- un Gigtar- félagsins GIGTARFÉLAG íslands gengst fyrir hópþjálfun sem hefst 7. janúar. Boðið er upp á morgunleikfimi, kínverska leikfimi, alhliða líkamsþjálfun, hryggiktarhópa og vatnsleik- fimi og er miðað við að allir geti tekið þátt, einnig þeir sem lítið geta og vilja fara rólega af stað, segir í fréttatilkynn- ingu. Þjálfunin fer fram á mis- munandi tímum dags í húsi GÍ, Ármúla 5 og vatnsþjálfun- in í Sjálfsbjargarlaug í Há- túni. Skráning og nánari upp- lýsingar eru á skrifstofu GÍ, Ármúla 5. NYJUNG HJA PLANET PULSE GRUNNIHÁMSKEIÐ I YOGA orka - Jafnvægi - árangur Pétur Valgeirsson er reyndur Yogakennarl og er nýlega kominn frá einni þekktustu yogastöð Bandaríkj- anna, þar sem hann kenndi undirstöðu- atriði Hatha Yoga o.fl. Planet Pulse býður nú grunnnámskeið í Yoga hjá einum hæfasta Yogakennara á Islandi, Pétri Valgeirssyni. Námskeiðið er haldið i fallegu og róandi umhverfi Planet Pulse á Hótel Esju og er öllum opið. Námsefnið er eftirfarandi: • Grunnstöður i Hatha Yoga • Öndunaraefingar • Slökun • Hugleiðsla • Hugmyndaf ræði Kennt er tvisvar I viku tvo tfma f senn I fjórar vikur. NAMSKEIDID HEFST 14.JANÚAR. MISSTU EKKI AF BINSTÖKU TSKIFSRII UPPLÝSINGAR O G INNRITUIU í SÍMA 51 VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags „Einstaklings klúbburinn“ SÍÐLA sumars eða í haust birtist í Morgunblaðinu grein um að stofnaður hefði verið klúbbur fyrir einhleypinga/ógift fólk. Nafn klúbbsins var að því er mig minnir „Einstakl- ingsklúbburinn" og for- sprakki hans Pétur. Ég hef reynt að hafa uppi á þessum klúbbi án árangurs. Ef einhver getur gefið frekari upplýsingar væri það vel þegið. M.B. Nú er hvítur Esjutindur í VELVAKANDA 19. des- ember er fyrirspum um höfund að: „Nú er hvítur Esjutindur." Fyrir mörgum árum lærði ég eftirfarandi: Nú er úti norðanvindur nú er hvítur Esjutindur ef ég ætti úti kindur myndi ég láta þær allar inn, elsku bezti vinurinn. Höfundur var sagður Ólafur Kristjánsson, Skaga-skáld. Ó. Kei. Um aldamótin ENN eru menn að velta vöngum yfir aldamótun- um. Ýmsir virðast ekki vita að árið 0 var aldrei til og telja því næstu aldamót árið 2000. En hvenær kom 0 til sögunnar? Indverskar bækur benda til að það hafi þekkst þar eystra fyr- ir Krists burð og það sé komið úr búddiskum fræð- um en það náði ekki út- breiðslu. Það er svo ekki fyrr en á 9. öid að arabar endurfinna það og Vestur- landabúar taka að nota það á 12. öld. Áður en arabísku tölustafirnir komu til sög- unnar voru bókstafir not- aðir fyrir tölustafi svo sem í grísku, hebresku og lat- nesku (rómverskar tölur). Þá stafi þekkjum við best. Kirkjufeðumir sem reikn- uðu út fæðingarár frelsar- ans voru nú einmitt í hinu forna heimsveldi Rómveija og hafa því sett upphaf tímatalsins I, annað kemur ekki til greina. Næstu aldamót eru samkvæmt því þegar árið 2001 gengur í garð enda voru þau síðustu haldin 1. janúar 1901. S. Andersen. Vikartindsmyndir SÁ SEM sendi Víkartinds- myndimar til birtingar í Velvakanda fær kærar þakkir og óskir um gleði- íegt ár og kveðjur frá fólk- inu á myndinni. Tapað/fundið Hver fann seðlaveskið mitt? ÉG tapaði peningaveskinu laugardaginn 27. desem- ber annaðhvort í leigubíl eða á Fomhaga. Skilvís finnandi vinsamlega hafið samband við Ottó í síma 551 7567. Fundarlaun. Lyklar fundust við brennu ÞRÍR lyklar á kippu og tveir slípaðir íslenskir steinar (grænblár og brúnn) fundust við brenn- una við Ægissíðu á nýárs- dag. Uppl. í síma 561 1423. SKÁK Llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í úrslit- um í Evrópukeppni taflfé- laga, sem fram fóru í Kas- an í Rússlandi um síðustu mánaða- Kasan fékk að vera með í úrslitunum vegna þess að Taflfélagið Hellir átti þátt- tökurétt, en hvarf frá Rúss- landsferð. Hellismenn unnu óvæntan sigur í undan- rásariðli sem fram fór í Frakklandi í haust. Heimsmeistaraeinvíg- SVARTUR leikur og vinnur. mót. A.N. Panc- henko (2.420), Kasan, B-sveit, var með hvítt, en Alek- sei Drejev (2.640), Kasan, A-sveit, hafði svart og átti leik. 23. - Hxf3! 24. gxf3 - Dg6+ 25. Khl - Dh5 26. Hdl - Be5!! (Fórnar hrók með skák, en nú er hvít- ur óverjandi mát!) 27. Hxd8+ - Kf7 28. f4 - Bxf4 og hvítur gafst upp. B-sveit heimamanna í ið: Þriðja skákin er tefld í dag á Ólympíusafninu í Lugano í Sviss. COSPER Við mamma fórum í rosalega sniðuga búð þar sem við fengum ókeypis blöðru fyrir hvern 2000 kall sem við eyddum. Víkveiji skrifar... NÝTT ÁR, árið 1998, er gengið í garð. Gamla árið, árið 1997, hefur kvatt. Það var gott ár, bæði veðurfarslega og þjóðhagslega. Fyrir hundrað árum kvaddi ann- að ár, árið 1897. Það blés mönnum þor í bijóst í ljóðum góðskáldanna Einars Benediktssonar og Þorsteins Erlingssonar, sem þetta ár gáfu báðir út sínar fyrstu bækur. Lands- mönnum, ekki sízt Reykvíkingum, stóð hins vegar ógn af linnulausri ásókn enskra botnvörpunga á fiski- miðin í Faxaflóa. Enginn veit hvað árið 1998 ber í skauti. Það þarf að vera meira en lítið til að jafnast á við afrek örþjóð- arinnar annó 1898. Þá var vígður glæsilegur barnaskóli í Reykjavík. Þá var reist hús Landsbankans á horni Austurstrætis og Pósthús- strætis. Þá var vígður holdsveikra- spítali í Lauganesi. Það ár lauk Þorvaldur Thoroddsen rannsóknar- ferðum um hálendið. Það ár lifði bóndinn Kristinn Jónsson af fimmt- án hrakningardaga á hálendinu í vetrarveðrum. Hann villtist á fjöll- um Norður í Eyjafirði, gekk þvert yfir örævi landsins, og kom fram í Árnessýslu. Þrisvar sinnum fjölmennari, mörgum sinnum ríkari, með mennt- un, tækni og þekkingu nútímans í höndunum, þurfum við að lyfta ærnum grettistökum, til að vera jafnokar landa okkar fyrir hundrað árum! * ARIÐ 1998 er afmælisár í ís- lands sögu. Fyrir áttatíu árum, 1. desember 1918, varð ís- land fullvalda ríki. Sambandslög, svokölluð, vorú samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu 19. október 1918 með 12.411 atkvæðum, en 999 voru á móti. Kosningaþátttaka var slök, aðeins 43,8%. Samt sem áður var verið að stíga stórmerkt skref til farsældar fyrir íslenzka þjóð. Stefnan sett á sambandsslit og lýð- veldisstofnun aldarfjórðungi síðar. Á árinu 1998 eru fimmtíu ár lið- in frá setningu laganna um vísinda- lega verndun fiskimiða landgrunns- ins (1948), sem allar útfærslur fisk- veiðilögsögunnar voru grundvallað- ar á. Með þeirri lagasetningu var lagður grunnur að efnahagslegu fullveidi þjóðarinnar. Hvorki meira né minna. xxx IDAG er 4. janúar. Sá dagur kemur og ríkulega við sögu okkar. Þann dag árið 1917 tók fyrsta íslenzka ráðuneytið til starfa. Heimastjórn kom að vísu til sögunn- ar árið 1904; þá var embætti lands- höfðingja lagt niður. Ráðherra ís- lands með aðsetur í Reykjavík hóf störf. En 4. janúar árið 1917 fjölg- aði ráðherrum úr einum í þtjá. Á morgun er 5. janúar. Þann dag árið 1874 gaf Kristján konung- ur IX út „stjórnarskrá um hin sér- staklegu málefni íslands". Þetta ár var haldið hátíðlegt þúsund ára afmæli íslandsbyggðar. Stjórnar- skráin þótti meingölluð en fól engu að síður í sér mikilvægar réttar- bætur. Þrettándinn, þ.e. þrettándi og síðasti dagur jóla, er síðan á þriðju- daginn kemur, 6. janúar. Þá „rotar“ landinn jólin, ef að líkum lætur, og horfir fram á þorrann og það sem honum heyrir til. XXX TÓMAS Guðmundsson, sem oft var nefndur borgarskáld, var fæddur 6. janúar 1901 (d. 1983). Fáir af góðskáldum líðandi aldar „sungu“ sig svo vel inn í hjörtu landsmanna sem hann. Borgar- skáldið var að vísu vetrarbarn, þ.e. fæddur að vetri tii. En hann var skáld vors og gróanda, fegurðar og gleði. Það fer vel á því að enda þessa fyrstu Víkveijaþanka nýs árs á hendingum Tómasar: Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn í bijósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé fleygt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. Megi nýja árið færa okkur feg- urð og gleði!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.