Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 50

Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 50
50 áUhÍNUDÁétlR 4. JÁNIÍAR 199&" MÖRGÚNBLÁÐIÖ Varstu undir 6 á jólaprófunum? NÁMSAÐSTOÐ er þá eitthvað fyrir þig Nýjar kannanir á gengi íslenskra nemenda i framhaldsskóla sýna að þeir, sem eru undir 6 á lokaprófi úr grunnskóla, lenda í erfiðleikum í námi. Þetta staðfestir það sem við höfum vakið athygli á í auglýsingum okkar undanfarin ár. Sfðastliðinn áratug höfum við hjálpað þúsundum nemenda við að komast á réttan kjöl í skólanámi. Ekki með neinum töfralausnum, því þær eru ekki til, heldur markvissri kennslu, námstækni og uppörvun. Við vitum að nám er vinna og það vita nemendur okkar lika. Grunnskólanemar! Látið ekki slaka undirstöðu stoppa ykkur í framhaldsskóla. Reynslan sýnir að einkunn undir 6 er ekki gott veganesti í framhaldsskóla hvort sem um er að ræða verknám eða bóknám. Framhaldsskólanemar! Það er ennþá tími til að breyta erfiöri stöðu i unna. En munið að nám tekur tíma, svo þið þurfið að hefjast handa strax. Allir vita að menntun eykur öryggi (framtíðinni. Njótið hennar. Gangi ykkur vel. Upplýslngar og innritun kl. 17 — 19 virka daga í síma 5579233 og í símsvara allan sólarhringinn. Fax. 5579458. 9{emendapjónustati sf. Þangbakka 10, Mjódd. * > Músikleikfimi - Hafdís, Bakleikfimi -XÚ KarlatmwuÆ Ki'ipalvéwk gggggaOTPclísabet og flgnes Ralla Margrét Jj^fflf^Halla Margrét jóga - flnna Dora mrlfii-tbi - Guðny Afi'ó - Oruille Hipp-Hopp - Oruille Ttin'fo - Bryndis og Hany Salsíi - Carlos Flamenco - Franca Jossdans/Modet'n - Sueinbjörg Leiklist 1S dva og eldri - flnna og flrni Pétur í ffljHunAú&imi LISTASMIÐJA BARNA OG UNGLINGA í KRAMHÚSINU HLAUT SÉRSTAKA VIDURKENNINGU I. K. M. INSTITUT FUR INTERDISZIPLINARE KULTUR- UNQ MEDIENFORSCHUNG) ÁRIÐ 1997 FYRIR VEL UNNIN STORF. Tónmennt3-6 dra - Elfa Lilja Uiklist 4-ý dra - flsta Myndlistog leiklist 7-9 dra - Björg Leiklist 10-15 dra - Halla Margrét FÓLK í FRÉTTUM SIR Elton Hercules John átti annasamt ár og missti tvo nána vini sína, þau Gi- anni Versace og Diönu prinessu af Wales. Sir Elton Hercules John ► SÖNGVARINN Elton John var nieðal þeirra 25 sem veitt var riddaranafnbót síðasta miðvikudag en það var forsæt- isráðherra Bretlands Tony Blair sem tilkynnti hveijir yrðu heiðraðir að þessu sinni. Elton sagðist ákaflega ánægð- ur með þann heiður sem hon- um væri sýndur en hann var útnefndur vegna framlags síns til tónlistarinnar og góðgerð- armála. Lag hans „Candle in the Wind“ hefur safnað rúm- lega 20 milljónum punda í minningarsjóð Díönu prinsessu og er söluhæsta lag allra tíma auk þess sem Elton John á áratuga farsælan tón- listarferil. Aðrar viðurkennignar voru veittar en meðal þeirra sem voru heiðraðir var leikkonan Deborah Kerr sem nú býr í Sviss 76 ára að aldri. Rithöf- undurinn Arthur C. Clarke, leikarinn Michael Gambon og málarinn Terry Frost voru all- ir sæmdir riddaranafnbótinni og munu framvegis bera „Sir“ fyrir framan nafn sitt. samband við ymsa Islendinga, það eru margir kunningjar og vinir að heiman sem búa þarna núna, þetta er því eiginlega heil Islendinganý- lenda sem umgengst innbyrðis, kannski mætti minna gagn gera. I skólanum eru góð tæki og góð stúdíó og helstu verkefni okkar eru að taka upp tónlist við sem eðlileg- TONLISTARUPPTOKUR hafa sí- fellt orðið stærri hluti af dagskrám úrvarps og sjónvarpsstöðva. Einar Tönsberg, fyrrum félagi í hljóm- sveitinni Cigarette, er um þessar mundir í hljóðupptökunámi í London. Hann sagði að upptaka á tónlist væri fyrirferðarmest í þessu námi, en einnig væri komið inn á upptökur á töluðu máli og hljóðúr- vinnslu. „Breytingar í þessum efnum hafa verið hrað- ar að undan- förnu, það ger- ir framþróunin í tölvumálum, ný tækni hef- ur rutt sér til rúms á sl. fimm árum og sér ekki fyrir end- ann á þeirri þróun,“ sagði Ein- ar. Hann er búinn að vera í London við nám í fjóra mánuði og verður fram á sumar. „í Bretlandi eru hvers konar tón- listarstörf viðurkennd atvinnugrein og tekin eins alvarlega sem slík og aðrar atvinnugreinar, enda er tón- list ein af aðal útflutningsvörum Breta. Peir vanda því mjög til allrar vinnslu á tónlist. Skólinn sem ég er í er ekki mjög gamall en hann er al- þjóðlegur, skólar sem kenna upp- tökutækni eru fjölmargir í Bret- landi en þetta er eigi að síður ekki mjög gömul námsgrein. Aður lærðu menn eingöngu af reynslunni, en nú stytta þeir sér leið með námi, þótt reynslan sé eftir sem áður mjög þýðingarmikil." Einar sagði að það væri dýrt að lifa í London, einkum væri dýrt að leigja. „Það er þó ánægjunnar virði að vera þar,“ sagði hann ennfremur. „Eg leigi með Jakobi Ingimundar- syni sem er við nám í kvikmynda- gerð. Við rekum ekki umfangsmikið heimilishald en stundum eldum við þó saman, enda erum við mikið í okkar skólum. Við höfum mikið Einar Tönsbe^u"0^ið/Kristinn sjálfir hvaða tónlist við tökum upp, sjálfur er ég að taka upp eig in tónlist og notfæri mér þannig þetta nám í tvöföldum skilningi. Það er mjög athyglisvert að sjá hvað margir koma að vinnslu á tónlist í Bretlandi ef maður ber saman hvernig að þessum málum er staðið hér. Hér þykir við hæfi að listamað- ur sjái um sem mest sjálfur, en úti skipta menn þessu ferli niður í marga þætti, áður en tónlist nær að koma út á breiðskífu hafa margir tugir manna komið við sögu í vinnsl- unni. Eg veit ekki hvað við tekur þegar ég kem heim að námi loknu, en ég ætla að vera úti lengur en námstím- ann ef ég get og fæ vinnu, mig lang- ar að öðlast þarna meiri reynslu og kynnast tónlistarheiminum í London betur. Sá heimur er nýr fyrir mig og ég á margt ólært hvað honum viðkemur." I upptöku- nám í London SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA 1 :Sjónvarpið^22.20 Þetta er frumsýning hérlendis á frönsk/hollensku myndinni Gyð- ingabörnin (La colline aux mille enfants ‘94), sem viðist frekar for- vitnileg að óséðu. En veldur sá sem á heldur og ekkert að fínna um hana þó leitað sé í krókum og kimum alnetsins. Kynningin lofar athyglisverðri sýningu. Gyðinga- börnin gerist í síðari heimsstyrj- öldinni og sagt frá íbúum fransks smáþorps sem björguðu um 5.000 gyðingabörnum undan nasistum. Leikstjóri er Jean Louis Lorenzi. Stöð 2 ►23.30 Mynd kvöldsins er frumsýning gamanmyndar frá 1990, sem nefnist Litla Vegas (Little Vegas). Hún er gerð af Perry Lang, gömlum samstarfs- manni Johns Sayles, eins merki- legasta leikstjóra og „handrita- lækni“ Bandaríkjanna í dag (Lone Star, Passion Fish, Return of the Seacaucus Seven). Sayles fer einmitt með eitt hlutverkið í þess- ari óvenjulegu gamanmynd um blankt jaðarfólk sem býr í guðs- friði og manna í hjólhýsahverfi í Nevada-eyðimörkinni. Einn góð- an veðurdag er friðurinn úti þeg- ar mafíósar hyggjast breyta því í nýja Las Vegas. Þetta lofar aldeil- is góðu og AMG gefur myndinni ★★14, (af 5) og pottþétt að ég ætla ekki að missa af henni. Sýn ►0.40 Gorkíj garðurinn (Gorky Park). Sjá umfjöllun í ramma. Sæbjörn Valdimarsson Jökulkaldur og grimmur Sýn ►0.40 Nátthrafnar fá talsvert fyrir snúð sinn ef þeir hafa ekki heykst í bólið, því Gorkíj garðurinn (Gorky Park, ‘83) er grimmur, jökulkaldur og spennandi tryllir (ægilegt orð, er til nokkuð betra yfir „thrill- er“?), gerður eftir jafnvel enn betri sögu Martins Cruz Smith og gerist í Moskvuborg og gamla Sovétinu. Segir af lög- reglurannsókn á morðmáli sem tengist smygli á loðskinnum. Þarna fáum við tækifæri á að sjá gamla, góða Lee Marvin í þessum líka fína ham sem and- lit hins illa, William Hurt gerv- ingur þess góða. Það er gaman að sjá þessa ólíku leikara berj- ast um senurnar með hárfínni yfirvegun og miklum klókind- um. Það kemur fram í bókinni Lee, eftir Pamelu Marvin, að þeir virtu hvor annan mikils og í henni fer Hurt einstaklega fallegum orðum um þennan gamla keppinaut sinn. Þarna sjáum við líka Joönnu Pacula á meðan hún var enn spennandi og undurfögur, pólsk drauma- dís. Áður en HoIIywood var bú- in að nota hana og ýta henni útí B-myndarusl og ómerkilegt sjónvarpsefni. Gorky Park var hápunkturinn hennnar. Feitar ★★★

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.