Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ Hanruundirbo brúðkau ási/ „EFTIR á að hyggja hefði ég ekki getað hugsað mér betri brúð- kaupsdag. Aðdragandinn var ekki aðeins spennandi heldur var at- höfnin hátíðleg og allur dagurinn ótrúlega skemmtilegur," segir Anna Pétursdóttir og lítur sposk á Jóhann Snæfeld Guðjónsson bónda sinn. Jóhann undirbjó gift- ingu þeirra hjóna í Vestmannaeyj- um án vitundar Önnu sama dag og hún hélt upp á fertugsafmælið sitt í Reykjavík laugardaginn 31. janúar sl. Anna viðurkennir að ekki hafi Jóhann, sem er flutningabílstjóri, rennt algjörlega blint í sjóinn. „Ég hafði ekki hugsað mér að halda stóra afmælisveislu. Eftir að hart hafði verið lagt að mér úr öllum áttum ákvað ég hins vegar að slá til og halda upp á afmælið með því að bjóða fjölskyldunni heim á laug- ardeginum. Ekki spillti heldur fyrir að Pétur bróðir minn, sem er að læra að verða kokkur, bauðst til að útbúa sjávarréttahlaðborð fyrir mig. Annars var ég voða róleg og svaraði Jóhanni því til f gríni og al- vöru þegar hann hringdi í mig ofan af Gemlufalsheiði til að spyrja hvað ég vildi fá í af- mælisgjöf að ég vildi fá bónorð í bréfi. Við höfðum talað um að gifta okkur og mig vantaði svo sem ekki neitt eftir sex iWSWWMHil ára sambúð," segir Anna og bætir við að ósjál- frátt hafi sú hugsun læðst að sér að ef Jóhann léti verða að því að bera upp bónorðið myndi verða hæfilegt að efna til brúðkaups í kringum afmælið hans í júlí. Ekkert varð úr því enda var Jóhann farinn að brjóta heilann um hvernig hann gæti komið því i kring að hjónaleysin yrðu gefin saman tveimur dögum síðar. „Fljótlega kom í hug mér hvort ég gæti fengið Georg Lárusson, æskuvin minn úr Önundarfirðinum og sýslumann í Vestmannaeyjum, til að koma í afmælisveisluna og gifta okkur. Eftir að hafa haft sam- band viö hann komst ég að raun GEORG óskar Jóhanni og Önnu til hamingju með giftinguna. HAMINGJUSAMLEGA gift í afmælisveislu Önnu um kvöldið Eftir sex ára sambúð um að ekkert gæti orðið úr því enda mætti hann ekki gifta utan eigin umdæmis. Ég var ekki á því að gefast upp og ákvað að hafa samband við svila minn, sem er flugmaður, og biðja hann um að skutla okkur til Eyja. Sú hugmynd datt uppfyrir því ekki var hægt að fá flugvél með svona stuttum fyrir- vara,“ segir Jóhann og tekur fram að litlu hafi munað að hann hafi kallað til reykvískan sóknarprest. „Rétt áður hringdi Georg í mig til að vekja athygli mína á því að við gætum flogið með ferjuflugi frá Bakka til Vestmannaeyja. Eftir allt saman myndi hugmyndin ganga upp.“ Eins og gefur að skilja hafði Jóhann í nægu að snúast á föstu- deginum. Anna viðurkennir að henni hafi fundist hann vera dálítið stressaður. „Ég var boðin í 45 ára ANNA kemur út úr flugvélinni í Vestmannaeyjum. afmæli um kvöldið. Aðeins konur voru boðnar og honum var mikið f mun að losna við mig snemma út úr húsi. Um leið brýndi hann fyrir mér að vera tilbúin í mínu fínasta pússi snemma morgunin eftir. Við myndum fara í ferðalag út í óviss- una,“ segir hún og tekur fram að systir hennar hafi lagt ríka áherslu á að hún mátaði afmælisgjöfina, vandaða dragt og skó, um daginn til að hægt væri að skila fatnaðin- um ef á þyrfti að halda sama dag. Fékk áfall Anna segist hafa haldið að til stæði að bjóða henni út að borða á (safirði. Að mágur hennar, flug- maðurinn, var með í för morguninn eftir taldi hún renna stoðum undir að hún hefði haft á réttu að standa. „Leiðin lá hins vegar ekki á flugvöllinn. Óli lét sér nægja að taka furðusvipinn á mér upp á myndband og ekið var áfram og yfir Hellisheiðina. Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri í gangi þegar ég áttaði mig á því að fljúga ætti til Eyja frá Bakka. Flugferðin var mjög skemmtileg og þegar til Eyja kom tók á móti okkur lög- regluþjónn í stórri „Maríu“. Hann fór með okkur í skoðunarferð um Heimaey og við virtum fyrir okkur útsýnið af Stórhöfða í blankalogni. Nú sagðist Jóhann vilja gera upp „leigubílinn" hjá Georg í Stjórnsýsluhúsinu og þangað var haldið,“ segir Anna og segist vel hafa getað skilið að Jóhann vildi heilsa upp á Georg í ferðinni. Annað og meira lá að baki heimsókninni í Stjórnsýsluhúsið. „Sýslufulltrúinn spurði mig hvort ég væri í þjóðkirkjunni þegar ég kom inn,“ segir Anna og segist hafa játt því - enn óvitandi um hvað til stæði. „Ég spurði Jóhann mn myna BETRI SVEFN 4 dýnugerðir: Ambassador, Royal, Comfort eða Olympic Lífstíðarábyrgð á fjaðrakjarna Fást sem: mjúkar, millistífar, stífar eða mjög stífar Bómullaráklæði, teygjanlegt í báðar áttir. Þolir 60° þvott Þrjár mismunandi gorma- uppbyggingar Vandaður myndalisti fáanlegur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 sýningarsalur <á2\\ TM - HÚSGÖGN SíÖumúla 30 -Sími 568 6822 w Tit leigu brúðarkjólar, samkvæmiskjólar stuttir, síðir. Dragtir, hattar, fylgihlutir. Fyrir herra: Kjólföt, smókingar, ísl. hátíðarbúningurinn og jakkaföt. Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi 3, sími 565 6680. Opið laugardaga DEM ANTAHU SIÐ V NÝJU KRINGLUNNI • SlMI 588-9944 Jff: Qjt / wwhm/ -/3 kkar hugmynd, •kaf smtði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.