Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 10
MORGUNB LAÐIÐ 10 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 Góðar með rjóma Vöfflujárn og rjómasprautur í miklu úrvali A v IK !■ ^ CVerð frá 4,990. kr) omkOi PAS prentsmiðja bjjður 'œmmi'i Að koma til okkar i Grjótajborpið og lita á möguleikana sem 75 ára reynsla i hoÓskortaprentun hýÓur upp á. PÁS prentsmiðja stofnuð 1922 Mjóstræti 6 • Grjóta})orpi • 101 Reykjavíb Sími: 551 4352 • Fax: 562 2488 Netfang: pasprent@isJandia.is 3rúðkaup úti Hreindýra- skinn og íslenskar jurtir BRÚÐKAUPSDAGURINN er stór dagur. Allt það tilfinningaflóð og umrót sem fylgir þessum eina degi er mikið og verður aldrei að fullu birt, heldur geymt í hjörtum og hugum elskendanna. En hvernig á að búa svo um slíkan dag að hann verði sérstakur og eftirminnilegur í minningunni? Sumir vilja hafa glans og glæsi- legheit á meðan aðrir vilja ekkert prjál, heldur einungis látlausa at- höfn og einfaldleika. Svo eru það þeir sem unna náttúrunni og vilja helst hvergi annars staðar vera og velja sér hana sem vettvang til að bindast elskunni sinni í þvi um- hverfi sem þeir unna mest. Ást í íslenskri náttúru „Gólfið undir fótum þér er jörðin, loftið yfir höfði þér er him- ininn. Þú horfir upp til himins og fyllist lotningu yfir óendanleika til- verunnar. Þú finnur að framtíð þín er traust sem jörðin og björt og við sem himinninn." Þetta er jörðin sem ég ann - En hvernig á að tengja brúð- kaup við íslenska náttúru? Guðrún Sigurðardóttir í Tóm- stundaiðjunni á Egilsstöðum hef- ur auga fyrir að nýta það sem til fellur í náttúrunni og ýmislegt af því dóti sem maðurinn hefur skilið eftir. Hún hefur verið að þróa ýmsar skreytingar og finnst tilvalið að nota náttúruafurðir í brúðar- skraut. Mosi, börkur, lyng, njóli, hvönn, gaddavír, tunnubotnar, járnplötur og þakrennur, allt í bland við blóm og blúndur og annað fíngert náttúruvænt hráefni. Guðrún segir að í þau þrjú ár, sem hún hefur unnið sérstaklega með þessar endurnýttu afurðir, sé fólk farið að vakna og sjá hvað hægt sé að gera. Margir færa henni gamla ryðgaða tunnubotna og annað „drasl" í stað þess að henda því. Guðrún litur á þetta sem endurnýtingu og segir fólk kunna að meta þessa tegund af skreytingarlist, margir segi þetta vera „flott efni“. Signý Ormarsdóttir fatahönnuð- ur, sem vinnur mikið úr hreindýra- Morgunblaðið/Anna Ingólfs ÍSLENSK brúðhjón í fötum úr hreindýraleðri, ástfangin i ísienskri náttúru. Biómvöndur brúðarinnar er úr járni, rósum og íslensku lyngi. leðri, segir að sér finnist spennandi aö vinna úr hreindýraleðrinu þvi það sé hráefni úr nánasta umhverf- inu. Hún vinnur líka úr ýmsu öðru hráefni og blandar þessu jafnvel sam- an. Hún hannar brúðarkjóla úr hreindýraleðri og eins og sjá má á myndinni er brúð- guminn í buxum úr hreindýraleðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.