Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 2
h 2 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 Hún saumar brúðarkjólinn sjálf 5 Heimilislegt sveitabrúðkaup 6 Óvænt brúðkaup 8 Þau undirbjuggu hjónabandið 9 Hin hetjulega fyrirætlun 10 Náttúrulegt brúðkaup 11 Brúðkaup á fertugsafmælinu 12 Blómin í brúðkaupinu 13 Hár og förðun 14 Brúðhjónum fylgt eftir 16 Milliréttír i ® t 17 Tónlistin í brúðkaupinu 18 Brauðveislur að ná vinsældum 19 Rúsínuhús og kökukona 20 Fylltu húsið af börnum 22 Fyrstu hjónabandsárin 23 Höfum alltaf verið samrýnd 24 Brúðarkjólar 27 Fjölskylduráðgjöf HÉR á landi eru gefin saman 1.200 til 1.300 hjón á hverju ári. Pör lofa frammi fyrir Guði og mönnum að standa sam- an í blíðu og stríðu. Loforðið er fagurt og oft reynir í sjálf- um undirbúningnum að brúðkaupinu á hvort pörin eru til- búin að taka tillit til óska og drauma hvors annars. Sumum þykir við hæfi að efna til látlauss brúðkaups. Aðrir eiga sér drauma um hátíðlegt kirkjubrúðkaup með tilheyrandi gleðskap. Ef vel á að vera þurfa báðir að fá að hafa áhrif á ytri umgjörð brúðkaupsins eins og á aðrar ákvarðanir. Efnt er til flestra brúðkaupa að vori og sumri. Ef sá tími hefur orðið fyrir valinu er algengt að farið sé að huga að sjálfum undirbúningnum haustið áður, ef ekki fyrr. Fyrsta skrefið felst oftast nær í því að velja prestinn og ákveða tímasetn- ingu, huga að klæðnaði og veitingum. Dagurinn er dagur brúðhjónanna og ekkert ætti að varpa skugga á hátíðina. Gleðin liggur í loftinu í bland við hátíðleikann og örlítinn ótta við hvernig muni ganga að standa við lof- orðið. Að ganga í hjónaband er stórt skref. Farsælt hjónaband er ekki sjálfgefið heldur krefst ómældrar vinnu. Hjónin verða að vera til- búin að taka saman höndum um verkefnið og leita eftir að- stoð ef þörf þykir. í blaðinu er rætt við nýgift hjón sem ákváðu að leita til fjölskylduráðgjafa áður en þau gengu í hjónaband og undirbúa sig fyrir framtíðina. Af öðru efni má nefna að rætt er við tvenn hjón sem hafa verið gift í áratugi. Þau eru sammála um að lykillinn að farsælu sambandi hjóna sé gagn- kvæm virðing, reglusemi og samheldni. Hjónabandið er stórt verkefni og til þess ættum við að ganga eins og hvers annars verkefnis í lífinu, glöð og full bjartsýni. HÖFUNDAR: Aðalheiður Högnadóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Anna Ingólfsdóttir, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, Sigrún Davíðsdóttir LJÖSMYNDIR: Anna Ingólfsdóttir, Aðalheiður Högnadóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Jón Svavarsson, Kjartan Þorbjörnsson, Kristinn Ingvarsson, Hallfríður Bjarnadóttir, Þorkell Þorkelsson H Ö N NIIN: Sigrún Thorarensen UMBR0T: Sigurbjörg Arnarsdóttir FORSÍÐft: Myndina tókÁsdís Ásgeirsdóttir. Kökur áforsíðu og á bls 2 eru bakaðar af Jóhannesi Felixsyni hjá Bakaríi Jóa Fel. \ I I Í Í i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.