Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 16
j 16 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ Frí innpökkun • Sérskreytum og pökkum myndum til tækifærisgjafa - fyrir brúðkaup og i LAUGARDAL afmaeli. Listaverkakort fylgir mynd Engjateigur 17 • Sími 568 0430 hverrL Opið: mánudaga - föstudaga kl. 12-18 • laugardaga kl. 11-14 Efst á óskalista brúðhjónanna! mest selda heimilisvélin í 50 ár • 5 gerðir hrærivéla í hvrtu, svörtu, bláu, rauðu og gráu • Fjöldi aukahluta • Islensk handbók fylgir með uppskriftum • Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir • Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðu nafni sínu og brúðkaupsdegi Þú gefur ekki gagnlegri gjöf Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28 ® 562 2901 og 562 2900 „ÉG HEF smám saman verið að færa mig yfir í svokallaða millirétti. Eins og nafnið ber með sér eru réttirnir ekki jafn þungir og venju- legir aðalréttir með tilheyrandi meðlæti. Milliréttir henta við flest tækifæri, t.a.m. skírnarveislur, af- mælis- og stúdentsveislur, og eru kjörnir fyrir síðdegisbrúðkaup," segir Jóna Gunnhildur Ragnars- dóttir veitingakona á Reyðarfirði. Jóna Gunnhildur er nánast sjálflærð í faginu. Eftir að hafa sótt nokkur matreiðslunámskeið til að fóta sig í byrjun fór hún að prófa sig áfram upp á eigin spýtur. Einn uppáhaldsefniviður Jónu Gunn- hildar er fiskur. „Ég hef sérstakt dálæti á síld og fiski og hef gaman af því að grafa mat. Huga þarf að undirbúningnum í tíma enda þarf maturinn oft að liggja í leginum í tvo til þrjá daga. Útkoman er þess virði og grafinn matur skapar veisluborðinu ákveðna sérstöðu miðað við hefðbundin köld borð,“ segir hún. Engum dylst að henni þykir gaman að bjóða upp á hreindýra- kjöt. „Hreindýrakjöt er afar bragð- mikið og skemmtilegt. Gallinn er hins vegar sá að oft er erfitt að nálgast kjötið og kaupa þarf þónokkurt magn í einu,“ segir hún og fellst á að gefa lesendum upp nokkrar af uppáhaldsuppskriftun- um sínum. GRAFLAXRÚLLA MEÐ REYKTUM SILUNGI Graflaxflak er skorið örþunnt eftir endilöngu, sett á plastfilmu, tvö stykki hlið við hlið. Fylling 300 g reyktur silungur úr Mývatnssveit 2 stifþeyttar eggjahvítur 1 dl sýrður rjómi 1 dl þeyttur rjómi 8 blöð af matarlími - mýkið í köldu vatni Silungurinn er rifinn niður. Rjóma, sýrðum rjóma, eggjahvítu, blandað saman við silunginn. Eftir að mat- arlímið hefur verið leyst upp í nokkrum dropum af koníaki eða vatni er því bætt við hræruna. Öðr- um helmingi hrærunnar er smurt yfir laxaflökin, salatblöð lögð yfir, og hinum helmingnum smurt ofan á. Að því loknu er flakinu rúllað upp eins og rúllutertu og komið fyrir í ísskáp yfir nótt. Skorið í sneiðar áður en borið er fram. DJÚPSTEIKTAR HREINDÝRABOLLUR MEÐ BLÁBERJASÓSU 500 g hreindýrahakk 2 tsk púðursykur 1A bolli brauðrasp 1 egg 1 tsk salt % tsk pipar 75 g rifinn gráðostur 1 rifinn laukur Hrærið öllu vel saman, mótið bollur og djúpsteikið fallega brúnar. Bláberjasósa Takið bláberjasultu úr einni krukku, bætið smá púrtvíni út í og hitið, þykkið með kartöflumjöli eða maizena. Skyrsíld 300 g skyr 2 dl þeyttur rjómi 1 smátt saxaður laukur 1 dós af marineraðri síld - best frá KK matvælum Þerrið síld og lauk. Hrærið skyri og rjóma vel saman og bætið síld og lauk út í. Borið fram með rúg- brauðsteningum. Snjóboltar 400 g smátt saxaðar döðlur 200 g súkkulaði 1 dl rjómi 30 g palmínfeiti 5 msk sérrí 4 msk flórsykur Hitið saman rjóma, súkkulaði, pal- mínfeiti og döðlur. Bætið síðan við sérríi og flórsykri og hrærið vel. Kælið og mótið í kúlur. Kúlunum er að lokum velt upp úr flórsykrin- um. GRAFINN HREINDÝRA- VÖÐVI MEÐ RIFSBERJASÓSU Hyljið vöðva úr læri með grófu salti í sjö klukkustundir. Blandið síðan saman: 2 msk salt 1Vx msksykur 1 msk sítrónupipar 2 msk sinnepsfræ 1/a msk mynta 1 msk rósmarín 2 msk timjan 1 msk dillfræ 1 Vá msk rósapipar Skolið saltið af kjötinu og þerrið. Þekið kjötið því næst með krydd- blöndunni og dreifið Vá dl af koníaki yfir allt saman. Látið kjötið standa í kæliskáp í tvo sólarhringa. Takið svo kjötið og frystið, skerið svo kjötið hálffrosið í þunnar sneiðar. Rúllið sneiðunum upp og setjið í litla smjördeigsbolla, setjið smá sósu í miðjuna og skreytið með t.d. dilli og kokkteilberi. Rifsberjasósa 1 dós sýrður rjómi 2 msk rifsberjahlaup 1/a dl púrtvín Þeytið vel saman. Þórarinn Guömundsson matreiðslumeistari - Veisluföng í allar veislur og samkvæmi fyrir 6 manns og fleiri. Alhliða borðbúnaðarleiga. Faglegar ráðieggingar og tilboð samdægurs. una heim í stoíli kaupið, afmælið og útskriftina matseðill í suðrænum stfl, léttur og ódýr! þess sem við kynnum í tilefni sumarsins, er nýr og spennandi veislumatseðill með mörgum valmöguleikum. Réttirnir eru bæði heitir og kaldir auk þess sem léttir réttir eru fjölbreyttari en áður. VERÐ FRÁ 980- KRÓNUM Á MANN. VHSLUSMIÐJAN Álfheimum 74, Glæsibæ, sími 588-7400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.