Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 8
8 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ irbúa Saumastofan Nálaraugað Fífuhjalla 6, 200 Kópavogi, sími 554 3938. Sérsauma íslensba þjóðbúninga kvenna fyrir öll hátíðleg tækifæri. Jófríður Benediktsdóttir, klæðskera- og kjólameistari. ÞAU ákváðu að láta gifta sig á gullbrúðkaupsdegi foreldra brúðgumans. Brúðguminn, Viðar Austmann Jóhannsson, segir það hafa haft tilfinningalegt gildi fyrir sig að ganga upp að altarinu á gullbrúðkaupsafmæli foreldra sinna en hann og Írís Fjóla Bjarna- dóttir gengu í hjónaband hinn 23. ágúst í fyrra. „Foreldrar mínir eru einstök hjón og mjög samrýnd. Þau njóta lífsins saman eftir að hafa komið upp börnum. Það var mjög gaman að geta fagnað með þeim þennan dag“, segir Viðar. „Við vorum með veisluna á Hótel Sögu og fengum tvær svítur, eina fyrir okkur og eina fyrir foreldra mína. Eftir okkar veislu sem heppnaðist frábærlega var síðan haldið upp á þeirra tímamót. Viðmótið og þjónustan sem við fengum þennan sólar- hring á Hótel Sögu var frábær." Bauð henni í Húsdýragarðinn - Hvernig kynntust þið? „Það var nú eiginlega fyrir milli- aöngu sameiginlegra vina,“ segir Iris. „Hlutirnir gerðust hratt en fyrsta stefnumótið okkar ákvað Viðar að yrði í Húsdýragarðinum. Vinir Viðars höfðu á orði að hann hefði valið Húsdýragarðinn svo ég vendist vinum hans þegar þar að kærni!" Viðar samsinnir þessu ekki heldur segir að þegar hann hafi falast eftir stefnumóti hafi hún verið á leið í Húsdýragarðinn með dóttur sína og hann hafi boðist til að sækja þær og bjóða þeim þangað. Útbjó sjálf brúðarvöndinn Brúðarvöndinn sá íris um að út- búa ásamt mágkonu sinni. „Mig langaði til að hafa skreytingarnar eftir mínu höfði, vildi t.d. hafa brúðarvöndinn venjulegan blóm- vönd. Á bílinn, í kirkjuna og í sal- inn útbjó ég ásamt vinkonu minni slaufur úr satíni og blúndum." Vinur þeirra í fornþílaklúbbnum lánaði þeim btlinn sinn og ók þeim á brúðkaupsdaginn og séra Sig- urður Árnason gaf þau saman [ Háteigskirkju. Systur brúðhjón- anna tóku á móti gestum og pabbi írisar, Bjarni Guðmundsson, leiddi hana inn kirkjugólfið. Stóri dagurinn „Þetta var alveg frábær dagur," segja þau svo til samtímis þegar við rifjum upp brúðkaupsdaginn. Þau verða svolítið skrítin á svipinn þegar ég spyr hvort Viðar hafi ekki séð kjólinn fyrr en í kirkjunni. „Jú, ég sá hann og þér að segja þá valdi ég kjólinn," upplýsir Viðar stolt- ur þegar myndir úr brúðkaupinu eru skoðaðar. fris bætir við að hún hafi viljað að Viðar væri ánægður með kjól- inn og því haft hann með í ráðum. „Ég var sjálf búin að fá augastað á tveimur öðrum kjólum en Viðar sá þennan og ég féll fyrir honum en ekki fyrr en ég var búin að máta hann.“ Átti gott samband við stjúpforeldra Viðar og fris áttu sitt hvort barn- ið þegar þau kynntust, Viðar á Ernu Rán sem er að verða tvítug og íris á Sunnu Mary sem er átta ára. -Var ekkert mál að sameina þessa flóknu fjölskyldu? „Jú, vissulega komu upp spurn- ingar í því sambandi en Erna Rán er orðin fullorðin og meira að segja ekki svo mikið yngri en ég. Við kviðum því mest að hitta hvor aðra en erum góðar vinkonur í dag“, segir íris. Hvað snertir Sunnu Mary þá hafði ég aldrei áhyggjur af því að Viðar yrði henni ekki góður. Ég bý sjálf að því að hafa átt stjúpmóður og stjúpföður og bæði reyndust þau mér mjög vel. Ég hef engar forsendur fyrir því að ætla að hann muni verða síðri í því hlut- verki.“ Viðar og fris eignuðust svo Margréti Ýr Austmann í byrjun þessa árs. Fjölskylduráðgjöf „Áður en við giftum okkur horfð- um við á foreldra mína og veltum fyrir okkur hvað við gætum gert til að eiga möguleika á farsælu hjónabandi sem entist í yfir fimmtiu ár“, segir Viðar. „Við lok- I hjónaband á gullbrúð- kaupsdegi foreldra brúðgumans AÐ brúðhjónin stígi brúðarvalsinn í brúðkaupsveislunni setur skemmtilegan svip á brúðkaupið. Kara Arngrímsdóttir, annar eig- andi Dansskóla Jóns Péturs og Köru, segir æ algengara að verðandi brúðhjón komi í einn til tvo einkatíma til að læra að dansa valsinn eða hressa upp á fyrri kunnáttu í valsi. Stundum komi foreldrar beggja með í danstímann. Með því móti geti þrjú pör hafið dansinn í brúðkaupsveislunni. Aðrir Á BRÚÐKAUPSDAGINN. Brúðhjónin Iris Fjóla Bjarnadóttir og Viðar Austmann Jóhannsson ásamt Ernu Rán, dóttur Viðars, og Sunnu Mary, dóttur irisar. Með þeim á myndinni eru foreidrar Viðars þau Þórhalla Karlsdóttir og Jóhann Eymundsson. um ekkert augunum fyrir því að helmingur hjónabanda endar með skilnaði. Tvö af hverjum tólf hjónaböndum eru hamingjurík en hin tíu eru byggð á öðrum for- sendum. Við ákváðum því að fara í fjöl- skylduráðgjöf hjá Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar til að undirbúa okkur fyrir hjónabandið. Við vildum fá aðstoð til að skilja hvort annað og geta sett okkur í spor hvors annars. Við kunnum oft ekki að leysa ágreining á sanngjarnan hátt, þetta snérist yfirleitt um að vinna og tapa.“ Betra hjónaband sláist svo smám saman í hópinn. f öðrum veislum stígi aðeins brúðhjónin dans. Kara segir að mjög gaman sé að vinna með pörunum. „Dagurinn tengist spenningi og tilhlökkun. Við smitumst auðvitað af því og reyn- um að gera stundina hérna eins skemmtilega og hægt er - passa upp á að fólk fari ekki að kvíða fyr- ir að stíga dansinn. Að sporin séu einföld og dansinn verði smekkleg- ur,“ segir hún og tekur fram að ef hún hitti pörin eftir giftinguna lýsi þau oft yfir sérstakri ánægju með að hafa skellt sér í danstíma. Oftast nægir brúðhjónum að koma í einn hálftíma einkatíma til að læra valsinn og kostar hver tími 1.300 kr. Stundum koma pörin aftur rétt fyrir brúð- kaupið. Ekki hefur verið tekið hærra verð fyrir fleiri pör, t.a.m. þrjú í sama tíma. Morgunblaðið/Kristinn GUÐNÝ Danivalsdóttir og Egill Lár- usson endurnýjuðu kunnáttu sina í valsi fyrir brúðkaupið. íris bendir á að upprunafjöl- skyldur þeirra séu ólíkar og vænt- ingarnar sem þau hafi verið með til sambandsins hafi ekki alltaf verið þær sömu. Þau eru sammála um að ferðirnar þeirra til fjölskylduráðgjafans hafi skilað sér í betra hjónabandi en ella. „Mörg pör kannast við að geta deilt endalaust vegna heimil- isverkanna og telja að makinn sé með stanslaust nöldur og leiðindi. Á tímabili var okkar „skitastuðull" mjög ólikur en okkur tókst að nálgast hvort annað á þeim vett- vangi. Við erum viss um að flest pör hefðu gott af því að undirbúa sig fyrir hjónabandið með þessum hætti. Tveir einstaklingar eru aldrei eins og við teljum það styrkleikamerki að vilja leggja vinnu í sambandið áður en gengið er upp að altarinu." ÍRIS Fjóia Bjarnadóttir og Viðar Austmann Jóhannsson. ÞÓRHALLA Karlsdóttir og Jóhann Eymundsson fyrir 50 árum. HRI'SGRJÓNUNUM rigndi yfir þau. VANTAR ÞI C3 SAL FYRIR hríifiUaupiö VEISLUSALUÍL F ÓSTBRÆÐRA FÓSTDMÐRAHCIMILINU, LANOHQLTBVCDI 109-1 1 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.