Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 14
14 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ UNNUR fór íprufu-hárgreiðslu til Ellu á hárgreiðslustofunni Lúðvík XVI. JÖKULL þvoði og bónaði brúðarbílinn af stakri natni á fimmtudeginum. SIGURÐUR Sigurðsson í Sólblóminu a Hver man ekki eftir því þegar Morgunblaðið greindi frá því að ungur maður hefði birt unnustu sinni bónorðið á stóra auglýsingaskiltinu á Kringlunni. Eftir að honum hafði tekist að sannfæra hana um að honum væri full alvara tók hún bónorðinu og giftingin fór fram 9. maí sl. Unnur Halldórsdóttir segir að eini gallinn hafi verið að dagurinn hafi liðið alltof fljótt. Brúðkaupið hefði helst þurft að standa í viku. HIN nýgiftu hjón gáfu góðfúslegt leyfi tíl þess að greint yrði frá undir- búningi brúðkaupsins í máli og myndum. Þegar til átti að taka kom í Ijós að eðlilegt væri að rekja söguna lengra aftur. Ekki aðeins að bónorðinu heldur því hvernig Unnur og Jökull kynntust bjart vorkvöld árið 1995. „Ég sá að símsvarinn blikkaði þegar ég kom heim úr vinnunni seint að kvöldi 19. maí. Á símsvaranum sagði ókunn karlmannsrödd: „Unnur, ég heiti Jökull. Ég er í heimsókn hjá Völlu, frænku þinni. Við vorum að skoða myndir af ykkur saman í Munchen. Mig langar svo til að kynnast þér - viltu hringja í mig?“ Ég hugsaði náttúrlega með mér að maðurinn væri illa klikkaður og fór svo að sofa,“ segir Unnur hiæjandi þegar hún rifjar upp aðdrag- andann að því að þau Jökull fóru að draga sig saman. Daginn eftir hringdi Valla, frænka Unnar, í hana. „Valla spurði mig hvort ég væri búin að hringja í Jökul. Ég neitaði því og tók því fjarri að ég færi að leggja lag mitt við jafn ör- væntingarfullan piparsvein. Nú líður og bíður og Valla hringir í mig aftur til að spyrja mig hvort ég vilji koma út með sér helgina á eftir. Mér leist í fyrstu ágætlega á að fara með henni út. Eftir að hún sagði mér að fleiri myndu slást í hópinn, Maja og Óðinn, kunningjar hennar, og ef til vill Jökull fóru að renna á mig tvær grímur. Að endingu ákvað ég hins vegar að láta slag standa enda var ég að drepast úr forvitni. Ég hitti Jökul og við urðum fljótt hin- ir mestu mátar. Ekki spillti heldur að blóm tóku að streyma til mín í vinn- una,“ segir Unnur og tekur fram að sagan sé alls ekki búin. „Ég brann lengi I skinninu að fá að vita hvað hefði rekið Jökul til að tala inn á símsvarann og stundi spurn- ingunni loks upp um haustið. Jökull sagðist ekki vita hvað ég væri að tala um og kannaðist hvorki við að hafa séð myndina af okkur Völlu né að hafa talað inn á símsvarann. Smám saman rann upp fyrir okkur Ijós og með bellibrögðum tókst okk- ur að fá Völlu til að viðurkenna að Maja og Óðinn hefðu komið í heimsókn til hennar, séð myndina af okkur Völlu og Óðinn talað inn á símsvarann. Ég þekkti auðvitað ekki röddina og hafði ekki eina mínútu í þrjá mánuði efast um að Jökull hefði talað inn á símsvarann." Opinbert bónorð Unnur og Jökull fluttu saman og hann bað hennar, eins og frægt er orðið, 22. nóvember einu og hálfu ári síðar. „Ég bauð henni í bíltúr tveimur dögum eftir afmælið hennar og tók einn nágranna okkar með. Hann var með myndbandsupptökuvél og ég sagði Unni að við þyrftum að koma aðeins við til að taka svolítið upp. Hún tók því vel og við stöðvuðum þílinn niður við Kringlu. Við vorum að rabba saman og ég sagði að hún skyldi fylgjast vel með Ijósaskiltinu," segir Jökull og Unnur skýtur inn í að hún hafi haldið að Jökull væri að vekja athygli hennar á frumlegri auglýsingu en því fór fjarri. „Allt í einu blasti við mér á Ijósaskiltinu „Elsku Unnur mín - til hamingju með daginn" og á næstu flettimynd „Viltu giftast mér - þinn Jök- ull.“ Á myndbandinu sést reinilega hvað ég var forviða. g var viss um að Jökull væri ekki með öllum mjalla þar sem hann kraup fyrir framan mig í snjónum og beið eftir svari. Smám saman áttaði ég mig og spurði í gríni hvort hann væri búinn að biðja foreldra mína um hönd mína og hann játti því og sagðist hafa beðið mín í bundnu máli. Nú gat ég ekki annað en hlegið og játast hon- um,“ segir Unnur og Jökull bætir við til skýringar á því að bónorðið hafi ekki farið fram á afmælisdeginum að Unnur hafi verið við nám í rekstrarfræði á Bifröst. Vegna námsins og fæðingar frumburðarins, Halldórs Páls, 4. júní í fyrra, var giftingunni frestað þangað til 9. maf. „Við byrjuðum á því að tala við sr. Sigurð Helga Guðmundsson, sóknarprest I Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, um mánaðamótin nóvember og desember. Hann hefur séð um flestallar kirkju- legar athafnir í fjölskyldunni minni og tengdist okkur persónuleg- um böndum eftir að foreldrar mínir létust árið 1990. Ég man að á leiðinni vorum við að hugsa um að snúa við af því að við værum að koma allt of snemma. Sú var hins vegar ekki raunin því að þegar við komum og sögðumst ætla að bera fram sér- staka ósk sagðist Sigurður vera hræddur um að erfitt yrði að liðsinna okkur enda væru allar helgar upp- teknar ár fram í tímann. Hann vildi samt vita hvaða helgi við værum að hugsa um og þegar við sögðumst vera að hugsa um 9. maí, afmælis- TVÆR blómarósir hughreystu Jökul á meðan hann las upp Ijóð á Ingólfstorgi ífærður bleiu. HRÍSGRJÓNIN voru látin bylja á brúðhjónunum eftir athöfnina í Viðisstaðarkirk dag móður minnar, og nefndum tí- mann sagði hann einfaldlega: „Já, það er laust,“ og engu líkara en þar hafi æðri máttarvöld togað í spott- ana,“ segir Jökull. Frumlegir vinir Á svipuðum tíma var gengið frá húsnæði og veisluföngum fyrir brúð- kaupið. „Við fórum svo að huga að öðrum undirbúningi, semja boðskortið og ég að velja kjólinn, í janúar og febrúar. Annars var álagið á okkur sjálfum ekki svo mikið því að foreldrar mínir og aðrir aðstand- endur okkar beggja voru afar hjálp- legir. Vinkonur mínar sáu svo um að skreyta salinn," segir Unnur og talið berst að steggja- og gæsapartíi viku fyrir sjálfa giftinguna. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég sat hérna inni og heyrði allt í einu hóp karla arga og garga fyrir framan stóran bíl hérna úti á plani. Þarna var hópurinn „Golden Boys Society" og nokkrir vildarvinir komnir að sækja mig og fara með mig í Bláa lónið. Þar var ég klæddur og settur í hálfgegnsæja gula sundskýlu. Eftir heimsóknina I Bláa lónið var ég sendur I límósínu frá A. Hansen með tveimur skvísum niður í bæ. Á Ingólfstorgi var ég færður í stóra bleiu og látinn lesa Ijóð á sviðinu fyrir framan Hlöllabáta. Ég þurfti sem betur fer ekki að vera lengi í bleiunni og eftir uppákomuna fengum við okkur að borða á Pizza 67 og hittum svo Unni og hennar hóp á Café Romance," segir Jökull. í GÆSAPARTÍINU einbeitt á svip. En Unnur hafði ekki haft hugmynd um að til stæði að halda henni gæsapartí. „Ég sat heima hjá mömmu og var að brjóta saman servlettur þegar flautukór heyrðist af götunni fyrir framan. Inn þustu vin- konur mínar og systir, sem býr úti á landi, afhentu mér leyfisbréf og skemmtilega grínmynd og námu mig á brott. Með viðkomu í Kringlunni var brunað niður á Hótel Loftleiðir þar sem dekrað var við mig áður en við fórum út að borða á Café Óperu. Ég var líka látin gera nokkur listaverk og átti að selja þau á veitingastaðn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.