Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 15 fhendir Jökli brúðarvöndinn. VALLA frænka hagræðir kjólnum á Unni um tvöleytið á brúðkaupsdaginn. um eftir matinn. Þjónninn bjargaði mér hins vegar með því að bjóða okkur yfir á Café Romance og þegar við hittum Jökul og hans hóp var ég svo heppin að bróðir minn og mágur keyptu upp listaverkin." Ekkert stress Brúðkaupsdagurinn rann upp bjartur og fagur. Jökull fékk úr og gaf Unni hring og hálsfesti með tveimur litlum hjörtum í morgungjöf. „Við sváfum hérna heima en Halldór Páll var í pössun um nóttina. For- eldrar mínir komu svo með morgun- mat til okkar um áttaleytið. Ég fór í snyrtingu og hárgreiðslu um tíuleyt- ið. Þaðan fór ég heim til mömmu. Mér fannst mjög gott að vera komin þangað tímanlega eða um tvöleytið til að vera ekki í neinu stressi," segir Unnur og Jökull tekur undir að þau hafi verið mjög afslöppuð. „Ég fékk að klæða mig hjá bróður mínum. Þar var talsvert um að vera því að hár- greiðsludama var að greiða brúðar- meyjunum og mágkonu minni. Hún hafði á orði hvað ég væri afslappað- ur, kæmi varla við jörðina heldur svifi áfram.“ Athöfnin var afar hátíðleg. „Sr. Sigurður lagði áherslu á kærleikann. Hann sagði sögu af því að maður nokkur hefði svarað því til að stóra ástin væri ekki til heldur ættu ótelj- andi litlar ástir að vera til í hverju sambandi. Allir voru sammála um að Diddú hefði sungið eins og engill. Við höfðum valið þrjú lög og lagt áherslu á að tengja tónlistana for- eldrum okkar. Fyrsti sálmurinn, „Vor Guð í Jesú nafni nú“, var leikinn við giftingu tengdaforeldra minna, annar við lagið Amazing Grace var í sér- stöku uppáhaldi hjá mömmu minni. íslenskan texta við lagið og þriðja lagið, Love Me Tender, samdi sr. Sigurður sjálfur. Hörður Áskelsson lék mjög skemmtilega á orgelið," segir Jökull. Eftir athöfnina fóru nýgiftu hjónin í myndatöku til Sigríðar Bachman. Unnur segir að léttur andi hafi verið á meðal gestanna, um 150 manns, þegar þau komu í veisluna. „Á með- an beðið var eftir okkur hafði verið boðið upp á óáfengan fordrykk. Við höfðum valið að hafa hann óáfengan af því að við buðum börnum í veisl- una og fannst því ekki við hæfi að fullorðna fólkið væri að sötra áfengi." Forrétturinn í veislunni var sjávarréttahlaðborð. í aðalrétt var boðið upp á lamba- og svínakjöt og eftir dálítið hlé þar sem brúðhjónin blönduðu geði við gestina var borin fram brúðarterta á mörgum hæðum. „Jökull hélt þakkarræðu og ég sagði frá fyrstu kynnum okkar Jökuls og kallaði sökudólgana, Völlu, Maju og Óðin, fram. Bræður okkar héldu ræður og annar bróðir Jökuls flutti um okkur frumsaminn Ijóðabálk. Skólasystir mín, Agnes Vala, og margfaldur sigurvegari í Bifróvision hóf upp raust sína og leikið var á píanó og klarinett. Píanóleikarinn tók sig svo til og fékk tvo vini sína til að syngja með sér lag fyrir okkur,“ segir Unnur. Þau segja að andinn hafi enn verið léttur og fjölmargir gestir enn eftir í veislunni þegar þau Jökull hafi haldið heim um hálf eitt um nóttina. 250 risablöðrur „Jökull hafði takið þátt í að rústa tveimur íbúðum brúðhjóna svo að ég átti ekki von á góðu og hafði á orði við hann að ef allt væri á hvolfi í íbúðinni myndum við fara á hótel. Ég var því bæði hissa og glöð þegar allt reyndist vera í stakasta lagi í stof- unni. Aðra sögu var að segja af ástandinu í eldhúsinu. Allir stólarnir höfðu verið teknir í sundur og borð- platan lögð ofan á. Borðfæturna kom ég ekki auga á í fljótu bragði," segir Unnur. En eldhúsið var aðeins forsmekkurinn að ástandinu í svefn- herberginu. „Við ætluðum varla að geta opnað svefnherbergisdyrnar fyrir 250 risastórum uppblásnum blöðrum. Blöðrurnar náðu okkur nánast upp á háls svo að dágóða stund tók að rýma herbergið. Ekki var heldur allt búið því að rúmið var fullt af hrísgrjónum og kampavíns- flaska var látin fljóta með,“ bætir hún við. Daginn eftir tóku Unnur og Jökull upp brúðkaupsgjafirnar í hópi nán- ustu vina og ættingja og á mánu- daginn lá leiðin upp f sumarbústað. Nú eru þau komin heim og eiga von- andi langt og farsælt hjónaband fyrir höndum. Sissa £ Hannes Lauaaved 25. simt 5620623

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.