Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ A. 22 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 „Fyrstu árin fara gjarnan að fi nna sig i eigin- manns- og eiginkonuhlut- verkinu. Hjón þurfa að standa undir vænt- ingum, innan og utan heimilis, og oft skapast vandamál í kringum „praktíska" hluti," segir Hrefna Olafsdóttir, fjöl- skyldumeðferðarfræðing- ur og lektor í félags- ráðgjöf við HÍ, um fyrstu hjónabands- og sam búða rarin. HREFNA útskýrir aö vandinn snúi gjarnan að hlutverkaskipan. Hjón gangi útfrá því að jafnræði ríki inn á heimilinu og þurfa aftur og aftur að svara spurningum um hvað sé í verkahring hvors fyrir sig. Bæði körlum og konum er vandi á hönd- um. „Þjóðfélagið sendir körlum skýr skilaboð um að standa sig í „skaffara“-hlutverkinu. Að karlar eigi að vera á framabraut úti á vinnumarkaðinum og standa sig í stykkinu varðandi fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar. Með kvennabaráttunni urðu til vænting- ar til karla um að taka að sér að sinna búi og börnum til jafns við konur. Nú eru karlar í eins konar millibils ástandi og reyna að sinna hvoru tveggja. Karlar eru lítið farnir að bera sig til við að brjótast út úr mynstrinu og gera eigin kröfur, t.a.m. um að fá að vera meira með börnunum. Núna eru karlar sífellt að afsaka sig enda ekki nema von Morgunblaðið/Ásdís HREFNA Ólafsdóttir er lektor í félagsráðgjöf við HÍ. því að algengt er að talað sé í neikvæðum anda um karla og allt sem karllegt er á borð við sérstök áhugamál karla, t.d. fótbolta. Karl- ar eru í vörn og láta ýmislegt yfir sig ganga í samböndum eða oft allt þar til kynlífið er tekið frá þeim. Þá er þeim oft nóg boðið enda taka þeir oft á sig ábyrgð á kynlíf- inu og fá á móti sér frasa eins og „þú hugsar ekki um annað“,“ segir Hrefna. Eins og vandi karla tengist vandi kvenna hugmyndum úr fortíð og nútíð. „Nú eru einnig gerðar kröfur til kvenna um að standa sig á vinnumarkaðinum. Hins vegar kvarta konur gjarnan yfir því að samfélagið geri konur enn ábyrgari heima fyrir, t.d. séu tengsl foreldra og skóla á ábyrgð kvenna. Ein hlið vandans felst í því að um leið og þjóðfélagið þrýstir á að hjónin taki jafnt til hendinni inni á heimilinu finna konumar fyrir því að vera gerðar ábyrgar fyrir útkomunni. Konurnar þurfi því að setja rammann um hvað eigi að gera, sjá til þess að verkefnin séu rétt og vel unninn," segir Hrefna og tekur fram að fyrsta skrefið gæti falist í því að konurnar væru aðeins af- slappaðri gagnvart vinnubrögðum karlmannanna. Tvö vandamál tengjast oft fyrstu sambúðarárunum. „Annað felur í sér að skapa hefðir á þriðja heimili. Hvorugur getur vænst þess að geta haldið öllum siðum og venjum æskuheimilisins. Eðlilegt er að vekja athygli á því að ólíkir siðir tíðkist á æskuheimilunum og spyrja makann hvaða hugmyndir hann hafi í tengslum við nýja heim- RAYMOND WEIL GENEYE KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 588 7230, FAX 588 7232 WWW.LE0NARD.IS S 0X0 FRÍHÖFN KEFLAVÍKURFLUGVELLI, SÍMI 425 0800, FAX 588 7232 WWW.LE0NAR0.IS ilið. Með því að ræða saman fæst langoftast viðunandi lausn. Hitt vandamálið tengist því að lengja tengslin við foreldrana. Stundum heyrist „þú ert bara alltaf hjá mömmu þinni“ en ekki er nema eðlilegt að tengsl við foreldrana séu enn náin fyrstu búskaparárin. Ekki er heldur verra að geta leitað ráða hjá pabba og mömmu, t.d. í tengslum við foreldrahlutverkið. Unga fólkið öðlast svo smám sam- an aukið sjálfstæði." Karlar vilja láta verkin tala Eins og jurtirnar þarf að næra til- finningasambandið. „I tilhugalífinu þegar fólk er að kynnast gefst nægur tími til að vera saman. Smám saman verða verkefnin fleiri og færri stundir gefast fyrir hvort annað. Hins vegar megum við ekki gleyma því að sinna sambandinu og næra ástina enda er hætt við að ástin deyi sé hún ekki nærð. Hjón ættu að leggja sig fram um að eyða ekki frítímanum í að deila heldur vera saman á jákvæðan hátt. Við eigum ekki að leyfa okkur að koma heim og gera stórmál úr smáræði af því að við erum þreytt og erum undir álagi í vinnunni. Boltinn hleður utan á sig í sam- ræðunum og endar á því að ef makinn hegðaði sér eða væri öðru- vísi væri allt gott. Algjört grundvall- aratriði er að byrja á því að líta í eigin barm og velta því fyrir sér af hverju maður er neikvæður. Hvað maður getur gert til að skapa jákvætt og gott andrúmsloft." Konur kvarta gjarnan yfir því að erfitt sé að fá karla til að tala um sambandið. „Já, konur hafa gam- an að því að tala um sambandið og eru góðar í því,“ viðurkennir Hrefna. „Stundum eru konur meira að segja of áfjáðar í að tala um sambandið, t.d. tala konur stund- um um eitthvað í sambandinu við vinkonur sínar áður en þær tala við karlinn. Umræðan breytir engu og viðheldur aðeins ríkjandi ástandi. Karlar eru eins og þú þentir rétti- lega á oft ekki sérstaklega áfjáðir í að tala um sambandið fram og til baka eins og konurnar. Þeim mun viljugri eru karlarnir til að taka á vandanum. Konurnar verða því að vara sig á því að tala karlana í kaf og hlusta eftir því hvað kemur frá þeim.“ Framhjáhald ekki góð byrjun Hrefna segir að stundum verði erfiðleikar til þess að fólk fari að fara út að skemmta sér hvort í sínu lagi. Slíkt sé ógn við sambandið enda fari fólk út til að hitta annað fólk. „Að eyða of miklum tíma í vinnunni hefur heldur ekki góð áhrif á sambönd. Sambandinu er ekki sinnt jafn vel og stundum kemur fyrir að tengsl myndast milli fólks í vinnunni. Auðvitað er ekki nema eðlilegt að stundum komi fyrir að fólk laðist að einstaklingi af hinu kyninu. Vandinn er að láta ekki tengslin þróast út í tilfinninga- samband. Ég viðurkenni að mörkin geta stundum verið óljós en t.d. þegar fyrsta hugsunin að morgni fjallar um vinnufélaga af hinu kyn- inu, sem maður er spenntur fyrir, er hugsanlega komið að hættu- mörkum. Þú hlakkar til dæmis til að fara í vinnuna af því að þar er alltaf svo skemmtilegt. Annað en heima; allt svo ömurlegt þar. Eina ráðið er að bæta sjálfur úr því og koma með hugmyndir um hvernig hægt sé að gleðja makann og gera fjölskyldulífið skemmtilegra, t.d. með því að stinga upp á því við makann að elda góðan mat sam- an, fara I gönguferð eða sund eftir vinnu." Stundum er stofnað til sam- bands skömmu eftir að öðru er lokið. „Konur búa oft einar í ein- hvern tíma áður en stofnað er til sambands aftur og ráðleggja körl- um gjarnan að gera slíkt hið sama. Hins vegar virðast karlar eiga erfið- ara með að skapa heimilislegar aðstæður fyrir sjálfa sig og sækja gjarna fljótt í annað samband. Hvort heldur konan eða karlinn er að koma úr öðru sambandi verður sá að gæta að því að yfirfæra ekki viðbrögð fyrri makans yfir á núver- andi maka. Hver og einn ætti að reyna að læra af fyrra sambandi og láta ekki eldri vandamál fylgja inn í nýtt samband," segir Hrefna. Þeg- ar forvitnast er um sambönd sem sprottin eru úr framhjáhaldi þá segir Hrefna að útgangspunkturinn séu svik og því sé erfitt að byggja upp traust í slíku sambandi. „Þannig er oft undirliggjandi efi sem byggir á því að makinn geti alveg eins svikið núverandi maka sinn eins og fyrrverandi maka sinn.“ Einhleypingar ógnun í hjónahópum? Hrefna segir að því miður sé mun minna lagt í makaval en tilefni sé til. „Sá andi er ríkjandi hér að makaval komi eins og af sjálfu sér. Allt öðruvísu heldur en t.d. í Band- aríkjunum þar sem fólk fer á stefn- umót til að kynnast öðrum. Hér má helst ekki gefa. upp að maður sé að leita sér að maka og alltof sjald- an bjóða hjón úr vinahópnum t.a.m. einhleypum vinum heim til að kynnast. Annars er því miður ákveðin tilhneiging fyrir hendi til að hjónafólk og einhleypingar skemmti sér sitt í hvoru lagi og kann hluti af skýringunni að felast í því að einhleypingar séu taldir ógnun við sambönd hinna. Ég hef heyrt talað um að eftir skilnað breytist mynstrið og hinum ein- hleypa sé ekki lengur boðið í mat heldur droppi hann við,“ segir hún og er spurð að því hvort hægt sé að líta svo á að allir einhleypingr séu á einhvern hátt að leita sér að maka. „íslenskt samfélag er fjöl- skyldusamfélag og flestir sjá sjálf- an sig í því mynstri a.m.k. einhvern tíma á ævinni. Hins vegar er að verða algengara að fólk hafi áhuga á að búa eitt, a.m.k. tímabundið." Hrefna segir að algengara sé að fólk óski aðstoðar fagfólks við sam- búðarvanda. „Algengast er að fólk mæti í rúmlega klukkustundar löng viðtöl einu sinni í viku. Mjög mis- jafnt er hvað meðferðin nær yfir langt tímabil en það er allt frá fáein- um skiptum til langs tíma. Með- ferðin virðist í flestum tilfellum koma að gagni og styrkir oft hjónin við að taka á vandamálum síðar í hjónabandinu. Auðvitað ganga svo sambönd ekki alltaf upp og ég get nefnt að ef framhjáhald er í gangi og kemur ekki upp í viðtölunum er mjög erfitt að hjálpa fólki. Ef á hinn bóginn fólki tekst að vinna sig frá framhjáhaldi verður sambandið oft traustara eins og reyndar gerist al- mennt þegar fólki tekst að vinna sig út úr miklum erfiðleikum saman."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.