Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 12
12 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ „BEST er að panta blómin fyrir brúðkaupið með ekki minni fyrir- vara en einum mánuði. Parið kem- ur til mín og reifar hugmyndir sínar. Ég vil gjarnan fá að vita hvernig brúðarkjóllinn sé í sniðinu og hvort að búið sé að ákveða hárgreiðsl- una. Á meðan reyni ég að hlusta eftir manngerð brúðarinnar. Hvort hún sé hlédræg eða áræðin og vilji láta bera á sér þegar hún gengur inn kirkjugólfið," segir Sigurður Sigurðarson, eigandi Blómabúðarinnar Sólblómið í Kringlunni, um valið á brúðar- vendinum. Sigurður segir eðlilegt að hafa ýmsa þætti í huga þegar blómin séu valin. „Ég get nefnt að hafa verður í huga hvort brúðkaupið fer fram hjá borg- ardómara eða í kirkju. Hvað brúðurin er gömul, klæðnað brúðarinnar, hárgreiðsluna, háralit og svo manngerðina eins og ég minntist á,“ segir hann. Fyrsta skrefið er að velja rósina. „Rósin ræður ferðinni fyrir aðrar tegundir blóma í vendi og skreyt- ingar. Brúðguminn fær smækkaða útgáfu af vendinum og svaramað- urinn eina rós með grænu. Brúðar- meyjamar fá litla vendi.“ Algengt er að beðið sé um aðrar blómaskreytingar en fyrir mann- fólkið. „Oft setjum við saman skreytingar í sama stíl og brúðar- vöndurinn í kirkjuna og veisluna. Stundum erum við meira að segja beðnir um að skreyta bílinn í stil.“ Hvítt alltaf við hæfi Sigurður hnýtti 5 gerðir brúðar- vanda fyrir blaðaukann. Fyrst víkur hann máli sínu að dæmigerðum sí- gildum brúðarvendi. „Brúðarvönd- urinn er einfaldur, aðeins í hvítum og grænum lit, og kallar hvíti litur- inn þann græna ákaflega vel fram. Um leið er vöndurinn stílhreinn og WTl vöndurinn ^S*aðið/Kris« hreinn og fauegur akaf/ega stí/- hæfir vel flestum Ijósum brúðar- kjólum. Ekki spillir heldur fyrir að vöndurinn fer vel við flestan háralit og förðun," segir hann. Hann snýr sér því næst að marg- litum sumarvendi. „Aðalblómið er ferskjulit rós eða svokölluð „sur- prise“ rós. Með henni er fjólublár silkivöndur, daggarbrá, bergflétta og fleira grænt. Daggarbráin hefur verið að ryðja sér til rúms á megin- landinu og er eins og glögglega má sjá skyld baldursbránni. Glaðlegir litirnir bera með sér léttleika og sumarblæ. Vöndurinn á því afar vel við í dagbrúðkaupi, jafnvel utan dyra, að sumrinu til,“ segir hann og bætir við að vöndurinn hæfi vel öll- um gerðum brúðarkjóla. Eldri brúðir eru ekki alltaf í dæmigerðum brúðarkjólum. Stundum eru brúðirnar í fallegum einföldum kjólum, stuttum eða síð- um, eða drögtum. „Að halda ekki á brúðarvendi er hins vegar frekar tóm- legt og því er gjarnan óskað eftir því að við setjum saman snyrtileg- an, lítinn vönd. Kúlulaga vendir eru til- valdir og hæfa flest- um sniðum og lit- um. Lengri vendir, allt að einum metra, hæfa fremur yngri brúðum í íburð- armeiri kjólum. Vendirnir ná stund- um niður í gólf og eru vendirnir oft látnir liggja á veisluborðinu í veisl- Eins og í öðru eru tískusveiflur í litum og lögun brúðarvanda. „Nú virðist vera að komast í tísku að vera með um 40 cm langt skaft á vöndunum. Utan um skaftið er svo vafinn vír í stíl við litina í vendinum. Ég hef vafið kopar utan um skaftið í stíl við Leonitas-rósina í vendin- um. Önnur blóm í vendinum eru svokölluð hyberikum ber, hvítur silkivöndur, galaxy-blöð og liljur," segir Sigurður. Hann segir að brúðurin láti vöndinn ýmist hvíla í öðrum handarkrikanum eða haldi um hann báðum höndum. „Vönd- urinn er skemmtilegur fylgihlutur og gefur tilefni til að farið sé með myndatökuna út í náttúruna." Eins og að ofan er Leonitas-rós- in uppistaðan í fimmta vendinum. „Leonitas-rósin er ákaflega vinsæl lÍÖNÍTÁs^ósirTer tfóku- rósin um þessar mund.r. enda afar sérstök á litinn," segir Sigurður. „Uppbygging vandarins er hins vegar hefðbundnari og vöndurinn meira á ská. Skálagið hentar sérstaklega vel þegar hálsmál brúðarkjólsins er flegið,“ bætir hann við. Aðstoðið vini og ættingja við að fmna réttu gjöfina Skráið ykkur á brúðarlista hjá okkur Villeroy&Boch Kringlunni 8-12, s.533 1919 ;gar blómaskreytingar BRUÐIR eru íhaldssamar þegar kemur að vali á brúðarvendi, segir Uffe Balslev, kennari á blóma- skreytingabraut Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum. „Stíll og litaval ræðst mikið af þeim kjól sem val- inn er. Appelsínugult hefur verið mjög vinsæll litur í brúðarvendi undan- farið en einnig er rautt litur sem alltaf er vinsæll. Litaval virðist fremur ráðast af smekk brúðarinn- ar en tískustraum- um, og er litaval meira en oft áður.“ Barmblóm brúðgumans, brúðarmeyjavend- ir, borðskreytingar og jafnvel skreyt- ing í kirkju og á bílinn er síðan löguð i stíl við brúðarvöndinn. Að sögn Uffe eru nú einnig áberandi and- 9erö brúöa 'an* "tmSKeið < stæður í sama hann er bundin a'Fyrir afan vendi. Ljósir litir vund/nn vondur. og dökkir, þungt efni og létt, gróft og fíngert veljast saman. Við einfalda kjóla eru iðu- lega valdir heldur smærri vendir en íburðarmeiri kjólar kalla á stærri vendi. Nú er að sögn Uffe að koma fram ný stefna á Norðurlöndum sem hefur kallst gegnsær stíll. Það er í raun blanda af mismunandi stílbrigðum. Engin miðja er í vend- inum, form hans er fljótandi og ^FFE9h7ltný/pdlSHa<steinsdóttir nelt ny/ega námskeið áhersla er lögð á andstæður, mikið er notað af fíngerðu léttu efni í bland við annað grófara. „Galdur- inn er að hafa vöndinn spennandi, láta sjást í gegnum hann og binda hann þannig að eitthvað sé á bak- við en einnig yfir. Hér er ekkert handfang en vöndurinn er látinn hanga á hendinni sem verður þannig hluti af honum." Á námskeiði sem nýverið var haldið um gerð brúðarvanda kom fram að sífellt er meira lagt í hand- verkið. Bundnir vendir eru sífellt að verða vinsælli, þá skipta rétt handtök öllu máli. Vöndurinn er ekki lagaður í oasis heldur hvert einstakt blóm bund- ið í vöndinn. Þetta er að sögn Uffe tíma- frekara, en vendirnir verða bæði fallegri og betri. Þróunin hér á íslandi hefur orðið sú að blómvendi er hægt að kaupa í hverri stórverslun en góða vendi og einstaklings- bundna þjónustu fær viðskiptavin- urinn í sérverslun með blóm. Því er mikilvægt að blómaskreytingafólk kynni sér þær breytingar sem stöðugt eiga sér stað í skreyting- um og þar eru brúðarvendir ekki undanskildir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.