Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 17 Lykm n n a Misjafn smekkur Hann segir að stundum geti eldri kynslóðin ekki orða bundist um tónlistarsmekk yngri kynslóðarinn- SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Hjálpar brúð- hjónum að velja tónlist „HVER hefur sinn tónlistarsmekk og úrvalið er auðvitað óþrjótandi. Lykillinn að því að velja rétt felst í því að vera opinn og lifandi. Hug- myndirnar verða til í samráði við brúðhjónin og stundum er leitað í smiðju séra Pálma enda er hann sérlega hugmyndaríkur," segir Guðni Þ. Guðmundsson organisti í Bústaðakirkju um val á tónlist við kirkjulega hjónavígslu. Guðni hefur langa reynslu af því að leika á orgelið við kirkjulegar at- hafnir í Bústaðakirkju. „Á fyrstu ár- um mínum með hr. Ólafi Skúlasyni var minna beðið um söng en nú er. Með árunum hafa orðið töluverðar breytingar og í dag er algengt að flytja hefðbundna tónlist í bland við óhefðbundna," segir Guðni. Minnst einn brúðarsálmur Hann segir misjafnt hvort efnt sé til sérstaks fundar með brúðhjón- unum vegna tónlist- arflutningsins. „Ef verðandi brúðhjón hafa ákveðnar skoðanir á því hvaða tónlist skuli leikin og lögin eru þekkt er stundum hægt að ganga frá því hvað leikið verður við athöfnina í gegnum síma. Mér finnst hins vegar ágætt að ræða málin við brúðhjónin og sérstaklega ef vafi leikur á því hvaða tónlist eigi flytja. Brúðhjónin segja mér frá sínum hugmyndum og ég reyni að gefa góð ráð. Ég hef mælt með því að valinn sé minnst einn brúðarsálmur í byrjun athafn- arinnar. Af vinsælum brúðarsálm- um má nefna „Vor guð í Jesú nafni nú“ og af léttara taginu hefur verið vinsælt að velja erlend lög við ís- lenska texta séra Sigurðar H. Guð- mundssonar. Tvö algeng lög eru „Love Me Tender“, eða „Blessi Drottinn. Blessa þau - brúðhjónin í dag“ og „Amazing Grace“ eða „Á brúðkaupsdegi biðjum þess.“„ Ef beðið er um einsöng segist Guðni ráðleggja verðandi brúðhjónum að hafa einsöngvarann með í ráðum varðandi lagaval. „Stundum klæða lögin einfaldlega ekki einsöngvarann. Ég man t.a.m. eftir því að einu sinni þegar fá þurfti einsöngvara til að hlaupa í skarðið fyrir annan neitaði sá hreinlega að syngja lögin sem valin höfðu verið og kom með aðrar nótur. Á endan- um voru lögin því valin af söngvar- anum og ekkert við því að gera. Stundum eru fengnir tveir söngvar- ar og með því skapast tækifæri til tvísöngs. Eitt af vinsælustu tvísöngslögunum er „Perhaps Love“ eða „Kannski er ástin“,“ seg- ir hann og tekur fram að þriðji kost- urinn geti falist í því að velja kvar- tett eða lítinn kór. Guðni segist mæla með því ef til standi að fá hljómsveit með hljóð- kerfi til að leika í kirkjunni að beðið sé þar til eftir sjálfa hjónavígsluna. „Betra er að byrja á því að hafa hátíðlegan söng. Á eftir getur hljómsveitin tekið við og notað hljóðkerfið. Annars minnir umræðan um hljóðkerfið mig á svolítið skemmtilegt atvik. Einu sinni lenti lúinn poppari í því að hafa lofað brúðhjónum að syngja ákveðinn brúðarsálm og uppgötvaði svo á síðustu stundu að hann kunni ekki lagið. Nú voru góð ráð dýr og við Magnús Kjartansson hlupum undir bagga með honum. Magnús og popparinn stilltu sér upp sitt hvoru megin við orgelbekkinn og við þrír hjálpuðumst að við að syngja sálm- inn en auðvitað hljóðkerfislaust en því eru popparar ekki vanir,“ sagði Guðni. trúSk vœn aup i dum? Brúðarkorselet og brúðarsamfellur Stœrðir 75 - 85 A, B, C Verð frá fr. 7.500 £dfstykfija6úðin, Laugavegi 4, sími 551 4473 ^Gallerí MIÐAR^ SKART Skólavörðustíg l6a Sími 561 4090 Ef þú vilt gefa brúöhjónum fallega og nytsamlega gjöf þá eigum viö PHILIPS heimilistæki í miklu úrvali. PHILIPS framleiöir glæsileg heimilistæki, sem prýöa hvert heimili. Morgunblaöið/Golli VERDANDI brúðhjónin, Guðrún Lára Guðmundsdóttir og Hafþór Torfa- son, ráðgast við Guðna I Bústaðakrikju um tónlistarflutning við giftingu sína um þessa helgi. ea Heimilistæki hf ar. „Ég man eftir því að einu sinni hvíslaði einn faðir því að mér að lok- inni vígslu að ef hann hefði vitað hvaða lög voru val- in, hefði hann reynt allt til að hindra tónlistarflutning- inn.“ En eins og allir vita er brúðkaups- dagurinn dagur brúðhjónanna og ekki annarra. Guðni segist reyna að gera allt til að uppfylla óskir þeirra. „Vinnan er yfirleitt mjög skemmtileg enda eru brúðhjónin alla jafna jákvæð og full tilhlökkunar. Þó kemur auðvitað fyrir að fólk er alls ekki sammála og liggi ekki á skoðunum sínum. Ég reyni þá að sigla milli skers og báru og útskýra t.a.m. fyrir báðum að ákveðið lag geti ekki komið til greina. Stundum kemur fólk með geisladiska til mín og vill að ég leiki lag númer hitt eða þetta. Ef ekki fylgja nótur felst tals- verð vinna í því að læra lagið eða skrifa nóturnar. Hingað til hef ég tekið svona að mér og ekki tekið sérstaklega fyrir það en auðvitað er til talsverðs ætlast," segir hann og viðurkennir að dæmi séu um að hann hafi neitað brúðhjónum um ákveðin lög. „Einu sinni sendu brúðhjón mér snældu með ákveðn- um lögum fyrir hjónavígsluna. Mér var gjörsamlega ómögulegt að flytja lögin og reyndi að koma því til skila að mér fyndust polkar og rælar alls ekki við hæfi fyrir hjónavígsluna í kirkjunni. Þau voru því miður ekki á sama máli en svona getur auðvitað alltaf gerst. Mun oftar er hins vegar hægt að sannfæra fólk um að ekki hæfi að leika ákveðin lög á orgel, a.m.k. eftir að viðkomandi hafa heyrt lagið leikið.“ Hann segir að þegar útlendingar giftast íslendingum sé reynt að hafa tónlist frá báðum löndum. „Ekki alls fyrir löngu kom til mín par, íslensk kona og karlmaður frá Álandseyjum, með snældu með rómantísku lagi frá Álandseyjum. Ég fékk nóturnar og lék lagið fyrir parið áður en við hlustuðum á snælduna. Þau völdu mína útfærslu enda var textinn á snældunni sung- inn af einhverjum afdönkuðum fyllirafti. Lagið var hins vegar mjög fallegt og Bergþór Pálsson skilaði því frábærlega við athöfnina."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.