Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 19 * ÞAÐ er allur gangur á því hvort börnum er boðið í brúðkaup. [ sumum brúðkaupum fá börn hlut- verk, bera hringa til brúðhjóna eða halda í slör. Ef ákvörðun hefur verið tekin um að bjóða ungviði þá þarf að huga að því að það hafi eitthvað fyrir stafni í veislunni því nægilega mun reyna á þolinmæðina í sjálfri at- höfninni. Sumir hafa brugðið á það ráð að fá leikskóla- kennara þessa dagstund til að hugsa um börnin, skipuleggja veitingar fyrir þau, fara með þeim í leiki og finna upp á ýmsu öðru sem hentar. Þær Ásdís Þorsteins- dóttir aðstoðar- leikskólastjóri, Edda Jensdóttir og Sonja Jónasdóttir, leikskóla- kennarar á Sólbrekku á Seltjarnarnesi, tóku ____________ vel í beiðni okkar um edoæ a ^ að koma með hug- sd's myndir að leikjum og veit- ingum fyrir börn sem eru gestir í brúðkaupi. Ýmiskonar leikir Þær segja að auðvitað fari það eftir húsnæðinu þar sem veislan er haldin hvað hentar að gera með börnunum. „Best væri auðvitað að hafa sérherbergi til ráðstöfunar eða þá horn í stórum sal. Það horn eða herbergi væri hægt að skreyta með blöðrum og öðru sem höfðar til barna,“ segir Edda. Þær eru sammála um að auk þess sem farið yrði í ótal leiki væri gott að hafa leir á einu borði og liti. „Leirinn virkar róandi og það getur verið gott að setjast niður og leira þegar búið er að fara í marga leiki,“ segja þær. Þær benda á að þegar leikir eru skipulagðir fyrir börn þurfi auðvitað að miða við aldur krakkanna. Eftir- taldir leikir, sem þeim finnst tilvalið að fara í með litla brúðkaupsgesti, eru aðallega hugsaðir fyrir börn frá tveggja ára og að skólaaldri. Rúsínuhúsið Teiknað er hús á stórt blað. Rúsínur eru settar í glugga, hurð og stromp. Einn þátttakenda fer fram á meðan hinir ákveða að ein rúsínan heiti stopp. Þegar barnið er kallað inn má það byrja að borða rúsínurnar, eina í einu. Þegar það tekur stopp-rúsínuna kalla hinir „stopp“ og þá verður barnið að hætta að borða en má þó borða stopp-rúsínuna. Trölladans Þátttakendur haldast í hendur og mynda hring. Lagið er sungið og gengið í hring á meðan. Þegar því er lokið spyr sá sem stjórnar: Hafið þið dansað trölladans? Börnin svara: Já. Sá sem stjórnar spyr á ný: En hafið þið dansað trölladans með hendur á öxlum? Nei, svara börn- in, og stjórnandinn segir: Þá skul- um við gera það. Nú er dansinn endurtekinn og þátttakendur hafa hendur hver á annars öxlum. Að loknum dansi eru spurningar endurteknar en f stað þess að spyrja hvort börnin hafi dansað með hendur á öxlum má setja í staðinn með hendur á hnjám, tám, rassi, maga, baki, nefi, eyrum, augum, hári, olnboga eða á öðrum fæti og svo framvegis, allt eftir því hvað úthaldið er mikið. Skilaboðaleikur „Skilaboðaleikurinn er alltaf skemmtilegur og börnin þreytast aldrei á honum,“ þær Ásdís og Sonja. Sá sem stjórnar segir: Það eru að koma skilaboð". „Hvaða skila- boð“ spyrja börnin Hann svarar að t.d. að börnin eigi að flauta. Þá flauta allir. Þetta er síðan endur- tekið og það má nota ýmsar útgáf- ur eins og, æpa, hlæja, gráta, stappa niður fótunum og svo fram- vegis. Þegar 'mikill æsingur er hlaupinn í leikinn borgar sig að hafa skilaboðin að loka munninum eða vera grafkyrr! °9 Sonja. Jósep segir Morgunblaðið/Jón Svavarsson „ÞAÐ eru að koma skilaboð. “ Friðrik Arni, Freyr, Sara, Pálmi, Tómas og Birkir fara eftir skilaboðum frá Eddu leikskólakennara um að setja hendur á höfuð. Hér er það sá sem stjórnar sem kallast Jósep. Hann kemur með ýmsar skipanir ( hópinn og segir krökkunum að klappa höndum, standa á öðrum fæti og svo fram- vegis. Þegar skipunin kemur en það er ekki „Jósep segir" fyrir framan hana og einhver hlýðir engu að síður þá er hann úr leik. Svona er haldið áfram uns sigur- vegarinn er fundinn. Þessi leikur hentar börnum upp að 8-9 ára aldri. Pakkaleikur Þakkaleikurinn bregst ekki. Þá er einhverjum smáhlut sem höfðar til barnanna pakkað inn í ótal lög af pappír. Tónlist er sett á og það barn sem hefur pakkann í höndunum má rífa pappír af með- an tónlistin ómar. Þegar hún er stoppuð fær næsti pakkann og má spreyta sig meðan tónarnir óma. Svoleiðis gengur þetta uns sá sem rífur síðasta lagið af og sér inni- haldið fær að eiga það sem í pakk- anum er. Hollt og gott fyrir börnin Börn eru ekki alltaf hrifin af þeim veislumat sem fullorðið fólk kann að meta. Með góðum fyrirvara má útbúa rétti fyrir krakka til að bjóða þeim upp á í brúðkaupsveislu.. Það má útbúa fyrir þau kokk- teilpylsur í brauðdeigi, hafa handa þeim vínber og osta, poppkorn, heimabökuð horn fyllt með skinku- myrju, búa til litlar pítsur og skera niður alls konar grænmeti. Litlar kjötbollur eru líka mjög vinsælar hjá krökkum og „kökukonan" segja þær stöllur á Sólbrekku að bregðist þeim aldrei þegar matar- lyst barna er annars vegar. Þær Ásdís, Edda og Sonja brugðust vel við þegar þær voru beðnar að opna uppskriftabókina á leikskólanum. KÖKUKONAN 14-15 dl hveitl 1 tsk salt 100 g smjörlíki 1 dl sykur 5 dl mjólk 50 g ger 1 tsk kardomommur 1 egg til að pensla með Leysið gerið upp í volgri mjólk og hrærið salt og sykur í. Hnoðið smjör og fjórðung af hveiti saman, hellið gerblöndunni saman við og hnoðið vel. Sigtið í hveiti uns deigið er mjúkt og glansandi. Látið deigið lyfta sér þegar hingað er komið. Rúllið svo deigið út á hveitistráð borð og skerið út höfuð og notið til þess undirskál. Skerið út efri búk, pils, hendur og fætur og raðið saman á bökuknarplötu. Fletjið restina út í þunnar ræmur sem eru settar sem hár á höfuð dúkkunnar. Bakið við 200°C uns kökukonan er orðin fallega gyllt. Takið út og látið kólna. Búið til glassúr ef vill úr flórsykri og heitu vatni. Litið ef þurfa þykir með matarlit. Skreytið kökukonuna að vild og notið til dæmis rúsínur eða baunir til að gera tölur á fötin og augu. LITLAR SAMLOKUR Samlokubrauð lifrarkæfa agúrka harðsoðin egg skinka ostur viðbit ef vill sýrður rjómi örlítið majónes karrí, salt og pipar ananassneiðar sítrónusafi Á sumar sneiðarnar má setja lifrar- kæfu og þunnar agúrkusneiðar of- an á. Skerið samlokurnar í fernt Smyrjið nokkrar samlokur með eggjasalati. Hrærið saman við sýrðan rjóma örlitlu majónesi, sítrónusafa, kryddi og steinselju ef vill. Hakkið eggin í litla bita og hrærið í sýrða rjómann. Ekki þarf að smyrja brauðið með viðbiti. Skerið í fernt. Þá er hægt að smyrja samlokur með skinku, osti og ananas. KJÖTBOLLUR Fyrir 8-10 börn 750 g nautahakk 1 dl hveiti mjólk eða vatn 2 egg salt, pipar 1 lítill laukur olía til að steikja úr Hrærið jafning úr hveiti, eggi, kryddi og vökva. Bætið kjöti í og bætið við vökva uns passlega þykkt. Bætið að lokum í fínskorn- um lauk. Hitið olíu á pönnu og búið til pínulitlar bollur með barnaskeið. Steikið í 3-4 mínútur á hverri hlið á jöfnum hita eða steikið í ofni án fitu. Má frysta og hita upp í venju- legum ofni við 170°C. laktii patl i sk’cinnitilog'ri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.