Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 27 Morgunblaðið/Kristinn FJÖLSKYLDURÁÐGJAFARNIR Elísabet Berta Bjarnadóttir og Kolbrún Björk Ragnarsdóttir. Á HVERJU ári leita um 300 fjöl- skyldur til Fjölskylduþjónustu kirkj- unnar. Tilefnin eru margbreytileg en oftast er þó upþsprettan erfið- leikar í hjónabandinu. Þær Elísabet Berta Bjarnadóttir og Kolbrún Björk Ragnarsdóttir eru fjölskyld- uráðgjafar hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. „Oft leita hjón aðstoðar af sjálfs- dáðum en einnig benda prestar og læknar á þjónustuna og önnur hjón sem hafa verið í ráðgjöf. Það er ekki óalgengt að annað hjóna leiti fyrst og stundum eru hjónin þegar aðskilin er meðferð hefst,“ segir Elísabet. Hún bendir á að sem betur fer taki hjón oft sam- an aftur að meðferð lokinni. „Bara það að hjón séu viljug til að leita sér aðstoðar bendir til að enn sé von fyrir sambandið. Oft opnast líka augu hjónanna þegar þriðja hlutlausa manneskjan kemur með spumingar, hlustar á hjónin tala um vandann og bendir á leiðir sem þau hafa kannski ekki uppgötvað áður. Einnig er gagnlegt að sam- býlisfólkið skoði uppruna sinn og mótun saman og hjálpist svo að við að sjá nútímann í bjartara ljósi.“ Að kunna að tala saman - Skilnaðartíðnin er há hér á landi. Hvaða vandamál eru það aðallega sem íslenskt hjónafólk er að glíma við? „Það er mjög mismunandi hvaða erfiðleika hjón eiga við að etja. Ef við skiljum frá ýmsa erfiðleika sem upp koma hjá hjónum í sambandi við börn eða stjúpbörn þá er hægt að álykta að samskiptavandi og langvarandi ósamkomulag sé al- gengt, áfengisdrykkja, framhjáhald og fjárhagsörðugleikar." Kolbrún og Elísabet eru sam- mála um að ein af aðal forsendum farsæls hjónabands sé að geta talað saman. „Ef hjón geta tjáð hvort öóru væntingar sínar og langanir án þess að lenda i rifrildi og ásaka hvort annað þá er stórum áfanga náð. Að geta talað um þau ágrein- ingsmál sem koma upp á heimilinu og vinna úr þeim sameiginlega skiptir miklu máli,“ segir Kolbrún. Elísabet bendir á mikilvægi þess að kunna að tala frá hjartanu. Frekur heimilisvinur Þá benda þær á að Bakkus sé frekur heimilisvinur sem komist oft upp á milli hjóna. „Áfengisnotkun er mikið ágrein- ingsmál hjá mörgum hjónum. Þeg- ar samvera með fjölskyldunni verður að víkja fyrir skemmtun með Bakkusi og áfengið er orðið betri félagi en makinn þá segir sig sjálft að kominn er upp vandi. Ef maki er undir álagi og leitar frekar á náðir áfengis en að ræða við maka sinn er eitthvað að. Áfengisdrykkja er spennulosandi en skammtímaúrræði og rangt geðlyf. Þessar aðstæður eru því miður mjög algengar í okkar þjóðfélagi. Við höfum stundum varpað þeirri spurningu fram til þess sem á Bakkus að vini hvað áfengisneysl- an geri fyrir makann og fjölskyld- una. Stundum virðist eins og fólk sé hrætt við að láta drykkjuna vera, því það verði fordæmt ef það velji þá leið og sagt verði út á við: Nú er svona illa komið fyrir henni/honum. Auðvitað er vel komið fyrir þeim sem rekur Bakkus út úr lífi sínu en ræktar í staðinn sitt ástarsamband og heimilislíf." Fjárhagsörðugleikar spila oft inn í ósætti hjóna. Mörg hjón þurfa að vinna geysilega mikið til að hafa ofan í sig og á. Þau hafa þraukað þannig ár eftir ár og verið í eilífu basli. Þegar þau hafa kannski verið að vinna meira og minna allan daginn í langan tíma og hafa lítið haft tíma saman liggur í hlutarins eðli að það bitnar á samlífinu. Elísabet segir að mikil bragarbót yrði að sex stunda vinnudegi og lengra sumarfríi. „[ Danmörku er nú barist fyrir 6 vikna sumarfríi og kjara- barátta hér og ann- ars staðar litast æ meira af kröfum um auknar samvistir fjölskyldu." - Er ekki full þörf á að ungu fólki sem er á leið í hjónaband sé boðið upp á undirbúningsnámskeið fyrir það sem í vændum er? „Vissulega er rík þörf á slíkum námskeiðum og við höfum sem betur fer fengið til okkar mörg pör sem eru á leið í hjónaband. Þau hafa þá kosið að leysa ýmis mál áður en þau ganga í hjónaband og jafnvel viljað skoða samband sitt frá grunni. Það er margt sem pör ættu að velta fyrir sér við upphaf hjónabands. Þau koma úr mis- munandi upprunafjölskyldum og það er gagnlegt að skoða hvað þau eru með í farteskinu og hvern- ig þau vilja síðan hafa hlutina á sínu heimili. í upphafi hjónabands þurfa hjón að finna út hvemig þau ætla að haga rekstri heimilisins. Hver sér um tiltektina, eldamennskuna, reikningana og svo framvegis. Öðru hjónanna fellur kannski eldamennska vel úr hendi á meðan hitt er snjallt að halda utan um fjár- mál. Ef pör geta fundið út styrk- leika hvors annars og metið í fari hvors annars það sem jákvætt er leggja þau upp með gott vega- nesti. ( stað þess að hjón séu að nudda hvort öðru uppúr því hvern- ig þau myndu gera hlutina öðruvísi er tilvalið að læra að meta þann fjársjóð sem það er að geta bætt hvort annað upp með því að vera ólík. Farsælt hjónaband er sameigin- legt markmið, það kostar mikla vinnu og þvi þarf strax frá byrjun að vanda til verksins." ELÍSABET hefur um árabil veitt námskeið og fyrirlestra um samlíf og hjónaband. í því samhengi hefur hún tekið saman algengustu vonirnar sem bundnar eru við hjóna- bandið. 1. Trygglyndi. Að maki reynist trúr í kynlífi. 2. Fá stöðugan stuðning 3. Félagsskapur. Vænting sem vex með árunum 4. Sambandið er markmið. Er ekki einstæð(ur) lengur 5. Að maki veiti röð og reglu í lífi manns 6. Von um lífslangt sam band og ást 7. Umhyggja og kynlíf 8. Fjölskylda og böm 9. Samvinna 10. Eignast stórfjölskyldu 11. Heimilið er griðastaður 12. Virðing (samfélaginu 13. Von um velgengni í fjármálum 14. Framtíð betri en fortíðin 15. Regnhlífarvon 18. Allar óskir, þrár og vonir um auðlegð, völd og stöðu rætist. 117. Að fá að vera lítill, Ijótur og vondur stundum án þess að vera hafnað. Fjölskyldu- þjónusta kirkjunnar - °r/ BAKARISANDHOLT 'mawáíýicwi/ewtiiw ö// li/efíni Laugavegi 36, Torginu Hverafold og Langaríma, Rvík. Pöntunarsími 551-3524 Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935. Borðapantanir í síma 5B7-202Q, fax 587-2337. LAUST BORÐ! FÁGÆTUR STAÐUR UNDURSAMLEG STEMNING OG MATUR VIÐ HÆFI HVER VILL EKKI HALDA VEISLU EÐA SKEMMTUN ( FAÐMI FJALLA ÞAR SEM NÁTTÚRAN TENDRAR HUGANN, MATUR □G VEIGAR ERU FYRSTA FLOKKS, ÞJÓNUSTAN TIL FYRIRMYNDAR OG STEMNINGIN ÓVIÐJAFNANLEG. EINN UINSÆLASTI STAÐUR LANDSINS FYRIR BRÚÐKAUPSUEISLUR - RÓMANTÍSKUR DG HEILLANDI MEÐ MAT 0G DRYKK UIÐ ALLRA HÆFI. BJÚÐUM rútuferðir fyrir hópa A hagstæðu verði. PANTIÐ TÍMAIMLEGA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.