Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 25 I I I I Sumar konur vilja sauma brúðarkjólinn sinn sjálfar eða biðja mömmu eða vinkonu sína að sauma hann. Þá taka bæði fatahönn- uðir og kjólameistarar að sér að sauma brúð- arkjóla. Jóhanna Gissurardóttir hjá vefnaðarvöru- versluninni Virku segir að þetta árið velji kon- umar efni í einfalda brúðarkjóla og stundum vilji þær hafa stutta jakka yfir. Þær eru hrifnar af krepsatíni eða jafnvel silki og stundum koma þær með fastmótaðar hugmyndir en þær eru líka margar sem spá mikið og skoða bæði blöð og snið. Ragna Ólafsdóttir hjá Vogue segir eins og Jóhanna að kjólamir sem verðandi brúðir kaupa aðallega efni í séu einfaldir og hún * segir að þær velji helst beinhvít efni. - En hvað kostar efni í brúðarkjól? „Það er afar mismunandi og getur verið á bilinu frá nokkur þúsund krónum og upp í um tuttugu þúsund krónur, allt eftir efninu sem þær taka“, segir Jóhanna og bætir við að þó að beinhvítur litur sé vinsæll þá vilji sumar konur aðra liti eins og t.d. gylltan eða lillabláan. Oftast er það vinkona, systir eða móðir- in sem kemur með í fyrsta skipti Heimasaumaður brúðarkjóll Morgunblaðið/Ásdís JÓHANNA Gissurardóttir hjá Virku segir krepsatín vinsælt. BRÚÐARKJÓLAR sumarsins eru einfaldir og gjarnan bein- hvítir og nú heyrir það til und- antekninga að sjáist í púff og pífur. Halima Zogu hjá brúðar- kjólaleigu Dóru segir áberandi að brúðir sumarsins leiti að einföldum kjólum. „Sumar konur velja auðvitað íburðar- mikla kjóla og prinsessusnið en hitt er miklu meira áberandi þetta árið.“ Halima segir beinhvítan lit allsráðandi en bætir við að það séu alltaf einhverjar konur sem vilji ekki giftast í neinu nema hvítum kjól. „Eldri konur sem eru að gifta sig velja oft draktir og kjóla í sterkum litum og eins þær konur sem eru kannski að gifta sig í annað eða þriðja skipti." Halima segir algengt að leiga á kjól sé á bilinu 16.000 til 22.000 krónur og hún bendir á að sið- an sé líka boðið upp á alla fylgihluti og það sem þarf fyrir brúðgumann, bömin og foreldra brúðhjónanna. Slóðalausir og léttir kjólar Katrín Óskarsdóttir hjá Brúðarkjólaleigu Katrínar tekur í sama streng og Halima og segir að kjólarnir í ár séu einfaldir og kremliturinn mjög vinsæll. „Nýjustu kjólarnir sem ég er með núna eru slóðalausir. Þeir eru léttir með stuttum ermum og stundum með siffoni yfir.“ Katrín sem nýlega sótti sýningu á brúðarkjól- um erlendis segir að þar hafi kjólarnir stundum verið með þröngu pilsi og síðu slöri eða stórum höttum. Hún segir að nokkuð hafi borið á gyllt- um kjólum í vor og sjálf er hún með slíka kjóla í leigu. Hún bendir á að þó að tískan sé þessi þá séu konur oft með fastmótaðar skoðanir og velji íburðarmikla kjóla ef því er að skipta. Kærastarnir koma sjaldan Katrín segir að kærastarnir komi sjaldan með stúlkunum að velja brúðarkjólinn og Lilja Vattnes hjá brúðarkjólaleigunni á Garðatorgi er á sömu skoðun. Þær segja að oftast sé það vinkona, systir eða móðirin sem komi með í fyrsta skipti en Lilja er á því að það sé best að þær komi fyrst einar svo ekkert sé verið að rugla þær í ríminu. Katrín er meö sérstaka deild fyrir brúðguma og hún segir að kærustumar komi oft með þeim að skoða. Lilja segir íslenska búninginn vinsælan, og smókinginn en telur þó að hefðbundin jakkaföt séu að vinna á. Allir þurfa aðstoð í eldhúsinu t PROFI matvinnsluvélin frá AEG er fyrir og fagmanninn Fullkomin rafeindastýrð hrærivél. Hnoðar,hrærír,hakkar,iflur,tætir ofl. Tekur 1,5 Kg. Tvær skálar og einn blender. 550 W BRÆÐURNIR Lógmúla 8 • Sími 533 2800 900 stgr 27 Kr - A Alfabakki 14 A • sími: 5 5” 60 20 • fax 557 6928 Bruðarfatnaður, herrafatnaður, skírnarkjólar, samkvæmiskjólar Brúðhjónal istar Laugavegi 52, sími 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.