Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 24
Púff og MARGAR stúlkur dreymir um að ganga inn kirkjugólfið í hvítum prinsessukjól með pífum og púffi, en hún María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður er fljót að kippa okkur niður á jörðina. „Auðvitað er voða flott að sjá grannar ungar stúlkur í íburðar- miklum kjólum al- settum blúndum, pífum og púffi en í raun og veru eru það aðeins fáar konur sem klæðir að vera í svoleið- is kjól. Þegar brúður er búin að eiga börn, kannski tvö eða þrjú, er það líka spurning hvort kjóilinn á að vera hvítur og þegar hún er farin að nota föt í stærð 42 og yfir þá hentar henni öðruvísi kjóll en bosmamikill." Nægt úrval af sniðum María Lovísa segir úr- valið af sniðum nægilegt til að allar konur geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Þótt konur séu ekki í ekta bandarískum bíómyndakjól- um þá gefur þessi dagur konum tilefni til að leika prinsessu og ÞESSI kjóll er fallegur brúðarkjóll en það má síðan nota hann áfram við sérstök tækifæri. ‘Ertuí gtftmgarfwgfáðingim eBa í (dt að faúðargjöf? leiseru fyfcrfgum gCös Srúðfijónanna. (Ivö merlh a(ös (<r.23S$ Pið veíjiðjjfösin. ‘Pau fosta fr. 2.995 með afft oð lOstafa mertýingu hvort peirra. (jjofaCisti brúðftjómnna. (jjafafort. versCað er afgjafaCista drúðfjómnmfá pau faCCeg gjafabréffrá versCuninni. ‘Bíáu fuisin v/ fFa?(gfen, sími 553 6622 vera í fallegum kjól í t.d herragarðs- 'x sautjándu aldar piTUl | stfll, sveitastíl. Það er hægt að velja þema sem höfðar til brúðarinnar og láta hanna á sig kjól í þeim stíl. Veislan þarf þá að vera í samræmi og öll ytri umgjörð brúðkaupsins. Það er t.d. alltof al- gengt að konur klæðist rosalega flottum kjólum í hallarstíl en haldi svo veisluna f litlum einföldum sal úti í bæ. Það verður að vera sam- ræmi í allri ytri umgjörð." Ekki svo dýrt En kostar það ekki mikið að láta hanna sérstaklega á sig kjól fyrir brúðkaup? „Það getur kostað mikið en að sama skapi þarf það ekki að kosta neitt sérstaklega mikið. Kona getur fengið á sig brúðarkjól á 25.000 krónur en upphæðin getur líka farið upp í hundrað þúsund krón- ur.“ - Eru konur yfirleitt með fyrirfram mótaðar óskir þegar þær koma til þín? „Já, oft eru þær búnar að ákveða með sér hvernig kjól þær langi í en finna hann svo hvergi. Þá leita þær til fatahönnuða eða kjóla- meistara. Svo eru aðrar konur sem vilja fá ráðleggingar um hvernig þær geti klætt af sér t.d. mjaðmir eða maga. Konur eiga að reyna að draga fram það jákvæða við útlit sitt. Barmmikil kona sem er með granna leggi og skortir kannski mitti á að vera í stuttu pilsi og fal- legum jakka yfir kjólinn, sem má þó vera fleginn. Það sama má segja um mjaðmamikla konu. Hún á að draga fram eitthvað annað í útlitinu sem er jákvætt, sýna grannt mittið eða fallega hand- leggi. Allar konur hafa eitthvað jákvætt við útlitið og það er að koma auga á það og draga fram.“ Beinhvítt alltaf vinsælt Þegar talið berst að litum segir María Lovísa að hvítt sé auðvitað alltaf vinsælt en ekki síður bein- Morgunblaðið/Ásdís KJÓLL /' tveimur hlutum. Svona kjóll felur alveg breiðar mjaðmir. HENTUGT snið fyrir þser konur sem eru frjáls “a™»ar K,ó/ínn ,r — enKápana,ð. hvítt. „Margar konur sem hafa ver- ið giftar áður eða eiga orðið börn velja þennan lit. Hann er Ifka mjög klæðilegur og fer flestum vel. Ann- ars eru konur líka farnar að velja aðra liti eins og fölbleikt og Ijóslillað." - Saumarðu á brúðgumana líka? „Nei ég hef ekki gert það en ég sauma á brúðarmeyjar kjóla f stíl við brúðarkjólinn. Helst þarf konan svo að vera með herran- um í að velja fötin á hann svo þau passi við kjólinn." - En gifta konur sig ekki í drögtum líka? „Jú, það kemur fyrir og sérstaklega (segar þær eru komnar um og yfir fertugt. Það er ekk- ert algilt í þessu og möguleikarnir líka óteljandi. Það er bara nauðsynlegt fyrir konur að horfast í augu “við að það hæfir ékki öllum að vera í pífum og púffi.“ Helga Guð- mundsdóttir hjá Make up forever á Skólavörðustíg 2 sá um að farða stúlkurnar á myndunum og brúðarvendirnir eru frá Halldóru Sigurðardóttur hjá Brúðkaups- skreytingum á Hverfisgötu. BRÚÐKAUPSHEFÐIR Héðan og þaðan Te handa tengda- foreldrunum Kínversk brúður sem vill halda í gamia hætti býður tengdaforeldrum sínum í te með formlegri móttöku á milli brúð- kaups og veislu. Nú- tfmaútfærsla (og jafnrótt- issinnaðri) er að brúð- guminn geri slíkt hið sama fyrir sína tengda- foreldra. Sætindi og egg (indverskum brúð- kaupum gegna sætindi, egg og peningar veiga- miklu hlutverki. Sætindin eru fyrir Ijúfu hjónalífi, eggin fyrir frjósemi og peningar hagsæld. Ind- verskar brúðkaupsveisl- ur skarta litlum súkku- laðieggjum, súkkulaði- mynt og sælgæti í litsterkum umbúðum. I gegnum súrt og sætt Brúðhjónin brjóta glös sem þau hafa drukkið úr í gyðinglegri hjónavigslu. Glasbrotið er táknrænt og merkir óbrjótanlegan vilja hjónanna til að þola saman súrt og sætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.