Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ ^28 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 Hjá Gull og Silfur er hver hringur sérsmíðaöur af kostgæfni og snilid Viö leggjum áherslu á persónu- lega þjónustu og komum til móts vió þínar hugmyndir Sendum trúlofunarhringalitmyndalistann okkar um allt land 35 552 0620 Laugavegi simi Öll brúðhjón sem skráð eru á brúðhjónalista okkar fá senda fallega gjöf. Brúðhjón sem fengið hafa og fá gjafir sem skráðar hafa verið á brúðhjónalista okkar á tíma- bilinu 1. október 1997 til 30. september 1998 eru komin í "lukkupottinn" f I 3 S Tvenn brúðhjón verða dregin út og fá þriggja nátta ferð í nóvember '98 til Glasgow eða Amsterdam < v /R ^KRISTALL Kringlunni sófar • stólar • speg Skartgripir, einstaklega fallegt úrval Faxafeni Faxafeni ar • lampar • stell • hnífapör • glös Morgunblaðið/Ásdís Brúðarbíbr skreyttir ssied etíkefásuéwi OFT kemur brúður til kirkju í skreyttum brúðarbíl eða í gljá- bónuðum bíl. Að skreyta brúð- arbíla er dæmigerð- ur innfluttur brúð- kaupssiður. Með skreytingunum er verið að líkja eftir því þegar hestvagnar brúðhjóna voru blómum skreyttir á öldum áður. Sá siður tíðkaðist ekki hér á landi enda ekki að- stæður fyrir hestvagna fyrr en undir lok 19. aldar. íslendingar virðast hafa tekið upp eftir Bandaríkja- mönnum að skreyta og hengja dósir í brúðarbíla í kringum 1970. Siðurinn færðist í vöxt og varð al- mennari um tíu árum síðar. Bíllinn fylgir morgungjöfinni Brúðarbíllinn er oft „besti“ bíllinn í fjölskyldunni og oft er það góður vinur sem býður sig fram sem bíl- stjóra dagsins. En ef bílaflotinn í fjölskyldunni hentar ekki sem brúðarbíll þá eru ýmsir sem leigja út sérstaka brúðarbíla. Jón Sigurjónsson gullsmiður hjá Jóni & Oskari segir að þeir láni brúðhjónum 26 ára gamlan Rolls Royce ef brúðhjónin kaupa gifting- arhringana eða morgungjöfina hjá þeim. Jón segir þetta hafa mælst vel fyrir og parið þarf einungis að borga fyrir bílstjór- ann. Brúðurin er sótt á skreyttum bíl, farið með hana í kirkjuna og hjónunum er síðan ekið til Ijósmyndara og í veisluna. Jón segir þjónustuna hafa staðið til boða í nokkur ár og í sumar eru margar helgar þeg- ar upppantaðar. Ný glæsikerra Bjarnheiður Erlendsdóttir fram- kvæmdastjóri hjá Eðalvögnum segir að mikið sé spurt um brúðar- bíla og þau leigja út tvo Ford Lincoln towncar bíia fyrir slík tilefni. Bílamir eru leðurklæddir með sjón- varpi og tilheyrandi útbúnaði. Nýrri bíllinn hjá þeim af þessari tegund er með Ijósleiðurum í lofti og á bar sem hægt er að láta skipta litum að vild. -En hvað kostar svo að leigja svona glæsivagn á brúðkaupsdag- inn? „Ford Lincoln towncar kostar frá 6.000 krónum á klukkustund. Bandarísk áhrif I " . ■ BRUÐKAUPSHEFÐIR Héðan og þaðan Gjöf í byrjun brúðkaups Brúðkaup múslima hefjast á athöfn þar sem brúðguminn gefur heit- mey sinni táknræna gjöf, allt frá rós upp í búpening, og þiggur í staðinn gjöf frá verðandi tengdaforeldrum. Síðasta sporið Pegar brúðarkjóllinn var saumaður átti að taka síðasta sporið rétt áður en lagt væri af stað til kirkju. Jafnframt mátti brúð- urin ekki máta allan klæðnaðinn í einu fyrr en á sjálfan brúða- kaupsdaginn. það þótti nefnílega ekki gott að ganga að brúðkaupi sem vísu. ÞÓ að æ sjaldnar hefji brúðhjón sambúð eftir brúðkaupið hefur sá siður haldist að brúðguminn beri brúðina yfir útidyraþröskuldinn á heimilinu eftir brúðkaupið. Siðurinn hefur dýpri merkingu því að með því að bera brúðina yfir þröskuld- inn er brúðguminn að segja að hann muni bera hana yfir alla þröskulda, þ.e. erfiðleika, lífsins. Aezsrissigpwe GÖMUL munnmæli herma að brúðurin skuli bera þrjá hluti á brúðkaupsdaginn; eitthvað að láni, eitthvað gamalt og eitthvað blátt. Víða erlendis er því haldið fram að hið síðastnefnda eigi að vera sokkaband og er hægt að fá sér- stök sokkabönd í bláum lit í þess- um tilgangi. Með því að fara eftir tilmælunum er verið að tryggja hamingju í hjónabandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.