Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík um Norðurlöndin og kalda stríðið Hugtakið hlutleysi end- urskoðað Hlutleysi Svía í kalda stríðinu hefur verið endurskilgreint í ljósi hernaðar- samstarfs þeirra við NATO og um leið birtist meint „gervi“-hlutleysi Finna í nýju ljósi. Helgi Þorsteinsson og Sigríður Björg Tómasdóttir hlustuðu á lærðar umræður um „norrænt jafnvægi“ og tengslin við stórveldin á ráðstefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið. BANDARISKT herskip á heræfingu í einum af fjöröuni Norður-Noregs. Sænski sagnfræðingurinn Krister Wahlbáck segir að „norræna jafnvægið" hafi ráðist að miklu leyti af því hversu mikil hernaðarumsvif NATO Norðmenn leyfðu í landi sínu. NORRÆNU ríkin notuðu hug- myndina um „norrænt jafnvægi" á árangursríkan hátt í samskiptum sínum við stórveldin í þeim tilgangi að halda sér utan við eldlínu kalda stríðsins, þó að hugmyndin hafi að sumu leyti verið óraunhæf og þrátt fyrir að ákveðnar hættur hafi fylgt henni, sérstaklega fyrir Finna. Þetta kom fram í máli átta sænskra og finnskra sérfræðinga sem ræddu stöðu landa sinna í kalda stríðinu. Jaakko Iloniemi, fyrrum sendi- herra Finna í Washington, sagði að hugmyndin um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd hafi einnig verið árangursríkt tæki í þessum til- gangi, sem notað var þrátt fyrir að norrænir stjórnmálamenn hafi fljótlega gert sér grein fyrir að hugmyndin væri ekki raunhæf. Hættan fyrir Finna í notkun hugtaksins „norrænt jafnvægi" var í því fólgin að Atlantshafsbandalag- ið myndi koma fyrir kjarnorku- vopnum í Noregi. Sovétmenn hefðu þá talið að til að halda jafnvæginu væri nauðsynlegt að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Finnlandi. Þeir forðuðust enda notkun hugtaksins en töluðu um norræna „módelið" eða „mynstrið“. Norræna jafnvægið í höndum Norðmanna Sagnfræðingurinn Krister Wahl- báck, sem jafnframt er öryggis- málasérfræðingur í sænska utan- ríkisráðuneytinu, tók undir orð Iloniemis, og benti á að Norðmenn hafi, að stórveldunum undanskild- um, í raun haft mest um norræna jafnvægið að segja, því þeirra var að ákveða hver hernaðarumsvif NATO mættu vera í landinu. Wahlbáck nefndi að einn veik- leiki hugmyndarinnar hafi verið vigbúnaður Sovétmanna á Kóla- skaga. Iloniemi sagði að Svíar og Finnar hefðu stundum að frum- kvæði hinna fyrmefndu rætt hvort taka ætti Kólaskagann með í jafn- vægisreikninginn, en Finnar hafi bent á að hann væri í raun hluti al- þjóðajafnvægisins, en ekki hins norræna, þó að Norðurlandabúar kynnu að hafa önnur sjónarmið í málinu. Finnar hlutlausari en Svíar? Iloniemi sagði að þótt samningur Finna og Sovétmanna um hernað- arsamstarf frá árinu 1948 hafi graf- ið undan formlegu hlutleysi Finna, hafi hlutleysisstefna þeirra í verki verið raunverulegri en sú sænska, vegna samstarfs Svía við NATO. Finnski sagnfræðingurinn Mikko Majander benti á að forsetar Finn- lands hafi alltaf hafnað raunveru- legu hernaðarsamstarfi við Sovét- menn þegar þau mál komu upp milli landanna. Sænski sagnfræðingurinn Sune Persson sagði að ekki væri rétt að ræða um hlutleysi Svía því í raun hafi það ekki verið stefna stjórn- valda. Þau hafi lýst sig utan hern- aðarbandalaga, verið „non- aligned", en menningarlega, efn- hagslega, tæknilega og á flestum öðrum sviðum hafi Svíþjóð verið vestrænt land og það hafi yfirvöld klárlega sagt. Töluverð umræða varð um skort á heimildum um ákvarðanir æðstu manna, því eftir því sem ofar drægi í valdastigunum væri ólíklegra að ákvarðanir væru skráðar. Daninn K. G. H. Hillingsp, sem er fyrrver- andi herforingi og vann að gerð hernaðaráætlana á tímabilinu 1986-1995, sagði frá því að tak- markað, óopinbert hernaðarsam- starf hafi verið milli Danmerkur og Svíþjóðar um árabil á tímum kalda stríðsins. Akvarðanir um það hafi verið teknar af æðstu foringjum hersins, en sennilega væru engar skriflegar heimildir til um það. Danir tortryggnir gagnvart andsovéskum áróðri A ráðstefnunni í gær var einnig fjallað í fyrirlestrum um viðhorf og samband Norðurlandanna til Vest- urveldanna, sérstaklega Bandaríkj- anna, og Atlantshafsbandalagsins. Aherslan var einkum á fyrstu ár kalda stríðsins. Poul Villaume, prófessor í sagn- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla, fjallaði um viðhorf í Dan- mörku til Atlantshafsbandalagsins og áróðurs Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum á árunum 1948— 1954. Hann sagði danska stjórn- málamenn hafa verið „óvenju tor- tryggna" í garð augljóss áróðurs gegn Sovétríkjunum. Danir voru al- mennt hlynntii- lýðræðislegum hug- myndum og markmiðum Atlants- hafsbandalagsins en almenningur í Danmörku hafði yfirleitt óbeit á áróðri sem átti að koma sjónarmið- um Atlantshafsbandalagsins á framfæri. Því var farin sú leið að beita óbeinum áróðri, efni var dreift til fjölmiðla, aðallega dagblaða og rík- isútvarpsins og það birt þar, gjarn- an undir nafni þekktra einstak- linga. Þannig var látið líta út fyrir að upplýsingarnar væru danskar. Þetta tímabil stóð hins vegar stutt yfir eða frá 1951-1953 og sagði Villaume danska leiðtoga ætíð hafa verið mjög trega til að samþykkja þessar aðferðir. Villaume sagði Dani hafa verið meðvitaða um þá stöðu sem þeir voru í, hernaðarstyrkur Atlants- hafsbandalagsins var þeim mikil- vægur en þeir sáu ekkert gagn í beinlínis fjandsamlegri afstöðu til Sovétríkjanna, slíkt hefði getað leitt til enn meira spennuástands í Evrópu en þegar var raunin. NATO-andstaða íslendinga 1955 kom Bandarfkjamönnum á óvart Ólafur Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Is- lands, fjallaði um viðhorf Islend- inga til aðildar að Atlantshafs- bandalaginu og til herstöðvarinnar í Keflavík. Hann sagði neikvæð við- horf íslendinga til herstöðvarinnar hafa komið Bandaríkjamönnum á óvart en bandarísk yfírvöld létu gera skoðanakönnun um þessi mál hér á landi árið 1955. Ólafur sagði þessa miklu andstöðu íyrst og fremst hafa verið af þjóðernislegum toga, hér var sjálfstæði nýfengið og umræðan um herstöðina átti eftir að setja svip sinn á íslenska þjóð- málaumræðu lengi vel þó að and- staðan hefði smám saman minnkað. Norski fræðimaðurinn Mats Ber- dal fjallaði um hlutverk Noregs í varnarstefnu bandarískra stjórn- valda á árunum 1954 til 1960. Hann sagði Bandaríkin hafa tekið við hlutverki Breta á Norður-Atlants- hafinu eftir að þeir síðarnefndu drógu úr herstyrk sínum þar. I kjöl- far þessa jókst áhugi Bandaríkj- anna á Noregi sem mikilvægum stað í varnarkerfi Vesturlanda. Skilningur Bandaríkjanna á þeirri skoðun Norðmanna að halda bæri árekstrum við Sovétríkin í algeru lágmarki óx hins vegar á timabilinu. Bretar studdu ósk Svía um hlutleysi Juhana Auneluoma, doktorsnemi í Oxford-háskóla, fjallaði um stöðu Svíþjóðar, hlutleysisstefnu og sam- band við Vesturveldin í upphafi kalda stríðsins. Hann vísaði til þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað undanfarið í Svíþjóð, um hvort Svíþjóð hafi raunverulega verið hlutlaust ríki. Auneluoma sagði að sérfræðingar í hernaði hefðu ekki álitið það raunhæfan möguleika fyrir Svíþjóð að viðhalda hlutleysi sínu hefði stríð brotist út í Evrópu, Svíþjóð var það augljóslega mikil- vægui’ hluti í varnarkerfi V-Evr- ópu. Hins vegar var horfið frá því að þvinga Svíþjóð til að verða hluti af Atlantshafsþandalaginu eins og Bandaríkjamenn vildu. Svíar nutu stuðnings Breta í þessum málum sem reyndist þeim mjög mikilvægt. Sovétríkin og íslenskir sósíalistar Verslun átti að veikja tengslin við Vesturlönd HEIMILDIR úr rússneskum skjala- söfnum sýna að pólitískar ástæður fremur en efnahagslegar réðu versl- un Sovétríkjanna við Island á sjötta áratugnum. Markmiðið með þvi að gera viðskiptasamninga hagstæða Islendingum var að veikja tengsl þeirra við Vesturlönd. Stuðningur Sovétmanna við Sósíalistaflokkinn þjónaði sama tilgangi. Þetta kom fram í fyrirlestri Jóns Ólafssonar sagnfræðings á ráðstefnunni í gær. Rannsóknir Jóns sýna að stuðn- ingur Sovétríkjanna við Sósíalista- flokkinn var minni en oft hefur verið talið, en þó stundum mikilvægur þegar ráðast þurfti í einstakar fram- kvæmdir eða útgáfu. Forystumenn íslenskra sósíalista mátu þó jafnvel meir menningarleg tengsl við komm- únistaríkin, því þeir óttuðust að án hugmyndafræðilegs stuðnings frá þeim myndi unga kynslóðin á Islandi taka upp kapítalískan hugsunarhátt. Jón segir að í gögnum Sósíalista- flokksins komi fram að eftir stofnun hans hafi Einar Olgeirsson, formað- ur flokksins, og aðrir forystumenn hans, sagt Sovétmönnum að þeir gætu ekki fylgt hreinni marx- lenínskri stefnu í samfylkingarhreyf- ingu. Þeir lýstu þó ítrekað þeirri von sinni að með tímanum gæti Sósí- alistaflokkurinn orðið „raunveruleg- ur“ marx-lenínskur flokkur. Þessi af- staða þeirra var samþykkt af Sovét- mönnum mestallan sjötta áratuginn. Stefnubreyting varð hjá Sovétleið- togum í byrjun áratugarins og var ákveðið að fylgja frjálslyndari stefnu gagnvart vestrænum flokkum sem íýlgdu Sovétmönnum að málum. í kjölfarið urðu tengslin við Sósíalista- flokkinn nánari og viðræður fóru fram um ýmis hagsmunamál flokks- ins, meðal annars hugmyndafræði og flokksskipulag. Jón birtir í prentaðri útgáfu fyrir- lesturs síns þýðingar á skjölum Sov- étmanna sem varða þessar viðræður. Meðal annars er þar að finna endur- sögn á samræðum Einars Olgeirs- sonar og sendiherra Sovétríkjanna, Vladimir Ivanovs, frá 1952, um ónóga þjálfun ungliða Sósíalista- flokksins. Einar sagði að best væri að senda hópa ungs fólks reglulega til kommúnistaríkjanna til að bæta andann, fylla þá nýjum krafti og veita þeim hugmyndafræðilega þjálf- un til að taka við forystuhlutverki í Sósíalistaflokknum síðar. Næstu 15 árin fóru tugir íslendinga til náms í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu með tilstyrk Sósíalistaflokksins. Nauðsynlegt að versla við Neskaupstað Við sama tækifæri ræddi Einar við sendiherrann um efnahagslega hagsmuni flokksins. Hann sagði það lífsnauðsynlegt fyrir sósíalista að Sovétmenn keyptu fisk beint frá Neskaupstað, þar sem þeir voru í meirihluta í bæjarstjórn. „Starf Sósí- alistaflokksins verður aðeins árang- ursríkt ef sósíalistar sjá afrakstur erfiðis síns,“ sagði Einar. Hann benti á að mögulegt væri að gera slíkan viðskiptasamning þar sem togararn- ir væru ótengdir ríkinu. I skýrslu frá árinu 1957 er lýst þeirri skoðun Einars, sem hann lét uppi við þáverandi sendiherra Sovét- manna, P.K. Ermoshin, að stofna þyrfti alþjóðlegan flokksskóla í ein- hverju kommúnistaríkjanna, svipað- an Lenínskólanum sem starfað hefði í Moskvu á fjórða áratugnum. Þó þyrfti að varast að hafa kennsluna of kreddubundna, sem stundum hefði verið raunin áður fyrr. „Afleiðingin af því var að sumir ís- lensku félaganna fóru að ræða vopn- aða uppreisn á íslandi eftir að þeir komu heim frá námi í Lenínskólan- um. Þeim láðist algerlega að taka til- lit til sögulegrar þróunar íslands. Þeir leiddu ekki hugann að mörgum mikilvægum atriðum, til dæmis því að þjóðin var nánast vopnlaus í næst- um þúsund ár, að á Islandi er enginn her og engin lögregla eða fangelsi sem hægt er að bera saman við stofnanir af því tagi í Evrópu, að borgarastéttin á Islandi er mjög veik, og svo framvegis." Einar sagði að ungu byltingar- sinnarnir hefðu sakað forystumenn sósíalista um tækifærisstefnu og fleiri syndir og að lokum hefði þurft að vísa deilunni til Komintern, Al- þjóðasambands kommúnista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.