Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 45 FRÉTTIR Islensk ull á nýrri öld „MANUDAGINN 22. júní var hleypt af stokkunum samkeppni um hönnun á fatnaði þar sem ís- lenska ullin er notuð sem hráefni að miklu eða öllu leyti. Markmiðið er fyrst og fremst að stefna saman hönnuðum og framleiðendum í leit að góðum hugmyndum, en jafn- framt að vekja athygli á íslenskri hönnun og koma á framfæri þeim fata- og textílhönnuðum sem vinna með ullina. Stefnt er að mótun heil- steyptrar fatalínu á grunni verð- launatillagna og framleiðslu þeirra fyrir almennan mai-kað,“ segir í fréttatilkynningu frá Fagráði textíliðnaðarins. „Keppnin er opin almenningi en öllum menntuðum textíl- og fata- hönnuðum er sérstaklega boðið að taka þátt. Sigurvegarar hljóta 300.000 kr. verðlaun frá Fagráði textíliðnaðarins og verður ekki gert upp á milli verðlaunasæta. Fimm manna dómnefnd mun velja 2-3 hugmyndir sem verða þróaðar áfram í samstarfi við fata- framleiðendur. Dómnefnd skipa: Frú Guðrún Katrín Þorbergsdótt- ir, Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri ístex, Gunnar Hilmarsson, verslunarmaður í GK Laugavegi, Logi Úlfarsson, fram- kvæmdastjóri Islensks markaðar, og Oddný Kristjánsdóttir klæð- skeri. Reglur eiii frjálslegar hvað varðar hráefni, gerð og framsetn- ingu. Þær skulu þó miðast við að íslensk ull sé notuð að einhverju eða öllu leyti sem hráefni. Tekið verður við tillögum jafnt í formi mynda/teikninga sem frumhluta. Frestur til að skila tillögum í keppnina rennur út mánudaginn 17. ágúst. Tillögur skulu sendar eða afhentar til Iðntæknistofnunar, Keldnaholti, 112 Reykjavík, merkt- ar „Islensk ull á nýrri öld“. Tillög- ur skulu merktar dulnefni og skal fylgja hverri tillögu lokað umslag með nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri þátttakanda,“ segir ennfremur. Fj ölskylduhlaupið Skúlaskeið í Viðey HIÐ árlega fjölskylduhlaup í Viðey verður á morgun, laugardag. Hlaupið er kennt við hinn mikla at- hafnamann Skúla Magnússon land- fógeta og nefnt Skúlaskeið. Þetta er 3 km hlaup, skokk eða ganga fyrir alla fjölskylduna. Hlaupið hefst kl. 14, en bátsferðir verða á 20 mínútna fresti frá kl. 12. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir börn. í gjaldinu er innifalið fargjald, enn- fremur grillaðar pylsur og kaldir drykkir að loknu hlaupinu. Loks fá allir þátttakendur verðlauna- pening með mynd af innsigli Skúla fógeta. Þetta er ný gerð af peningum. Hlaupið hefst norðan Viðeyjar- stofu og því lýkur við grillskálann Viðeyjarnaust. Ferðir í land aftur hefst upp úr kl. 15. Öll skipulagn- ing og umsjón Skúlaskeiðs er í höndum Reykjavíkurmaraþons. Hefðbundin gönguferð fellur niður þennan dag, en ljósmynda- sýningin í Viðeyjartofu er opin, eins hesta- og hjólaleiga og grill- skálinn síðdegis. A sunnudag verð- ur staðarskoðun kl. 14.15. Bátsferðir um helgar eru á klukkutíma fresti kl. 13-17 og á hálfa tímanum í iand aftur. Þess utan eru kvöldferðir, og hægt er að panta aukaferðir eftir þörfum. ■ GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum, Ölfusi, boðar til endur- menntunamámskeiðs þriðjudaginn 30. júní og miðvikudaginn 1. júlí frá kl. 9-17 báða dagana, fyrir starfsftílk í bltímabúðum. Dagskrá námskeiðsins byggist á umhverfisvænum jarðarfaraskreyt- ingum en þá vinna þátttakendur skreytingar þar sem aðaláherslan er lögð á umhverfisvæn efni. Leiðbeinandi verður Uffe Balslev, blómaskreytingameistari og aðal- kennari á blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans. Skráning og nán- ari upplýsingar fást á skrifstofu skól- Ríkistoll- stjóri opn- ar heima- síðu RÍKISTOLLSTJÓRI hefur opnað vef á alnetinu. Slóðin er: www.tollur.is. A vefnum verður að finna eftirfarandi tollahandbækur: lög og stjórnvaldsreglur um tolla- mál; tollskrá 1998 og milli- ríkjasamningar um tollamál (um einföldun formsatriða í viðskiptum/SAD og umflutn- ingsreglur/TRANSIT. Enn- fremur leiðbeiningar fyrir inn- og útflytjendur, miðlara og hugbúnaðarhús; bækling- ar og ýmsar aðrar upplýsing- ar er snúa að tollafram- kvæmdinni. Jafnframt er bent á Tollalínuna í Upplýs- ingaheimum Skýrr (www- skyrr.is/uh/toll/tollalina.html) fyrir þá sem vilja sækja upp- lýsingar er varða tollaf- greiðslu á þeirra vegum, seg- ir í fréttatilkynningu frá Rík- istollstjóra. F.V. GUÐJÓN Ólafsson, Ingibjörg Binarsdtíttir og Magnús Baldursson sktílafulltrúi. Skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar veitt viðurkenning FORELDRARÁÐ Hafiiarfjarðar hefur undanfarið veitt þeim viður- kenningu sem það telur að hafi skar- að fram úr í að bæta hag bama og unglinga í Haftiarfirði. Skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar var veitt viður- kenning fyrir námskeið fyrir for- eldra 10. bekkjar. „í nóvember sl. stóð Skólaskrif- stofa Hafnarfjarðar íyrir námskeið- um á námsefiú 10. bekkjar fyrir samræmdu prófin. Þessi námskeið voru fyrir foreldra. Fyrst var al- mennur fundur þar sem á efnisskrá var: Lög og reglugerðir varðandi lok grunnskólans, framkvæmd sam- ræmdra prófa, framhaldsskólar í Hafnarfirði, námstækni og prófkvíði. Síðan voru námskeið í námsefni fyrir samræmd próf í íslensku og stærðfræði tvö kvöld hvort nám- skeið. Námskeiðið heppnaðist vel og þeir sem þau sóttu voru á einu máli um ágæti þeirra. Þetta framtak skólaskrifstofunn- ar telur foreldraráð að stuðli að bættum samskiptum nemenda, for- eldra og skóla, gefi foreldrum meiri möguleika að aðstoða börnin við námið og geri foreldra virkari í skólastarfinu. Magnús Baldursson veitti af þessu tilefni viðtöku leirskál eftir Jónínu Guðnadóttur leirlistamann á fjöl- mennum fundi um skólamál sem haldinn var á vegum Foreldraráðs Hafnarfjarðar í maí sl.“ segir í fréttatilkynningu. UMBÚÐIR utan um fernur mjtílkur- og ávaxtadrykkja, Söfnunarílát fyrir fernur ÚTBÚIN hafa verið sérstök ílát til að safna f fernum undir mjtílk og ávaxtadrykkjum. Ilátin eru vaxhúðaðar öskjur sem hægt er að smeygja samanbrotnum fern- unum í. Þegar askjan fyllist þarf að setja þær í plastpoka og koma í næsta söfnunargám eða á end- urvinnslustöðvar Sorpu. Þeir aðilar sem standa að gerð og dreifingu þessa íláts eru Gámaþjónustan hf., Mjtílkursam- salan í Reykjavík, Sorpa og Hreinsunardeild Gatnamálastjtír- ans í Reykjavík. Þessir aðilar vilja leggja sitt af mörkum til að auka söfnun og endurvinnslu á pappafernum, segir í fréttatil- kynningu. Pappaöskjunum verður dreift tíkeypis á Umhverfisdögum 1998 sem er sýning sem haldin verður í Sorpu, Gufunesi 27.-28. júní. Jafnframt verður öskjunum dreift á útsölustöðum mjtílkur í Reykjavík í júlímánuði. SÍÐAN 1972 ÍSLENSKAR GÆÐA MÚRVÖRUR Á GÓÐU VERÐI Múrhúðunarnet Margar tegundir - Gott verð LÉTT - STERK - FALLEG ■■ ■1 stempryði STANGARHYL 7, SÍMI567 2777 HEFURÐU ÁTTAÐ Þló Á, AÐ ÞAÐ ER TIL FÓLK SEtl HRElNLEóA LANÓAR TIL AÐ LESA TElKNl- HYNDASÖóU un ÞITT önUR- LEÓA LÍF? Dilbert daglega á Netinu f T G www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.