Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998
Jt------------------------
MINNINGAR
DIETER
ROTH
+ Dieter Roth
fæddist í
Hannover í Þýska-
landi 21. apríl 1930.
Hann varð bráð-
kvaddur í Basel í
Sviss 5. júní síðast-
liðinn og fór útför
hans fram í kyrr-
þey.
„Reyni stöðugt.
Mistekst alltaf. Gildir
einu. Reyni aftur.
'' Mistekst aftur.
Mistekst betur.“ (Sam-
úel Beckett.)
Árin 1984-86 áttum við Dieter
Roth saman löng samtöl, þar sem
við brutum til mergjar endurminn-
ingar hans og viðhorf til lífs og list-
ar. I hita þeirra samtala flökraði
stundum að mér að þeir væru bræð-
ur i andanum, leikskáldið írska sem
vitnað er í hér í upphafi og fjölhag-
inn þýsk-svissnesk-íslenski. Báðir
settu samasemmerki milli þjáningar
og tjáningar, og litu á samskipti
listamanns og almennings sem ým-
ist viðunandi eða óviðunandi mis-
skilning. Við lestur á opinskáum
dagbókum Dieters, sem öllum var
-* frjálst að glugga í - svo óvæginn var
hann gagnvart sjálfum sér og heið-
arlegur gagnvart öðrum - kom
stundum upp í huga mér angistar-
full einræðan í bók Becketts, Hið
Ónefnanlega, þar sem sögumaður
situr í stórri krukku, með rusl upp í
háls, og talar linnulaust um það hve
ómögulegt sé að tala, og jafn
ómögulegt að þegja, en umfram allt
talar hann um þögnina.
Þessir tveir snillingar eiga líka
sammerkt að þótt ævistarf þeirra sé
wuð mestu reist á örvæntingu og böl-
sýni, er listrænn lýsingarháttur
þess hvetjandi, ögrandi, jafnvel
uppöi-vandi, þökk sé þeim aga sem
báðir beittu sjálfan sig í framsetn-
ingu efnisins. Kaldhæðnisleg umrit-
un þeirra á hinu viðtekna og venju-
bundna er ósjaldan „ýkt fyndin“,
eins og yngri kynslóðin mundi orða
það, og - það sem mestu máli skipt-
ir - gegnsýrð ljóðrænum krafti.
Undir niðri eru þeir Beckett og Di-
eter á höttum eftir miðli - bók,
mynd, hlut, einhverju - sem rofið
gæti einangrun þeirra og komið
hinu „ónefnanlega" til skila.
Mér fannst oft eins og Dieter
væri að upplagi rithöfundur og
, heimspekingur sem fyrir einskæra
slysni hefði rekist inn í heim mjmd-
listar. Orðið, textinn var hans fyrsta
ást, ef svo má segja, og það var á
náðir orðs og texta sem hann leitaði
í æ ríkara mæli síðustu árin. Hann
var tvímælalaust með best lesnu
mönnum sem ég hef fyrirhitt. Orðið
„djúplestur“ öðlaðist nýja merkingu
í mínum augum við að skoða
skruddur eftir helstu rithöfunda
sem Dieter átti, svo uppfullar voru
þær af spumingamerkum, upp-
hrópunarmerkjum, athugasemdum
og jafnvel útstrikunum. Dieter stóð
uppi í hárinu á sérhverjum rithöf-
undi sem hann las, frá Sófóklesi til
Gunters Grass. Til að mynda fór Ni-
.^.etszche svo rækilega í taugarnar á
honum fyrir „neikvæða" lífsskoðun
sína að hann fór í gegnum heildar-
útgáfuna á verkum hans og strikaði
út öll neikvæð orð sem hann fann
með breiðum, svörtum penna. Bf ég
man rétt, fór þetta ritúal ævinlega
fram á saleminu. Aðrir textar hlutu
enn verri örlög, voru soðnir í mauk
og gerðir að „bókmenntabjúgum."
Dieter var hugfanginn af íslensku
og íslenskum bókmenntum, þótt
hann lærði aldrei málið til hlítar.
Hann var raunar þeirrar skoðunar
að hollt væri að tjá sig á tungumáli
* sem maður kynni ekki til hlítar, því
við það yrði til nýr og frjór texti.
Skoðanir hans á íslenskum bók-
menntum eru lýsandi fyrir lífsvið-
horf hans. Hann kunni ekki að meta
skáldverk sem reyndu að færa
„hrærigraut hversdagslífsins" í list-
ræna spennitreyju. Þórbergi Þórð-
arsyni fyrirgafst hins vegar allt, svo
miklar mætur hafði Di-
eter á ærslafullu hug-
arflugi hans. Einhvem
tímann sagðist hann
hafa gengið Þórberg
uppi í því augnamiði að
tjá honum aðdáun sína,
en orðið klumsa þegar
til kastanna kom og
reynt að kyssa skó
hans. Þórbergi varð
svo bilt við að hann tók
á rás heim undan þess-
um „brjálaða Þjóð-
verja.“
Nei, hans menn vora
alþýðuskáldin, til að
mynda Tryggvi Emilsson. Mestan
og einlægastan skáldskap á Islandi
taldi Dieter sig samt finna í minn-
ingargreinum Morgunblaðsins og
Tímans sáluga. Þar skynjaði hann
„hrærigraut hversdagslífins"
ómengaðan, einlægan og heiðarleg-
an. Hefði hann sætt sig við þessi fáu
minningarorð frá minni hendi? Eg
býst ekki við því. Hér vantar æði
mikið upp á heildarmyndina af þeim
óendanlega margbrotna persónu-
leika sem Dieter Roth var, útlistan-
ir á örlæti hans, sjúklegri tor-
tryggni, tilfinningasemi, umburðar-
lyndi, dómhörku, viðkvæmni og
sársaukafullri hreinskilni.
Avæning af þessu öllu er að finna
í viðtölum okkar, en þar segir Diet-
er á einum stað: „Þegar ég var ung-
ur, þá ætlaði ég að verða alvöru
listamaður. Þá fór ég að gera eitt-
hvað sem mér fannst ekki vera list,
og þannig verður maður listamaður,
frægur og þekktur. Með því að vilja
ekki vera listamaður, geta það jafn-
vel ekki. Þetta er kallað framför!
Enginn vill vera þar sem listin er,
enginn vill vera það sem hann er,
heldur hleypur eitthvað annað.
Þannig verður maður frægur fyrir
það að vera ekki það sem maður
ætti að vera!“
Aðalsteinn Ingólfsson.
„Þetta er bara fallegur maður og
geðugur." Séra Bjöm, teinréttur í
dökkum jakkafötum, tók ofan og
heilsaði tengdasyninum. Sá var
krúnurakaður, í molskinnsbuxum,
peysu og svörtum, skósíðum leður-
frakka. diter rot var kominn til Is-
lands. A Islandi lágu malargötur,
hús klæddust bárajárni og áratuga
skömmtun á nauðsynjavöra var ný-
aflétt. Bólstruð sófasett og pólerað
húsgögn prýddu hýbýli manna, og á
hátíðum lagði um þau ógleymanleg-
an ávaxtailm. Vopnaður vinnu-
lampa, íslenskri eiginkonu og
möppu með teikningum og grafík,
öslaði útlendingurinn krapið, hús úr
húsi í leit að verkefnum. I hönd fóra
margir langir og launalitlir dagar.
Heima á eldhúsborði hóf frúin
skartgripagerð og fékk þar kær-
kominn félaga. Upp stytti þegar
Halldór gullsmiður Sigurðsson bauð
þeim aðstöðu á verkstæði sínu að
Skólavörðustíg 2. í versluninni var
nú kynnt ný og framandi lína þeirra
hjóna, og síðan hönnun og sérsmíði
diters af módelhringum úr silfri.
Eitt verkefni leiddi til annars.
Þyngst vóg áhugi Harðar Ágústs-
sonar sem útvegaði diter ýmislegt
að gera við teikningar og fjölþætta
hönnun, sótti hann á vespunni sinni
suður undir Hafnarfjörð og skilaði
aftur að loknum vinnudegi.
I möppu diters, þeirai litlu, var
fleira að finna. Þar lágu bókavísar
með leik hans við ljóðið, úr stöfum,
merkjum og táknum sem sköpuðu
sjónræn form með ljóðfletinum.
Reyndar áleit Karl Einarsson
Dunganon að þessi „ideogrömm í
anda konkretista" væru heldur lak-
ari en glasakvæðin hans sjálfs, sem
sýndu ákveðið yrkisefni í mynd-
formi er algjörlega féll að efni ljóðs-
ins, án þess að nokkram stöfum eða
orðum væri hnikað í ljóðlínunni.
Dunganon var í heimsókn í Stóra
Kanúkastræti með Gamlagarð og
Sívalaturninn í annan endann. I
heimsókn hjá séra Birni sem sum-
arið 1970 fékk að dvelja á Garði eins
og forðum, og hafði þá ekki utan
farið eftir Hafnarárin á tímum
heimsstyrjaldarinnar íyrri. Þar
mynntust þeir nú landarnir. I hin-
um enda götunnar við háskólann og
Frúarkirkju stendur pensjónat
KFUK. Þar bjó undirrituð. Öllu
fyrr, eða um miðjan 6. áratuginn sat
í gangi gistiheimilisins ung íslensk
kona á tösku sinni og beið gistingar.
Ætlun hennar var að þjálfa sig
áfram í starfi og vinna með börnum
á sjúkrahúsum; þerapíu í gegnum
myndlist. Sú hending að herbergið
var enn upptekið réð því að hún var
drifin á dansleik þá strax um kvöld-
ið, í pallíettum og öðra prjáli.
Skemmtun þessi reyndist vera í til-
efni af þjóðhátíðardegi Svisslend-
inga. Þar voru karlar í kjól og hvítt
og konur klæddust síðu. Við borðið,
gegnt þeirri íslensku, sat maður
sem gerði allt öfugt við það sem til
var ætlast. Hann hlaut að vera gal-
inn. Þegar dagskrá hátíðarinnar
gerði ráð fyrir að fólk stæði upp og
syngi þjóðsönginn eða hrópaði
húrra, sat hann. En um leið og aðrir
vora sestir, spratt hann á fætur,
söng þjóðsönginn og hrópaði húrra!
Þó fóru leikar svo að þegar leið að
jólum flutti sú íslenska inn til
mannsins, teiknarans diter rot, að
Grábræðratorgi 13.
Fyrstu árin á Islandi var vinnu-
stofa diters heima við. Verk hans
vora hágeómetrísk, sterk, hrein og
tær. Hann var samkvæmur sjálfum
sér svo vandvirkni og aga lýsti ekki
aðeins af verkum hans heldur
einnig af lífi hans öllu, um leið og
hann gekk þvert á viðteknar venjur.
Húsmóðirin vann úti og eldri dama
aðstoðaði við heimilishaldið. ,Á ég
ekki einhvern tíma að pressa spari-
föt bóndans?" spurði hún eitt sinn
eftirvæntingarfull, tvísté og néri
saman höndum. „Ja-a, hann á nú
bara engin,“ var svarið. Heimilis-
hjálpin brast í óstöðvandi hlátur en
fékk að stoppa í endalaus pör af fín-
um ullarsokkum og snúa krögum á
léreftsskyrtum, því enn var diter á
peysunni. Þar átti hann hauk í homi
sem Guðríður tengdamóðir hans
var, en hún sá um prjónaskapinn.
Sú umhyggja hennar var sannar-
lega endurgoldin, diter var tengda-
foreldrum sínum einstaklega góður.
I þeim presthjónum virtist renna
eitthvert tatarablóð og stóðu þau í
stanslausum flutningum. Alltaf var
diter boðinn og búinn að létta undir
í smáu og stóru og fyrstur mættur
að mála og flytja fyrir þau. Það varð
svo þegar heimasætan, sem fylgdi
konunni og diter fékk á fæti, var
tekin í kristinna manna tölu að
þáttaskil urðu í klæðaburði lista-
mannsins. Jakkaföt vora keypt á út-
sölu og í þau skyldi hann. Ferming-
arbarnið fór í kirkjuna með túperað
hár, meðan mamman tróð stjúpan-
um í tauið. Svo vel tókst til að aldrei
fór hann úr þeim aftur eftir það.
Á þessum áram var diter reglu-
maður, og á heimili einstakt snyrti-
menni eins og alla tíð, þægilegur og
kurteis. Hann var athugull og
óþreytandi við að beita hugviti sínu
og handleikni til að bæta vinnuað-
stöðu, nýta rými, hagræða og auð-
velda leik og störf heimilisfólksins.
Fljótlega fóru frænkur og fleira fólk
að gera sér ýmis erindi til að hitta
hinn flinka mann, fræga hönnuð og
hagleikssmið. En viti menn. Við
þeim blöstu bara ópússaðar spýtur,
kassar og annað álíka dót. Því sam-
kvæmt hreintrúarstefnu diters sem
hentaði konu hans að vísu ágætlega,
skyldi hún henda nær öllu sem hún
átti og helst ekkert að fá sér í stað-
inn. diter var þá þeirrar skoðunar
að menn skyldu ekki eiga meira en
það sem þeir gátu borið með sér.
Rúmin voru skrúfuð saman úr fjór-
um plönkum og léttar þverspýtur
límdar á borða sem lágu ofan á og
eftir langhliðunum. I flutningum
var lítið mál að rúlla upp í stranga
borðunum með þverspýtunum og
skrúfa plankana í sundur og leggja
þá saman. Hver og einn gat þannig
borið rúmið sitt undir handleggn-
um. Hægindastólar vora með svip-
uðu sniði, en allir borðstofu- og
vinnustólar vora tómir trékassar,
fengnir fyrir lítið frá Áfengisverzl-
un ríkisins. Sama var að segja um
hillur og lausa skápa. Útvarp var
ekkert á heimilinu og því síður dag-
blöð. Engar gardínur fyrir gluggum
og óþarfa skraut var klippt af föt-
um. I þessum sjálfvalda kalvinisma
var hugmyndin um fjárhagslegan
ávinning goðgá næst, svo skóla-
stúlkunni reyndist nær ómögulegt
að reikna orðadæmin sem fyrir vora
lögð og flest fjölluðu um mikinn
gróða kaupmannanna. En diter var
umhugað um uppeldi hennar og út
hrukku af sakramentinu Enid
Blyton og Andrés Önd sem reyndar
átti eftir að lenda undir pylsugerð-
arhnífi meistarans. Barninu opnuð-
ust ótrúlegir heimar. I útlöndum
vora eplin græn! I útlöndum var úr-
gangur óviðráðanlegt vandamál. í
útlöndum teiknuðu menn æðisleg
hús úr gleri um kletta, tré og fossa.
Svo var ungfrúin sett í spilatíma.
En hún fann sig ekki í hreinum Béla
Bartók og bar sig frekar eftir be-
bopi og boogie. Með fyrstu ferð
diters til Bandaríkjanna varð ekki
aftur snúið. I stökkum og stæðum
stóðu nú á stofugólfinu ásamt öðr-
um félögum, þeir Lester Young,
„Fatha“ Hines, Mingus og Monk,
Gillespie og Charlie Parker. Fyrir
verðandi ungling átti landið enn eft-
ir að rísa. Ferðir diters urðu fleiri
svo ofan á bættust plötur frá glæ-
nýju útgáfufyrirtæki; Tamla
Motown. Og ekki varð langt að bíða
uns fyrstu lög Rolling Stones bitu
hlustirnar. Um gáttina var einnig
einatt gestagangur erlendra lista-
manna sem stuttan stans höfðu á
leið yfir Atlantshafið, heimsálfa í
milli. diter eignaðist auðveldlega
vini og heimilið var ekki síður móts-
staður margra Islendinga.
Einhvern tíma var sagt um diter
að hann væri gróflega heiðarlegur
við sjálfan sig og aðra. Líklegast má
þetta til sanns vegar færa. diter var
gegnheill og gjörsamlega frábitinn
allri sýndarmennsku og skinhelgi.
Ef til vill var það einmitt þessi eig-
inleiki og ofurmannlegt energí sem
gerðu honum lífið og samskiptin við
aðra oft erfiðari en þau hefðu ella
þurft að vera. Fátt særði diter eins
og ef honum fannst að honum væri
gert rangt til, hann vera misnotað-
ur, eða menn ganga á lagið. Ótti um
það hefur vafalaust aukist eftir að
hann efnaðist og á reyndi að greina
kjamann frá hisminu. diter var
ósínkur á sjálfan sig og örlátur á
hugmyndir og aðra rausn, en óneit-
anlega viðkvæmur og vandmeðfar-
inn.
I anda Dadaista, og e.t.v. síðar
þeirra Fluxusfélaga, hafði diter ein-
læga óbeit á öllum hernaði, og var
jafnt í lífi sínu sem list í eilífu andófi
við vestræn gildi. Auk hins evr-
ópska arfs átti hann sjálfur hræði-
legar minningar frá loftárásum
bandamanna á Hannover. í skólan-
um á morgnana vantaði iðulega ein-
hvem bekkjarfélagann. Spumingin
var aðeins ein: „Hvenær verður
sætið mitt autt?“ Kennarinn kallaði
nemendur upp að virtist af handa-
hófi og barði þá með priki á fram-
rétta fingurna. í Hitlersæskunni
var einnig kvalafullt líf þar sem
eldri strákarnir sáu um að herða þá
yngri með harðfylgi og niðurlæg-
ingu. Heima þéraðu þeir bræðurnir
foreldrana og ávörpuðu þau helst
ekki að fyrra bragði við matarborð-
ið. Þegar að því kom að þjóna föður-
landinu, gat diter ekki hugsað sér
að gegna herskyldu. Og undan
henni slapp hann með ýmsum
kúnstum rétt eins og aðrir góðir
dátar.
Um miðjan 7. áratuginn fer diter
sem gestakennari til New Haven.
Hjónabandið fjarar út og áfram
einnig það hóf sem áður einkenndi
daglegt líf hans og allan stíl. Við
tóku ár taumleysis í mat og drykk
svo lífskyndill Dieters brann í báða
enda. En þrátt fyrir þetta og þann
aukna auð og veraldlega gengi sem
stöðug og óslitin vinnusemi hans,
snilli og listræn færni færðu honum,
varðveitti hann ætíð þá alúð og um-
hyggju sem mölur og ryð fá ei
grandað. diter rot var kvæntur
móður minni Sigríði Björnsdóttur
myndþerapista. Hjá þeim ólst ég
upp í þessu sérkennilega samblandi
af bullandi bóhemisma og einsýna
ofuraga. Ákveðið skeið er á enda
runnið, enginn varð aftur samur
sem einu sinni kynntist diter. Og
einhvers staðar úti á óravegu minn-
inganna ómar klarinetta gamla
Goodmans: „Let’s play the blues“.
Guðríður Adda Ragnarsdóttir.
Óneitanlega er stórt skarð fyrir
skildi í listheiminum við óvænt frá-
fall Dieters Roths á besta aldri.
Hann hafði ekki einungis víðtæk og
varanleg áhrif á þróun íslenskrar
myndlistar og bókverkagerðar síð-
ustu fjóra áratugi, heldur var hann
líka virtur atkvæðamaður og áhrifa-
valdur á alþjóðavettvangi. Þess varð
ég meðal annars áþreifanlega var
þegar ég bjó í Berlín fyrir tveimur
áratugum. Meðal þýskra lista-
manna var nafn hans sveipað svip-
uðum ljóma og nafn Josephs Beuys,
og listasöfn sýndu verk hans jafnan
á bestu stöðum í húsakynnum sín-
um.
Dieter var einkennilega mót-
sagnakenndur maður, fullur af efa-
semdum um hlutverk listarinnar,
sífrjór og leitandi tilraunamaður,
strangheiðarlegur gagnvart sjálfum
sér og öðrum, einstaklega látlaus og
ljúfur í persónulegri viðkynningu.
Manni leið ósjálfrátt vel í návist
hans, þó hann vekti stundum þá
kennd að hann hefði séð gegnum
hégóma heimsins og teldi mannlega
viðleitni tilgangslitla.
Mig minnir að fyrstu kynni okkar
Dieters hafi orðið fyrir tilstilli svil-
ans Ragnars Bjömssonar, sem
stundum bauð til fjölmennra og
fjörlegra áramótasamkvæma. Þar
hitti ég þau hjónin Sigríði Bjöms-
dóttur og Dieter, sem þá nefndi sig
diter rot. Á þeim árum hafði hann
vægast sagt ekki úr miklu að moða
og var þakklátur fyrir verkefni sem
honum áskotnuðust. Eitt þeirra var
kápa á aðra ljóðabók mína, „Hafið
og kletturinn“ (1961). Þótti kápan í
meira lagi frumleg, meðþví á hana
voru prentuð svörtu letri í viðeig-
andi föllum öll nafnorð sem fyrir
komu í bókinni, en um miðja kápuna
vora nöfn höfundar og bókar einsog
rauður borði í sömu leturstærð.
Fyrir neðan „borðann" stóðu orðin
á haus. Dieter hafði vit á að láta höf-
undinn orðtaka bókina og raða orð-
unum í stafrófsröð! Ekki var þessi
nýbreytni öllum að skapi, til dæmis
ekki útgefandanum Ragnari í
Smára, enda ekki líkleg til að örva
sölu á kverinu, en mér fannst gam-
an að tiltækinu.
Ári síðar tók ég við ritstjórn Les-
bókar Morgunblaðsins, sem varð til
þess að ég fékk þegar stundir liðu
tækifæri til að fela Dieter mynd-
skreytingar við ýmsar smásögur. Á
árinu 1963 birtust þannig fimm
myndskreytingar eftir hann við sög-
ur eftir George Moore, Richard
Hughes, Aksel Sandemose og J.K.
Huysmans. Árið 1964 birtust ekki
færri en átta myndverk hans við
sögur eftir Bertolt Brecht, Steinar
Sigurjónsson, John Steinbeck, Fa-
bio Fiallo, Tom Masson og fleiri.
Fyrir hirðuleysi og handvömm hafa
frammyndir allra þessara verka
glatast, en þau eru sögulegur þáttur
í umsvifum Dieters á Islandi.
Eftirað hann hvarf af landi brott
urðu samfundir okkar miklu strjálli,
en ég heimsótti hann stundum í
vinnustofuna í Mosfellssveit þegar
hann var staddur hérlendis og hitti
hann við tvö tækifæri í Berlín. Frá
þessum árum á ég eitt bókverkanna
sem síðan hafa gert garðinn íræg-
an. Það er nafnlaust lausblaðaverk í
litríkri kápu og tileinkað Vera dótt-
ur hans á barnsaldri. Hefur það að
geyma furðulegt safn af prentuðum,
vélrituðum og skrifuðum textum,
teikningum, ljósmyndum og skiss-
um á marglitum og misjafnlega
þykkum blöðum. Ugglaust er það
frumlegasta bókverk í mínum fór-
um og látlaus uppspretta heilabrota
og hugrenninga.
Annað óvenjulegt bókverk, til-
einkað Dieter Roth, eignaðist ég í
Berlín. Það er eftir seinni konu
hans, Dorothy Iannone, og nefnist
„Danger in Dusseldorf (or) I Am
Not What I Seem“ (1973). Þar segir
frá þeim hjónum Önnu og Otto Ha-
se í mjög óhefðbundnum stíl, enda
batt Dorothy ekki bagga sína sömu