Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 29 Jafnrétti í getnaðarvörnum í LJÓSI þess hve miklu fleiri konur fara í ófrjósemisaðgerð en karlar má álíta sem svo að konur taki enn- þá meiri ábyrgð á getnaðarvömum þrátt fyrir aukið jafnrétti á ýmsum sviðum. Velta má fyrir sér af hverju þessi mikli munur stafar og hvaða leiðir eru til úrbóta. Ófrjósemisaðgerð er skilgi-eind sem aðgerð þar sem eggrásum kvenna eða sáðrásum karla er lokað til að koma í veg fyrir getnað. Hér á landi hefur tíðni ófrjósemisaðgerða aukist talsvert undanfarin ár. Arið 1988 vom gerðar 495 slíkar aðgerð- ir, þar af 465 á konum og því aðeins 30 á körlum. Árið 1995 hafði aðgerð- um fjölgað í 640 þar af vom 553 á konum en 87 á körlum, eða rúmlega sex konur á móti hverjum karli. Viðhorf Þrátt fyrir aukið jafnrétti á mörg- um sviðum nú til dags, má velta því fyrir sér hvort ekki sé enn um það aldagamla viðhorf að ræða að konur Konur eru vanar að sjá um, segja Aðalheiður Harðardóttir, Auður Arnadóttir, Lára G. Kristinsdóttir og Hulda Bergvinsdóttir, og taka ábyrgð á getn- aðarvörnum. sjái um og beri ábyrgð á getnaðar- vömum. Þessu til stuðnings má vitna í meðfylgjandi skýringarmynd. Þar kemur fram sá mikli munur sem er á milli kynja þegar ófrjósemisaðgerð á í hlut, þrátt fyrir að almennt sé talið áhættuminna fyrir karla að fara í slíka aðgerð. Þetta getur mögulega tengst því að enn í dag virðist um- önnun bama og heimilishald frekar hvíla á herðum konunnar og teljast til svokallaðra „mjúkra mála“. Getnaðarvamir Ýmsar getnaðarvarnir standa konum til boða. Flestar þeirra hafa einhver áhrif á líkamsstai'fsemi kvenna t.d. hefur p-pillan áhrif á hormónastarfsemina. Aftur á móti em möguleikarnir ekki eins margir þegar karlar eiga í hlut og hafa þær getnaðarvarnir sem þeir nota yfir- leitt ekki áhrif á líkamsstarfsemi þeirra. Höfundar telja að þetta geti verið ein af ástæðum þess að karl- menn fara síður í ófrjósemisaðgerð- ir. Karlar hafa ekki þurft að venjast því að til að koma í veg fyrir getnað þurfi þeir að hafa áhrif á starfsemi æxlunarfæra með getn- aðarvörnum. Þeim stafar því hugsanlega ógn af slíku inngripi sem þeir telja að geti haft áhrif á líkamsstarf- semi þeirra. Fordómar Ýmsir fordómar virð- ast enn vera til staðar í þjóðfélaginu varðandi ófrjósemisaðgerðir. Ef til vill telja sumir karlar karlmennsku sinni ógn- að ef þeir ættu að fara í slíka aðgerð. Mætti tengja það þeim mis- skilningi sem virðist vera við lýði að þessi aðgerð á karlmönnum sé svipuð og gelding fyrri alda. Með öðrum orðum, að þeir geti ekld gagnast konum eftir að- gerðina. Aftur á móti á ófrjósemisaðgerð á kon- um að hafa þveröfug áhrif. Þær eiga að upp- lifa meiri ánægju af kynlífi. Konur virðast síður telja að vegið sé að þeirra kvenímynd eða að þær tapi sínum kvenleika við það að fara í slíka aðgerð. Barnakvótinn fylltur Aðalheiður Harðardóttir Hulda Bergvinsdóttir Auður Árnadóttir Lára G. Kristinsdóttir Þegar konur eru búnar að eignast ófijósemisaðgerð. Oft er sú ákvörð- þau böm sem þær ætla sér taka un sprottin af erfiðleikum með aðrar sumar þeirra ákvörðun um að fara í getnaðarvamir og að þær geta ekki RYK-& VATNSSUGUR Úrvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 IBESTAI VINKLAR A TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ &Þ.Þ0RGRIMSS0N&C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640 Vöggmrigiir, vögguseff. Shðlwartalall Stmiwuwo ReyHwflL RGGbok ^ stórútsala á bakvið Ðónus, Faxafeni Allt að 70% afsláttur Skór — töskur — fatnaður o.fl y Interval áður JJQQG nú 4.990 Spitfire áðurJ5<99Ö’ nú 3.990 Slice Canvas áðurAA9C nú 2.990 Odyssey áður J*99C nú 4.990 Prophet áður nú 4.990 Samanburður milli kynja kartár kartár' hugsað sér að standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem óvelkom- in þungun leiðir til. Þó svo að fóstur- eyðing sé tiltölulega aðgengileg að- gerð hér á landi er það svo í hugum flestra kvenna að um afarkost sé að ræða sem aðeins beri að nota í al- gjömm neyðartilvikum. Til að koma í veg fyrir að þurfa að standa frammi fyrir því erfiða vali velja konur frek- ar að binda endi á frjósemi sína á varanlegan hátt. Oft tekur konan ákvörðun um að fara í ófijósemisað- gerð án þess að ræða það við mak- ann hvort hann sé tilbúinn til að gangast undir slíka aðgerð. Þetta getur tengst því að konur eru vanar að sjá um og taka ábyrgð á getnað- arvörnum. Meiri fræðslu er þörf Þó svo að umræðan um ófrjósem- isaðgerðir hafi opnast hin síðari ár virðist sem hún hafi ekki að öllu leyti náð til slíkra aðgerða á körlum. Það virðist ríkja vanþekking á eðli og afleiðingum aðgerðarinnar sem leiðir til þess að karlar íhugi síður þennan möguleika. Getur það því hugsanlega staðið í vegi fyrir að þeir taki meiri ábyrgð á getnaðar- vörnum. En það hlýtur að vera skylda hvers einstaklings sem stundar ábyrgt kjmlíf, hvort sem um karl eða konu er að ræða. Benda má á að í fræðslu fyrir ófrjósemis- aðgerð þurfi fagaðili að tala við báða aðila og gera þeim grein fyrir kost- um og göllum aðgerðarinnar fyrir bæði kynin. I dag virðist sjaldan vera bent á þann möguleika að karl- ar geti farið í slíka aðgerð. Höfund- ar telja að með því að auka fræðslu um ófrjósemisaðgerðir sem valkost í getnaðarvömum megi minnka þann mun sem er á milli karla og kvenna sem fara í ófrjósemisaðgerð. Þannig megi stuðla að auknu jafn- rétti á þessum vettvangi sem öðr- um. Grein þessi er unnin í framhaldi af lokaverkefni til B.Sc. gráðu í hjúkr- unarfræði við Háskólann á Akur- eyri. Heiti lokaverkefnisins er „Frelsi í formi ófrjósemisaðgerðar: Upplifun kvenna af líkamlegri, and- legri og félagslegri líðan sinni eftir ófrjósemisaðgerð.“ Höfundnr brautskráðust sem hjúkr- unarfræðingar hinn 6. júní 1998 frá Háskólanum á Akureyri. Við ætlum ekki að hætta að bjóða frábær föt á góðu verði fyrir flotta krakka Enski landsliðsbúningurinn (stuttb.+ bolur). ...1.490 kr. Brasilíubúningurinn (stuttb.+ bolur). .1.490 kr. Manchester, Arsenal og Liverpool búningar (stuttb + boiud.m 1.490 kr. Hermannabolír............................590 kr. Galla stretchbuxur með blómamynstri.... 2.290 kr. Velúr ungbarnagallar....................990 kr. KB Ungbarnagalli, samfella, bolur og tveir smekkir...... ....aðeins 1.590 kr. 45 á Hagkaup í Skeifunni / J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.