Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 35^ efni sem skaða innkirtla (Endocrine Disruptive Chem- icals), og beinist vaxandi athygli að þeirri hættu sem af þeim getur stafað, meðal annars vegna áhrifa á eistu og framleiðslu kynfruma hjá körlum sem og á ónæmiskerf- ið. Knýjandi er talið að auka óháð- ai- rannsóknir á áhrifum þessara efna. Kyoto og orkusparnaður Loftslagsbreytingar og fram- kvæmd Kyotobókunarinnar voru að sjálfsögðu ofarlega á baugi í Árósum. Þingmannafundur Globe setti fram þá kröfu til þjóðríkja og Evrópusambandsins að leggja í Buenos Aires í nóvember 1998 fram skýra stefnu og áætlanir fyr- ir næsta fund aðildarríkja Lofts- lagssáttmálans frá 1992. Tryggja beri skýrar samræmdar reglur um sameiginlega framkvæmd í niðurskurði gróðurhúsaloftteg- unda, um viðskipti með losunar- kvóta og þak á slík viðskipti sem hlutfall af skuldbindingum þjóð- ríkja. Sérstakur þáttur á ráðstefnum þingmanna og ráðherra í Arósum var skilagrein fjölþjóðlegs starfs- hóps um hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað. Atak á þessu sviði er talið geta skilað marghátt- uðum hagsbótum fyrir efnahag og umhverfi, þar á meðal í glímunni við gróðurhúsalofttegundir. Gagn- rýndur var hægagangur á þessu sviði og allssendis ófullnægjandi áhersla og fyrirgreiðsla fjármála- stofnana til að örva breytingar á orkubúskap í Evrópu, ekki síst í austanverðri álfunni. Sérstakar áhyggjur komu fram vegna sam- gangna og flutninga á landi sem aukast stöðugt og með þeim álag á umhverfið. Lokaorð Evrópska umhverfisráðstefnan í Arósum var viðburður sem verð- skuldar athygli alls almennings. Næsta hliðstæð ráðstefna á undan var haldin í Sofiu í Búlgaríu 1995 og framvegis er gert ráð fyrir slík- um ráðherrafundum allra Evrópu- landa á fjögurra ára fresti. Þungi umhverfismála í stjórnmálaum- ræðu fer vaxandi, en er þó langt frá því að vera í réttu hlutfalli við þörfina fyrir róttæka stefnubreyt- ingu. Enn ráða blind markaðslög- mál lögum og lofum í alþjóðavið- skiptum og síaukinn hraði efna- hagslegrar og fjármálalegrar hnattvæðingar eykur hættuna á að þróun heimsmála fari út af sporinu með skelfilegum afleiðing- um. Fiestir skynja þessa yfirvof- andi hættu, en stjórnmál og dæg- urumræða snúast um flest annað en hvernig koma megi í veg fyrir hana og hvernig gefa megi hug- takinu sjálfbær þróun raunveru- legt innihald. Orð og athafnir á fundunum í Arósum voru þó lóð á rétta vogarskál. Höfundur er þingnmður. Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is BRIDS Umsjón Arnór G. I! agnarsson Sumarbrids 1998 Fimmtudagskvöldið 18. júní var spilaður Mitchell og urðu þessi pör efst: NS: AronÞorfmnsson-GuðmundurPétursson 235 Una Amadóttir - Hjálmtýr R. Baldursson 233 Leifur Aðalsteinsson-TorfiÁsgeirsson 231 AV: Erlendur Jónsson - Jón Ingþórsson 271 Jón Steinar Ingólfsson - Hermann Friðriksson 261 Dúa Ólafsdóttir - Sigrún Pétursdóttir 234 Nýtt þátttökumet í Sumarbrids ‘98 Föstudagskvöldið 19. júní var sett met í þátttöku þegar 32 pör mættu til leiks og spiluðu Mitchell. Efstu pör: NS: Bima Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórsson 378 Ólafur Pór Jóhannsson - Gísli Hafliðason 377 Óli Bjöm Gunnarsson - Bjöm Amason 365 AV: Gísli Steingrímsson - Sigurður Steingrímsson 366 Sigrún Pétursdóttir - Amína Guðlaugsdóttir 366 Sigurður Þorgeirsson - Einar L. Pétursson 355 Tíu sveitir í útslætti! Að loknum fóstudagstvímenningi var að venju spiluð útsláttarsveita- keppni. Tíu sveitir skráðu sig til leiks og eftir mikla baráttu stóð sveit Jóns Steinars Ingólfssonar (Loftur Þór Pétursson, Pétur Stein- þórsson og Úlfar Kristinsson, auk Jóns) uppi sem sigurvegari. í öðru sæti varð sveit Eggerts Bergsson- ar, en með honum spiluðu Brynjar Jónsson, Torfi Asgeirsson og Guð- mundur Skúlason. Sunnudagskvöldið 21. júní lauk svo fimmtu spilaviku sumarsins. Þessi pör urðu efst (meðalskor 216): NS: ÓliBjömGunnarsson-ValdimarSveinsson 320 GeirlaugMagnúsdóttir-Torfi Axelsson 257 Torfi Asgeirsson - Guðmundur Skúlason 250 AV: Halldóra Magnúsd. - Jón Steinar Ingólfsson 263 Þorsteinn Joensen - Erlingur Einarsson 249 Bima Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórsson 242 Jón Steinar vann fimmtu vikuna. Eftir harða baráttu á milli nokk- urra spilara varð lokastaða fimmtu spilavikunnar þessi í bronsstigum: 1. Jón Steinar Ingólfsson 52 2. Þorsteinn Joensen 51 3. Hermann Friðriksson 48 4-5. Geirlaug Magnúsdóttir 45 4-5. Torfi Axelsson 45 6-7. Bima Stefnisdóttir 42 6-7. Aðalsteinn Steinþórsson 42 Jón Steinar er enn efstur í heild- ina. Heildarstaðan í bronsstigum er nú þessi: Jón Steinar Ingólfsson 199 Vilhjálmur Sigurðsson jr. 151 Þorsteinn Joensen 148 Hermann Friðriksson 139 Cecil Haraldsson 127 Gylfi Baldursson 124 Friðjón Þórhallsson 12(f Anton R. Gunnarsson 116 Spilað er öll kvöld nema laugar- dagskvöld, alltaf byrjað klukkan 19:00. Mitchell-spilaformið er ríkj- andi og eru ætíð notuð forgefin spil. Á föstudagskvöidum er svo hin vin- sæla útsláttarsveitakeppni að lokn- um tvímenningi og hefst hún venju- lega um kl. 23:00. Spilastaður er húsnæði Bridgesambands íslands, Þönglabakka 1 í Mjódd. Keppnis- stjórinn, Matthías Þorvaldsson, að- stoðar við myndun para þegar , menn mæta stakir. Allir eru vel- komnir. dagurinn ESJUDAGUR Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og Skátabúðarinnar er nú haldinn í sjöunda sinn. Lagt er upp frá bílastæðinu við Mógilsá frá kl. 10 og munu félagar úr HSSR verða göngufólki til aðstoðar. Margt í gangi fyrir alla fjölskylduna • „Grænlensku konurnar“ kynna búnað sinn, þar á meðal Magellan GPS-tæki og Cintamani útivistarfatnað. • Þeir fimmtíu fyrstu sem koma á staðinn íTeva skóm fá fría Teva boli. • Annar óvæntur glaðningur. • Vífilfell sér göngumönnum fyrir hressingu á uppleið. • Skemmtileg þrautabraut. • Vísbendingaleikur - viðurkenningar veittar fyrir lausnir. Má bjóða þér upp? 0% m <f$08 *■ 5 e n • Kapphlaup kl. 13. Keppt verður í tveimur aldursflokkum karla og kvenna. (Þátttökugjald er 500 kr.) Allir sem ná toppnum fá viðurkenningarskjal og freistandi tilboð frá Skátabúðinni. Félagar HSSR sjá um að „stjórna aðgerðum“ til kl. 16. Hittumst hress í Esjuhlíðum, sunnudaginn 28 júníl Félagar í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Toppurinn í sandölum O R I 0 G MAGELLAIM GPS i *étt& dit BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ÍÞRDTTIR FVRIR RLLfl u grnl 4Jlj :* tr~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.