Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 19 ____________VIÐSKIPTI__________ AT&T kaupir TCI fyrir 48 milljarða dollara New York. Reuters. SÍMARISINN AT&T Corp. ætlar að kaupa kapalsjónvarpsrisann Tele-Communications Inc. með skiptum á hlutabréfum upp á 48 milljarða dollara og AT&T fær þar með aðstöðu til að bjóða neytendum upp á langlínu- og innanbæjar- eða sveitarsímtöl, aðgang að netinu og kapalþjónustu. Samningurinn kann að gera AT&T kleift að rjúfa einokun á inn- anbæjar- og sveitarsímtölum. AT&T hefur ekki átt staðbundnar símalínur síðan stjórnvöld knúðu fram upplausn Ma Bell og komu á fót sjö Baby Bell landshlutasímafé- lögum fyrir rúmum áratug. Sú stefna AT&T að láta stað- bundna símaþjónustu aftur til sín taka er meðal annars í því fólgin að sameina langlínu, fjarskipta og net- þjónustu sína kapal-, fjarskipta- og hraðvirkum netfyrirtækjum TCI og mynda þar með eitt fyrirtæki, sem verður kallað AT&T Consumer Services. Verð hlutabréfa í fyrir- tækinu verður beinlínis tengt af- komu þess. Samkvæmt samningnum fæst 0,7757 AT&T hlutabréf fyrir eitt TCI A-hlutabréf og 0,8533 AT&T hlutabréf fyrir eitt TCI B hlutabréf. Sögusagnir um samruna Verð hlutabréfa í AT&T lækkuðu um 2 dollara í 63,375, en hlutabréf í TCI hækkuðu um 5,375 dollara í 44. Hlutabréf í AT&T hafa hækkað að undanfórnu vegna sögusagna um samruna fyrirtækisins og ýmissa annaiTa, þar á meðal America On- line Inc. og British Telecommun- ications Plc. Leo Hindery, forstjóri TCI, verður yfirmaður AT&T Consumer Services. Annar æðsti maður AT&T, John Zeglis, verður stjómarformaður og aðalfram- kvæmdastjóri nýja fyrirtækisins. John C. Malone, stjómarformaður og aðalframkvæmdastjóri TCI, tek- ur sæti í stjórn AT&T. AT&T spáir því að hagnaður AT&T Consumer Services verði rúmir 33 milljarðar dollarar 1999. Bæði AT&T og TCI gera ráð fyrir að samruninn dragi úr kostnaði og leiði til spamaðar upp á 2 milljarða dollara á ári þremur ámm eftir að gengið verður frá samningnum, lík- lega á fyrra árshelmingi 1999. Helztu farsímarisar sam- eða mulinn gráðaostur á svínakjötið Hvítur kastali í ostasósu með grillkjötinu ■ ' íslenskt smjör á komstöngulinn Kalt kryddsmjör í sneiðum á laxinn Brætt kryddsmjör penslað á kjúklinginn Helsinki. Reuters. einast gegn Microsoft ÞRÍR helztu farsímaframleiðendur heims hafa tekið höndum saman með lófatölvuframleiðandanum Psion um að víkka út landamæri þráðlausrar tölvunar, greinilega til að ógna hugbúnaðarrisanum Microsoft. Innkaup á netinu stór- aukast á næstu árum San Francisco. Reuters. KAUP á vöm og þjónustu á netinu munu aukast í 54 millj- arða dollara 2002 úr 4,3 millj- örðum 1997 samkvæmt rann- sókn Intemational Data Corp. og RelevantKnowledge. Samkvæmt skýrslunni mun fólki, sem les vörulista á heim- ilum sínum, fjölga í 102 millj- ónir 2002 úr um 30 milljónum í fyrra. „Hvort sem fyrirtæki selja neytendum beint eða ekki verður að viðurkenna að vefur- inn er dreifikerfi þar sem til- boð eru gerð í fullri alvöru,“ sagði netneytendastjóri IDC. Af öðmm niðurstöðum má nefna að tæpur fjórðungur þeirra sem komu við í verzlun- um á netinu höfðu meira en 75.000 dollara í laun. Mest er keypt af hugbúnaði á vefnum, en sala á fötum og bókum eykst stöðugt. Um 56% not- enda em karlar. Bankarisi verður til vestanhafs Los Angeles. Reuter. BANDARÍSKU bankamir Wells Fargo & Co. og Norwest Corp. hafa samþykkt samruna með samningi upp á 34 millj- arða dollara. Þar með sameinast tveir helztu bankar miðvestur- og vesturríkjanna og enn eitt skref verður stigið í átt til sam- þjöppunar í bandaríska banka- geiranum. Með samkomulaginu verður komið á fót risa með eignir upp á 191 milljarð dollara, sem nær til 21 ríkis, frá Ohio til Kyrra- hafs. Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð segja að þeir muni koma á fót sameignarfyrirtæki ásamt Psion og að Motorola í Bandaríkjunum heiti því að bætast í hópinn síðar meir. Verð hlutabréfa í Psion hækkaði um 50% og bréf í Nokia um tæp 3% í 373,60 finnsk mörk. Heimildarmenn og ýmsir sér- fræðingar segja að bandalagið muni draga úr möguleikum Microsofts á að ná undirtökum á markaði lófa- tölvubúnaðar vegna fyrirætlana bandalagsins um að koma upp óháðu stýrikerfi. Einn heimildarmannanna sagði að neytendum yrði enginn greiði gerður með því að laga hugbúnað Microsofts að lófatölvum. Tæki það sem sameignarfyrir- tækið, Symbian, mun framleiða mun komast fyrir í skyrtuvasa og verður sambland af tölvu og far- síma, búið EPOC-stýribúnaði eins og lófatölvur og með aðgengi að netinu. EPOC er í beinni sam- keppni við Windows CE-stýrikerfi Microsofts. „Þetta er fyrirbyggjandi ráðstöf- un Nokia, Ericssons og Motorola til að halda Microsoft utan við markað þeirra," sagði sérfræðingm’ Sal- omon Smith Barney. Hann sagði að stefna þeirra gæti reynzt hættuleg, eins og fyrri til- raunir nokkurra framleiðenda einkatölva til að klekkja á Microsoft. Nokia sagði að sameign- arfyrirtækið væri stórt skref í átt til hugsjónar fyrirtækisins um þráð- laust upplýsingasamfélag. Skráning skuldabréfa Delta hf., 1. flokks 1998, á Verðbréfaþing Islands. Verðbréfaþing íslands hefur ákveðið að taka skuldabréf Delta hf., 1. flokk 1998, á skrá. Heildarnafnverð útgáfunnar er 320 m.kr. Bréfin verða skráð þann 30. júní næstkomandi. Skráningarlýsingu og önnur gögn er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, viðskiptastofú íslandsbanka h£, Kirkjusandi, 155 Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni ISLAND'SBANKl Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks ( fasteignaleit V& - .mbl.is/fasteignir Rjómaostur í pylsubrauðið undir heita grillaða pylsu Rifinn maribo á hamborgarann Sneið af 26% osti á hamborgarann 33 á gríllið! Bræddur og grillaður, sneiddur eða rifinn ostur, rjómaostur, gráðaostur - fáðu þér ost og notaðu hugmyndaflugið. Ostur er toppurinn á grillmatnum í sumar! Ostur í allt sumar www.ostur.is ÍSLENSKIR V OSTAR, í AlLT SuMAR VJS / QISQH VIJAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.