Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 25 LISTIR Sýning'um lýkur Norræna húsið TIU evrópskir listmálarar sýna verk sín í sýningarsölum Norræna hússins undir heitinu Skjáir veruleikans og er sýn- ingin framlag Norræna húss- ins til Listahátíðar í Reykjavík. Sýningin er opin kl. 14-19 og aðgangur er kr. 200. Sýning- unni lýkur á sunnudag, 28. júní. Sýningin fer síðan til Lista- safns Akureyrar og verður opnuð þar í lok ágústmánaðar. Þaðan liggur leiðin til Norður- landahússins í Færeyjum og henni lýkur í Listasafninu í Horsens í Danmörku. Eden, Hveragerði SÝNINGU Birgis Schiöth í Eden í Hveragerði lýkur mánudaginn 29. júní. Birgir sýnir pastelmyndir og teikn- ingar. Myndefnið er fjöl- breytt; frá síldarsöltun á Siglufirði á árum áður, hraun- myndir, portrettmyndir, hestamyndir, o.fl. Gallerí Handverks & Hönn- unar SÝNINGU Sigrúnar Láru Shanko á handmáluðum silki- slæðum í Galleríi Handverks & Hönnunar að Amtmannsstíg 1, lýkur á laugardaginn kemur. Sýningin er opin virka daga kl. 11-17 og laugardaga kl. 12- 16. Gallerí Stöðlakot SÝNINGU Guðmundar W. Vilhjálmssonar á vatnslita- myndum lýkur sunnudaginn 28. júní. Opið daglega kl. 14- 18. Listagallerí Smíðar & Skart SÝNINGU Höllu Ásgeirsdótt- ur í Listagalleríi Smíðar & Skart, Skólavörðustíg 16a, lýk- ur næstkomandi laugardag. A sýningunni eru rakú- og reyk- brenndir leirvasar. Sýningin er opin á verslunartíma frá kl. 11 18 virka daga og 11 - 16 laug- ardaga. Nýlistasafnið SÝNINGUM Einars Fals Ing- ólfssonar á ljósmyndaverkum í Forsalnum, Erlu Þórarinsdótt- ur á verkum unnum úr blað- silfri og olíu í Gryfjunni og Hörpu Arnadóttur á málverk- um í Súmsalnum lýkur sunnu- aginn 28. júní. Sýningu á bókverkum eftir Dieter Roth lýkur fóstudaginn 26. júní. Opið er daglega nema mánu- daga frá kl. 14-18. Sýningu framlengt SÝNING Maríu Valsdóttur, Ermar í álögum, í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70, 2. hæð, hefur verið framlengd til 5. júlí. Á sýningunni sem er fyrsta einkasýning Maríu, sýnir hún textílskúlptúra, unna úr silki, hör og bómull. Sýningin er opin á laugar- dögum kl. 10-16 og sunnudög- um kl. 13-16. MYMPLIST Listaskálinn Hveragerði HÖGGMYNDIR/ÚTISÝNING GUÐBÖRN GUNNARSSON Opið allan sólarhringinn. Til 16. sept- ember. Aðgangur ókeypis. MYNDHÖGGVARINN Guð- björn Gunnarsson, sem stendur á fimmtugu, tók snemma upp lista- mannsnafnið Bubbi, kannski til aðgreiningar frá málara og nær alnafna, og hefur haldið nokkrar sýningar undir því. Er trésmiður að mennt og hefur eðlilega unnið mikið í tré, en að þessu sinni eru viðfangsefnin skúlptúrar úr jámi, íslenzku jámgrýti og steinsteypu. Bubbi lagði seint út á lista- brautina, en hafði áður en hann hóf alvarlegt listnám við háskóla í Englandi 1990, hannað innrétt- ingar fyrir veitingahús og heimili, unnið við brúðugerð, hannað leik- myndir fyrir leikhús og kvik- myndir. Áf fyrri viðfangsefnum má nefna Gullna hanann, Cocpit- Inn í Lúxemborg, Ki-inglukrána, tónlistarbarinn Púlsinn og leik- myndina í Litlu hryllingsbúðinni, allt afar hugvitsleg mótun svo langt sem ég þekld til. Verldn fyrir utan Listaskálann em tví- og þríþætt og hin tákn- ræna vísun þeirra mun meira áberandi en innbyrðis togstreita og/eða samspil. Nokkurn veginn á þann veg, að gerandinn gengur síður beint og hraustlega í skrokk á hinum fjölþætta eftiivið til að höndla innri lífæðir hans en að raða honum listilega upp, jafn- vel þótt gengið sé til verks af lofsverðum metnaði og dug. Minnist þess er ég skrifaði um sýningu Bubba í Listhúsinu Fold 1995, að mér þótti smiðurinn full áberandi að baki vinnubragðanna, og satt að segja er hann merkjanlegur listarmenn og lánast fáum. Um leið og upphafsmenn pop-málverksins vestanhafs voru menntaðir og starf- andi auglýsingahönnuðir, byggðist vinna þeirra í myndlistinni rnikið til á auglýsingatækninni og hjálparmeðul- um er fyrrum þóttu forkastanleg. En er að því kom, að sumir hverjir reyndu fyrir sér í klassískum vinnu- brögðum myndlistarinnar svo sem sjá mátti á stórsýningunni Westkunst í Köln Deutsch 1982, er markaði að hluta til upphaf nýbylgjumálverksins, eða kannsld Dokumenta á svipuðum tíma, var árangurinn svo áber- andi slakur að þeir hættu sér ekki út á þann vettvang aftur! Tel það hafa nokkra þýðingu að minnast á þetta ferli hér, því þótt Bubbi berjist hetjulegri bar- áttu við að sverja af sér vinnu- brögð iðnaðarmannsins, eru þau ennþá meira en vel merkjanleg í verkum hans. Má orða það svo að hönnuðurinn, iðnaðarmaður- inn og myndlistarmaðurinn tog- ist á í margþættum verkum hans þannig að oft má ekki á milli sjá hver hafi vinninginn. Það vekur þó helst spuminguna hvort þessi barátta sé raunhæf og hvort listamaðurinn ætti ekki frekar að leitast við að nota menntun sína, yfirburða reynslu og þekkingu á svipaðan hátt og pop-listamenn- irnir en á öðrum forsendum ef viH. Veigurinn er hér, að menn eiga síður að ganga til leiks í fot- um annarra, eins og það mætti orða það, og til viðbótar má vísa til þess að hönnun og innsetning eru gildir þættir í framsæknum núlistum dagsins. Afar vel er staðið að sýning- unni og verkin gefa á ýmsan hátt til kynna að skapandi frumkraftr ar krauma hið innra með listamann- inum, varðar nú öllu að halda áfram að dýpka þær upprunalegu orku- stöðvar og þrengja þeim fram. Bragi Ásgeirsson Mótun jarðar Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson EITT af verkum Bubba fyrir framan Listaskálann í Hveragerði. ennþá ásamt hönnuðinum. Minnir sterklega á, að t.d. auglýsingahönn- uðir eiga, eftir áralanga vinnu í fag- inu, sömuleiðis afar erfitt með að upplifa hlutina á sama hátt og mynd- Fyrirlest- ur um rómönsku Ameríku DR. IGNACIO Sosa Alvarez pró- fessor við Ríkisháskólann í Mexíkó- borg flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla ís- lands í stofu VI (6) í aðalbyggingu Háskólans, mánudaginn 29. júní 1998 kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist -“El para- digma de desarrollo y la histor- iografía latinoamericana contempor- ánea“ eða Hugmyndir um þróun samfélagsins og söguskoðun í rómönsku Ameríku og fjallar um það hvernig athuganir á samfélagsþróun í álfunni hafa getið af sér margvís- lega túlkun á stöðu mála. Prófessor Sosa kennir rómansk- amerísk fræði við Ríkisháskólann í Mexíkóborg. Hann er sérfræðingur í þjóðernishyggju og hefur skrifað um stjórnmálasögu og þjóðfélagsgerð rómönsku Ameríku. Hann hefur meðal annars skrifað bækurnar Ensayo sobre el discurso político mexicano (1994), Examen de una década: sociedad y universidad 1962- 1971 (1976) og Conciencia y proyecto nacional en Chile: 1891-1973 (1981) og er þekktur á sínu sviði í Mexíkó. Fyrirlesturinn verður fluttur á spænsku og er öllum opinn. ------»44------ Zirkús Ziemsen á Laugaveginum GÖTULEIKHÚSIÐ Zirkús Ziemsen verður með spunaverkefni á Lauga- veginum í dag föstudag kl. 14. Áðeins er um eina sýningu að ræða. Kínaópera fær ekki fararleyfi SPENNAN í tengslum við Kínaheim- sókn Bilis Clintons Bandaríkjaforseta tekur á sig ýmsar myndir. Nú í vik- unni varð það t.d. endanlega ljóst að Kunqu-óperan í Shanghai fær ekki fararleyfi kínverskra yfirvalda til Bandaríkjanna til að sýna nútímaupp- færslu á sígildri kínverskri óperu. Segja Kínveijar að ekki sé við hæfi að sýna útgáfu Kunqu-óperunnar erlend- is. Til stóð að óperan yrði sýnd á tón- listarhátíðinni í Lincoln-center í júlí. Hefur framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar reynt allt sem í hans valdi stendur til að fá fararleyfi fyrir kínversku söngvarana og tónlistarmennina en yfirvöld virðast óhagganleg. Hafa menningarmálayfirvöld í Shanghai gert kröfur um breytingar á uppsetn- ingunni og saka óperustjórann um að hafa m.a. bætt „klámfengnum" og „fá- víslegum" þáttum inn í óperuna. Gámar með sviðsbúnaði óperunnar hafa staðið í rúma viku á flugvellinum í Shanghai og segja stjómendur Lincoln-center hátíðarinnar nú of seint að heijast handa, jafnvel þótt leyfið fengist en hins vegar séu mögu- leikar á því að setja hana síðar upp. Þvergirðingsháttur yfirvalda kemur Bandaríkjamönnum á óvart, þar sem kínversk yfirvöld hafa um skeið lagt ríka áherslu á að kynna kínverska menningararfleifð og hafa mun frekar viljað ræða hana en mannréttindamál og kjamorkuafvopnun, eins og segir í The New York Times. Þá þykir það einnig skjóta skökku við að andstaðan við uppfærslu Kunqu-óperunnar á „Höll bóndarósarinnar" er ný af nál- inni. Er hún var frumflutt fyrr á þessu ári, hlaut hún mikið lof, m.a. í hinu op- inbera málgagni stjómvalda Dagblaði alþýðunnar. Þá er stutt síðan kín- verski menningarmálaráðherrann, Sun Jiazheng, lýsti því yfir að Banda- ríkjafór ópemnnar væri gott dæmi um menningarlega samvinnu landanna. Sama dag og ummæli ráðherrans birtust, hófst hins vegar rógsherferð menningarmálayfirvalda í Shanghai á hendur leikstjóranum, sem hefur búið í Bandaríkjunum sl. áratug en hann er sakaður um undirlægjuhátt við út- lendinga, að vanvirða menningarverð- mæti ofl. I þessu þykja birtast átök hins gamla og nýja í embættismanna- kerfinu kínverska og að þessu sinni virðist gamli tíminn hafa haft betur. ------------------------- „Dýraóperan“ og „Brúneygður jökull“ SIGURÐUR Guðmundsson mynd- listarmaður flytur tvö verk í Nýlista- safninu í dag föstudaginn 26. júní og hefst flutningur þeirra kl. 21. Verkin sem hann flytur heita: Dýraóperan og Brúneygður jökull. Aðgangur er ókeypis. GLASADAGAR Einstakt tilboð á gullskreyttum glösum www.simaskra.i SÍMASKRÁIN gefin út daglega! S|Ý^H s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.