Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Leik-söngkonan
Ingveldur Yr
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÍSLENSKI dansflokkurinn í títlögum.
Tímabært að efla
danshöfundana
TONLIST
Elnsöngstónleikar
IÐNÓ
Ingveldur Yr og Gerrit Schuil fluttu
íslenska og erlenda leikhústónlist.
Þriðjudagurinn 23. júní, 1998.
UNDIR heitinu „Tónleikaröð í
Iðnó“ hafa verið auglýstir átta tón-
leikar, sem fyrirhugað er að halda á
þriðjudögum í allt sumar. Það að
velja þriðjudagana, stangast á við
sams konar tónleika, sem undanfar-
in ár hafa verið haldnir að sumarlagi
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar,
sem er sérkennileg ákvörðun, þar
sem allir aðrir dagar eru lausir, þó
með þeirri undantekningu, er varðar
„sumarkvöldin við orgelið" í Hall-
grímskirkju á sunnudagskvöldum.
Tónleikar Ingveldar Yrar og Ger-
rits Schuil sl. þriðjudagskvöld í Iðnó
voru sérlega glæsilegir. Fyrstu átta
verkefnin voru úr íslenskum kvik-
myndum og leikritum og hófust á
Maður hefur nú, eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, úr kvikmyndinni „Skila-
boð til Söndru“ og þar eftir kom
Vegir liggja til allra átta, eftir Sigfús
Kvartett Ólafs
Jónssonar á
Jómfrúnni
FJÓRÐU sumardjasstónleikar veit-
ingahússins Jómfiúarinnar við
Lækjargötu fara fram laugardaginn
27. júní kl. 16-18.
Að þessu sinni leika Ólafur Jóns-
son á tenórsaxófón, Kjartan Valdi-
marsson á píanó, Róbert Þórhalls-
son á kontrabassa og Matthías
Hemstock á trommur.
Tónleikarnir fara fram á Jóm-
frúrtorginu á milli Lækjargötu,
Pósthússtrætis og Austurstrætis ef
veður leyfir, en annars inni á Jóm-
frúnni.
-------*-♦-*----
Ævisaga
Steingríms
UM þessar mundir er verið að
leggja lokahönd á ævisögu Stein-
gríms Hermannssonar sem út mun
koma hjá Vöku-Helgafelli 10. nóv-
ember n.k. Höfundur bókarinnar er
Dagur B. Eggertsson. Hann byggir
á samtölum sínum við Steingrím og
samferðarmenn hans, dagbókum og
einkabréfum sem ekki hefur verið
vitnað til áður, segir m.a. í fréttatil-
kynningu.
Halldórsson, úr kvikmyndinni „79 af
stöðinni". Söngvar í leikritum voru
úr Deliríum Búbónis, eftir Jón Múla
Amason, Húsi skáldsins, eftir undir-
ritaðan, Silfurtunglinu, eftir Jón
Nordal, og Ofvitanum, eftir Atla
Heimi Sveinsson.
Öll viðfangsefnin voru sérlega vel
flutt en það er ekki aðeins, að Ing-
veldi Ýri takist að flytja innihald
textans yfir í söngtónunina, heldur
mótast flutningur lags og texta af
sterkri leikrænni túlkun, og með
Gerrit Schuil við píanóið urðu tón-
leikarnir að sérstæðum tónlistarvið-
burði. Hápunktur tónleikanna var
flutningur laga eftir Kurt Weill, Das
Soldatenweib, Nanna’s Lied,
Abschiedsbrief og Youkali, allt frá-
bærir söngvar, sem Yngveldur Ýr
og Gerrit Schuil fluttu meistaralega
vel.
Weill er merkilegt tónskáld, er
skapaði nýjan stíl í þýskri sönglaga-
gerð, sem átti rætur sínar í þýsku
óperunni, jazztónlist og svo nefnd-
um „Úberbrettl“, þýsku revíutón-
listinni, í tengslum við mjög grófa
þjóðfélagsádeilu skálda eins og Ber-
tolts Brechts. Eftir 1935, er Weill
settist að í Bandaríkjunum, breytti
hann um stíl og færði tónmál sitt
nærri bandarískri söngleikjahefð en
minna hefur farið íyrir amerísku
lögunum en þeim þýsku á tónleikum
evrópskra söngvara. Það vill og oft
gleymast, að Weill samdi margvís-
leg stærri tónverk og átti ásamt
Hindemith aðild að svonefndri
„Lehrstiick“ stefnu, er átti nokkru
fylgi að fagna um tíma.
Lögin, eins og Das Soldatenweib
og Nanna’s Lied, voru aldeilis glæsi-
lega flutt og leikin af Ingveldi Ýri en
seinni hluti tónleikanna samanstóð
af bandarískri söngleikjatónlist eftir
Arlen, Bernstein, Rodgers, Kern,
Hamlish, Kander og Gershwin. Það
fræga og mikið sungna lag, Over the
Rainbow, var sérlega fallega sungið
og Climb Every Mountain flutt af
mikilli reisn en hápunktur þessa
hluta efnisskrár var svo meistara-
lega vel mótaður flutningur á lagi
Gershwins, The Man I Love.
Ingveldur Ýr er frábær í flutningi
leikhústónlistar, þar sem leikurinn
er ekki aðeins á ytra borði, í látæði,
heldur magnaður upp í sjálfri tón-
mótuninni, svo að söngurinn sjálfur
verður leikurinn og túlkun því annað
og meira en söngur. Hún naut
einnig þess, að við píanóið sat
galdramaðurinn Gerrit Schuil, sem
lætur sig ekki muna um að skipta
um gervi og leika dægurtónlist eins
og hann hafi ekkert annað gert. Með
þessum tónleikum hefur Ingveldur
Ýr tekið sér stöðu sem okkar besta
„leik-söngkona“.
Jón Asgeirsson
FRESTUR til að skila inn tillög-
um að þriggja til tólf mínútna
dansverki fyrir 1-5 dansara
rennur út hjá íslenska dans-
flokknum 20. júlí, nk., en flokk-
urinn auglýsti um siðustu helgi
eftir íslenskum frumsömdum
dansverkum til þátttöku í keppni
í lok október þar sem keppt verð-
ur um peningaverðlaun. Katrín
Hall, listrænn stjórnandi Islenska
dansflokksins mun velja úr tillög-
um sem hæfar eru til áframhald-
andi þátttöku og stendur höfund-
um þeirra til boða aðstaða Is-
lenska dansflokksins og dansara
hans í 4-6 vikur til æfinga í sept-
ember og október.
íslenski dansflokkurinn óskar
sérstaklega eftir tillögum þeirra
sem hafa reynslu og menntun í
listdansi, en vonast einnig til að
hreyfa við ungu hæfileikafólki
sem hefur ekki fengið tækifæri
til að spreyta sig á þessum vett-
vangi. Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem efnt er til samkeppni í
listdansi hérlendis og segir
Katrín Hall, að megintilgangur
keppninnar sé að gefa fólki tæki-
færi sem það annars ekki fengi.
„Við höfum ekki eflt danshöf-
unda okkar sem skyldi og því er
tímabært að fara að rækta þenn-
an garð. Svona samkeppni ætti
að skoða sem hvatningu fyrir
áframhaldandi starfi og það er
vel hugsanlegt að hún verði upp-
hafið að einhveiju öðru og
meira,“ segir Katrín. Hún tekur
undir það viðhorf að samkeppni
geti verið hentugt tæki í listsköp-
un en gagnist lítið sem markmið
í sjálfu sér.
Bein og óbein verðlaun
Verðlaun verða veitt þremur
efstu keppendunum og koma
þannig 150 þúsund krónur í hlut
sigurvegarans. Önnur verðlaun
eru 100 þúsund krónur og þriðju
verðlaun eru 50 þúsund krónur.
Verði dansverk tekið til sýninga
af Islenska dansflokknum fær
höfundur greidd hefðbundin höf-
undarlaun. Katrín segir að líta
megi svo á að Islenski dansflokk-
urinn greiði með þeim verkum
sem komast inn í sjálfa keppnina
í formi aðstöðu og aðgangs að
dönsurum. „Það er ekki síður
umbun fyrir starfið en peninga-
verðlaunin. Það starfsumhverfi
sem danshöfundar vinna jafnan í
einkennist af sjálfboðavinnu og
fjármögnun úr eign vasa, en
hinsvegar er fyrirhuguð sam-
keppni okkar viðleitni til að
skapa listamönnunum starf-
svænna umhverfi.“ Katrín segir
aðspurð ekki gerlegt að giska á
hugsanlegan fjölda tillagna sem
berist en hitt sé víst að danshöf-
undar jafnt sem dansarar muni
skila inn góðum hugmyndum.
Katrín mun ekki sifja í dóm-
nefnd.
Ekki hefur verið tilkynnt hveijir
muni skipa hana en líklegt er að
þar verði einn eða fleiri erlendir
dómarar ásamt íslenskum dóm-
urum.
Lífið og listin
KVIKMYMPIR
Pólsk kvikmyndaliátfð
Bæjarbfði
f Hafnarfirði
ÁHUGAMAÐURINN „AMATOR"
Leikstjórn: Krzysztof Kieslowski.
Handrit: Jerzy Stuhr og Kieslowski.
Kvikmyndatökustjóri: Jacek
Petrycki. Tónlist: Krzysztof Knittel.
Aðalhlutverk: Jerzy Stuhr,
Malgorzata Zabkowska, Ewa Pokas,
Stefan Czyzewski, Jerzy Nowak.
Enskur texti.
ÞAÐ besta við pólsku kvikmynda-
hátíðina, sem nú er að Ijúka 1 Bæjar-
bíói í Hafnarfirði, er að á henni hefur
gefíst tækifæri til að sjá nokkrar af
eldri myndum kvikmyndaleikstjór-
ans annálaða, Krzysztof Kieslowskis.
Ein af þeim er Áhugamaðurinn eða
,Amator“ frá árinu 1979, fjórða bíó-
myndin hans í fullri lengd. Hann hóf
kvikmyndaferil sinn sem heimilda-
myndagerðarmaður svosem sjá má á
leiknu myndunum hans og ekki er
fjarri að ætla að Áhugamaðurinn
byggist að einhverju leyti á hans eig-
in reynslu en hún segir af starfs-
manni í stórri verksmiðju sem upp-
götvar alveg nýjan heim þegar hann
kaupir 8 mm upptökuvél til þess að
filma þroska nýfæddrar dóttur sinn-
ar. Brátt er hann fengjnn tU þess að
gera heimildarmynd um 25 ára af-
mæli verksmiðjunnar og áður en
hann veit af er hann kominn á kaf í
kvikmyndagerð.
í Áhugamanninum er Kieslowski
fyrst og fremst að fjalla um stöðu
listamannsins almennt en af því
myndin er gerð í Póllandi árið 1979
kemst hann ekki hjá því að fjalla
einnig um listamanninn í ríki rit-
skoðunar þar sem skorður eru settar
á tjáningarfrelsið. Starfsmaður verk-
smiðjunnar, sem Jerzy Stuhr leikur
en hann á einnig í handriti myndar-
innar ásamt Kieslowski (Sturh á
sjálfur myndina Ástarsögur á pólsku
hátíðinni, sem gerð er mjög undir
áhrifum Kieslowskis), er alls óviss
um hvað hann á að gera við nýupp-
götvaðan listrænan metnað sem
hann hefur fengið með myndavél-
inni. Hann var hamingjusamasti
maður á jarðríki, kvæntur með litla
fjölskyldu og i öruggri vinnu, sumsé
búinn að koma sér fyrir eins og það
kallast, áður en ósköpin dundu yfir.
Nú er eiginkonan mjög á móti hon-
um og rexar sífellt í honum fyrir að
eyða svo miklum tíma í fánýtið. Yfir-
maður hans er með dulbúnar hótanir
ef hann ekki kvikmyndar nákvæm-
lega eins og hann segir honum. Ein
myndin, sem hann gerir í hálfgerðri
óþökk en fæst sýnd í sjónvarpinu,
verður til þess að vinur hans og sam-
starfsfélagi í verksmiðjunni missir
vinnuna. Skrattans myndavélinni
fylgir ekki annað en harmagrátur
allt í kringum hann en samt getur
hann ekki látið vera að fylgja löngun
sinnj eftir.
Stuhr leikur mann þennan af
kostulegri innlifun og leikur annarra
er eftir því; Krzysztof Zanussi leikur
sjálfan sig í myndinni. Myndir
Kieslowski eins og Áhugamaðurinn
eru sáraeinfaldar á yfirborðinu og
fjalla um afar hversdagslega hluti í
rauninni og brambolt hins hvers-
dagslegasta fólks en undir niðri
leynist dýpri sannleikur og skilning-
ur á mannlegu eðli. Innsæi
Kieslowskis í þá veröld sem hann
hrærist í og fólkið sem hann lifir með
er með eindæmum og sýnir sig hér í
hnitmiðaðri úttekt á ritskoðun, stöðu
listamannsins, ábyrgð hans gagnvart
list sinni og ábyrgð gagnvart þeim
sem list hans getur skaðað, frelsi
listamannsins til þess að benda á það
sem betur má fara og valið á milli
þess sem er öruggt og þess sem er
ótryggt og óvænt í lífinu. Allt rúmast
þetta og miklu meira í sögu af Pól-
verja sem kaupir sér af rælni
myndavél.
Viðfangsefni Kieslowskis eru sí-
gild en hann virðist sífellt finna á
þeim nýja fleti og því eldast mynd-
irnar ákaflega vel og eru í raun tíma-
lausar. Þjóðfélagslegt raunsæi er að-
aleinkenni eldri mynda hans og mað-
ur getur séð hvernig leikstjórar eins
og Mike Leigh eða Ken Loach hafa
orðið fyrir áhrifum frá þeim og jafn-
vel Lars von Trier í mynd eins og
„Breaking the Waves“ eða
Brimbroti. Ríkissjóiivarpið þjónaði
vel hlutverki sínu ef það keypti þess-
ar eldri myndir Kieslowskis til sýn-
inga, sem verið hafa hornsteinn
mjög ánægjulegrar pólskrar kvik-
myndahátíðar.
Arnaldur Indriðason
Daði sýnir
í Safna-
húsi Borg-
arfjarðar
SÝNING á verkum Daða Guð-
björnssonar verður opnuð í
Safnahúsi Borgarfjarðar í
Borgarnesi, laugardaginn 27.
júní kl. 16. Þar sýnir hann olíu-
málverk og handlitaðar æting-
ar. Sýningin er opin alla daga
til 16. ágúst frá kl. 13-16.
Daði er fæddur árið 1954.
Hann stundaði nám við Mynd-
listaskólann í Reykjavík 1969
til 1976, JVÍyndlista- og hand-
íðaskóla íslands 1976-1980 og
við Rijksakademie van Beeld-
ende Kunsten í Amsterdam í
Hollandi 1983-1984.
Hann hefur haldið margar
einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga hérlendis og
erlendis á síðustu árum.
Verk eftir Daða eru í eigu
helstu safna landsins svo og
fjölmargra stofnana og fyrir-
tækja.
BRIMISBOÐI - verk eftir
Svanhildi Sigurðardóttur.
Svanhildur
sýnir í Open
Studios
SVANHILDUR Sigurðadóttir
myndhöggvari er meðal þátt-
takenda í ensku listahátiðinni
Open Studios 98, en til hennar
voru valdir rúmlega hundrað
listamenn í East Sussex og
Kent.
Listamennimir hafa vinnu-
stofur sínar opnar til tuttug-
asta og áttunda júní. Þá verða
og haldnar sýningar á verkum
listamannanna í Tunbridge
Wells Museum & Art Gallery
og Sevenoaks Library Gallery
á sama tíma.
Gefnir hafa verið út um
fimmtán þúsund bæklingar og
plaköt til að kynna átakið sem
liggja frammi í bókasöfnum og
ferðaskrifstofum.
Listahátíðin er haldin á veg-
um South East Art og er
styrkt af enska Lottóinu.
Ró í Galleríi
Geysi
HJÖRTUR Matthías Skúlason
opnar sína fyrstu myndlistar-
sýningu í Galleríi Geysi laugar-
daginn 27. júní í Hinu húsinu
við Ingólfstorg og stendur hún
til 12. júlí.
Sýningin ber nafnið Ró. í
kynningu segir: „I myndunum
tjáir Hjörtur afslöppun, kyrrð
og rómantíska stemmningu.
Túlkaðir eru ávextir, fantasíur
og frægar persónur koma við
sögu“.
Þetta eru átta stór olíumál-
verk, öll unnin á þessu ári.
Hjörtur er jafnframt einn af
fulltrúum í Smirnoff fatahönn-
unarkeppninni í ár.