Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 60
MewdCd -setur brag á sérhvern dag! Sporaöu tímo, sparaðu peninga ^BLINAÐARBANKINN traustur banki MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Farþegaskipti skemmtiferðaskipa Góð viðbót VIÐ Miðbakka í Reykjavíkur- höfn liggur farþegaskipið Berlín en það er eitt þeirra skipa sem breytt hafa reglu- bundnum siglingum sínum þannig að farþegaskipti fara fram hér á íslandi. Þetta er annað árið í röð sem þessi háttur er hafður á en að sögn Björns Gunnarssonar starfs- manns umboðsaðila skipsins er það afrakstur kynningar íslenskra ferðaþjónustuaðila á þeim kosti. Fjöldi erlendra skemmtiferðaskipa mun koma til landsins í sumar. „Það hefur færst í vöxt að skemmtiferðaskip á okkar vegum ákveða að hafa far- þegaskipti hér á landi í ferð- um sínum til Grænlands. Það hefur í för með sér að þau kaupa í sífellt meiri mæli vistir og þjónustu til farar- innar, sérstaklega í kjölfar lægra vöruverðs þeirra sem afgreiða skipin,“ sagði Björn Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið í gær. 10-12% aukning á milli ára Lúther Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skipa- verslunar Stiklu/Bónuss, sem meðal annars selur matvörur í skemmtiferðaskip er ánægður með þróunina og segir pantanir þeirra sífellt stækka. „Við höfum tekið eftir stærri pöntunum í kjölfar farþegaskiptanna. Til dæmis er aukning upp á 10 til 12% í farþegaskipið Berlín miðað við árið í fyrra,“ sagði Lúth- er Guðmundsson. Morgunblaðið/Ásdís SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Berlín kemur frá Þýskalandi og stansar í tæpa þrjá daga vegna farþegaskipta. Fjármálaráðherra um uppsagnir hjúkrunarfræðinga Horfum ekki á þetta ástand aðgerðalausir VIÐRÆÐUR fóru í gær fram milli fulltrúa hjúkrunarfræðinga og stjórnvalda til að freista þess að fínna flöt til að koma í veg fyrir að yfir 60% hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ríkis- spítölum gangi út um næstu mán- aðamót. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra vildi ekki tjá sig um efnis- innihald þeirra viðræðna sem átt hefðu sér stað, en lagði áherslu á að verið væri að vinna að lausn þessa máls af mikilli alvöru. „Það liggur í augum uppi að menn horfa ekki upp á þetta ástand aðgerða- lausir," sagði hann. Lausn má ekki hafa keðjuáhrif „Það er hins vegar mjög mikil- vægt, hvað svo sem gert verður tiJ þess að leysa þessa deilu, að það hafi ekki þau keðjuáhrif í þjóðfélaginu að það kollvarpi stöðugleikanum í efna- hagsmálum og verðlagsmálum sem hér hefur verið. En af því hafa menn auðvitað verulegar áhvggjur," sagði ráðherra. Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytis, sagði til viðbótar að viðræður við fulltrúa hjúkrunarfræðinga í gær hefðu ver- ið uppbyggilegar og að báðir aðilar mundu skoða hugmyndir sem gengu á íhilli þar til í dag. „Við eigum efnis- lega ágætai- viðræður við félagið og hjúkrunarfræðingar þurfa að melta þetta eitthvað og skoða það sem okkur fór á milli og við sömuleiðis," sagði hann en taldi ekki Jjóst hvort þetta leiddi til niðurstöðu. Oddur Gunnarsson, lögfræðing- ur sjúkrahúsanna, tjáði Morgun- blaðinu í gær að röð af ófrágengn- um málum hefði verið sett í bið meðan beðið var niðurstöðu Fé- lagsdóms. Bjóst hann við að fund- um vegna þessara mála yrði raðað niður frá og með deginum í dag og út næstu viku og kvaðst hann bú- ast við að mál hjúkrunarfræðinga fengi nokkurn forgang. Ekki er þó endilega talið að fundir í úrskurð- arnefnd myndu leiða til lausnar, þar sem ljóst er að ræða þarf mál- in hjá fjárveitingavaldi og ríkis- stjórn til að kanna hvort mögulegt verður að setja eitthvert meira fjármagn í heilbrigðiskerfið. Nefnd þriggja ráðuneytisstjóra hefur látið vinna margvíslega út- reikninga og kanna ýmsar leiðir nánast dag og nótt síðustu sólar- hringana. Herdís Herbertsdóttir, hjúkrun- ardeildarstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir að verið sé að mynda sér hugmyndir um hvernig greitt yrði fyrir þjónustu hjúkmn- arfræðinga sem hætta, til að leggja fyrir stjórn SHR. Er hugsanlegt að þær verði lagðar fyrir stjómina í dag. „Það er ekki hægt að reka sjúkrahúsið án okkar,“ segir Her- dís og segir hjúkrunarfræðinga ekki ganga út á miðnætti 30. júní og skilja sjúklingana eftir. Leggur hún áherslu á að gengið verði frá samningi um hugsanlega verktöku hjúkrunarfræðinga komi til upp- sagnanna. ■ Kallað í/10 Umferðarslys í Bosníu Islenskur læknir komst lífs af VIÐAR Magnússon, læknir í ís- ju^ensku heilsugæslusveitinni í Bosn- íu, sakaði ekki þegar brynvarin sjúkrabifreið sem hann var farþegi í fór út af veginum og hvolfdi skammt frá bænum Sanski Most í Bosníu. Tveir létu lífið í slysinu. Slysið átti sér stað síðdegis á þriðjudag þegar bifreiðin var á heimleið úr eftirlitsferð. Fór hún út af veginum, féll niður þrjá metra og lenti á hvolfi í árfarvegi. Sex manns vom í bílnum og fómst öku- maður bifreiðarinnar og túlkur hópsins. Viðari tókst að komast út úr bifreiðinni og í næsta þorp þar •^►sem hann náði í hjálp. Viðar er læknir í íslensku heilsu- gæslusveitinni í Bosníu sem starfar innan bresku heilsugæslu- sveitarinnar, en Islendingar era hluti af henni. Þar starfa auk Við- ars einn íslenskur læknir, tveir hjúkrunarfræðingar og þrír lög- -«*3glumenn. Miklar verðhækkanir og aukinn útflutningur til Evrópu og Ameriku vega upp verðlækkun á Japansmarkaði Útflutningur til A-Asíu hefur dregist saman um helming EFNAHAGSKREPPAN í Asíu er farin að valda verulegum sam- drætti á útflutningi Islendinga til Austur-Asíu á þessu ári. Utflutn- ingur til þessa heimshluta, aðallega á sjávarafurðum, hefur dregist saman um allt að helming miðað við sama tímabil í fyrra. Á sama tíma hefur verð á sjávarafurðum á öðram markaðssvæðum fyrir sjáv- arafurðir hækkað um nálægt 20% og útflutningur á aðra markaði aukist mun meira en nemur sam- drættinum í Asíu. Er því áætlað að heildarútflutningur landsmanna aukist um 10-11% í ár frá síðasta ári. Mikilvægasti markaður Islands fyrir sjávarafurðir í Asíu er í Jap- an, sem er með um 80% af heild- inni. Verð á afurðum til þessa svæðis hefur lækkað í kjölfar geng- islækkana, en á sama tíma hafa miklar verðhækkanir orðið á sjáv- arafurðum í Evrópu og Ameríku. Rússland er einnig að verða mikil- vægara sem markaður fyrir frysta loðnu, en áður var hún einungis flutt til Austur-Asíu. Meiri möguleikar skapast á öðrum mörkuðum Ásgeir Daníelsson, hagfræðing- ur á Þjóðhagsstofnun, segir að miklar verðhækkanir hafi átt sér stað í Vestur-Evrópu og á Amer- íkumarkaði og þróunin þar verið jákvæð. Útflytjendur hafi til skamms tíma verið mjög háðir Japansmarkaði við sölu einstakra vörategunda s.s. á sjófrystri rækju, heilfrystum karfa og frystri loðnu, en þetta sé að breytast. „Jafnvel í þessum greinum hafa menn nú Verðmæti útflutnings til Austur-Asíu Milljarðar króna 4.5 | ■: 4,0--r—-------- 3.5 — ----- 3,0 - ----- 2.5 — ----- Tímabilið janúar-apríl 2,0 1,5 1,0 0,5 0 Japan Taiwan Önnur lönd A-Asíu meiri möguleika á öðram mörkuð- um þegar Japansmarkaður verður tiltölulega óhagstæðari vegna sam- dráttarins þarna austur frá,“ segir Ásgeir. Hann bendir á að þessi jákvæða þróun á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum geri meira en að vega upp þann samdrátt sem orðið hefur á Ásíumarkaðinum. „I það heila tekið sjáum við fyrst og fremst jákvæða þróun á mörkuðum að undanförnu, þrátt fyrir sam- drátt í Austur-Asíu, en sá markað- ur vegur 10-15% af heildinni," seg- ir Ásgeir. „Japanir eru miklir fiskneyslu- menn og í fljótu bragði verður ekki séð að þeir muni minnka neysluna sem þessu nemur, en hitt er ljóst að ef þeir vilja fá fisk frá íslandi verða þeir að borga miklu hærra verð fyrir hann en þeir era reiðubúnir að gera í dag,“ sagði Ásgeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.