Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 11
FRÉTTIR
Biskup um jafnréttismál Þjóðkirkjunnar
Hefur ekki stað-
ið sig sem skyldi
í RÆÐU sinni við setningu jpresta-
stefnunnar gerði biskup Islands,
herra Karl Sigurbjömsson, jafnrétt-
ismál að umræðuefni og sagði Þjóð-
kirkjuna ekki hafa staðið sig sem
skyldi í þeim efnum. Hann minntist á
jafnréttisáætlun kirkjunnar, en jafn-
réttismál voru m.a. til umræðu á
prestastefnu á miðvikudag.
„Þjóðkirkjan er bundin ákvæðum
jafnréttislaga og hefur auk þess und-
irgengist samþykktir Lúterska
heimssambandsins hvað varðar jafna
stöðu karla og kvenna. Eg bið menn
að minnast þess þegar valið er í
trúnaðarstöður og kosið á kirkjuþing
og í nefndir og ráð. Þjóðkirkjan hef-
ur langt frá því staðið sig sem skyldi
í þessum efnum, þótt formannskjör í
Prestafélaginu sé vissulega góð
skilaboð. Við verðum að vinna að úr-
bótum á öllum þeim sviðum sem okk-
ur eru tiltæk á vettvangi kirkjunn-
ar,“ sagði biskup meðal annars í
ræðu sinni.
I markmiðum jafnréttisáætlunar
kirkjunnar er lögð áhersla á fjögur
eftirtalin málefni:
Jafnréttisfræðslu og endurskoðun
málfars í kirkjulegri boðun og starfi;
jöfnun launa og aðstöðu kvenna og
karla innan kirkjunnar þar sem
óréttmætur munur er íyrir hendi;
að jafna aðild kirkjunnar að nefnd-
um og ráðum kirkjunnar;
að jafna aðild kirkjunnar að yfir-
stjóm kirkjunnar;
leiðir til að taka á kynferðislegri
áreitni.
Guðfræðileg rök fyrir jafnrétti
I jafnréttisáætluninni eru færð
guðfræðileg rök fyrir jafnrétti kynj-
anna innan kirkjunnar og m.a. vitnað
til þess að Jesús hafi ekki boðað mis-
rétti heldur jafnrétti sem konur og
karlar væru sköpuð til. Þá er minnt á
aðild Þjóðkirkjunnar að Alkirkjuráð-
inu og Lúterska heimssambandinu,
sem bæði hafa hvatt kirkjur til að
starfa að jafnrétti. Þá segir m.a. svo í
áætluninni:
„Hvatning heimssamtakanna mið-
ar að því að bæði konur og karlar
safnaðanna og stjórnendur kirkn-
anna opni augu sín fyrir því að konur
og karlar njóta ekki jafnréttis, spyrji
í alvöra og einlægni um orsakirnar
og geri sér grein fyrir þeim. Þær
spurningar eru undirstaða breyt-
inga. Konur þurfa að fá rými til
starfa á þeim sviðum sem hafa verið
þeim lokuð og til að taka þátt í
ákvörðunum, og körlum ber réttur
til að taka þátt í þeim störfum sem
hafa verið ætluð konum bæði heima
og heiman. Þess vegna er í þessari
jafnréttisáætlun fylgt samþykkt
Lúterska heimssambandsins um að í
ráðum og nefndum kirkjunnar verði
eigi minna en 40% kvenna og eigi
minna en 40% karla.“
ÞESSI einfaldi lyftubúnaður, sem tengdur er vökvakerfi dráttarvélar-
innar, er notaður til að tæma úr tunnum á vagna og verður hann not-
aður við flokkun úrgangsefna hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.
Sumarvinna
skólafólks
8 milljónir
í aukafjár-
veitingu
ALLS hafa verið ráðnir hjá
Reykjavíkurborg og fyrirtækj-
um hennar 1.317 skólanemar.
Er þetta nokkru færra en árið
á undan en þá voru ráðnir
1.514.
Enn liggja þó fyrir hjá borg-
arkerfinu umsóknir ungmenna
sem ekki hafa fengið vinnu og
hefur borgarráð samþykkt 8
milljón króna aukafjárveitingu
vegna þeirra.
Ók á ljósa-
staur
ÖKUMAÐUR á Akureyri ók á
ljósastaur um tvöleytið á mið-
vikudag og fékk sloirð á enni
og kvartaði undan eymslum í
hálsi.
Að sögn lögreglunnar á
Akureyri missti ökumaðurinn
stjórn á bíl sínum með þessum
afleiðingum. Var hann fluttur
til skoðunar á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri.
Kirkju-
garðarnir
hefja flokk-
un úrgangs
HAFIN er markviss flokkun
garðaúrgangs hjá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma í líf-
ræn og ólífræn efni. Hafa verið
keyptar sérstakar tunnur til
flokkunarinnar og er hún fyrsta
skref Kirkjugarðanna að því
marki að endurvinna lífrænan
úrgang.
Staðið verður þannig að flokk-
uninni að sérmerktum tunnum
verður komið fyrir á völdum
stöðum víðs vegar um garðana
og er gert ráð fyrir að bæði
starfsmenn garðanna og aðstand-
endur, sem hirða um ieiði ástvina
sinna, flokki úrgang í tunnurnar.
Flokkað er annars vegar í ólíf-
ræn efni, svo sem plast, pappa og
gler, og hins vegar í lífræn efni,
svo sem jarðveg, gras, iauf og
fleira. Næsta sumar er stefnt að
því að heíja moltugerð úr lífræn-
um úrgangi. Keypt hafa verið
vökvadrifín lyftitæki sem hægt
er að setja með handhægum
hætti á kerrur og vagna til að
flytja úrganginn.
KÆRU ECCO EIGENDUR
-----------------
ÚTVARP SUÐURLAND FM 96,3 OG 105,1
FROSTRÁSIN FM 98,7
VIÐ DRÖGUM í DAG í BEINNI
ÚTSENDINGU Á ÚTVARP MATTHILDI
HVER KEMST í SÓLINA í SEPTEMBER?
Samviiwuleriir
Lanisýa