Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 39
o<r> MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 39<* MINNINGAR J i i GUÐLAUG KRIS TINSDÓTTIR + Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 11. júlí 1936. Hún andaðist á Landspítalanum 15. júní síðastliðimi. Foreldrar hennar voru Kristinn Bjara- ason, f. 19. maí 1892, d. 12. júlí 1968, af Bólu-Hjálmars _ ætt, ojg Guðfínna Ástdís Amadóttir frá Gr- und í Vestmannaeyj- um, f. 19. nóvember 1903, d. 5. október 1990, seinni kona hans. Systur Guðlaugar eru Árveig, f. 14. des- ember 1929, eklqa Jóns Óla Þor- lákssonar, búsett á Akureyri; Bergþóra Gunnbjört, f. 17. febr- úar 1933, gift Benedikt Krist- jánssyni, búsett í Reykjavík, og Hrafnhildur, f. 22. mars 1935, gift Sigurði Axelssyni, búsett í Garðabæ. Hálfsystkini samfeðra voru Ásgrúnur, f. 29. desember 1911, látinn, bóndi í Ásbrekku í Vatnsdal; Ásdís, f. 22. júlí 1912, búsett í Kópavogi, látin; Gunnar, f. 23. september 1913, fanga- vörður í Reykjavík, látum; Bjami, f. 28. apríl 1915, bóndi, síðar verkamaður, Selfossi, látinn; Að- alheiður, f. 18. maí 1916, búsett í Sví- þjóð; Benedikt Ragnar, f. 13. mars 1921, búsettur í S- Aft-íku; og Sigríður, f. 24. apríl 1925, bú- sett í Reykjavík. Hinn 20. júm' 1957 giftist Guðlaug Rósant Hjörleifssyni bifreiðastjóra, f. 21. ágúst 1933. Börn hennar eru: 1) Kristimi, f. 12. maí 1954 (kjör- sonur Rósants). 2) Hjördís Unn- ur, f. 7. júní 1958, gift Sigurði Sigurðssyni rafiðnaðarfræðingi. Synir hennar eru Páll Ingi og Sigurður Gunnar. 3) Guðfinna, f. 12. janúar 1970, markaðsfulltrúi, maki Grétar Már Ómarsson húsasmíðameistari. Þeirra böm em: Amór Bjarki og nýfædd stúlka. títför Guðlaugar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 4 Nú þegar lífsljós systur minnar er slokknað, streyma minningamar fram í hugann. Hún var yngst okkar fjögra alsystra. Þegar hún fæddist nefndum við hana Lillu og því nafni kölluðum við hana þar til hún var skírð Guðlaug Ásrún en nafn hennar var sett saman úr nöfnum fósturforeldra fóður okkar, þeirra Guðmundar og Sigurlaugar að Ási í Vatnsdal. Þá ákváðu foreldrar okkar að við ættum að breyta til og Lilla okkar yrði nú kölluð Ásrún og því nafni hélt hún nokkuð fram á bemskuár en þá kom fóstra hans pabba að máli við hann og bað hann að kalla hana Laugu eins og hún sjálf var kölluð og pabbi okkar var hlýðinn fóstursonur og vildi gera henni til hæfis. Ekki vorum við systumar sátt- ar við þessa nafhbreytingu en það tókst með tímanum, og Lauga varð hún eftir það. Okkur systram var skipt í tvo hópa, þær eldri vora stóra stelpumar en við Lauga voram litlu stelpumai1 og vor- um alltaf saman og mjög nánar. Við voram samt nokkuð ólíkar í okkur, hún var miklu duglegri og áræðnari. Hún var hestamanneskja, hún átti til að hnýta spotta upp í ótemju og þeysa um hagana hlæjandi. Oft fékk hún slæmar byltur þegar hæst hóaði. En vegna þess að ég var ári eldri, fannst mér ég alltaf bera ábyrgð á okkur báðum. Æska okkar var skemmtileg og uppátækin mörg, við gátum dundað okkur undir skemmuveggnum tímum saman og við áttum það líka til að finna upp mjög framlega leiki, og mik- ið sungum við saman og kváðumst á. Einnig var það okkar skemmtun að yrkja ýmsa gamanbragi um menn og málefni, ævinlega var þá ort undir lögum sem við knnnum, og sungum. Aldrei létum við neinn heyra þennan grínkveðskap og aldrei var þetta skrifað niður. Við áttum því þessar minningar fyrir okkur í gegnum tíð- ina. Alltaf hlógum við mikið þegar við riíjuðum þær upp. Öll okkar bemsku- ár voru náin og liðu ljúf áfram, hvort heldur var í Vestmannaeyjum eða að Borgarholti í Biskupstungum en þar áttum við heima í tíu ár. En svo kom árið 1950. Þá hættu foreldrar okkar búskap og við fluttumst til Reykjavík- ur, það vora ákaflega miklar breyting- ar á daglegu lífi okkar, við eignuðumst nýja vini hvor í sínu lagi, en við héld- um áfram mikilli samvera eins og hægt var við nýjar aðstæður. Ekki var Lauga ánægð með borgarlífið og notaði alla frítíma til að komast í sveit, hún réð sig kaupakonu að Stöðlum í Ölfúsi hjá hálfbróður okkar Bjama og konu hans Jónínu. Þar undi hún sér hið besta og eftir það fór hún mikið austur, ég man að ég stríddi henni á því að hún ætti eitthvað ógleymanlegt í sveitinni. Þá sagði hún mér að hún ætti sinn besta vin þar. Eftir það minntist ég aldrei á annað en „huldu- manninn" hennar. Enn liðu árin, Lauga starfaði hjá Gosdrykkjaverksmiðjunni Sanitas og síðar hjá Sælgætisgerðunum Víkingi og Pálmanum. Einnig vann hún í fisk- vinnu. Hinn 12. maí 1954 eignaðist Lauga soninn Kristin sem nú er kvæntur Ásthildi Kristjánsdóttur og á hann synina Kristján Helga og Daníel Kristin og dótturina Guðlaugu Rósu sem er gift og á tvær dætur. Foreldr- ar okkar voru Laugu hjálpleg við upp- eldi drengsins meðan hún sótti vinnu. En gæfa hennar vai- besti vinurinn sem var enginn huldumaður heldur bóndasonur í Amarbæli í Ölfúsi, Rósant Hjörleifsson, f. 23. ágúst 1933. Þau giftu sig 20. júní 1957 og hófú bú- skap á Nethömram í Ölfusi. Þau eign- uðust fjórar dætur, en urðu fyrir þeirri sára sorg að missa tvær þeiira í fæðingu, stúlku f. 25. okt. 1956, og aðra f. 1. des. 1968. Tvær komust upp, þær Hjördís Unnur, f. 7. júní 1958, saumakona í Reykjavík, gift Sigurði Sigurðssyni rafmagnsiðnfræðingi og á hún synina Pál Inga og Sigurð Gunn- ar, Guðfinna, f. 12. jan. 1970, markaðs- fulltrúi, gift Grétari Má Ormarssyni húsasmíðameistara, og eiga þau tvö böm, Amór Bjarka og litla stúlku fædda aðeins þrem dögum eftir andlát ömmu sinnar Laugu. Lauga og Rósant bjuggu á Net- hömram til ársins 1960 en fluttust þá til Vestmannaeyja og síðar til Reykja- víkm’ þar sem þau hafa búið síðan. Heilsuleysi setti sinn svip á líf Laugu, hún var með hjartasjúkdóm og var hún send til London í skurðaðgerð fyrir mörgum árum. Hún fékk bót um tíma en veikindin ágerðust og nú fyrir aðeins tveimur og hálfum mánuði greindist hún með krabbamein í bein- um. Hún barðist af æðraleysi við þennan vágest. Hún vonaðist til að lifa fæðingu bamabamsins og ætlaði að halda því undir skím hinn 11. júlí. Margt fer öðravísi en ætlað er. Það var aðdáunarvert hvað fjölskylda hennar studdi hana í þessari raun, hún kunni svo sannarlega að meta það og þakka. Ég reyni að muna hana eins og hún var, síkát og létt í lund, með hlátur bemskuái’anna. Lauga gekk í Kvöldvökufélagið Ljóð og Saga árið 1975 og þar áttum við saman ógleymanlegar stundir með þeim hjónum. Síðast komu þau á skemmtun í janúar. Það var hagyi’ð- ingakvöld og vora þau bæði meðal þátttakenda í vísnagerðinni. Félagar í Ljóði og sögu minnast hennar með þakklæti og vfrðingu. Ég kveð systur mína og þakka öll góðu árin sem hún átti með eigin- manninum og sínum besta vini. Henn- ar lífsljós slokknaði alltof fljótt. Hrafnhildur Kristinsdóttir. Hún Lauga frænka okkar er dáin. Hún Lauga, litla systir hennar mömmu. Okkur, sem búsettar eram erlendis, bárast fregnir af alvarlegum veikindum hennar og við fylgdumst með úr fjarlægð. Lauga var yngsta móðursystir okkar og einungis 61 árs að aldri þegar hún dó. Eiginlega finnst okkur Lauga alltaf hafa verið ung. Þó átti hún ekki sjaldan við veik- indi að stríða og fór ekki varhluta af ýmsum áfóllum í lífinu. Nú miðsumai’s, þegar dagur er hvað lengstur og bjartastui’, sjáum við hana fyrir okkur síunga, lífsglaða, bjartsýna og brosandi og okkur finnst óraun- verulegt að komið sé að kveðjustund. Við lítum um öxl og upp koma í hug- ann myndir og minningabrot af sam- verastundum með Laugu, bæði frá uppvaxtaráram okkar og nú hinum síðari áram. Við systur sem þetta skrifum eram að mestu aldar upp á Akureyri, fjarri okkar skyldfólki sem flest bjó á Reykjavíkursvæðinu. En við voram svo lánsamar að eiga frænk- ur í höfuðborginni - frænkur sem áttu böm á okkar aldri. Fjarlægðin milli landshlutanna var meiri áður fyrr og ferðalög ekki eins tíð. En einmitt þess vegna var svo mikil upplifun að koma suður og hitta frænkumar og þeirra fjölskyldur. Lauga er órjúfanlega tengd þessum æskuminningum - ánægjulegum minningum. Það vora samverastundir hjá afa og ömmu í Hosiló, hjá ömmu í Gnoðarvogi, eða heima hjá þeim Laugu og Rósa og þeirra bömum. Okkur finnst Lauga og Rósi alltaf hafa verið saman og er gjamt að nefna þau í sömu andrá. Lauga og Rósi. Éða Rósa og Laugi eins og okkur hefur stundum orðið á að segja. Oft lá leið þeirra líka norður til Akureyrar og sérstaklega hin síðari ár hafa verið skemmtílegir fundir í eldhúsinu hjá mömmu. Það var spilað, hlegið, sungið og dansað. Að ógleymd- um ævintýralegum samvistum á öðr- um stöðum á landinu. Með þessum minningarorðum vilj- um við kveðja Laugu frænku okkar og þakka fyrir samverastundir. Elsku Rósi, Guðfinna, Hjördís og Kiddi, við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ásta og Erla Hrönn Jónsdætur, Noregi. Nú á þessum björtu sumardögum hlaðast upp minningar um þig Lauga mín. Þú kvaddir þetta jarðneska líf eftír harða og erfiða baráttu við skæð- an sjúkdóm. Þegar við hittumst hinsta sinni, degi fyrir andlát þitt, var Ijóst að hverju stefhdi. Fyrir allmörgum áram kynntíst ég Laugu og þá hjá Árveigu systur henn- ar norður á Akureyri og það fór strax vel á með okkur öllum. Það var mér fljótlega Ijóst að Lauga var mikill per- sónuleiki og hafði svo mikið að gefa að viðurðum fljótt góðar vinkonur. Ég kom oft í heimsókn til hennar í Hraunbæinn, þegar ég bjó á Akureyri og síðar á Húsavík, og oft sátum við yfir kaffibolla í fallega eldhúsinu hennar í Hraunbænum, eftir að við Þórhallur fluttum suður í Kópavog. Ung kynntíst hún eftirlifandi manni sínum Rósant Hjörleifssyni eða „Rósa“ eins og hann er alltaf kallaður. Ég vil biðja góðan Guð að styrkja hann og börn þeirra í sorg sinni. Þau hjónin ferðuðust víða, bæði á erlendri grundu svo og hér á landi. Mér fannst þó sérlega gaman að fá þau í heimsókn norður á Húsavík, en þau komu þá færandi hendi með aðal- bláber, sem þau höfðu tínt á leiðinni. Þetta var þeirra háttur. Lauga var einstaklega glaðvær og skemmtileg kona og sá alltaf svo skoplegar hliðar á mannlífinu. Hún var einnig prýðilega hagmælt, sem hún áttí kyn til, því það var ekki svo sjaldan að hún sat yfir vísum og ljóð- línum sér og öðrum til skemmtunar. Lauga var ráðholl, hvetjandi og hreinskilin manneskja og máttí ekkert aumt sjá; þó oft á tíðum væri hún sjálf mjög þjáð af veikindum. Það er bjart yfii- minningu Guðlaugar Ásrúnar Kristinsdóttur. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigríður Björg Sturludóttir. Blówabúðín C\c\rSsk ,om v/ Possvo0ski‘*l<ju0a»*ð ‘ . Sími: 554 0500 " t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BIRGIR ÓSKARSSON, Kópalind 8, Kópavogi, lést á heimili sínu 19. júní sl. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 13.30. Ragnheiður Ögmundsdóttir, Ögmundur Birgisson, Margrét H. Pétursdóttir, Knútur Birgisson, Anne Mette Vinther, Óskar Ögri Birgisson, Birgir Heiðar Birgisson og barnabörn. + Eiginkona mín, INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR JÓNSSON, lést 22. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júní kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Landssamband fatlaðra. Fyrir hönd barna, systkina, foreldra og annarra ástvina, Páll H. Þormóðsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS HELGASONAR stórkaupmanns, Laugarásvegi 73. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Landakotssþítala fyrir góða aðhlynningu. Anna Eirfksdóttir, Bjarni Hákonarson, Jóhanna Eiríksdóttir, Jón Wendel, Jóhannes Eiríksson, Kolbrún Steingrímsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, ömmu okkar og langömmu, ÁSTU SIGHVATSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til fyrrverandi starfsmanna öldrunarlækningadeildar Landspítalans í Há- túni og til starfsmanna á öldrunardeild Sjúkra- húss Reykjavíkur á Landakoti. Sigrún Karlsdóttir, Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Sigurjón Sighvatsson og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdmóður og ömmu, GRÓU SIGURÐARDÓTTUR frá Vattarnesi. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Úlfarsson, Sigbergur Elís Friðriksson, Margrét Vigfúsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Þröstur Júliusson, Úlfar Sigurðsson, Ólöf María Guðmundsdóttir og barnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 j slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.