Morgunblaðið - 26.06.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 26.06.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 45 FRÉTTIR Islensk ull á nýrri öld „MANUDAGINN 22. júní var hleypt af stokkunum samkeppni um hönnun á fatnaði þar sem ís- lenska ullin er notuð sem hráefni að miklu eða öllu leyti. Markmiðið er fyrst og fremst að stefna saman hönnuðum og framleiðendum í leit að góðum hugmyndum, en jafn- framt að vekja athygli á íslenskri hönnun og koma á framfæri þeim fata- og textílhönnuðum sem vinna með ullina. Stefnt er að mótun heil- steyptrar fatalínu á grunni verð- launatillagna og framleiðslu þeirra fyrir almennan mai-kað,“ segir í fréttatilkynningu frá Fagráði textíliðnaðarins. „Keppnin er opin almenningi en öllum menntuðum textíl- og fata- hönnuðum er sérstaklega boðið að taka þátt. Sigurvegarar hljóta 300.000 kr. verðlaun frá Fagráði textíliðnaðarins og verður ekki gert upp á milli verðlaunasæta. Fimm manna dómnefnd mun velja 2-3 hugmyndir sem verða þróaðar áfram í samstarfi við fata- framleiðendur. Dómnefnd skipa: Frú Guðrún Katrín Þorbergsdótt- ir, Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri ístex, Gunnar Hilmarsson, verslunarmaður í GK Laugavegi, Logi Úlfarsson, fram- kvæmdastjóri Islensks markaðar, og Oddný Kristjánsdóttir klæð- skeri. Reglur eiii frjálslegar hvað varðar hráefni, gerð og framsetn- ingu. Þær skulu þó miðast við að íslensk ull sé notuð að einhverju eða öllu leyti sem hráefni. Tekið verður við tillögum jafnt í formi mynda/teikninga sem frumhluta. Frestur til að skila tillögum í keppnina rennur út mánudaginn 17. ágúst. Tillögur skulu sendar eða afhentar til Iðntæknistofnunar, Keldnaholti, 112 Reykjavík, merkt- ar „Islensk ull á nýrri öld“. Tillög- ur skulu merktar dulnefni og skal fylgja hverri tillögu lokað umslag með nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri þátttakanda,“ segir ennfremur. Fj ölskylduhlaupið Skúlaskeið í Viðey HIÐ árlega fjölskylduhlaup í Viðey verður á morgun, laugardag. Hlaupið er kennt við hinn mikla at- hafnamann Skúla Magnússon land- fógeta og nefnt Skúlaskeið. Þetta er 3 km hlaup, skokk eða ganga fyrir alla fjölskylduna. Hlaupið hefst kl. 14, en bátsferðir verða á 20 mínútna fresti frá kl. 12. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir börn. í gjaldinu er innifalið fargjald, enn- fremur grillaðar pylsur og kaldir drykkir að loknu hlaupinu. Loks fá allir þátttakendur verðlauna- pening með mynd af innsigli Skúla fógeta. Þetta er ný gerð af peningum. Hlaupið hefst norðan Viðeyjar- stofu og því lýkur við grillskálann Viðeyjarnaust. Ferðir í land aftur hefst upp úr kl. 15. Öll skipulagn- ing og umsjón Skúlaskeiðs er í höndum Reykjavíkurmaraþons. Hefðbundin gönguferð fellur niður þennan dag, en ljósmynda- sýningin í Viðeyjartofu er opin, eins hesta- og hjólaleiga og grill- skálinn síðdegis. A sunnudag verð- ur staðarskoðun kl. 14.15. Bátsferðir um helgar eru á klukkutíma fresti kl. 13-17 og á hálfa tímanum í iand aftur. Þess utan eru kvöldferðir, og hægt er að panta aukaferðir eftir þörfum. ■ GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum, Ölfusi, boðar til endur- menntunamámskeiðs þriðjudaginn 30. júní og miðvikudaginn 1. júlí frá kl. 9-17 báða dagana, fyrir starfsftílk í bltímabúðum. Dagskrá námskeiðsins byggist á umhverfisvænum jarðarfaraskreyt- ingum en þá vinna þátttakendur skreytingar þar sem aðaláherslan er lögð á umhverfisvæn efni. Leiðbeinandi verður Uffe Balslev, blómaskreytingameistari og aðal- kennari á blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans. Skráning og nán- ari upplýsingar fást á skrifstofu skól- Ríkistoll- stjóri opn- ar heima- síðu RÍKISTOLLSTJÓRI hefur opnað vef á alnetinu. Slóðin er: www.tollur.is. A vefnum verður að finna eftirfarandi tollahandbækur: lög og stjórnvaldsreglur um tolla- mál; tollskrá 1998 og milli- ríkjasamningar um tollamál (um einföldun formsatriða í viðskiptum/SAD og umflutn- ingsreglur/TRANSIT. Enn- fremur leiðbeiningar fyrir inn- og útflytjendur, miðlara og hugbúnaðarhús; bækling- ar og ýmsar aðrar upplýsing- ar er snúa að tollafram- kvæmdinni. Jafnframt er bent á Tollalínuna í Upplýs- ingaheimum Skýrr (www- skyrr.is/uh/toll/tollalina.html) fyrir þá sem vilja sækja upp- lýsingar er varða tollaf- greiðslu á þeirra vegum, seg- ir í fréttatilkynningu frá Rík- istollstjóra. F.V. GUÐJÓN Ólafsson, Ingibjörg Binarsdtíttir og Magnús Baldursson sktílafulltrúi. Skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar veitt viðurkenning FORELDRARÁÐ Hafiiarfjarðar hefur undanfarið veitt þeim viður- kenningu sem það telur að hafi skar- að fram úr í að bæta hag bama og unglinga í Haftiarfirði. Skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar var veitt viður- kenning fyrir námskeið fyrir for- eldra 10. bekkjar. „í nóvember sl. stóð Skólaskrif- stofa Hafnarfjarðar íyrir námskeið- um á námsefiú 10. bekkjar fyrir samræmdu prófin. Þessi námskeið voru fyrir foreldra. Fyrst var al- mennur fundur þar sem á efnisskrá var: Lög og reglugerðir varðandi lok grunnskólans, framkvæmd sam- ræmdra prófa, framhaldsskólar í Hafnarfirði, námstækni og prófkvíði. Síðan voru námskeið í námsefni fyrir samræmd próf í íslensku og stærðfræði tvö kvöld hvort nám- skeið. Námskeiðið heppnaðist vel og þeir sem þau sóttu voru á einu máli um ágæti þeirra. Þetta framtak skólaskrifstofunn- ar telur foreldraráð að stuðli að bættum samskiptum nemenda, for- eldra og skóla, gefi foreldrum meiri möguleika að aðstoða börnin við námið og geri foreldra virkari í skólastarfinu. Magnús Baldursson veitti af þessu tilefni viðtöku leirskál eftir Jónínu Guðnadóttur leirlistamann á fjöl- mennum fundi um skólamál sem haldinn var á vegum Foreldraráðs Hafnarfjarðar í maí sl.“ segir í fréttatilkynningu. UMBÚÐIR utan um fernur mjtílkur- og ávaxtadrykkja, Söfnunarílát fyrir fernur ÚTBÚIN hafa verið sérstök ílát til að safna f fernum undir mjtílk og ávaxtadrykkjum. Ilátin eru vaxhúðaðar öskjur sem hægt er að smeygja samanbrotnum fern- unum í. Þegar askjan fyllist þarf að setja þær í plastpoka og koma í næsta söfnunargám eða á end- urvinnslustöðvar Sorpu. Þeir aðilar sem standa að gerð og dreifingu þessa íláts eru Gámaþjónustan hf., Mjtílkursam- salan í Reykjavík, Sorpa og Hreinsunardeild Gatnamálastjtír- ans í Reykjavík. Þessir aðilar vilja leggja sitt af mörkum til að auka söfnun og endurvinnslu á pappafernum, segir í fréttatil- kynningu. Pappaöskjunum verður dreift tíkeypis á Umhverfisdögum 1998 sem er sýning sem haldin verður í Sorpu, Gufunesi 27.-28. júní. Jafnframt verður öskjunum dreift á útsölustöðum mjtílkur í Reykjavík í júlímánuði. SÍÐAN 1972 ÍSLENSKAR GÆÐA MÚRVÖRUR Á GÓÐU VERÐI Múrhúðunarnet Margar tegundir - Gott verð LÉTT - STERK - FALLEG ■■ ■1 stempryði STANGARHYL 7, SÍMI567 2777 HEFURÐU ÁTTAÐ Þló Á, AÐ ÞAÐ ER TIL FÓLK SEtl HRElNLEóA LANÓAR TIL AÐ LESA TElKNl- HYNDASÖóU un ÞITT önUR- LEÓA LÍF? Dilbert daglega á Netinu f T G www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.