Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 7

Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 7 Bæjarstjóri og bæjarfógeti Kolaportsins við víglslu á nýrri götu í Kolaportinu. Kolaportið lifnar við! Um þessa helgi verður kynnt nýtt og breytt Kolaport með fleiri aðalgötum og nýju aðaltorgi. Kolaportið hefur endurspeglað þjóðarsál íslendinga í næstum 10 ár og 36.000 íslendingar hafa selt í Kolaportinu. Nánast níu af hverjum tíu hér á landi hafa sótt Kolaportið heim, en það koma um 15.000 manns þangað um hverja helga. Margt verður til skemmtunar um helgina s.s. trúbadorar og harmonikuleikarar. Kolaports- kettirnir gefa börnunum blöðrur og stemmningin er einstök fyrir jafnt unga sem aldna. FRÉTTIR Islenskir aðalverktakar Engar upp- sagnir fyrir- hugaðar I KJÖLFAR minnkandi umsvifa Varnarliðsins hafa Keflavíkurverk- takar sagt 40 starfsmönnum upp. Engar uppsagnir eru þó á döfinni hjá íslenskum aðalverktökum að sögn Stefáns Friðfinnssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. „Uppsagnir starfsfólks hafa ekki komið til tals hjá okkur. Við erum með fleiri verkefni í gangi heldur en þau sem tengjast Varnarliðinu en það er óvíst hvernig horfir. Það er ljóst að það hefur verið stanslaus samdráttur hjá þeim en núna er há- annatími í öðrum verkefnum hjá okkur,“ sagði Stefán. Eðlileg þróun Að sögn Friðþórs Eydal blaða- fulltrúa Varnarliðsins eru minnk- andi framkvæmdir eðlileg þróun á umsvifum þess. „A árunum eft- irl982 og fram til dagsins í dag átti sér stað mildl endurnýjun á mann- virkjum vamariiðsins, bæði á íbúð- arhúsnæði sem og hernaðarmann- virkjum, en þeim endurbótum er nú að mestu lokið. Það eru engar stór- ar nýbyggingar framundan og minnkandi framkvæmdir því eðlileg þróun á umsvifum hersins," sagði Friðþór í samtali við Morgunblaðið. ---------------- Lengdur af- greiðslutími skemmtistaða frestast fram á haust LENGDUR afgreiðslutími skemmtistaða í Reykjavík sem fyr- irhugaður var til tilraunar í sumar mun ekki hefjast fyrr en með haustinu, að sögn Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur sem sæti á í nefnd um lengdan afgreiðslutíma. Að sögn Steinunnar er búið að samþykkja lög um að leyfa lengdan afgreiðslutíma skemmtistaða en reglugerðin sé hins vegar ekki til- búin. Hún verði það með haustinu þannig að framkvæmdimar munu frestast þangað til. „Á meðan við í nefndinni bíðum eftir að reglugerðin verði tilbúin munum við móta reglur um það með hvaða hætti fjallað verður um um- sóknir eigenda vínveitingahúsa um framlengdan afgreiðslutíma. Við eigum eftir að sjá hver eftirspurnin verður en trúlega munu vínveitinga- húsin íhuga vel kostnað og umfang þess að hafa staðina lengur opna áð- ur en þau sækja um lengdan af- greiðslutíma," sagði Steinunn í sam- tali við Morgunblaðið í gær. ---------------- Tilboði fstaks tekið í hol- ræsaútrás SAMÞYKKT hefur verið í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur að taka tilboði frá ístaki í þrýstilagnir og útrás vegna holræsafram- kvæmda við Kirkjusand og Kletta- garða. Tvö tilboð bárust í verkið en kostnaðaráætlunin var 143,1 milljón ki’óna. Tilboð ístaks hf. hljóðaði upp á 134,9 milljónir og sameigilegt til- boð Sæþórs efh. og Loftorku ehf. var 174,2 milljónir. Samþykkti stjórn Innkaupastofnunar að taka tilboði Istaks. Gamla góða Kolaportið með nýjum og ferskum straumum “Ég vill ekki missa gamla góða Kolaportið" sagði einn af fastagestum Kolaportsins við fréttum af breytingum. Það er engin hætta á því að gamla góða Kolaportið fari eitt eða neitt og aðeins um að ræða breytingar til að opna betur markaðstorgið og skapa aukna fjölbreytni. Kompudótið, hákarl- inn, harðfiskurinn, nýja varan, sælgætið, Kaffi port og allt þetta gamla verður áfram til staðar. Við bætist nýtt og margir sölu- básar verða með breyttu útliti. Nýjar götur skapa aðrar göngu- leiðir og komið er nýtt torg mið- svæðis í Kolaportinu. Hvernie fólk sækir Kolaportið heim? Á árunum 1992, 1995 og 1998 gerði IM Gallup kannanir á gestum Kolaportsins og kom í Ijós að þeir eru nánast þver- skurður af þjóðfélaginu. Gestir eru af svo fjölbreyttum toga að í Kolaportinu er hægt að selja nánast hvað sem er. Meðalfjöldi gesta á helgi er nálægt 10-15.000 manns. Hverjir selja í Kolaportinu? Seljendur eru af margbreyti- legum toga og sumir hafa selt í Kolaportinu árum saman. Þama er að finna einstaklinga, fyrir- tæki, þjónustuaðila, fjölmiðla, félagasamtök, áhugahópa, skóla- fólk eða flesta þá sem vilja bjaiga sér og hafa frumkvæði til að nýta sér möguleika markaðstorgsins. Margir koma mánaðarlega og aðrir koma öðru hvoru yfir árið og um hverja helgi kemur stór hópur nýrra seljenda. Þessi fjölbreytni seljenda tryggir það úrval af vöm sem þarf að vera á góðu markaðstorgi. Félagasamtök selja fyrir alit ab kr. 150.000 á helgi “Við fjármögnuðum ferðina” sagði söluaðili hjá barnakór Hallgrímskirkju eftir góðan söludag fyrir kr. 50.000. "Það var virkilega gaman að standa í þessu" bætti hann síðan við. "Þetta var ótrúlegt" sagði sölu- aðili á vegum æskulýðsfélags Grafarvogskirkju, en þau seldu fyrir kr. 40.000 á einum góðum degi í Kolaportinu. "Bömin á Indlandi njóta ágóð- ans" sagði aðili úr hópi stuðn- ingsforeldra indverskra bama, en þau seldu kompudót fyrir um kr. 150.000 á tveimur dögum. Kolaportið miðpunktur miðborgarinnar Borgaryfirvöld hafa gert margt til að gera miðborgina aðlaðandi, en ekkert umhverfi dregur jafn marga þangað og markaðstorg Kolaportsins. 10-15.000 manns sem kemur í Kolaportið um hverja helgi lífga líka verulega upp á miðborgarlífið. Með flutningi Kolaportsins í Tollhúsið á árinu 1994 voru borg- aryfirvöld og þeir sem standa að Kolaportinu að leggja grunn að starfi Kolaportsins til framtíðar og um leið að efla miðborgina. Vörumiðlun Kolaportsins Kolaportið hefur síðustu árin starfrækt vörumiðlun fyrir þá sem vilja selja vöm eða koma í umboðssölu. Komið hefur verið á viðskiptasamböndum á milli verslana og heildsala og söluaðila í Kolaportinu til að losa vömr. Þetta hefur gefist vel og skapað mikið og fjölbreytt vömúrval og verð sem á engan sinn líka (hinu sannkallaða Kolaportsverði). Risaútsölur sem eiga engan sinn líka Stærri fyrirtæki hafa verið með útsölur í hluta af húsnæði Kola- portsins og haft opið virka daga og um helgar á sama tíma og markaðstorgið. Fyrir fyrirtæki er þetta mjög hagstæður kostur þar sem allt sem þarf er til staðar s.s. borð, fataslár, sjóðvélar og jafnvel starfsfólk. Einnig getur Kola- portið séð um alla framkvæmd. Kompudagar og aðrir þemadagar Þemadögum er ætlað að auka fjölbreytni og fá inn nýja aðila. Sem dæmi má nefna Kompu- daga þar sem hægt er fá bása á lægra verði síðustu helgi í hverjum mánuði. Fleira mætti nefna s.s. Græna daga, Safnara- daga, Vordaga og fleira. Á næstunni er von á nýjungum í þessum efnum sem kynntar verða síðar. Kolaportið sem viðskiptalegur skóli Það hefur komið í ljós að margir fyrrverandi seljendur í Kolaportinu reka í dag eigin fyrirtæki í verslun og þjónustu vítt og breitt um landið. Flestir þeirra töldu að Kolaportið hefði m.a. skapað þá þekkingu og reynslu sem þurfti til að byggja upp eigin atvinnurekstur. Mikil sala á kompudóti. Mikil sala hefur verið á kompudóti síðustu helgar. Margir hafa þar náð sér í góðan aukapening og eru farnir vel múraðir í fríið. Samkvæmt könnun ÍM Gallup er meðalsala á kompudóti á helgi um kr. 40.000,- Þeir sem .ekki hafa prófað að selja kompudót ættu að panta pláss strax um næstu helgi. Pöntunarsíminn er 562 5030. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin I nýtt og breytt Kolaport Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17 Depla -lax, humar, rækja og harðfiskur Skarpnéðinn er með nýjan lax í flökum og bitum og einnig reyktan og grafinn lax. Einnig Ijúffenga rœkju, gómsœtan humar og harðfisk. Ostamarkaður -gæðaostar með góðu brqgði Þeir vinsœlustu eru Gamli Óli frá Danmörku, Gorgonzola frá Ítalíu, Emmental frá Swiss og svartur Goudeostur og ísbúinn frá íslandi. Barnafötin eru á góðu verði hjá Kristínu Barnabolir og barnaregnslár a kr. 300 og bolir á fullorðna frá kr. 990. Einnig fjölbreytt úrval af barnafatnaði á sannkölluðu Kolaportsverði. Kaffi Port -notaleg kaffihúsastemmning Frábœr tiboð. Mc Cain franskar og skinkusamloka kr. 300, kaffi og vaffla kr. 290, Mc Cain franskar og fiskur kr. 390. Sirivan -austurlensk gjafavara í úrvali Stórir blœvœngir kr. 2990, silkipúðar kr. 700, fallegir austurlenskir prinsessukjólar, smáhlutir og úrval af austurlenskri tré- og gjafavöru. Útivistar- og regnfatnaður Fínasundi Regnfatnaður frá kr. 500, öndunarsportfatnaður frá kr. 2900, sund- bolir, sundbuxur, bikini og allar stœrðir af gallabuxum kr. 1990. Nammibásinn hennar Stefaníu MMMM! Victory brennið komið. Ekta íslenskur brjóstsykur, súkkulaðifroskar í mikiu úrvali. Sannkölluð nammihátíð hjá Stefaníu við Miðstrœti. Leikföng á góðu verði hjá Guðbrandi Frábœrt úrval leikfanga á verði sem passar hverri einustu buddu. Einnig leikir í Nitendo og Sega tölvur ásamt skiptimarkaði. Lady við Miðstræti með góð tilboð Flárskraut, skart fyrir alla aldurshópa (2-80 áraþúrval af kveikjurum, bolir og stuttir kjólar í nýjustu sumartískunni. Austurlensku grænu básarnir !!! Lesgleraugu í miklu úrvali, hila og Tommy vörur og fótbolta- búningar í úrvali, útskornar trévörur frá Austurlöndum og fl. Gjafqvörusala Ólafar við Aukastræti NYTT NÝTT -afskorin blóm, gjafavara í miklu úrvali, styttur, ofnœmisprófaðir eyrnalokkar, barnateppi og brassvara. Glasgow -sparikjólar og blússur Nýir sparikjólar kr. 3990, blússur kr. 1990, skartgripir í miklu úrvali, ódýr sólgleraugu og fallegir sumarkjólar á kr. 2990. Bára í Liljunni er mætt á svæðið Glœsilegar vörur. Stórar stœrðir. Komið og gerið reyfara- kaup. Allir viðskiptavinir fá aiafir í kaupbaeti. Sjáumst! Tónlistargjöfin fæst í Birtubásnum Mikið úrval t.d. Sven Ingvars, Sœnsku Vikingarnir,Country tónlist, þjóðlagatónlist, mikið úrval af dansmússik. Eldrauða gjafahúsið hans Sigga Fallegar smástyttur, kökubakkar, eldhúsvigtir og úrval af gjafavöru. Einnig úrval af góðum bókum fyrir fríið. Vefnaðarvara og bækur hjá Kára Mikið úrval af fágœtum bókum á verði frá kr. 200,- stk. Margar gerðir af vefnaðarvöru á sannkölluðu Kolaportsverði. Skartgripir og styttur hjá Magneu Flún Magnea slœr flestum við í skargripum og býður góða vöru á lágu verði. Einnig styttur og helíumblöðrur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.