Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR J. Kristjánsson, aðalbankastjóri Landsbanka íslands hf., Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samhetja hf., Kári Amór Kárason, stjómarformaður Samlierja hf., og Hasso Gramm, bankastjóri hjá Vereins und Westbank AG, undirrituðu lánasamninginn sl. mánudag í Cuxhaven í Þýskalandi. Með þeim á myndinni em stjómarmenn í Samherja hf., forráðamenn DFFU og fulltrúar frá Landsbanka íslands hf. og Vereins und Westbank AG. Samherji hefur eignast 99% í Deutsche Fischfang Union Landsbankinn trygg- ir lánsfjármögnun SAMNINGAR voru undirritaðir sl. mánudag um að Landsbanki Is- lands hf. og þýski bankinn Vereins- und Westbank AG annist lánsfjár- mögnun vegna kaupa Samherja hf. á 49,5% hlut í þýska útgerðarfélag- inu Deutsche Fischfang Union KG (DFFU) í Cuxhaven. Samhetji átti fyrir kaupin á hlutabréfunum jafn- stóran hlut í DFFU og á því nú 99% í féiaginu, en Cuxhavenborg á 1%. DFFU gerir út fjögur skip, en þar af eru þrjú í eigu félagins og eitt í leigu. Tvö af skipunum eru búin Nýr skólameist- ari við MH MENNTAMALARAÐHERRA hefur að fenginni umsókn skóla- nefndar skipað Láras Hagalín Bjamason skólameistara Mennta- skólans við Hamrahlíð um fimm ára skeið frá 1. ágúst nk. Umsóknar- fresti um starfíð lauk 5. júní sl. og bárust fímm umsóknir. Aðrir um- sækjendur voru: Gunnlaugur Ást- geirsson, Heimir Pálsson, Stefán Andrésson og Vésteinn Rúni Ei- ríksson. Láras lauk B.S.-prófi í stærð- fræði og prófí í uppeldis og kennslu- fræðum frá Háskóla íslands 1982. Hann hefur sinnt kennslu með hlé- um frá 1976. Láras var kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð frá 1982 til ársloka 1995 fyrir utan árin ‘85 til ‘88 og ‘90 til ‘91 en þá var hann í leyfi vegna framhaldsnáms í stærðfræði, fyrst í Danmörku en þaðan lauk hann cand. scient.- prófí, og svo í Kanada. Árið ‘92 til ‘93 leysti hann af sem aðstoðar- skólameistari við MH og gegndi því starfí árið ‘95 þegar hann lét þar af störfum. Frá ársbyrjun ‘96 hefur hann verið aðstoðarskólastjóri við Borgarholtsskóla. Láras er kvænt- ur Særúnu Albertsdóttur kennara og eiga þau eitt barn. Lárus Hagalín Bjarnason tækjum til flakavinnslu á bolfisk, síld og makríl. Á liðnu ári veiddu skip félagsins 21.400 tonn en það sem af er þessu ári hafa þau veitt um 24 þúsund tonn. Þar af eru 14.500 tonn af koimunna. I fréttatilkynningu segir að láns- fjármögnunin sé í samræmi við þá stefnumörkun Landsbankans að vera þátttakandi í útrás íslenskra fyrirtækja. Bankinn stefni að því að styðja íslensk fyrirtæki í alþjóða- væðingu þeirra í samvinnu við er- lendar fjármálastofnanir. Njóta góðs stuðnings í Cuxhaven og Hannover Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf., kveðst ekki á þessari stundu vera tilbúinn til að tjá sig um kaupverð hlutarins í DFFU eða um hvaða fjárhæðir var að ræða í lánsfjársamningnum. Þor- steinn segist vera mjög ánægður með að kaupin séu fullfrágengin. Hann segir að komið hafi berlega í Ijós á undanförnum dögum að fyrir- tækið nyti góðs stuðnings í Cux- haven af hálfu yfirvalda og verka- lýðshreyfingarinnar og hjá yfirvöld- um í Hannover. Þessir aðilar hafi lýst yfir að þeir muni standa mjög þétt á bak við fyrirtækið í framtíð- Hafrannsóknastofnun Jóhann Sigur- jónsson skipað- ur forstjóri SJAVARUTVEGSRAÐHERRA hefur skipað Jóhann Sigurjónsson forstjóra Hafrannsóknastofnunar- innar frá 1. ágúst nk. að fenginni til- lögu stjórnar stofnunarinnar. Stai-fið var auglýst 3. júní sl. og var Jóhann eini umsækjandinn. Hann var skipaður að- stoðarforstjóri Haf- rannsóknastofnunar ár- ið 1994 og hefur gegnt þvi starfi síðan að und- anskildu tímabilinu 1. nóvember 1996 til 30. apríl 1998 en þá fékk hann leyfi frá störfum til að gegna starfi sendi- herra í utanríkisþjón- ustunni. Þar var Jóhann aðalsamningamaður Is- lands í fiskveiðimálum. Jóhann hefur stundað kennslu við Háskóla Is- lands og starfað hjá Ha- frannsóknastofnun frá árinu 1981, fyrst sem Jóhann Sigurjónsson víkka og styrkja núverandi grundvöll fyrir fiskveiðiráðgjöf," segir Jóhann. „Krafan um nákvæmni mælinga og grandvöll ráðgjafar á veiðiþoli stofna vex stöðugt. Eftii’ því sem tækni og veiðiálag fer vaxandi er nauðsynin fyrir ná- kvæma og áreiðanlega ráðgjöf aldrei meiri. Höfuðverkefnið framundan er að tryggja styrkan vísindagrunn fyrir veiðiráðgjöf á Is- landsmiðum, þar með talin almenna þekkingu okkar á vistkerfi sjávar. Eitt af fyrstu verkefn- unum verður að fylgja eftir áætlunum um nýtt hafrannsóknaskip, sem mun opna nýja mögu- leika á rannsóknum í framtíðinni, sem ekki hefur verið hægt að sinna hingað til. Um er að ræða mjög fullkomið sérfræðingur í hvalarannsóknum en frá 1986 sem verkefnisstjóri hvala- rannsókna. Hann hafði rannsóknar- stöðu við Óslóarháskóla árið 1980 en þaðan lauk hann Cand.real prófrit- gerð um líffræði hrefnustofnsins við Island ásamt embættisprófi í sjávar- líffræði sumarið 1980 en hafði áður lokið B.Sc prófi í líffræði frá Háskóla íslands árið 1976. Jóhann er fæddur árið 1952, hann er kvæntur Helgu Bragadóttur arkitekt og eiga þau þrjú börn. títvíkka og styrkja grundvöll fiskveiðiráðgjafar „Starfið leggst mjög vel í mig, þetta er mjög áhugavert starf og ég hiakka til að takast á við það,“ segir Jóhann í samtali við Morgunblaðið. „Ég þekki starfsemi og starfsfólk þessarar stofnunar vel og af góðu og finn að það er mikill áhugi á að halda uppi áframhaldandi öflugu starfi. Ég geri ekki ráð fyrir að það verði mikil stefnubreyting hjá stofnuninni í tengslum við þessi forstjóraskipti, enda er óhætt að segja að náðst hafi stórgóður árangur í fiski- og haf- rannsóknum hér á landi á undanfórn- um áram, ekki síst fyrir tilstilli Haf- rannsóknastofnunarinnai’. Því starfi verður að halda áfram en segja má að verkefnin framundan séu að út- skip sem verður væntanlega afhent á næsta ári og það þarf að útfæra framtíðarverkeftii fyrir skipið og tryggja rekstrargrandvöll þess. Von- andi mun okkur auðnast þarna að sinna nýjum rannsóknarverkefnum sem renna munu stoðum undir nýja möguleika fyrir íslenskan fiskveiði- flota í framtíðinni.“ Jóhann segir einnig að huga þurfi að allri aðstöðu til rannsókna fyrir starfsfólk Hafrannsóknastofnunai'inn- ar og laða að ungt og efnilegt vísinda- fólk, þannig að stofnunin getí staðist ströngustu vísindakröfur. „Ég tel að orðstír stofnunarinnar sé góður og það verður að gæta þess að svo verði einnig í framtíðinni,“ segir hann. „Stofnunin hefur einnig mikil- vægu hlutverki að gegna varðandi upplýsingamiðlun til stjórnvalda hagsmunaaðila og almennings. Ég held að það hafi alltaf verið skilning- ur á því hjá stofnuninni að halda uppi jákvæðu samstarfi við þessa aðila. Það er grundvallaratriði ef menn ætla að ná árangri á þessu sviði að virkja alla sem koma að mál- inu og við þurfum náttúrlega á sjó- mönnum og öðram hagsmunaaðilum að halda til þess að stunda okkar rannsóknir og að niðurstöður þeirra beri þann árangur sem til er ætl- ast,“ segir Jóhann. Bókim borgarfulltrúa meirihlutans um ársreikning Reykjavikurborgar fyrir árið 1997 Heildarskuldir og greiðslubyrði lækka Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja fjármálastjórn R-listans hafa einkennst af sjónhverfíngum VERULEGA andstæð sjónarmið komu fram í borgarstjórn Reykja- víkúr hjá borgarfulltrúum Reykja- víkurlistans og borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þegar fram fór síðari umræða um ársreikning borg- arinnar fyrir árið 1997. Töldu full- trúar meirihlutans að heildarskuldir borgarsjóðs hefðu lækkað og greiðslubyrði lána lækkað veralega en fulltrúar minnihlutans sögðu fjármálastjórn R-listans hafa ein- kennst af sjónhverfingum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hóf umræðuna um ársreikn- inginn og endurskoðunarskýrslu Reykjavíkurborgar sem fylgdi árs- reikningnum. í lok máls síns kynnti hún bókun Reykjavíkurlistans um ársreikninginn. I framhaldi af ræðu borgarstjóra tóku margir borgar- fulltrúar meirihluta og minnihluta til máls. í bókun borgarfulltrúa Reykja- víkurlistans segir að ársreikningur- inn endurspegli annað árið í röð þann árangur sem náðst hafi í fjár- málastjórn borgarinnar á nýliðnu kjörtímabili. Birtist hann m.a. í því að frávik rekstrarútgjalda séu að- eins 0,8% sem rekja megi að mestu til rammafjárhagsáætlunar og raunhæfrar áætlunargerðar, á ár- inu 1997 hafi það gerst í fyrsta sinn í að minnsta kosti áratug að heild- arskuldir borgarinnar lækki milli ára en þær séu nú 232 milljónum króna lægri en árin 1995 og 1996. Þá segir að peningaleg staða borg- arsjóðs hafi batnað um 1,3 milljarða milli áranna 1996 og 1997 og að greiðslubyrði lána hafi lækkað verulega síðustu tvö árin, hafi verið 892 milljónir í fyrra en 1,3 milljarð- ar árið 1995. Þá er í bókuninni borin saman þróun skulda og peningalegi-ar stöðu borgarsjóðs og samstæðunnar allrar, þ.e. borgarsjóðs og fyrir- tækja borgarinnar á nýliðnu kjör- tímabili og síðasta kjörtímabili Sjálf- stæðisflokksins. Segir að skuldir borgarsjóðs hafi hækkað um 7,7 milljarða króna milli áranna 1991 og 1994 en 1,1 milljarð milli áranna 1994 og 1997. Peningaleg staða borgarsjóðs hafi versnað um 8,8 milljarða milli áranna Í991 og 1994 en batnað um 143 milljónir á síðasta kjörtímabili. Þá hafi skuldir sam- stæðunnar aukist um 8 milljarða á fvrra tímabilinu en um 5 milljarða á því síðarnefnda og að peningaleg samstæða hafi versnað um 9 millj- arða milli áranna 1991 og 1994 en um 4,3 milljarða milli áranna 1994 og 1998. Sjö miHjarða skulda- aukning á fjórum árum í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins segir að fjármálastjórn Reykjavíkurlistans hafi einkennst af sjónhverfingum þar sem reynt sé að rugla borgarbúa í ríminu og gefa til kynna að staðan sé allt önnur en hún sé raunveralega. Staðreyndirnar tali sínu máli í ársreikningi og skýrslu borgarendurskoðunar. ,Arsreikningur Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1997 sýnir með óyggj- andi hætti að skuldir borgarinnar hafa aukist um sjö milljarða króna undanfarin fjögur ár. Fyrfrsjáanleg er til viðbótar veraleg aukning skulda á þessu ári. Nettóskuldir hafa sexfaldast á sl. fjóram árum og á síðasta ári hækkuðu nettóskuldir borgarinnar um 70%. Nú nema heildarskuldir borgarinnar tæpum 20 milljörðum króna.“ Þá segir að þessi skuldaaukning hafi orðið á sama tíma og R-listinn hafi aukið álögur sínar á borgarbúa sem nemi tæplega 5 milljörðum á fjóram árum. Þar að auki hafi mörg hundruð milljónir króna runnið í borgarsjóð með sölu eigna og að þessi þróun hafi orðið samtímis því að skatttekjur borgarinnar vaxi vegna aukins góðæris og hagvaxtar. I lokin segir svo í bókun sjálfstæðis- manna: „Staðan sýnir að R-listinn ræður ekki við að stjórna fjármálum borg- arinnar. Þrátt fyrir þá miklu upp- sveiflu sem er í efnahags- og at- vinnulífi þjóðarinnar er ekkert gert til að reyna að snúa þróuninni við með því að greiða niður skuldir. Vegna aðgerðarleysis og vanmáttar R-listans bendir því miður allt til þess að þessi þróun muni halda áfram með meiri skuldum og hækk- andi rekstrarútgjöldum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.