Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Arnaldur
KEPPENDUR Ólympíuleikanna fylltu Háskólabíó í gær.
1 "j VW7 ' ‘ í! , \ ' Tggj,
Hjfc i ■ s JRHI
'v. w 1■m/%l' 1
Olympíuleikarnir í eðlisfræði settir í Háskólabíói í gær
Keppendur frá öllum heims-
hornum mættir til leiks
Háskólabíó var þéttskipað við setningarat-
höfn Olympíuleikanna í eðlisfræði í gær-
morgun. Fulltrúar 56 ríkja voru þar sam-
ankomnir og var ekki laust við spennu í
loftinu enda styttist í keppnina sjálfa en
hún hefst í dag. Sigríður B. Tómasdóttir
fylgdist með athöfninni og tók nokkra
keppendur tali.
PAÐ mátti heyra mælt á æði mörg-
um tungum í anddyri Háskólabíós í
gær rétt áður en setningarathöfn
Olympíuleikanna hófst. Fullti-úar
frá 56 ríkjum voru mættir á staðinn
en þátttakendur dvelja hér á landi
næstu viku við keppni og skoðunar-
ferðir ýmiss konar. Keppendur eru
allir undir tvítugu, en ein af reglum
keppninnar er að þeir mega ekki
hafa fyllt tvo tugi á keppnistímabil-
inu. Allir eru þeir í framhaldsskól-
um eða hafa nýlokið lokaprófum
þar, enda er keppnin ekki ætluð
þeim sem hafa hafíð háskólanám.
„Þessir Ólympíuleikar munu að
öllum líkindum hafa langvarandi
áhríf á eðlisfræði á Islandi," sagði
Þorsteinn I. Sigfússon, formaður
framkvæmdanefndar Óiympíuleik-
anna, við upphaf setningarathafnar-
innar í Háskólabíói. Það er a.m.k.
næsta víst að sjaldan hafa verið sam-
ankomnir jafnmargir eðlisfræðiunn-
endur á íslandi. Auk Þorsteins voru
keppendur boðnir veikomnir af
Sveinbimi Björnssyni, prófessor við
Háskóla íslands og formanni Eðlis-
fræðifélags íslands, Viðari Ágústs-
syni framkvæmdastjóra leikanna og
Bimi Bjamasyni menntamálaráð-
herra. Sveinbjöm hvatti keppendur í
ávarpi sínu til dáða og sagði keppn-
ina mikla ögran fyrir keppendur,
bæði félagslega og fræðilega.
Menntamálaráðherra lýsti
ánægju sinni með allan þann fjölda
efnilegra nemenda sem eru mættir
til íslands til að taka þátt í leikun-
um. Hann hvatti keppendur til að
nýta sér þekkingu sína í framtíðinni
mannkyni til heilla enda ekki ólík-
legt að á meðal keppenda leynist
framtíðarbrautryðjendur á sviði
eðlisfræði og annarra vísindagreina.
Lærum margt nýtt
,;Það er mjög spennandi að vera
á Ólympíuleikunum í eðlisfræði og
hitta svona marga sem hafa áhuga
á eðlisfræði," segir Christian Diget
frá Danmörku. Christian tók líka
þátt í Ólympíuleikunum í fyrra en
sagðist ekki hafa hitt neinn enn
sem hann þekkir síðan í fyrra „en
ég hef þó séð nokkur kunnugleg
andlit".
Christian segir það áhugaverð-
asta við keppnina fyrir sig hafa ver-
ið hversu mikilli þekkingu hann
bætti við sig í eðlisfræði. „Svo verð-
ur gaman að fara í þær skoðunar-
ferðir sem era á dagskránni og
svona.“ Með haustinu tekur há-
skólanám við hjá Christian sem hef-
ur nýlokið stúdentsprófum og tók
stúdentshúfuna með til Islands. „Ég
ætla að læra stærðfræði og eðlis-
fræði.“
Arshad Abdoelbasier frá Súr-
inam er líka á leið í háskólanám í
haust. „Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á eðlisfræði og tölvunarfræði
og hef einbeitt mér að þessum
greinum í menntaskóla. í haust er
ég að flytja til Hollands og ætla í
háskólanám í tölvunarfræði þar. Ég
hlakka mjög mikið til,“ segir Ars-
had sem er hvergi banginn við að
flytja. „Hollenska er opinbert
tungumál í Súrinam, en landið er
fyi-rverandi nýlenda Hollands,
þannig að ég þarf a.m.k ekki að
læra nýtt mál.“
Arshad er mjög ánægður með að
CHRISTIAN Diget
frá Danmörku.
ARSHAD Abdoelbasi
er frá Súrinam.
PANU „Two“ Trivej
frá Tælandi.
CARLOS Ramos
frá Mexíkó.
BERNANDO Pando
frá Argentínu.
ELIZABETH Scott
frá Bandaríkjunum.
hafa verið valinn í súrinamska liðið.
„Það er frábær reynsla fyrir mig að
fá að koma hingað og ég vona að ég
standi mig vel og fái góðar niður-
stöður úr verkefnunum," segir Ars-
had.
Vil standa mig vel
Carlos Ramos frá Mexíkó tekur í
sama streng. „Ég vil standa mig vel
í keppninni og helst langar mig til
að næla mér í einhverja viðurkenn-
ingu, ég veit ég get það,“ segir Car-
los sem er að taka þátt í Ólympíu-
leikunum í fyrsta skipti núna og
segist vera frekar stressaður fyrir
keppnina sjálfa. „Ég er eiginlega
alltof stressaður.“
Annars líst Carlos mjög vel á
dvölina hér og landið sjálft. „Það er
ekki of mikið af fólki sem býr hér og
allir sem við höfum hitt og eru að
skipuleggja eru mjög indælir. Mér
þykir líka mjög gaman að fá tæki-
færi til að ferðast en þetta er í
fyrsta skipti sem ég kem til Evrópu
síðan ég var fimm ára en þá bjó ég á
Spáni,“ segir Carlos sem eftir eitt
ár hyggst fara í háskóla annaðhvort
í stærðfræði eða eðlisfræði."
Bernando Pando frá Argentínu
er ekki jafn ákveðinn hvað hann
ætlar að gera í framtíðinni. „Það er
svo margt áhugavert sem stendur
til boða, eðlisfræði, stærðfræði,
heimspeki, sálfræði, ég veit ekki
hvar ég enda og hef engar áhyggjur
af því ennþá.“
Bernando sem hefur mikinn
áhuga á fótbolta hefur hins vegar
nokkrar áhyggjur af leik Argent-
ínumanna og Hollendinga í heims-
meistarakeppninni. „Á morgun [í
dag] leikum við við Hollendinga og
ég vona auðvitað að mitt lið sigri.
Ég bjóst reyndar ekki við því að
þeir mundu vinna Englendinga en
fyrst svo fór þá held ég að þeir
hljóti að sigra í leiknum við
Hollendinga."
Bernando fínnst keppnin ekki
vera aðalati-iðið í dvölinni hér.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek
þátt í svona keppni og hitti svona
margt fólk frá ólíkum löndum. Mér
fínnst það alveg frábært."
Panu Trivej, eða Two eins og
hann er kallaður, er frá Tælandi.
Hann er reyndur keppandi á
Ólympíuleikunum í eðlisfræði. „Ég
tók þátt í Ólympíuleikunum í Nor-
egi fyrir tveimur árum og Kanada í
fyrra og er nú kominn til íslands.
Mér fannst mjög gaman á íyrri
Ólympíuleikunum sem ég tók þátt í,
bæði að leysa verkefnin og að hitta
allt fólkið. Það var reyndar
skemmtilegast að hitta fólkið, bæði
skipuleggjendur og keppendur sem
koma hvaðanæva úr heiminum.
Þessar keppnir eru líka frábært
tækifæri fyrir mig til að bæta mig í
ensku.“
Eigum eftir að sjá
fleiri stelpur
Elizabeth Scott er frá Texas í
Bandaríkjunum. „Ég byrjaði að
læra eðlisfræði fyrir tveimur árum
og er reyndar í menntaskóla sem
sérhæfír sig í tungumálum," segir
hún. „Ég hef hins vegar mjög mik-
inn áhuga á eðlisfræði og í haust hef
ég háskólanám í eðlisfræði."
Elizabeth er ein af fimmtán
stúlkum í keppninni. „Ég veit ekki
hver skýringin á því hvers vegna
við erum svo fáar er en í Banda-
ríkjunum er sagt að stúlkur séu
ekki hvattar nógu mikið til að
leggja stund á raunvísindi. Ég held
hins vegar að það sé að breytast
núna. Við erum t.d. tvær í banda-
ríska liðinu núna og ég er viss um
að með árunum munum við sjá
fleiri stúlkur hér.“
Elizabeth sem hefur mjög gaman
af ferðalögum segir að Island hafi
heillað hana frá fyrstu stundu.
,,0kkur í bandaríska liðinu fínnst
Island ótrúlega fallegt og við hlökk-
um mjög til að vera hér í viku.“
Að þessum orðum sögðum var
kallað á keppendur út í rútur en
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri beið keppenda í Ráðhúsinu.
Það var því lítið annað að gera fyrir
Morgunblaðsmenn en að kveðja
unga eðlisfræðinga og óska þeim
góðs gengis.