Morgunblaðið - 04.07.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 04.07.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI UR VERINU LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 17 Bann við að auglýsa bjór ógilt í Póllandi Varsjá. Reuters. NEÐRI deild pólska þingsins hefur fellt úr gildi umdeilt bann við auglýs- ingum á bjór, bruggurum til ánægju og bindindismönnum til armæðu. Lagaákvæðið var ógilt með 219 at- kvæðum gegn 194, en 16 sátu hjá. Andrzej Dlugosz, framkvæmda- stjóri helztu bjórverksmiðju Pól- lands, Elbrewery, fagnaði samþykkt þingsins og kvað hana í samræmi við afstöðu fólks í öðrum Evrópulönd- um. Hann sagði að afnám bannsins ætti að draga úr neyzlu sterkra drykkja eins og vodka, en auka neyzlu á bjór. Vodka er enn vinsælasta áfengis- tegundin í Pólland, en bjór nýtur vaxandi vinsælda, einkum meðal ungs fólks. Bjórneyzla hefur aukizt í 45 lítra á mann í fyrra úr 33 lítrum 1993. Stuðningsmenn bjórauglýsinga hafa haldið því fram að bannið sé hvað sem öðru líður út í hött, því að margir framleiðendur auglýsi áfeng- islausan bjór, nauðalíkan venjuleg- um bjór, og aðeins sé tekið fram með smáu letri að hann sé ekki áfengur. Andstæðingar áfengis hafa sagt að afnám bannsins verði alvarlegt áfall fyrir tilraunir til að draga úr mikilli ofdrykkju í Póllandi. Afnám bannsins hefur valdið klofningi í ríkisstjóm mið- og hægri- flokka. Lítill flokkur, Frelsissam- bandið (UW), tók höndum saman við Lýðræðislegt vinstribandalag stjóm- arandstæðinga (SLD) til að knýja fram breytinguna gegn vdja Sam- stöðu, sem er undir áhrifum kaþ- ólsku kirkjunnar. Talið er að Samstaða komi í veg fyrir breytinguna í öldungadeildinni, þar sem hún hefur 51% atkvæða, en skoðanir era skiptar innan Sam- stöðu. Amex og Nasdaq í eina sæng New York. Reuters. AÐILAR Amex verðbréfamarkaðar- ins (American Stock Exchange) hafa samþykkt samrana hans og móður- fyrirtækis Nasdaq verðbréfamark- aðarins á sérstökum fundi. Samningurinn var samþykktur með öraggum meirihluta, atkvæðum 622 aðila gegn 206. Samraninn þurfti samþykki að minnsta kosti 576 aðila. Ljúka á sameiningunni fyrir áramót. Þar með sameinast annar og þriðji stærsti verðbréfamarkaður Banda- ríkjanna og Amex og National As- sociation of Securities Dealers (NASD), sem er stærri aðilinn, renna saman í eitt. Nasdaq mun verja 110 milljónum dollara á fimm árum til að endur- bæta aðstöðu og tækni Amex og 30 milljónum dollara til sameiginlegrar markaðssetningar. Einnig verður varið 40-50 milljónum dollara til að tryggja að Amex hnigni ekki. Amex verður aðskilið dótturfyi’irtæki. Ólfkir markaðir Amex er hefðbundinn verðbréfa- markaður en Nasdaq tölvuvæddur. Amex var stofnað fyrir 150 árum þegar verzlað var með verðbréf á svæði við gangstéttarbrún á Man- hattan. Nasdaq var stofnað fyrir 27 árum og hefur skotizt fram úr Amex í keppni um skráningu nýrra fyrir- tækja, meðal annars með því að hreppa Microsoft og Intel. Nasdaq hafði skráð 5.466 fyrir- tæki að verðmæti 1,9 billjónir dollara í árslok 1997, en 783 fyrirtæki Amex vora metin á 168 milljarða dollara. Þótt Amex hafi dregizt aftur úr keppinautum sínum á sviði venju- legra hlutabréfa hefur Amex getið sér gott orð á sviði hlutabréfa með rétti til að kaupa á umsömdu verði síðar og kemur næst Chieago Board Options Exchange (CBOE) á því sviði. Auk þess sem Amex hefur hlotið lof fyrir nýjungar á þessu sviði hefur Amex treyst stöðu sína með sam- komulagi um samvinnu við verð- bréfamarkaðinn í Fíladelfíu, sem stendur einnig framarlega á þessum vettvangi. Að verðbréfamarkaðnum í Fíladelfíu meðtöldum kveðst Amex hafa næstum því eins mikla mark- aðshlutdeild á þessu viðskiptasviði og CBOE. Talið er að samruninn leiði til meiri samþjöppunar á bandarískum verðbréfamarkaði. Stórfyi’irtæki I Wall Street hafa áhuga á sh'kri sam- þjöppun vegna mikils kostnaðar af verðbréfaviðskiptum með gamla lag- inu. Þrátt fyrir samranann er NASD/Amex eins og dvergur við hliðina á kauphöllinni í í New York, NYSE, sem er metin á 11,8 billjónir dollara. ------------------ 1.000 ný störf hjá Vauxhall London. Rcutcrs. VAUXHALL, hinn brezki armur General Motors, mun bæta við 1.000 nýjum störfum í bílaverksmiðju sinni í Ellesmere Port á Norðvestur- Englandi til að auka framleiðslu á bílum af Astra gerð. Þar með verða starfsmenn í El- lesmere Port um 5.200 og verksmiðj- an mun geta framleitt 180.000 bfla á ári. í fyrra vora framleiddir 120.000 bflar. Nick Reilly stjómarformaður sagði að hægt yrði að auka afköst á undan áætlun vegna þess að Astra hefði verið vel tekið síðan sala hófst. Með launasamningi í aprfl var kaup starfsmanna tengt gengi punds gegn marki. Samningurinn kom í veg fyrir að verksmiðju fyrirtækisins í Luton væri lokað og tryggði at- vinnu þúsunda manna. Nöfn verstu skipa- félaga heims birt London. Reuters. ITWF, Alþjóðasamband flutninga- verkamanna, hefur birt nöfn 20 verstu skipafélaga heims, sem fari illa með sjómenn, svfld þá um laun og skilji þá stundum eftir fjarri heimkynnum sínum, þegar þau lendi í erfiðleikum. ITF segir að nafnbirtingin sé liður í hálfrar aldar baráttu gegn henti- fánaskipum. Sambandið segir að versta félagið sé Adriatic Tankers í Grikklandi. Ahafnir félagsins urðu að bíða í 10 mánuði eftir að fá laun sín greidd og þegar félagið varð gjaldþrota vora skipin svo lítils virði að söluandvirðið nægði ekki fyrir launum sjómann- anna að sögn sambandsins. Árið 1995 varð Adriatic Tankers fyrsta aðildarfélag Intertanko, al- þjóðasambands óháðra olíuskipaeig- enda, sem hefur verið rekið úr sam- bandinu, vegna þess að skip félags- ins voru svo léleg. Sjö af 20 verstu skipafélögum heims, að sögn ITF, eru grísk. Hin era indónesísk, suður-kóresk, rúm- ensk, bandarísk og brezk. Langflest hentifánaskip era skráð í Panama og Líberíu. Sulta“ veldur Ijóni á netum loðnu- og sfldarskipa Þrotlaus vinna í netunum Þdrshöfn. Morgunblaðið. HJÁ Netagerðinni Ingólfi á Þórs- höfn hafa menn ekki slegið slöku við síðustu vikumar og vora uppgefnir þegar síðustu töm lauk - að sjálf- sögðu innan ramma EES-staðals, að þeirra sögn. Svokölluð „sulta“ í hafinu austan við Langanesið, þar sem margir eru nú á loðnu- og sfldveiðum, hefur gert sjómönnum lífið leitt og farið illa með netin. Sultan er marglyttuteg- und sem sest innan í netin og þéttir þau, svo þau verða líkust segli, sökkva vegna þyngsla og rifna síðan meira eða minna. Þá er ekki um ann- að að ræða en að sigla til hafnar og liggur Þórshöfn ágætlega við því stutt er af loðnu- og sfldarmiðum austur af Langanesi til Þórshafnar. Þar taka starfsmenn Netagerðarinn- ar Ingólfs við og bjarga málunum, burtséð frá því hvaða tími sólar- hrings er, virkur dagur eða helgur. Fastir starfsmenn hjá Netagerð- inni era átta en þegar mesta törnin stóð yfir og skipin biðu við bryggj- una eftir viðgerð á nót þá voru fengnir til aðstoðar netagerðarmenn frá Fáskrúðsfirði en þar er Neta- gerðin Ingólfur einnig með útibú. St- arfsmennimir hér segja að kappnóg sé að gera í þessari grein í plássinu og full þörf fyrir þjónustu af þessu tagi. Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. er stærsti viðskiptavinur Netagerð- arinnar en vissulega era fleiri sem nýta sér hana og nýir viðskiptamenn ávallt velkomnir, að sögn starfs- manna. Búið að landa 51 þúsund tonnum LOÐNUVERKSMIÐJURNAR höfðu í gær tekið á móti samtals 51.480 tonnum af loðnu á vertíðinni sem hófst 20. júní síðastliðinn og hefur veiðin gengið heldur treglega enn sem komið er. Eftir hádegið í gær vora 16 skip á veiðisvæðinu sem er nú 70-90 mílur norður af Langanesi og Melrakkasléttu og samkvæmt upplýsingum frá Til- kynningaskyldunni hafa skipin ver- ið að færa sig heldur í vesturátt. Upphafskvótinn í loðnunni er 688.200 tonn og í gær námu landan- ir úr íslenskum skipum á vertíðinni samtals 45.200 tonnum, en erlend skip höfðu þá landað tæplega 6.300 tonnum. Mestu verið landað á Raufarhöfn Mestu hefur verið landað hjá SR mjöli hf. á Raufarhöfn, eða 7.725 tonnum. Hjá Síldarvinnslunni hf. Neskaupstað hefur verið landað 7.155 tonnum, hjá SR mjöli hf. á Seyðisfirði 4.882 tonnum, hjá Hrað- frystihúsi Eskifjarðar 4.865 tonnum og hjá SR mjöli hf. á Siglufirði hef- ur verið landað 4.774 tonnum. Hjá öðram loðnuverksmiðjum hefur verið landað minna magni, en alls hafa ellefu verksmiðjur tekið á móti loðnu á vertíðinni. I gær lönduðu tvö skip á Raufar- höfn, en það voru Sunnubergið NS sem var með tæplega 226 tonn og ísleifur VE sem var með tæplega 980 tonn. Á fimmtudaginn landaði Ammasat GR 50 tonnum á Siglu- firði og Kranborg TN landaði 1.300 tonnum á Eskifirði, og á miðviku- daginn landaði Húnaröst SF 634 tonnum í Vestmannaeyjum og Faxi RE landaði þá 641 tonni á Eskifirði. Morgunblaðið/Líney STARFSMENNIRNIR hjá Netagerðinni Ingólfi á Þórshöfn hafa haft í nógu að snúast upp á síðkastið. LOÐNUNÆTURNAR eru engin smásmíði og handtökin eru ófá þegar gert er við þær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.